Danir auglýsa erlendis til að forða innflytjendum frá Danmörku

lars_lokke_rasmussen_rikisstjorn.jpg
Auglýsing

Rík­is­stjórn Dan­merkur hygg­ist setja af stað aug­lýs­inga­her­ferð í erlendum dag­blöðum og á sam­fé­lags­miðlum til að koma í veg fyrir að inn­flytj­endur kjósi að koma til Dan­merkur til að búa. Þetta útspil danskra stjórn­valda kemur eftir að Jyllands-Posten fjall­aði um smygl­ara ­sem stundar man­sal og hjálpar fólki að bera saman ávinn­ing búsetu í mis­mun­andi Evr­ópu­lönd­um.

Þær upp­lýs­ingar sem þessir smygl­ar­arnir veita fólki eru um bið­tíma í hverju landi eftir því að inn­flytj­endur geti sam­einað fjöl­skyldu sína í land­inu og um fram­færslu­styrki til flótta­manna. Meðal þeirra landa sem fjallað er um í þessum gögnum smyglar­ana eru Dan­mörk, Sví­þjóð og Þýska­land.

Inger Støjberg, félagsmálaráðherra í Danmörku. Inger Støjberg, félags­mála­ráð­herra í Dan­mörku.

Auglýsing

Inger Støjberg, félags­mála­ráð­herra í Dan­mörku, sagði í gær að hún væri til­búin til að prenta aug­lýs­ingar í erlend dag­blöð til að koma í veg fyrir að inn­flyt­endur kæmu til Dan­merk­ur. „Það er eitt­hvað skrýtið við að flótta­fólk geti ferð­ast um mörg lönd áður en þau enda í Dan­mörku, Nor­egi eða Sví­þjóð,“ sagð­i Støjberg í sam­tali við danska rík­is­út­varp­ið, DR.

Minni­hluta­stjórn Ven­stre í Dan­mörku hef­ur, síðan hún tók við völdum í byrjun sum­ar, fjallað mikið um mál­efni inn­flytj­enda. Stjórnin nýtur stuðn­ings danska Þjóð­ar­flokks­ins á þingi en sá stjórn­mála­flokkur vill stöðva flæði inn­flytj­enda til Dan­merk­ur.

Eftir að hafa tekið við völd­um skar ­niður rík­is­stjórnin fram­færslu­styrki til inn­flytj­enda um allt að 45 pró­sent, eitt­hvað sem póli­tískir and­stæð­ingar gagn­rýndu því það eitt myndi ekki minna straum inn­flytj­enda til Dan­merk­ur. Støjberg segir umfjöllun Jyllands-Posten styrkja sig í þeirri trú að þetta hafi verið rétt skref. Nú sé rétt að tryggja að smygl­arar og hugs­an­legir inn­flytj­endur fái skýr skila­boð.

„Aug­lýs­ing­arnar munu inni­halda upp­lýs­ingar um að bæt­urnar hafa verið helm­ing­aðar og um aðrar tak­mark­anir sem við áætlum að virkja. Slík skila­boð eiga eftir að ber­ast víða,“ sagði hún við DR.

Óvíst er hvar og hvenær augýs­ing­arnar muni birt­ast. „Þær gætu birst í löndum á borð við Tyrk­land, þar sem þeir sem stunda man­sal herja á fólk.“

For­stöðu­kona Alþjóða­stofnun Dan­merk­ur, Ninna Nyberg Søren­sen, bendir á á­stæður þess að fólk gangi svo langt til að kom­ast að heiman ein­fald­ar. „Hafi maður verið í stríði eða í flótta­manna­búð­um, er það efst í huga manns að hætta ekki fyrr en maður kemst í skjól,“ segir hún.

Inger Støjberg segir aðstæð­urnar ekki leyfa Dönum að taka á móti öllum sem vilji koma. „Við munum að sjálf­sögðu hjálpa fólki í neyð, en við verðum líka að líta okkur nær og þess vegna getum við ekki hjálpað eins og staðan er nún­a,“ sagði hún.

Áróður af ástr­al­skri fyr­ir­myndÞjóð­ar­flokk­ur­inn lagði til í síð­ustu viku að svipuð skila­boð verði send út. Þá vís­aði flokk­ur­inn í aug­lýs­ingu ástr­al­skra stjórn­valda þar sem það er brýnt fyrir fólki sem hygg­ist reyna að kom­ast ólög­lega til Ástr­alíu að það verði flutt út fyrir lögs­sögu Ástr­a­la; engar und­an­tekn­ingar verði gerð­ar.

https://yout­u.be/rT12WH4a92w

Stjórn­ar­flokk­ur­inn Ven­stre gagn­rýndi þessa til­lögu hins vegar harð­lega. Jakob Ellem­ann-J­en­sen, tals­maður Ven­stre, sagði mynd­bandið ganga of langt. „Ég held að ástr­alska mynd­bandið sé ekki hug­mynd sem við ættum að herma eftir hér. Það gengur of langt og mér finnst þetta ekki vera leið Dana til að koma skila­boð­unum á fram­færi,“ sagði Ellem­ann-J­en­sen í sam­tali við Politiko, stjór­mála­dálk Berl­inske.

Fjöldi hæl­is­leit­enda tvö­fald­að­ist árið 2014, miðað við fyrra ár. Þá komu 14.815 manns í hæl­is­leit til Dan­merkur miðað við 7.557 árið 2013. Gögn Inn­flytj­enda­stofn­unar Dan­merkur benda til þess að árið 2015 verði annað metár.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None