Annar flugmaðurinn komst ekki inn í stjórnklefann, reyndi að brjóta niður hurðina

h_51858114-1.jpg
Auglýsing

Annar flug­mann­anna sem flaug Germanwings-flug­vél­inni sem hrap­aði á þriðju­dag var læstur úti úr flug­stjórn­ar­klefa vél­ar­inn­ar. Á upp­töku úr flug­stjórn­ar­klef­anum kemur fram að flug­mað­ur­inn hafi reynt að brjóta hurð­ina niður til að kom­ast inn í klef­ann. Þetta kemur fram í New York Times í dag.

Ekki vitað af hverju hann fór út úr klef­anumEn liggur engin opin­ber skýr­ing fyrir um hvað olli því að Air­bus A320 flug­vél Germanwings, dótt­ur­fé­lags Luft­hansa, sem var á leið frá Barcelona til Dus­seldorf hrap­aði í frönsku ölp­unum á þriðju­dag með þeim afleið­ingum að 150 manns lét­ust. Flug­riti vél­ar­innar fannst í gær og í New York Times í dag er haft eftir rann­sak­anda sem starfar innan franska hers­ins sem hlustað hefur á upp­tökur úr flug­stjórn­ar­klefa vél­ar­innar að annar flug­mað­ur­inn hafi farið út úr flug­stjórn­ar­klef­an­um. Þegar hann hafi ætlað að koma til baka þá hafi verið búið að læsa klef­an­um. Sá sem stóð fyrir utan klef­ann hafi þá fyrst bankað rólega á hurð­ina án þess að fá svar. Hann hafi síðan barið fastar og fastar þangað til að „þú heyrir að hann er að reyna að brjóta hurð­ina nið­ur“.

Sami heim­ild­ar­maður segir að það sé ekki vitað hvað hafi valdið því að flug­mað­ur­inn fór úr flug­stjórn­ar­klef­an­um. Það liggi hins vegar fyrir að síð­ustu mín­út­urnar áður en að vélin hrap­aði hafi hinn flug­mað­ur­inn verið einn í flug­stjórn­ar­klef­anum og að hann hafi ekki opnað hurð­ina þegar bankað var á hana.

Blaðið hefur einnig eftir heim­ild­ar­mann­inum að sam­töl milli flug­mann­anna tveggja framan af flug­inu hafi verið mjög yfir­veguð og róleg.

Auglýsing

Tveggja mín­útna rammi mik­il­vægasturFlug­vélin féll úr 38 þús­und feta hæð í undir sex þús­und fet á innan við átta mín­út­um. Sego­lene Royal, sem fer með sam­göngu­mál í frönsku rík­is­stjórn­inni, sagði á þriðju­dag að þeir atburðir sem hafi átt sér stað á milli 10:30 og 10:31 á stað­ar­tíma skipti sköpun varð­andi það sem gerst hafði. Flug­um­ferð­ar­stjórn hafi ekki getað náð sam­bandi við vél­ina á því tíma­bili.

Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None