Árna Páli brugðið eftir formannskjörið: „Maður er enginn sólkonungur í þessum flokki“

16688730898_9546981371_c.jpg
Auglýsing

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hafði betur gegn Sig­ríði Ingi­björgu Inga­dótt­ur, þing­manni flokks­ins, í kjöri til for­manns á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar í kvöld. ­Sigur Árna Páls var hins vegar tæp­ur, því hann sigr­aði með minnsta mögu­lega mun, eða einu atkvæði, með 241 atkvæði gegn 240.

Sig­ríður Ingi­björg til­kynnti um fram­boð sitt síð­degis í gær, eða tæpum sól­ar­hring fyrir for­manns­kjör­ið. Vegna þess hversu seint fram­boð Sig­ríðar kom fram, var ekki hægt að boða til alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu, heldur réð­ust úrslit for­manns­kjörs­ins á atkvæðum lands­fund­ar­full­trúa.

„Þetta eru auð­vitað ekki óska­úr­slit. Við erum að greiða atkvæði eftir þess­ari nýju reglu í fyrsta sinn og maður vissi svo sem ekki við hverju var að búast. En þetta er nið­ur­stað­an, en hún er auð­vitað með þeim hætti að hún leggur mér mjög ríkar skyldur á herðar að halda áfram því verki að sækja fram fyrir flokk­inn og tryggja að við náum að snúa bökum sam­an.“

Auglýsing

Æski­leg­ast að for­maður sé kos­inn með öðrum hættiAðspurður um hvort útspil Sig­ríðar Ingi­bjargar hafi mögu­lega laskað flokk­inn, taldi Árni Páll svo ekki vera. Í gildi séu ákveðnar leik­reglur sem litlu skili að kvarta yfir.

„Ég hef hins vegar aldrei farið í laun­kofa með þá skoðun mína að mér þykir mjög vænt um þá lýð­ræð­is­hefð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem birt­ist í því að við höfum alltaf kosið for­mann í almennri atkvæða­greiðslu allra flokks­manna. Ég hef tekið eftir því að aðrir for­ystu­menn í íslenskum stjórn­málum hafa öfundað mig af því beina umboði sem ég fékk í for­manns­kjör­inu fyrir tveimur árum og ég fer ekk­ert ofan af því að það er lang besta leiðin til að kjósa for­mann í stjórn­mála­flokki. Það er mjög mik­il­vægt að allir fái færi á að koma að atkvæða­greiðslu um for­yst­una.“

Engin mál­efna­legur ágrein­ingur við Sig­ríðiÞunga­vigt­ar­menn innan Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, með reynslu af þing­störf­um, hafa líkt útspili Sig­ríðar Ingi­bjarg­ar, að til­kynna fram­boð sitt með slík­um hætti, við aðför að sitj­andi for­manni flokks­ins úr laun­sátri.

„Leik­regl­urnar bjóða upp á slíkan fram­gangs­máta. En til að ég geti brugð­ist við gagn­rýn­is­at­riðum þarf ég að vita hver gagn­rýn­is­at­riðin eru. Það hefur ekki verið um mál­efna­legan ágrein­ing að ræða og við höfum bara verið að vinna saman að úrvinnslu mála, Sig­ríður Ingi­björg var til að mynda að vinna með mér í þessarri viku að útfærslu á þeirri til­lögu sem nú er til með­ferðar á lands­fund­inum um bráða­að­gerðir og lang­tíma­að­gerðir í hús­næð­is­mál­um. Það hefur ekki verið neinn mál­efna­á­grein­ing­ur, heldur bara dag­legt brauð í flokki sem vill brúa fjöl­breytt við­horf. Þess vegna segi ég; ég er fús til að bregð­ast við öllum athuga­semd­um, en þær verða að koma fram með skýrum hætti svo ég geti brugð­ist við þeim.“

„Engin drauma­n­ið­ur­staða“Það væri ofsögum sagt að halda því fram að Árni Páll standi sterkum fótum sem leið­tog­i ­Sam­fylk­ing­ar­innar eftir að hafa sigrað með einu atkvæði í for­manns­kjör­inu í kvöld. Hvernig metur hann stöðu sína í ljósi úrslit­anna?

„Ég gat enga kosn­inga­bar­áttu háð, ég gat ekki talað við nokkurn mann. Jafn­vel mínir nán­ustu ætt­ingjar og vinir voru ekki skráðir lands­funda­full­trúar því að engin bjóst við ein­hverjum átökum á þessum fundi. En ég þarf auð­vitað að taka til­lit til þess­arar nið­ur­stöðu og hún er naum. Ég hef í sjálfu sér ekki heyrt nein bein efn­is­leg gagn­rýn­is­at­riði á mína fram­göngu eða mál­flutn­ing, sem ég get brugð­ist við, en nú er óhjá­kvæmi­legt að ég leggi sér­stak­lega eftir því að hlusta eftir slíkum gagn­rýn­is­röddum og spyrja. Því þó gagn­rýnin hafi ekki verið sett fram, þá hlýtur hún að vera fyrir hend­i.“

Aðspurður um hvort hin nauma nið­ur­staða hafi komið sér á óvart, játti Árni Páll því. „Þetta er auð­vitað engin drauma­n­ið­ur­staða. Þetta er naum nið­ur­staða og hún þýðir auð­vitað líka að maður verður að fara var­lega. Maður er eng­inn sól­kon­ungur í þessum flokki og maður verður að taka mið af þeim skila­boðum sem maður fær með þess­ari nið­ur­stöð­u.“

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None