Ár liðið frá hvarfi MH 370, enn verið að leita í Indlandshafi

h_51829833-1.jpg
Auglýsing

Á morgun verður liðið ár frá því að þota flug­fé­lag­ins, MH 370, hvarf ­spor­laust af rat­sjám. ­Vél­in var á leið frá Kuala Lumpur til Pek­ing og hafði verið innan við klukku­stund í loft­inu þegar sam­band við hana slitn­aði. Enn er ekk­ert vitað hvað varð um vél­ina. Í jan­úar sögðu stjórn­völd í Malasíu að búið væri að úrskurða að hvarfið hafi verið flug­slys. Sú ákvörðun þýðir að aðstand­endur þeirra 239 ein­stak­lingar sem fór­ust með vél­inni geta fengið bæt­ur.

Málið er ein helsta ráð­gáta flug­sög­unnar og tugum millj­óna Banda­ríkja­dala hefur verið varið í leit að flug­vél­inni á risa­stóru svæði í Ind­lands­hafi. Leitin að flak­inu er umfangs­mesta aðgerð af þessu tagi og mikil leit stendur enn yfir að flaki vél­ar­innar og standa vonir til þess að búið verði að leita á for­gangs­leit­ar­svæð­inu í lok maí.

For­gangs­leit­ar­svæð­ið, sem er það svæði sem talið er lík­leg­ast að vélin hafi hrapað á, er um 60 þús­und fer­kíló­metrar á stærð. Til sam­an­burðar er Ísland um 103 þús­und fer­kíló­metr­ar. Dýpið er svo allt að fimm kíló­metr­ar, og leit­ar­tækin fara um það bil jafn hratt yfir svæði og gang­andi mann­eskja. Það gefur því auga leið að þessi leit er afskap­lega tíma­frek.

Auglýsing
Flug­fé­lagið í vondum málumFlug­fé­lagið Mala­ysia Air­lines hefur líka átt erfitt upp­dráttar frá því að vélin hvarf. Fjórum mán­uðum eftir hvarf MH 370 var önnur vél félags­ins, MH 17, skotin niður í Úkra­ínu á leið sinni frá Amster­dam til Kuala Lump­ur. Með henni fór­ust 298 manns.

Félagið átti í fjár­hags­vand­ræðum fyr­ir, en eftir þessa tvo vofeif­legu atburði juk­ust vand­ræðin mik­ið. Fyrstu níu mán­uði árs­ins í fyrra tap­aði Mala­ysia Air­lines 368 millj­ónum dala. Stjórn­völd í Malasíu höfðu átt stærstan hluta félags­ins en tóku það alveg yfir í ágúst. Þá var félagið tekið af mark­aði og þriðj­ungi starfs­fólks­ins var sagt upp. Áætl­anir stjórn­valda miða við að björgun félags­ins muni kosta tæp­lega tvo millj­arða Banda­ríkja­dala.

Nýr for­stjóri, Christoph Muell­er, kom til starfa í síð­ustu viku og honum er ætlað að snúa við tafl­inu. Mueller hefur áður gert einmitt það fyrir írska flug­fé­lagið Aer Lingus, en flestir virð­ast sam­mála um að verkið sem hann á fyrir höndum í Malasíu er erf­ið­ara og ólík­legra er að það tak­ist. Planið er þó að flug­fé­lagið verði farið að skila hagn­aði á ný árið 2017.

Minningarathöfn um þá sem hurfu með MH 370 fyrir ári var haldin fyrir utan Kuala Lumpur í gær. Kelly Wen missti manninn sinn í slysinu. (MYND/EPA) Minn­ing­ar­at­höfn um þá sem hurfu með MH 370 fyrir ári var haldin fyrir utan Kuala Lumpur í gær. Kelly Wen missti mann­inn sinn í slys­inu. (MYND/EPA)

Hvað ef leitin skilar ekki árangri?Eins og fyrr segir er gert ráð fyrir því að búið verði að leita á for­gangs­svæð­inu í Ind­lands­hafi í maí næst­kom­andi, ef vélin hefur ekki fund­ist fyrir þann tíma. En engin ákvörðun virð­ist hafa verið tekin um það hvað ger­ist ef vélin finnst ekki á þessu 60 þús­und fer­kíló­metra svæði, sem er samt bara lít­ill hluti af leið­inni sem vélin gæti hafa flogið yfir.

Áströlsk og mala­sísk yfir­völd fjár­magna þessa dýru leit og leit­ar­menn­irnir gera ráð fyrir því að þeir færi sig ein­fald­lega á næsta svæði ef þessi leit ber ekki árang­ur. Það er þó ekki víst og Tony Abbot, for­sæt­is­ráð­herra Ástr­al­íu, hefur gefið það í skyn að mögu­lega verði dregið úr leit­inni. Ekki sé hægt að tryggja að svona umfangs­mik­illi leit verði haldið áfram enda­laust.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None