„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll

Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.

Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
Auglýsing

Smári McCarthy frá­far­andi þing­maður Pírata segir liðið kjör­tíma­bil hafa ein­kennst af því breiða stjórn­ar­mynstri frá vinstri til hægri sem er ráð­andi. Fá tæki­færi hafi verið til þess að ræða um alvöru póli­tík. „Þetta hefur verið pínu frústrer­andi tíma­bil, því þessi rík­is­stjórn sem núna hefur verið við völd í fjögur ár, reyndi svo mikið að mála sig upp sem lausn allra vanda­mála,“ segir Smári í sam­tali við Kjarn­ann.

Núna á fyrstu metrum kosn­inga­bar­átt­unnar segir Smári, sem ákvað rétt eins og tveir aðrir þing­menn Pírata að gefa ekki kost á sér til end­ur­kjörs, að ótrú­lega lítið hafi í raun gerst á kjör­tíma­bil­inu. Talað hafi verið um Hálend­is­þjóð­garð og miklar umbætur á heil­brigð­is­kerf­inu, mennta­kerf­inu og vel­ferð­ar­kerf­inu almennt í upp­hafi kjör­tíma­bils.

„COVID er búið að flækja málin hell­ing og það er alveg hægt að gefa fólki séns fyrir það, en ef það hefði verið lagt af stað í meiri og stærri og alvar­legri aðgerðir í upp­hafi værum við kannski í betri stöðu nún­a,“ segir Smári.

Hann telur sam­setn­ingu rík­is­stjórn­ar­innar rót vand­ans. „Flokk­arnir voru að þvæl­ast fyrir hvorum öðrum, hægri­mennskan of mikið til hægri fyrir VG og vinstri­mennskan of mikið til vinstri fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn og nettó nið­ur­staðan varð bara núll.“

„Það er ekki þar með sagt að ekk­ert hafi ger­st, en ótrú­lega lít­ið. Það segir manni að þetta til­tekna stjórn­ar­form hafi kannski verið jafn­glatað og margir sögðu að það myndi verða,“ segir Smári. Hann segir að á kjör­tíma­bil­inu hafi lítið talað um póli­tík en þeim mun meira vísað til þess að mál væru í „ferli,“ „vinnslu“ og heilt yfir ætti bara að treysta rík­is­stjórn­inni fyrir hlut­un­um.

Lítið ráð­rúm hafi á sama tíma verið til umræðna um af hverju verið væri að gera hlut­ina á til­tekna vegu. „Rík­is­fjár­málin eru ennþá í raun­inni bara í örmum Thatcher­isma þrátt fyrir að það konsept sé úrelt alls staðar ann­ars stað­ar. Það má aldrei tala um þessa hluti af neinni alvöru,“ segir Smári.

Hann kveðst ánægður með fram­lag sam­flokks­manna sinna á þingi und­an­farin fjögur ár. „Ef maður lítur bara á pjúra töl­fræði náðum við að koma ótrú­lega mörgu í gegn miðað við flesta aðra þing­flokka. Ég er mjög stoltur af okkar árangri, við gerðum margt, ekki bara í að koma okkar eigin málum í gegn heldur líka við að móta mál rík­is­stjórn­ar­innar og hafa góð og jákvæð áhrif. Hins vegar er þó ekki hægt að segja að þau hafi verið neitt rosa­lega sam­vinnu­þýð og oft var maður að ham­ast og ham­ast til þess að reyna að koma í gegn ótrú­lega aug­ljósum og auð­veldum og jákvæðum breyt­ingum sem var eng­inn hljóm­grunnur fyrir vegna þess að þau höfðu ekki verið sam­þykkt inni í ráðu­neyti. Það var yfir­leitt við­kvæð­ið,“ segir Smári, sem er hugsi yfir því við­móti.

„Á ýmsum augna­blikum kom fram góð hug­mynd frá okkur eða jafn­vel öðrum, jafn­vel stjórn­ar­þing­manni, og þá þurfti að bera það undir sér­fræð­ing­ana í ráðu­neyt­inu til að það mætti fram­kvæma það. Eins og Alþingi hafi ekki sjálf­stætt vald til að setja lög,“ segir þing­mað­ur­inn.

