Alvotech á markað í Bandaríkjunum

Líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech hyggst ætla að skrá sig á bandarískan hlutabréfamarkað í gegnum samruna við sérhæft yfirtökufélag. Heildarvirði sameinaðs félags er áætlað á um 295 milljarða króna.

Róbert Wessman, stofnandi Alvotech
Róbert Wessman, stofnandi Alvotech
Auglýsing

Alvot­ech Hold­ings S.A., sem er hluti af Alvogen/Al­vot­ech sam­stæð­unni sem stofnuð var af Róberti Wess­man, hyggst skrá félagið í banda­rísku NAS­DAQ kaup­höll­ina í gegnum sam­runa við sér­hæft yfir­töku­fé­lag. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá félag­inu sem var send á fjöl­miðla fyrr í dag.

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ing­unni gerðu Alvot­ech og yfir­töku­fé­lag­ið, sem nefn­ist Oaktree Acquisition Corp. II, samn­ing um sam­runa fyrr í dag. Þessi samn­ingur mun skila Alvot­ech um 450 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða tæpum 60 millj­örðum íslenskra króna, ann­ars vegar í gegnum 250 millj­óna dala reiðu­fjár­aukn­ingu úr sjóðum Oaktree og hins vegar í gegnum 150 millj­óna dala hluta­fjár­aukn­ingu frá íslenskum og erlendum fjár­fest­um, sem og núver­andi hlut­höf­um.

Erlendu fjár­fest­arnir eru Suvr­etta Capital, Athos, CVC Capi­tal Partners, Tema­sek, Farallon Capi­tal Mana­gement og Sculptor Capi­tal Mana­gement. Inn­lendi fjár­festa­hóp­ur­inn er hins vegar leiddur af Arion banka, Lands­bank­anum og Arct­ica Fin­ance.

Auglýsing

Heild­ar­virði sam­ein­aða fyr­ir­tæk­is­ins er áætlað um 2,25 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða um 295 millj­arðar króna. Að því gefnu að eng­inn af núver­andi hlut­höfum Oaktree nýti inn­lausn­ar­rétt sinn þá munu núver­andi hlut­hafar Alvot­ech eiga rúm­lega 80% í félag­inu, á meðan hlut­hafar Oaktree munu eiga um 11% og nýju fjár­fest­arnir um 7%.

Bloomberg greindi fyrst frá sam­run­anum í morgun og vitn­aði þá í heim­ildir innan úr fyr­ir­tæk­inu, en þar var greint frá væntri hluta­fjár­aukn­ingu og áætl­uðu heild­ar­virði félags­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maria Witteman og kollegar að störfum í skógum Rúanda.
Regnskógar gætu illa ráðið við loftslagsbreytingar
Það getur verið heitt og rakt í regnskógunum en þeir þola þó ekki langvarandi hátt hitastig og þurrka. Þannig gætu loftslagsbreytingar haft áhrif á hina náttúrulegu kolefnisbindingu þeirra.
Kjarninn 1. október 2022
Jina Amini, 22 ára Kúrdi, lést í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar í síðasta mánuði. Mótmæli hafa staðið yfir í Íran, og víðar, frá því að hún lést.
Kona, líf, frelsi
Mannréttindasamtök segja að minnsta kosti 83 látna í mótmælum í Íran. Yfirvöld segja töluna mun lægri, 41 í mesta lagi. Þingmaður Pírata hvetur fólk til að segja nafn konunnar sem kom mómæltunum af stað: Jina Amini.
Kjarninn 1. október 2022
Tækninni á sviði snjallgreiðslna fleygir fram og Íslendingar hafa tileinkað sér það hratt að nota síma og önnur snjalltæki til þess að greiða fyrir verslun og þjónustu.
Plastkort enn mest notaða greiðslulausnin en snjallgreiðslur sækja á
Í hópi þess þorra fólks sem greiðir fyrir vörur eða þjónustu einu sinni í viku að lágmarki eru nú hátt í fjörutíu prósent byrjuð að nota snjalltæki af einhverju tagi til þess að inna greiðslur að hendi, að jafnaði. Vægi reiðufjár minnkar sífellt.
Kjarninn 1. október 2022
Sjö molar um efnahags- og stjórnmálastorm í Bretlandi
Er Bretar leyfðu sér loks að líta upp úr langdreginni erfidrykkju Elísabetar drottningar tók ekki skárra við. Ný ríkisstjórn Liz Truss virðist búin að skapa sér djúpa efnahagslega og pólitíska krísu, ofan á orkukrísuna.
Kjarninn 1. október 2022
Líffræðileg fjölbreytni er grunnþáttur í viðhaldi vistkerfa í sjó, á landi, í vatni og lofti.
Landeigendur fái meiri hvata til endurheimtar vistkerfa
Loftslagsbreytingar, mengun, ágengar tegundir, eyðing búsvæða og bein nýting mannsins eru helstu áskoranir varðandi hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi. Neysla er t.d. drifkraftur framleiðslu sem oft leiðir til ósjálfbærrar nýtingar auðlinda.
Kjarninn 1. október 2022
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent