Árangursleysi í byssumálum veldur Obama mestum vonbrigðum

h_51882662-1.jpg
Auglýsing

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti segir árang­urs­leysi í bar­átt­unni fyrir breyttri byssu­lög­gjöf í land­inu vera það sem valdi honum mestum von­brigðum í for­seta­tíð sinni. Eftir rúm sex ár í for­seta­stóli eru aðeins um átján mán­uðir eftir af for­seta­tíð hans. Á þessum tíma hefur Obama talað fyrir hertri byssu­lög­gjöf, sem er hvergi frjáls­lynd­ari en í Banda­ríkj­unum í hinum vest­ræna heimi, en ekki orðið ágengt.

Obama var í ítar­legu við­tali hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðal ann­ars von­brigði sín yfir hversu illa hafi gengið að lög­binda „byssu­lög­gjöf byggða á heil­brigðri skyn­sem­i“. Við­talið var tekið aðeins örfáum klukku­stundum áður en byssu­maður myrti tvo og særði níu ein­stak­linga í kvik­mynda­húsi í borg­inni Lafayette í Lou­isi­ana fylki í Banda­ríkj­un­um. Við­talið hafði ekki verið birt þegar atburð­ur­inn átti sér stað, í gær­kvöldi að stað­ar­tíma. Árás­armað­ur­inn var hvítur karl­mað­ur, 58 ára að aldri. Hann framdi sjálfs­morð.

Auglýsing


Yfir hund­rað manns voru í kvik­mynda­salnum þegar árás­armað­ur­inn hóf skot­hríð. Fólkið var að horfa á mynd­ina Tra­inwreck. Amy Schumer, aðal­leik­kona mynd­inn­ar, brást við ódæð­is­verk­inu á Twitter og sagði hug sinn hjá öllum í Lou­isi­ana.Miklu fleiri byssur og miklu fleiri morðÍ við­tal­inu hjá BBC sagði Obama það vera baga­legt að engar veiga­miklar breyt­ingar hafi verið gerðar á byssu­lög­gjöf í Banda­ríkj­unum þrátt fyrir end­ur­tekin fjöldamorð á und­an­förnum árum. „Ef þú skoðar gögn um Banda­ríkja­menn ­sem hafa verið drepnir í hryðju­verka­árásum frá 9. sept­em­ber 2011, þá eru þeir færri en hund­rað. Ef þú skoðar gögn um fjölda þeirra sem hafa verið myrtir í byssu­árásum, þá eru það tugir þús­unda,“ sagði for­set­inn.Byssu­eign Banda­ríkja­manna er mun algeng­ari meðal almenn­ings en þekk­ist í öðrum vest­rænum ríkj­um. Sam­kvæmt frétt ­banda­ríska fjöl­mið­ils­ins Vox eiga Banda­ríkja­menn ríf­lega 40 pró­sent af öllum byssum í almenn­ings­eigu í Banda­ríkj­unum, en skot­vopn í eigu almenn­ings í heim­inum eru um 644 milljón tals­ins, sam­kvæmt gögnum Sam­ein­uðu þjóð­anna. Banda­ríkja­menn, sam­tals um 330 milljón tals­ins, telja 4,4 pró­sent af mann­kyn­inu.Taflan hér að neðan sýnir mann­dráp með byssum á hverja milljón íbúa í fjórtán vest­rænum ríkj­um. Í Banda­ríkj­unum voru 29,7 skotnir til bana á hverja milljón íbúa árið 2012, langtum fleiri en í sam­an­burð­ar­lönd­um.

Manndráp í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum á hverja milljón íbúa. Kortið er fengið af Vox.com Mann­dráp í Banda­ríkj­unum og öðrum vest­rænum ríkjum á hverja milljón íbúa. Kortið er fengið af Vox.com

Hræði­legur fjöldi árása á óbreytta borg­araÁrás byssu­manns­ins á óbreytta borg­ara í gær er ekki sú fyrsta og, því mið­ur, ólík­lega sú síð­asta í Banda­ríkj­un­um. Frétta­síðan Vox fjallar um fjölda slíkra árása á síð­ustu árum og segir að gögn bendi til að þær hafi færst í auk­ana. Þrjú ár eru liðin frá því að byssu­maður myrti tólf og særði 70 í kvik­mynda­húsi í Aur­ora í Colorado fylki. Þá eru aðeins örfáar vikur síðan ungur hvítur maður skaut níu svarta kirkju­gesti í Charleston til bana. Hann hefur verið ákærður fyrir hat­urs­glæp.Í annarri frétt Vox í dag segir að 226 manns hið minnsta hafi látið lífið í 72 byssu­árásum fjöldamorð­ingja í Banda­ríkj­unum frá því í des­em­ber 2012. Í þeim mán­uði myrti byssu­maður tutt­ugu börn, sex full­orðna og sjálfan sig í grunn­skól­anum Sandy Hook í bænum Newton í Conn­ect­icut fylki.Með­fylgj­andi kort er birt í umfjöll­un­inni. Það sýnir öll fjöldamorð (e. mass shoot­ings) í Banda­ríkj­unum síðan í des­em­ber 2012. Kortið er unnið af Stand­ford háskóla.Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None