Danir auglýsa erlendis til að forða innflytjendum frá Danmörku

lars_lokke_rasmussen_rikisstjorn.jpg
Auglýsing

Rík­is­stjórn Dan­merkur hygg­ist setja af stað aug­lýs­inga­her­ferð í erlendum dag­blöðum og á sam­fé­lags­miðlum til að koma í veg fyrir að inn­flytj­endur kjósi að koma til Dan­merkur til að búa. Þetta útspil danskra stjórn­valda kemur eftir að Jyllands-Posten fjall­aði um smygl­ara ­sem stundar man­sal og hjálpar fólki að bera saman ávinn­ing búsetu í mis­mun­andi Evr­ópu­lönd­um.

Þær upp­lýs­ingar sem þessir smygl­ar­arnir veita fólki eru um bið­tíma í hverju landi eftir því að inn­flytj­endur geti sam­einað fjöl­skyldu sína í land­inu og um fram­færslu­styrki til flótta­manna. Meðal þeirra landa sem fjallað er um í þessum gögnum smyglar­ana eru Dan­mörk, Sví­þjóð og Þýska­land.

Inger Støjberg, félagsmálaráðherra í Danmörku. Inger Støjberg, félags­mála­ráð­herra í Dan­mörku.

Auglýsing

Inger Støjberg, félags­mála­ráð­herra í Dan­mörku, sagði í gær að hún væri til­búin til að prenta aug­lýs­ingar í erlend dag­blöð til að koma í veg fyrir að inn­flyt­endur kæmu til Dan­merk­ur. „Það er eitt­hvað skrýtið við að flótta­fólk geti ferð­ast um mörg lönd áður en þau enda í Dan­mörku, Nor­egi eða Sví­þjóð,“ sagð­i Støjberg í sam­tali við danska rík­is­út­varp­ið, DR.

Minni­hluta­stjórn Ven­stre í Dan­mörku hef­ur, síðan hún tók við völdum í byrjun sum­ar, fjallað mikið um mál­efni inn­flytj­enda. Stjórnin nýtur stuðn­ings danska Þjóð­ar­flokks­ins á þingi en sá stjórn­mála­flokkur vill stöðva flæði inn­flytj­enda til Dan­merk­ur.

Eftir að hafa tekið við völd­um skar ­niður rík­is­stjórnin fram­færslu­styrki til inn­flytj­enda um allt að 45 pró­sent, eitt­hvað sem póli­tískir and­stæð­ingar gagn­rýndu því það eitt myndi ekki minna straum inn­flytj­enda til Dan­merk­ur. Støjberg segir umfjöllun Jyllands-Posten styrkja sig í þeirri trú að þetta hafi verið rétt skref. Nú sé rétt að tryggja að smygl­arar og hugs­an­legir inn­flytj­endur fái skýr skila­boð.

„Aug­lýs­ing­arnar munu inni­halda upp­lýs­ingar um að bæt­urnar hafa verið helm­ing­aðar og um aðrar tak­mark­anir sem við áætlum að virkja. Slík skila­boð eiga eftir að ber­ast víða,“ sagði hún við DR.

Óvíst er hvar og hvenær augýs­ing­arnar muni birt­ast. „Þær gætu birst í löndum á borð við Tyrk­land, þar sem þeir sem stunda man­sal herja á fólk.“

For­stöðu­kona Alþjóða­stofnun Dan­merk­ur, Ninna Nyberg Søren­sen, bendir á á­stæður þess að fólk gangi svo langt til að kom­ast að heiman ein­fald­ar. „Hafi maður verið í stríði eða í flótta­manna­búð­um, er það efst í huga manns að hætta ekki fyrr en maður kemst í skjól,“ segir hún.

Inger Støjberg segir aðstæð­urnar ekki leyfa Dönum að taka á móti öllum sem vilji koma. „Við munum að sjálf­sögðu hjálpa fólki í neyð, en við verðum líka að líta okkur nær og þess vegna getum við ekki hjálpað eins og staðan er nún­a,“ sagði hún.

Áróður af ástr­al­skri fyr­ir­myndÞjóð­ar­flokk­ur­inn lagði til í síð­ustu viku að svipuð skila­boð verði send út. Þá vís­aði flokk­ur­inn í aug­lýs­ingu ástr­al­skra stjórn­valda þar sem það er brýnt fyrir fólki sem hygg­ist reyna að kom­ast ólög­lega til Ástr­alíu að það verði flutt út fyrir lögs­sögu Ástr­a­la; engar und­an­tekn­ingar verði gerð­ar.

https://yout­u.be/rT12WH4a92w

Stjórn­ar­flokk­ur­inn Ven­stre gagn­rýndi þessa til­lögu hins vegar harð­lega. Jakob Ellem­ann-J­en­sen, tals­maður Ven­stre, sagði mynd­bandið ganga of langt. „Ég held að ástr­alska mynd­bandið sé ekki hug­mynd sem við ættum að herma eftir hér. Það gengur of langt og mér finnst þetta ekki vera leið Dana til að koma skila­boð­unum á fram­færi,“ sagði Ellem­ann-J­en­sen í sam­tali við Politiko, stjór­mála­dálk Berl­inske.

Fjöldi hæl­is­leit­enda tvö­fald­að­ist árið 2014, miðað við fyrra ár. Þá komu 14.815 manns í hæl­is­leit til Dan­merkur miðað við 7.557 árið 2013. Gögn Inn­flytj­enda­stofn­unar Dan­merkur benda til þess að árið 2015 verði annað metár.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None