Framtíð kapítalisma sem efnahagskerfis ekki björt frammi fyrir áskorunum nútímans

Ari Trausti Guðmundsson fráfarandi þingmaður VG segist verja ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur „sem framsækna á mörgum sviðum“ þótt honum sjálfum, sem sósíalista, þyki margt ógert til að ná auknum jöfnuði og jafnrétti.

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi.
Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi.
Auglýsing

„Al­þingi er afar mik­il­væg stofnun og þar vanda menn sig oftar en ekki. Lyk­ill­inn þar er hlut­lægni ásamt virð­ing fyrir stað­reynd­um,“ segir Ari Trausti Guð­munds­son þing­maður Vinstri grænna. Hann er einn af þeim all­nokkru sem ljóst er að munu hverfa af þingi núna í lok kjör­tíma­bils, en Kjarn­inn ákvað að heyra í nokkrum frá­far­andi þing­mönnum og fá sýn þeirra á kjör­tíma­bilið og stöð­una í stjórn­málum núna í aðdrag­anda kosn­inga.

Ari Trausti var lands­þekktur jarð­vís­inda­maður áður en hann var kjör­inn á þing fyrir VG í Suð­ur­kjör­dæmi árið 2016. Hann segir að þegar hann kom fyrst til starfa við Aust­ur­völl hafi hann talið sig vita tölu­vert mikið um stjórn­mál og starfs­hætti þings­ins, en það hafi þó tekið hann eitt til tvö ár að kom­ast vel inn í starf­ið.

„Það kom mér ekki á óvart en vinnu­á­lagið gerði það að sumu leyti. Vinnu­samur og vand­vikur þing­maður vinnur mjög langar vinnu­vikur og hléin eru götuð með fundum og verk­efn­um. Það er meira að segja hringt í mann eldsnemma morg­uns – kannski ein­hver áhuga­mað­ur­inn um orku­mál eða sorp­förg­un. Og alls konar per­sónu­legar beiðnir detta inn sem þing­maður getur ekki leyst sam­kvæmt stjórn­sýslu­lögum og þing­sköpum nema í fáum til­vik­um,“ segir Ari Trausti, í skrif­legu svari sem hann veitti Kjarn­an­um.

Hann segir það eina sem far­ald­ur­inn hafi létt á varð­aði þing­störfin hafi verið ferða­lög á vegum Alþing­is. „Þau eru raunar langoft­ast stutt og snagg­ara­leg og lang­mest sam­suða úr fund­um. Margt ann­að, fundir og þing­mál, bara jókst að vöxt­u­m,“ segir Ari Trausti.

Ari Trausti segir að góð vinna sé unnin í þing­inu. „Ég minni oft á að um það bil 2/3 þing­mála sem koma til afgreiðslu líða í gegn eftir mikla vinnu „á græn­u“, það er án mót­at­kvæða eða með öllum greiddum atkvæð­u­m.“ Einnig nefnir hann „gríð­ar­lega gott og reynt starfs­fólk Alþingis sem gegnir höf­uð­hlut­verki í sam­fé­lags­dramanu sem springur þar út.“

Meira gef­andi að vera í stjórn en stjórn­ar­and­stöðu

Ari Trausti próf­aði að vera í stjórn­ar­and­stöðu frá 2016 til 2017 er rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar var við völd og nú hefur hann verið þing­maður í stjórn­ar­meiri­hluta und­an­farin fjögur ár. Þetta segir hann ólíkar stöður og bætir við að það sé ólíkt meira gef­andi að vera hluti af lög­gjaf­anum en ekki sífellt með gagn­rýn­is­gler­augun á nef­inu í aðhalds- og eft­ir­lits­skyn­i.“

Hann seg­ist verja rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur „sem fram­sækna á mörgum sviðum enda þótt sumt hafi verið látið kyrrt liggja eða ekki náð­ist not­hæft sam­komu­lag um.“

Auglýsing

„Í sam­steypu­stjórn­ar­landi eru mála­miðl­anir lyk­ill­inn að sæmi­lega stöð­ugu, póli­tísku ástandi. En ver­andi sós­í­alisti tel ég margt eftir að gera til að ná nægum jöfn­uði og jafn­rétti til að Ísland telj­ist nor­rænt þing­ræð­is- og vel­ferð­ar­ríki með borg­ara­legt lýð­ræði og kap­ít­al­ískt hag­kerfi. Sem efna­hags­kerfi raunar á kap­ít­al­ism­inn sér ekki bjarta fram­tíð frammi fyrir vax­andi ójöfn­uði og lofts­lags­breyt­ing­um,“ segir Ari Trausti og bætir við að breið­ara lýð­ræði og hringrás­ar­hag­kerfi með sam­fé­lags­legri deil­ingu gæða sé að teikn­ast upp um leið og öfga­hyggja og popúl­ismi sé að efl­ast.

„Næstu ára­tugir verða mjög spenn­andi og afdrifa­ríkir í póli­tískum skiln­ing­i,“ segir Ari Trausti.

Bjartir tímar í Suð­ur­kjör­dæmi

Ari Trausti segir að kjör­dæmið sem hann situr á þingi fyr­ir, Suð­ur­kjör­dæmi, sé ekki bara stórt heldur sé það í raun þrjú býsna ólík svæði, Suð­ur­nes­in, meg­in­hluti Suð­ur­lands með Eyjum og svo svæðið austan Mýr­dals­sands alla leið til Hafn­ar.

„Lands­byggða­þing­maður verður að reyna að sinna mál­efnum kjör­dæm­is­ins en hann er líka þing­maður allra ann­arra kjör­dæma. Það fer eftir þing­mál­u­m,“ segir Ari Trausti og seg­ist geta nefnt mörg mál sem tek­ist hafi að þoka í rétta átt í kjör­dæm­inu, stundum með sam­stíga átaki allra tíu þing­manna þess.

Hann seg­ist þess viss að Suð­ur­kjör­dæmi eigi ágæta fram­tíð í vænd­um, „tak­ist vel til með nýsköp­un, mennt­un­ar- og búsetu­skil­yrði, sam­göngur og skil­grein­ingar á þol­mörkum nátt­úru og sam­fé­laga á svæð­inu“ og bætir við að sjálf­bærni setji skorður við ójafn­vægi og stans­lausum vext­i.“

Óskrif­aðir kaflar taka við

Ari Trausti er elsti núver­andi þing­mað­ur­inn og seg­ist oft spurður að því hvað taki við núna eftir þing­mennsk­una. Hann segir vinnu­þrekið gott og skrokk­inn og koll­inn vel í lagi.

„Ég held áfram þar sem frá var horfið 2016, bæti við bók­um, tvær að koma úr prentun þessa dag­ana, fræði fólk í fjöl­miðlum og fyr­ir­lestrum, stunda leið­sögn úti við og mín jarð­vís­indi eftir því sem mig langar til og sinni fjöl­skyld­unni nær og oftar en ég náði að gera meðan á þing­set­unni stóð. Síð­ast ekki síst kalla fjöll­in, jökl­arnir og heim­skauta­slóðir á mig, svo ég tali nú ekki um borgir og ferða­lönd, og þá einkum og sér í lagi fyrir okkur hjónin sam­an. Mitt líf hefur verið kafla­skipt alla tíð og þegar þessum merka og lit­ríka kafla í sam­fé­lags­þjón­ustu er lokið taka við þeir óskrif­uð­u,“ segir Ari Trausti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent