Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi

Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.

Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Auglýsing

Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi, frá því í byrjun apríl fram í lok júní. Arðsemi eiginfjár á fjórðungnum var 16,3 prósent samanborið við 10,5 prósent á sama tímabili í fyrra. Alls hagnaðist bankinn um 13,85 milljarða á fyrri helmingi ársins.

Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að tekjur af kjarnastarfsemi hans hafi aukist um 10,5 prósent samanborið við annan ársfjórðung síðasta árs og hlutfall kostnaðar af tekjum nam 42,5 prósentum, samanborið við 45,5 prósent á sama tímabili í fyrra. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni bankastjóra í tilkynningu að rekstur bankans hafi gengið mjög vel.

Bankinn hefur greitt út arð eða keypt eigin hlutabréf fyrir alls 17,8 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins og á morgun mun bankinn hefja frekari endurkaup á eigin bréfum fyrir alls um 4 milljarða króna, sem nemur helmingi þess sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur heimilað bankanum að kaupa. Þessi endurkaupaáætlun bankans mun standa yfir fram á næsta ár.

Gætu tekið ákvörðun um frekari arðgreiðslur síðar á árinu

Eiginfjárhlutfall bankans var 27,2 prósent þann 30. júní og segir í tilkynningu bankans að Arion sé í „mjög góðri stöðu til að lækka eigið fé með útgreiðslum og mæta eftirspurn viðskiptavina eftir lánsfé.“

Í ársfjórðungsuppgjöri bankans kemur fram að í ljósi þessarar sterku stöðu sé stefnt sé að því að greiða út að eða kaupa eigin bréf fyrir að minnsta kosti 50 milljarða íslenskra króna á næstu árum.

Fram kemur í uppgjörsskýrslunni að stjórn bankans muni mögulega leita heimildar hjá FME til þess að kaupa enn meira af eigin bréfum eða kalla til sérstaks hluthafafundar til þess að taka ákvörðun um frekari arðgreiðslur síðar á þessu ári.

Auglýsing

Tekið er fram að slíkar aðgerðir muni velta á stöðu efnahagsmála og áhættulýsingar bankans. Tryggja verði þó að slík tillaga muni ekki hafa áhrif á getu Arion banka til þess að styðja við viðskiptavini sína og íslenskt efnahagslíf.

Heildareignir bankans námu 1.218 milljörðum króna í lok júní og höfðu hækkað úr 1.173 milljörðum frá áramótum.

„Lán til viðskiptavina jukust um 2,6% frá áramótum en íbúðalán hækkuðu um 9,6% á sama tíma. Lausafé jókst um 7,3% þrátt fyrir endurkaup á hlutabréfum bankans og arðgreiðslu. Á skuldahliðinni jukust innlán um 6,3% á fyrri helmingi ársins. Heildar eigið fé nam 194 milljörðum króna í lok tímabilsins og kom afkoma tímabilsins til hækkunar en til lækkunar komu arðgreiðslur og endurkaup á hlutabréfum bankans,“ segir í tilkynningu bankans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent