Amnesty á Íslandi hefur ekki tekið afstöðu til umdeildra vændismála

h_51390391-1.jpg
Auglýsing

Mann­rétt­inda­sam­tökin Amnesty International íhuga að setja sér stefnu um að afglæpa­væða eigi vændi, sam­kvæmt drögum að stefnu sem verður lögð fyrir heims­þing sam­tak­anna eftir rúma viku. Drög­unum var lekið á netið og þau hafa vakið upp hörð við­brögð og deil­ur.

Íslands­deild Amnesty hefur ekki tekið afstöðu til drag­anna sem lögð hafa verið fram, að sögn Önnu Lúð­víks­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra deild­ar­inn­ar. „Við teljum mik­il­vægt að hlusta á öll sjón­ar­mið og athuga­semdir sem fram koma. Á heims­þingi sam­tak­anna verða allir fletir ræddir og afstaða Íslands­deildar Amnesty verður ákvörðuð með það að augna­miði að mann­rétt­indi þessa fólks sem þarna um ræðir verði sem best tryggð,“ segir Anna í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Amnesty hefur aldrei sett sér stefnu í þessum mál­um, en umræðan um afglæpa­væð­ingu hefur átt sér stað innan sam­tak­anna um nokk­urt skeið. Í drög­unum kemur fram að málið hafi verið skoðað und­an­farin tvö ár og meðal ann­ars lagst í rann­sóknir sem hafi leitt til þess­arar nið­ur­stöðu.

Auglýsing

Í stefnu­drög­unum kemur fram að Amnesty vilji sem mesta vernd mann­rétt­inda þeirra sem vinni „kyn­lífs­vinnu“ (e. sex work). Meðal ann­ars verði þetta best gert með afglæpa­væð­ingu vænd­is, þar með talið að það sé ekki refsi­vert að kaupa vændi, hafa milli­göngu um það og reka vænd­is­hús. Þó breyti það ekki afstöðu sam­tak­anna til þess að man­sal og nauð­ung­ar­vinna séu gróf mann­rétt­inda­brot sem eigi að refsa fyrir og sömu­leiðis sé allt vændi barna gróf mann­rétt­inda­brot.

CATW, sem er banda­lag gegn man­sali á konum (Coa­lition Aga­inst Traffick­ing in Women), hefur mót­mælt þessum áformum og hefur fengið til liðs við sig yfir 400 kven­rétt­inda­sam­tök, önnur mann­rétt­inda­sam­tök og ein­stak­linga frá yfir þrjá­tíu löndum sem mót­mæla þessum fyr­ir­ætl­unum harð­lega. Guð­rún Jóns­dótt­ir, tals­kona Stíga­móta, er meðal þeirra sem skrifa undir bréf­ið, en meðal ann­arra eru frægar Hollywood-­stjörnur eins og Kate Winslet, Lena Dun­ham og Meryl Streep auk þess sem fjöldi kvenna sem hafa hætt í vændi eru á list­an­um.

Í bréfi þeirra kemur fram að það sé rétt hjá Amnesty að ekki eigi að refsa ein­stak­lingum sem eru keyptir og seldir í vændi. Hins vegar vilji Amnesty sam­kvæmt drög­unum einnig afglæpa­væða þriðju aðila sem hagn­ist á vændi og þá sem kaupa vændi. „Þetta myndi styrkja stoðir marg­millj­arða bransa sem leggst á útskúf­að­ustu og við­kvæm­ustu hópana til kyn­ferð­is­legrar mis­notk­unar í við­skipta­skyn­i,“ segir í bréf­inu. Þar segir einnig að besta leiðin til þess að vernda mann­rétt­indi fólks í vændi sé að veita víð­tæka þjón­ustu og leiðir út úr vændi, ef fólk vill hætta, og að láta þá sem nýta sér fólk svara til saka. „Nokkrar rík­is­stjórnir hafa nú þegar sam­þykkt lög sem end­ur­spegla þessa kynja- og mann­rétt­inda­nálg­un,“ segir í bréf­inu og er þá átt við nor­rænu leið­ina svoköll­uðu (áður þekkt sem sænska leið­in) sem er meðal ann­ars í gildi á Íslandi. Sú leið felur í sér að ekki er ólög­legt að selja vændi, en það er ólög­legt að kaupa það og hafa milli­göngu um það. Þá hafi Evr­ópu­þingið hvatt til þess að ríki afglæpa­væði ein­göngu þá sem selja vændi og refsi aðeins þeim sem kaupa það.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kveikur
Kveikur sendir frá sér yfirlýsingu
Ritstjóri Kveiks segir að vinnubrögð RÚV og sá tími sem Samherja gafst til andsvara sé fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið og reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Verkalýðsforystunni ekki skemmt
Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís: Mynd af græðgi sem fór úr böndunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að þær ávirðingar sem fram komu í umfjöllun Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu séu stórmál. Hún segir að sú mynd sem dregin var upp í þættinum sé mynd af græðgi sem fór úr böndunum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fékk nýlega gögn frá namibískum yfirvöldum
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur bæst í hóp fjölmargra annarra rannsóknaraðila, hérlendis og erlendis, sem eru að skoða gögn um möguleg íslensk lögbrot í Namibíu. Opinberað var í gær að Samherji liggi undir grun um að hafa framið lögbrot.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Segir Kristján Þór Júlíusson hafa hitt „hákarlana“ frá Namibíu
Í Stundinni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi kynnt Kristján Þór Júlíusson sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None