Annar flugmaðurinn komst ekki inn í stjórnklefann, reyndi að brjóta niður hurðina

h_51858114-1.jpg
Auglýsing

Annar flug­mann­anna sem flaug Germanwings-flug­vél­inni sem hrap­aði á þriðju­dag var læstur úti úr flug­stjórn­ar­klefa vél­ar­inn­ar. Á upp­töku úr flug­stjórn­ar­klef­anum kemur fram að flug­mað­ur­inn hafi reynt að brjóta hurð­ina niður til að kom­ast inn í klef­ann. Þetta kemur fram í New York Times í dag.

Ekki vitað af hverju hann fór út úr klef­anumEn liggur engin opin­ber skýr­ing fyrir um hvað olli því að Air­bus A320 flug­vél Germanwings, dótt­ur­fé­lags Luft­hansa, sem var á leið frá Barcelona til Dus­seldorf hrap­aði í frönsku ölp­unum á þriðju­dag með þeim afleið­ingum að 150 manns lét­ust. Flug­riti vél­ar­innar fannst í gær og í New York Times í dag er haft eftir rann­sak­anda sem starfar innan franska hers­ins sem hlustað hefur á upp­tökur úr flug­stjórn­ar­klefa vél­ar­innar að annar flug­mað­ur­inn hafi farið út úr flug­stjórn­ar­klef­an­um. Þegar hann hafi ætlað að koma til baka þá hafi verið búið að læsa klef­an­um. Sá sem stóð fyrir utan klef­ann hafi þá fyrst bankað rólega á hurð­ina án þess að fá svar. Hann hafi síðan barið fastar og fastar þangað til að „þú heyrir að hann er að reyna að brjóta hurð­ina nið­ur“.

Sami heim­ild­ar­maður segir að það sé ekki vitað hvað hafi valdið því að flug­mað­ur­inn fór úr flug­stjórn­ar­klef­an­um. Það liggi hins vegar fyrir að síð­ustu mín­út­urnar áður en að vélin hrap­aði hafi hinn flug­mað­ur­inn verið einn í flug­stjórn­ar­klef­anum og að hann hafi ekki opnað hurð­ina þegar bankað var á hana.

Blaðið hefur einnig eftir heim­ild­ar­mann­inum að sam­töl milli flug­mann­anna tveggja framan af flug­inu hafi verið mjög yfir­veguð og róleg.

Auglýsing

Tveggja mín­útna rammi mik­il­vægasturFlug­vélin féll úr 38 þús­und feta hæð í undir sex þús­und fet á innan við átta mín­út­um. Sego­lene Royal, sem fer með sam­göngu­mál í frönsku rík­is­stjórn­inni, sagði á þriðju­dag að þeir atburðir sem hafi átt sér stað á milli 10:30 og 10:31 á stað­ar­tíma skipti sköpun varð­andi það sem gerst hafði. Flug­um­ferð­ar­stjórn hafi ekki getað náð sam­bandi við vél­ina á því tíma­bili.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None