Japanska hagkerfið óx um 2,2 prósent á síðustu þremur mánuðum ársins í fyrra, en spár höfðu gert ráð fyrir allt að 3,7 prósent vexti, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Vöxturinn er þó mun betri en hagtölurnar fyrir fyrstu þrjá fjórðunga ársins í fyrra, en þær þóttu „sjokkerandi“, eins og Shinzo Abe forsætisráðherra lét hafa eftir sér eftir að hagtölur fyrir fyrri helming ársins voru birtar. Þær sýndu 1,6 prósent neikvæðan hagvöxt. Strax í kjölfarið gripu japanski seðlabankinn og stjórnvöld til aðgerða til þess að örva hagkerfið, meðal annars með mikill fjárinnspýtingu á fjármálamarkaði og skattalegra aðgerða sem miða að því að fjölga störfum og auka eftirspurn í hagkerfinu.
2月7日に発表した自民党の新しいポスター。キャッチコピーは「地方こそ、成長の主役」です。安倍内閣の下で地方創生を力強く進め、景気回復の風を全国津々浦々まで届けていきます。2月中には全国デビューの予定です。#自民党ポスター pic.twitter.com/DYSKFFhSqD
— 安倍晋三 (@AbeShinzo) February 13, 2015
Hagtölurnar þykja ekki benda til þess að þessar örvungaraðgerðir hafi heppnast vel, þvert á móti eru hagvaxtartölurnar taldar sýna að þörf sé á frekari aðgerðum, að því er segir í umfjöllun BBC.
Síðustu þrír mánuðir hvers árs eru mikilvægir japanska hagkerfinu, og er vöxtur jafnan meiri á þeim árstíma en á fyrri mánuðum ársins. Ástæðan er meðal annars sú að mikill hluti japanska hagkerfisins er drifin áfram af smásölu og þjónustu sem oft á sinn mikilvægasta sölutíma á síðasta ársfjóðungnum, einkum í desember.
Lítill sem enginn hagvöxtur hefur einkennt japanska hagkerfið undanfarin ár, og hefur það valdið stjórnvöldum miklum áhyggjum. Ýmsir erfiðleikar hafa steðjað að hagkerfinu, fyrir utan erfiðleika á fjármálamörkuðum heimsins. Þannig fóru innviðir í Japan illa út úr jarðskjálftanum 11. mars 2011, þegar flóðbylgja í kjölfar skjálftans olli stórtjóni.
https://www.youtube.com/watch?v=wyOPau0gpFw
Abe forsætisráðherra hefur sagt, að nauðsynlegt sé að efla útflutning og auka eftirspurn í hagkerfinu, eigi ekki illa að fara. Ríkissjóður Japans er stórskuldugur, en skuldirnar nema um 220 prósent af árlegri landsframleiðslu, samkvæmt upplýsingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.