Von­ast til þess að lang­tíma­hugsun móti kosn­inga­bar­átt­una í stað gal­inna lof­orða

Kom­andi kosn­inga­bar­átta leggst vel í Smára. „Við erum að skipta út þremur af okkar þing­flokki og það er ekki sjálf­gefið að það sé auð­velt, en við erum allir að fara frá vilj­andi og lítum svo á að okkar tími sé búinn, við viljum fara að gera aðra hluti og hleypa öðru fólki að. Það fólk sem er að koma inn fyrir okkur og fylla efstu sætin á okkar listum er allt hávandað fólk sem hefur eitt­hvað til brunns að bera. Ég held að Píratar muni standa sig hel­víti vel núna á næst­unni og kosn­inga­bar­áttan er aðeins byrjuð að lit­ast af því að við erum með gott fólk í brúnn­i,“ segir Smári.

Hann kveðst þó ekki alveg átta sig á því hvað nákvæm­lega kosn­ing­arnar muni snú­ast um. „Það er ákveðin hefð fyrir því að ein­hverjir flokkar komi fram með ein­hvers­konar sprengjur og lofi ein­hverju sem er annað hvort algjör­lega galið eða algjör­lega óraun­hæft að standa við og það yfir­leitt er til­fellið svo þegar upp er stað­ið, en það hefur ekk­ert stórt svona móment komið enn­þá.“

Smári von­ast raunar til þess að sleppa alfarið við slík móment. „Ég per­sónu­lega er að vona að þessi kosn­inga­bar­átta fari að snú­ast um ein­hver lyk­il­at­riði í því hvernig við ætlum að reka þetta sam­fé­lag í stað­inn fyrir að flokkar lofi fast­eigna­lánum með svona miklum afslætti eða lofi upp í erm­ina á sér um hvað skuli gera fyrir heil­brigð­is­kerfið á næstu tveimur árum.

Hvað um að við horfum aðeins lengra, 30-40 ár inn í fram­tíð­ina og segjum hvernig sam­fé­lag við viljum vera þá og hvað við þurfum að gera á næstu fjórum árum til að það sé raun­hæft, til þess að leggja grunn­inn að því,“ segir Smári.

Mynd: Birgir Þór Harðarson.

Hvað um að við horfum aðeins lengra, 30-40 ár inn í fram­tíð­ina og segjum hvernig sam­fé­lag við viljum vera þá og hvað við þurfum að gera á næstu fjórum árum til að það sé raun­hæft, til þess að leggja grunn­inn að því,“ segir Smári.

Píratar „stöð­ugur fasti í íslenskri póli­tík“

Nýleg könnun Pró­sents fyrir Frétta­blaðið mældi Pírata með 13,3 pró­sent fylgi og mælist flokk­ur­inn þar, rétt eins og víða ann­ars­stað­ar, sem næst stærsta stjórn­mála­afl lands­ins. Smári segir Pírata á svip­uðum stað og síð­ustu tvö til þrjú ár, en að þeir stefni að því að spýta í lóf­ana og stækka.

„Við erum að gera eitt­hvað sem er að virka og við erum orðin nokkuð stöð­ugur fasti í íslenskri póli­tík, alla­vega í bili. Nú er bara að nýta stöð­una eins og við getum og vona að það mæti nógu mikið af kjós­endum okkar á kjör­stað. Það er það erf­iða hjá okk­ur, við mæl­umst alltaf betur í könn­unum en það sem kemur upp úr kjör­köss­un­um,“ segir Smári.

Ætlar að láta reyna á eigið hug­vit

Spurður út í það hvað taki nú við, hjá ungum manni sem setið hefur á þingi í hálfan ára­tug, seg­ist Smári vera með nokkrar hug­mynd­ir. Hann segir það hafa farið í taug­arnar á sér und­an­farin ár að miðað við mikla umræðu um lofts­lags­breyt­ingar og við­brögð við þeim sé lítið um að fólk reyni að gera eitt­hvað upp­byggi­legt hvað lofts­lags­mál varð­ar.

Smári seg­ist vera með „ákveðna hug­mynd“ að verk­efni sem hann ætli sér að hleypa af stokk­unum og muni geta tjáð sig meira um síð­ar. „Ég er ekki bara að fara í ein­hverja fancy stöðu ein­hvers­staðar heldur er ég að fara að reyna á mitt eigið hug­vit,“ segir Pírat­inn að lok­um.

Auglýsing

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent