Amnesty á Íslandi hefur ekki tekið afstöðu til umdeildra vændismála

h_51390391-1.jpg
Auglýsing

Mann­rétt­inda­sam­tökin Amnesty International íhuga að setja sér stefnu um að afglæpa­væða eigi vændi, sam­kvæmt drögum að stefnu sem verður lögð fyrir heims­þing sam­tak­anna eftir rúma viku. Drög­unum var lekið á netið og þau hafa vakið upp hörð við­brögð og deil­ur.

Íslands­deild Amnesty hefur ekki tekið afstöðu til drag­anna sem lögð hafa verið fram, að sögn Önnu Lúð­víks­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra deild­ar­inn­ar. „Við teljum mik­il­vægt að hlusta á öll sjón­ar­mið og athuga­semdir sem fram koma. Á heims­þingi sam­tak­anna verða allir fletir ræddir og afstaða Íslands­deildar Amnesty verður ákvörðuð með það að augna­miði að mann­rétt­indi þessa fólks sem þarna um ræðir verði sem best tryggð,“ segir Anna í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Amnesty hefur aldrei sett sér stefnu í þessum mál­um, en umræðan um afglæpa­væð­ingu hefur átt sér stað innan sam­tak­anna um nokk­urt skeið. Í drög­unum kemur fram að málið hafi verið skoðað und­an­farin tvö ár og meðal ann­ars lagst í rann­sóknir sem hafi leitt til þess­arar nið­ur­stöðu.

Auglýsing

Í stefnu­drög­unum kemur fram að Amnesty vilji sem mesta vernd mann­rétt­inda þeirra sem vinni „kyn­lífs­vinnu“ (e. sex work). Meðal ann­ars verði þetta best gert með afglæpa­væð­ingu vænd­is, þar með talið að það sé ekki refsi­vert að kaupa vændi, hafa milli­göngu um það og reka vænd­is­hús. Þó breyti það ekki afstöðu sam­tak­anna til þess að man­sal og nauð­ung­ar­vinna séu gróf mann­rétt­inda­brot sem eigi að refsa fyrir og sömu­leiðis sé allt vændi barna gróf mann­rétt­inda­brot.

CATW, sem er banda­lag gegn man­sali á konum (Coa­lition Aga­inst Traffick­ing in Women), hefur mót­mælt þessum áformum og hefur fengið til liðs við sig yfir 400 kven­rétt­inda­sam­tök, önnur mann­rétt­inda­sam­tök og ein­stak­linga frá yfir þrjá­tíu löndum sem mót­mæla þessum fyr­ir­ætl­unum harð­lega. Guð­rún Jóns­dótt­ir, tals­kona Stíga­móta, er meðal þeirra sem skrifa undir bréf­ið, en meðal ann­arra eru frægar Hollywood-­stjörnur eins og Kate Winslet, Lena Dun­ham og Meryl Streep auk þess sem fjöldi kvenna sem hafa hætt í vændi eru á list­an­um.

Í bréfi þeirra kemur fram að það sé rétt hjá Amnesty að ekki eigi að refsa ein­stak­lingum sem eru keyptir og seldir í vændi. Hins vegar vilji Amnesty sam­kvæmt drög­unum einnig afglæpa­væða þriðju aðila sem hagn­ist á vændi og þá sem kaupa vændi. „Þetta myndi styrkja stoðir marg­millj­arða bransa sem leggst á útskúf­að­ustu og við­kvæm­ustu hópana til kyn­ferð­is­legrar mis­notk­unar í við­skipta­skyn­i,“ segir í bréf­inu. Þar segir einnig að besta leiðin til þess að vernda mann­rétt­indi fólks í vændi sé að veita víð­tæka þjón­ustu og leiðir út úr vændi, ef fólk vill hætta, og að láta þá sem nýta sér fólk svara til saka. „Nokkrar rík­is­stjórnir hafa nú þegar sam­þykkt lög sem end­ur­spegla þessa kynja- og mann­rétt­inda­nálg­un,“ segir í bréf­inu og er þá átt við nor­rænu leið­ina svoköll­uðu (áður þekkt sem sænska leið­in) sem er meðal ann­ars í gildi á Íslandi. Sú leið felur í sér að ekki er ólög­legt að selja vændi, en það er ólög­legt að kaupa það og hafa milli­göngu um það. Þá hafi Evr­ópu­þingið hvatt til þess að ríki afglæpa­væði ein­göngu þá sem selja vændi og refsi aðeins þeim sem kaupa það.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Tekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar áætlaðir 3,5 milljarðar króna
Leiðsögumenn og aðrir litlir rekstraraðilar eiga rétt á að fá allt að 400 þúsund krónur á mánuði í tekjufallsstyrki fyrir hvert stöðugildi í allt að 18 mánuði. Kostnaður vegna styrka til ferðaþjónustu hefur nú verið áætlaður.
Kjarninn 28. október 2020
Ráðhús Reykjavíkur
„Hagstjórnarmistök“ að styðja ekki betur við sveitarfélög
Reykjavíkurborg varar ríkisstjórnina við að veita sveitarfélögunum ekki meiri stuðning í nýju fjárlagafrumvarpi og segir niðurskurð í fjárfestingum vinna gegn viðbótarfjárfestingu ríkisins.
Kjarninn 28. október 2020
Óskað eftir því að Vilji Björns Inga verði tekinn til gjaldþrotaskipta
Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur lagð fram beiðni um að Útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Björn Ingi Hrafnsson segist fyrst hafa heyrt um málið í gærkvöldi. Hann missti stjórn á umsvifamiklu fjölmiðlaveldi árið 2017.
Kjarninn 28. október 2020
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None