Annar flugmaðurinn komst ekki inn í stjórnklefann, reyndi að brjóta niður hurðina

h_51858114-1.jpg
Auglýsing

Annar flug­mann­anna sem flaug Germanwings-flug­vél­inni sem hrap­aði á þriðju­dag var læstur úti úr flug­stjórn­ar­klefa vél­ar­inn­ar. Á upp­töku úr flug­stjórn­ar­klef­anum kemur fram að flug­mað­ur­inn hafi reynt að brjóta hurð­ina niður til að kom­ast inn í klef­ann. Þetta kemur fram í New York Times í dag.

Ekki vitað af hverju hann fór út úr klef­anumEn liggur engin opin­ber skýr­ing fyrir um hvað olli því að Air­bus A320 flug­vél Germanwings, dótt­ur­fé­lags Luft­hansa, sem var á leið frá Barcelona til Dus­seldorf hrap­aði í frönsku ölp­unum á þriðju­dag með þeim afleið­ingum að 150 manns lét­ust. Flug­riti vél­ar­innar fannst í gær og í New York Times í dag er haft eftir rann­sak­anda sem starfar innan franska hers­ins sem hlustað hefur á upp­tökur úr flug­stjórn­ar­klefa vél­ar­innar að annar flug­mað­ur­inn hafi farið út úr flug­stjórn­ar­klef­an­um. Þegar hann hafi ætlað að koma til baka þá hafi verið búið að læsa klef­an­um. Sá sem stóð fyrir utan klef­ann hafi þá fyrst bankað rólega á hurð­ina án þess að fá svar. Hann hafi síðan barið fastar og fastar þangað til að „þú heyrir að hann er að reyna að brjóta hurð­ina nið­ur“.

Sami heim­ild­ar­maður segir að það sé ekki vitað hvað hafi valdið því að flug­mað­ur­inn fór úr flug­stjórn­ar­klef­an­um. Það liggi hins vegar fyrir að síð­ustu mín­út­urnar áður en að vélin hrap­aði hafi hinn flug­mað­ur­inn verið einn í flug­stjórn­ar­klef­anum og að hann hafi ekki opnað hurð­ina þegar bankað var á hana.

Blaðið hefur einnig eftir heim­ild­ar­mann­inum að sam­töl milli flug­mann­anna tveggja framan af flug­inu hafi verið mjög yfir­veguð og róleg.

Auglýsing

Tveggja mín­útna rammi mik­il­vægasturFlug­vélin féll úr 38 þús­und feta hæð í undir sex þús­und fet á innan við átta mín­út­um. Sego­lene Royal, sem fer með sam­göngu­mál í frönsku rík­is­stjórn­inni, sagði á þriðju­dag að þeir atburðir sem hafi átt sér stað á milli 10:30 og 10:31 á stað­ar­tíma skipti sköpun varð­andi það sem gerst hafði. Flug­um­ferð­ar­stjórn hafi ekki getað náð sam­bandi við vél­ina á því tíma­bili.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Elín Hirst sækist eftir stöðu útvarpsstjóra
Elín hefur áratugareynslu af fjömiðlastörfum, og var um tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 9. desember 2019
Fólk verði komið heim til sín klukkan 15:00 á morgun
Reykjavíkurborg hvetur foreldra til að sækja börn sín snemma á morgun, þar sem gert er ráð fyrir ofsaveðri.
Kjarninn 9. desember 2019
Segir brottvísun óléttrar konu í samræmi við áherslur um mannúðlega meðferð
Dómsmálaráðherra segir að hún meti sem svo að brottvísun albanskrar konu, sem var gengin 36 vikur, hafi verið í samræmi við markmið og áherslur.
Kjarninn 9. desember 2019
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None