Allir séu að leggjast á eitt til að Miklubrautarstokkur verði tilbúinn 2025-26

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær val á tillögum til að vinna áfram með varðandi stokka undir bæði Miklubraut og Sæbraut. Borgarstjóri boðar að Miklubrautarstokkur gæti verið tekinn í notkun ekki síðar en 2025-2026.

Að setja Miklubraut í stokk á að skapa pláss undir nýja byggð á svæðinu. Þessi mynd úr tillögu Yrkis arkitekta o.fl. sýnir „nýja Snorrabraut“.
Að setja Miklubraut í stokk á að skapa pláss undir nýja byggð á svæðinu. Þessi mynd úr tillögu Yrkis arkitekta o.fl. sýnir „nýja Snorrabraut“.
Auglýsing

Skipu­lags- og sam­göngu­ráð Reykja­vík­ur­borgar sam­þykkti í gær val á til­lögum sem áfram verður unnið með í skipu­lags­vinnu varð­andi bæði Miklu­braut­ar­stokk og Sæbraut­ar­stokk, en á báðum stöðum er stefnt að því að leiða bíla­um­ferð ofan í jörð­ina á næstu árum. Fram­kvæmd­irnar eru báðar hluti af sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Hvað Miklu­braut­ina varðar varð til­laga Yrkis arki­tekta, Dagný Land Design og Hnit verk­fræði­stofu hlut­skörpust, en hvað Sæbraut­ina varðar verður áfram unnið með til­lögu Arkís arki­tekta, Lands­lags og Mann­vits, en þó gætu hug­myndir allra teyma sem tóku þátt í hug­mynda­leit vegna stokk­anna verið nýttar við áfram­hald­andi skipu­lags­vinnu að ein­hverju leyti.

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri boðar í færslu á Face­book í dag að stefnt sé að því að Mikla­braut verði komin í stokk sam­hliða því sem nýr Land­spít­ali verði til­bú­inn, eða árin 2025-2026. Hann kynnti áformin á opnum íbúa­fundi í Hlíða­hverfi í gær­kvöldi.

Auglýsing

„Fjár­mögnun fram­kvæmd­ar­innar er hluti af sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Vega­gerðin er að und­ir­búa útboð á hönnun stokks­ins en Reykja­vík­ur­borg leiðir skipu­lags­vinn­una á yfir­borði. Eigum frá­bært sam­starf við Betri sam­göng­ur, Vega­gerð­ina og síð­ast en ekki síst íbúa. Þetta er sann­ar­lega flókið verk­efni um leið og það er spenn­and­i,“ ­segir borg­ar­stjóri á Face­book.

í gær kynnti ég á opnum íbúa­fundi í Hlíð­unum þá til­lögu sem unnið verður áfram með varð­andi skipu­lag á svæð­inu þar sem...

Posted by Dagur B. Egg­erts­son on Thurs­day, Febru­ary 3, 2022

Full­trúar Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata í sam­göngu- og skipu­lags­ráði sögðu í bókun sinni á fundi ráðs­ins í gær að af þeirra hálfu væri lögð áhersla á að „við áfram­hald­andi vinnu verði lögð áherslu á for­gang gang­andi og hjólandi og Borg­ar­línu á svæð­unum tveim­ur.“

„Þannig verði litið til lausna þar sem vegir á Miklu­braut­ar­stokk séu ein­ungis vegna Borg­ar­línu en ekki hugs­aðir fyrir gegn­u­makst­urs­um­ferð. Loks ber að huga að því að Borg­ar­lína sé ávallt höfð í hæsta gæða­flokki, liggi í sér­rými og að borg­ar­línu­stöðvar veiti far­þegum fullt skjól fyrir veðri og vind­um,“ sagði í bókun full­trúa meiri­hlut­ans.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent