Annar flugmaðurinn komst ekki inn í stjórnklefann, reyndi að brjóta niður hurðina

h_51858114-1.jpg
Auglýsing

Annar flug­mann­anna sem flaug Germanwings-flug­vél­inni sem hrap­aði á þriðju­dag var læstur úti úr flug­stjórn­ar­klefa vél­ar­inn­ar. Á upp­töku úr flug­stjórn­ar­klef­anum kemur fram að flug­mað­ur­inn hafi reynt að brjóta hurð­ina niður til að kom­ast inn í klef­ann. Þetta kemur fram í New York Times í dag.

Ekki vitað af hverju hann fór út úr klef­anumEn liggur engin opin­ber skýr­ing fyrir um hvað olli því að Air­bus A320 flug­vél Germanwings, dótt­ur­fé­lags Luft­hansa, sem var á leið frá Barcelona til Dus­seldorf hrap­aði í frönsku ölp­unum á þriðju­dag með þeim afleið­ingum að 150 manns lét­ust. Flug­riti vél­ar­innar fannst í gær og í New York Times í dag er haft eftir rann­sak­anda sem starfar innan franska hers­ins sem hlustað hefur á upp­tökur úr flug­stjórn­ar­klefa vél­ar­innar að annar flug­mað­ur­inn hafi farið út úr flug­stjórn­ar­klef­an­um. Þegar hann hafi ætlað að koma til baka þá hafi verið búið að læsa klef­an­um. Sá sem stóð fyrir utan klef­ann hafi þá fyrst bankað rólega á hurð­ina án þess að fá svar. Hann hafi síðan barið fastar og fastar þangað til að „þú heyrir að hann er að reyna að brjóta hurð­ina nið­ur“.

Sami heim­ild­ar­maður segir að það sé ekki vitað hvað hafi valdið því að flug­mað­ur­inn fór úr flug­stjórn­ar­klef­an­um. Það liggi hins vegar fyrir að síð­ustu mín­út­urnar áður en að vélin hrap­aði hafi hinn flug­mað­ur­inn verið einn í flug­stjórn­ar­klef­anum og að hann hafi ekki opnað hurð­ina þegar bankað var á hana.

Blaðið hefur einnig eftir heim­ild­ar­mann­inum að sam­töl milli flug­mann­anna tveggja framan af flug­inu hafi verið mjög yfir­veguð og róleg.

Auglýsing

Tveggja mín­útna rammi mik­il­vægasturFlug­vélin féll úr 38 þús­und feta hæð í undir sex þús­und fet á innan við átta mín­út­um. Sego­lene Royal, sem fer með sam­göngu­mál í frönsku rík­is­stjórn­inni, sagði á þriðju­dag að þeir atburðir sem hafi átt sér stað á milli 10:30 og 10:31 á stað­ar­tíma skipti sköpun varð­andi það sem gerst hafði. Flug­um­ferð­ar­stjórn hafi ekki getað náð sam­bandi við vél­ina á því tíma­bili.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None