Maðurinn sem grunaður var um hryðjuverkaárásir í Kaupmannahöfn í gær hét Omar Abdel Hamid El-Hussein, samkvæmt TV 2 í Danmörku. Nafnið hefur ekki verið staðfest af lögreglunni.
Lögreglan hefur hins vegar greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið þekktur glæpamaður, sem hafi margoft komist í kast við lögin. Hann hafi verið 22 ára og fæddur í Danmörku.
Föt og skotvopn fundust í Mjølnerparken, sem talið er að hann hafi notað í árásinni á menningarhúsið Krudttønden.
Samkvæmt dönskum fjölmiðlum var maðurinn látinn laus úr fangelsi fyrir tveimur vikum síðan eftir að hafa afplánað dóm fyrir ofbeldisbrot. Hann komst í fréttir í Danmörku eftir að lýst eftir honum vegna hnífsstungu í lest fyrir einu og hálfu ári síðan.
Omar var skotinn til bana af lögreglu í nótt.