Árangursleysi í byssumálum veldur Obama mestum vonbrigðum

h_51882662-1.jpg
Auglýsing

Barack Obama Banda­ríkja­for­seti segir árang­urs­leysi í bar­átt­unni fyrir breyttri byssu­lög­gjöf í land­inu vera það sem valdi honum mestum von­brigðum í for­seta­tíð sinni. Eftir rúm sex ár í for­seta­stóli eru aðeins um átján mán­uðir eftir af for­seta­tíð hans. Á þessum tíma hefur Obama talað fyrir hertri byssu­lög­gjöf, sem er hvergi frjáls­lynd­ari en í Banda­ríkj­unum í hinum vest­ræna heimi, en ekki orðið ágengt.

Obama var í ítar­legu við­tali hjá BBC í gær þar sem hann ræddi meðal ann­ars von­brigði sín yfir hversu illa hafi gengið að lög­binda „byssu­lög­gjöf byggða á heil­brigðri skyn­sem­i“. Við­talið var tekið aðeins örfáum klukku­stundum áður en byssu­maður myrti tvo og særði níu ein­stak­linga í kvik­mynda­húsi í borg­inni Lafayette í Lou­isi­ana fylki í Banda­ríkj­un­um. Við­talið hafði ekki verið birt þegar atburð­ur­inn átti sér stað, í gær­kvöldi að stað­ar­tíma. Árás­armað­ur­inn var hvítur karl­mað­ur, 58 ára að aldri. Hann framdi sjálfs­morð.

Auglýsing


Yfir hund­rað manns voru í kvik­mynda­salnum þegar árás­armað­ur­inn hóf skot­hríð. Fólkið var að horfa á mynd­ina Tra­inwreck. Amy Schumer, aðal­leik­kona mynd­inn­ar, brást við ódæð­is­verk­inu á Twitter og sagði hug sinn hjá öllum í Lou­isi­ana.Miklu fleiri byssur og miklu fleiri morðÍ við­tal­inu hjá BBC sagði Obama það vera baga­legt að engar veiga­miklar breyt­ingar hafi verið gerðar á byssu­lög­gjöf í Banda­ríkj­unum þrátt fyrir end­ur­tekin fjöldamorð á und­an­förnum árum. „Ef þú skoðar gögn um Banda­ríkja­menn ­sem hafa verið drepnir í hryðju­verka­árásum frá 9. sept­em­ber 2011, þá eru þeir færri en hund­rað. Ef þú skoðar gögn um fjölda þeirra sem hafa verið myrtir í byssu­árásum, þá eru það tugir þús­unda,“ sagði for­set­inn.Byssu­eign Banda­ríkja­manna er mun algeng­ari meðal almenn­ings en þekk­ist í öðrum vest­rænum ríkj­um. Sam­kvæmt frétt ­banda­ríska fjöl­mið­ils­ins Vox eiga Banda­ríkja­menn ríf­lega 40 pró­sent af öllum byssum í almenn­ings­eigu í Banda­ríkj­unum, en skot­vopn í eigu almenn­ings í heim­inum eru um 644 milljón tals­ins, sam­kvæmt gögnum Sam­ein­uðu þjóð­anna. Banda­ríkja­menn, sam­tals um 330 milljón tals­ins, telja 4,4 pró­sent af mann­kyn­inu.Taflan hér að neðan sýnir mann­dráp með byssum á hverja milljón íbúa í fjórtán vest­rænum ríkj­um. Í Banda­ríkj­unum voru 29,7 skotnir til bana á hverja milljón íbúa árið 2012, langtum fleiri en í sam­an­burð­ar­lönd­um.

Manndráp í Bandaríkjunum og öðrum vestrænum ríkjum á hverja milljón íbúa. Kortið er fengið af Vox.com Mann­dráp í Banda­ríkj­unum og öðrum vest­rænum ríkjum á hverja milljón íbúa. Kortið er fengið af Vox.com

Hræði­legur fjöldi árása á óbreytta borg­araÁrás byssu­manns­ins á óbreytta borg­ara í gær er ekki sú fyrsta og, því mið­ur, ólík­lega sú síð­asta í Banda­ríkj­un­um. Frétta­síðan Vox fjallar um fjölda slíkra árása á síð­ustu árum og segir að gögn bendi til að þær hafi færst í auk­ana. Þrjú ár eru liðin frá því að byssu­maður myrti tólf og særði 70 í kvik­mynda­húsi í Aur­ora í Colorado fylki. Þá eru aðeins örfáar vikur síðan ungur hvítur maður skaut níu svarta kirkju­gesti í Charleston til bana. Hann hefur verið ákærður fyrir hat­urs­glæp.Í annarri frétt Vox í dag segir að 226 manns hið minnsta hafi látið lífið í 72 byssu­árásum fjöldamorð­ingja í Banda­ríkj­unum frá því í des­em­ber 2012. Í þeim mán­uði myrti byssu­maður tutt­ugu börn, sex full­orðna og sjálfan sig í grunn­skól­anum Sandy Hook í bænum Newton í Conn­ect­icut fylki.Með­fylgj­andi kort er birt í umfjöll­un­inni. Það sýnir öll fjöldamorð (e. mass shoot­ings) í Banda­ríkj­unum síðan í des­em­ber 2012. Kortið er unnið af Stand­ford háskóla.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None