Árna Páli brugðið eftir formannskjörið: „Maður er enginn sólkonungur í þessum flokki“

16688730898_9546981371_c.jpg
Auglýsing

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hafði betur gegn Sig­ríði Ingi­björgu Inga­dótt­ur, þing­manni flokks­ins, í kjöri til for­manns á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar í kvöld. ­Sigur Árna Páls var hins vegar tæp­ur, því hann sigr­aði með minnsta mögu­lega mun, eða einu atkvæði, með 241 atkvæði gegn 240.

Sig­ríður Ingi­björg til­kynnti um fram­boð sitt síð­degis í gær, eða tæpum sól­ar­hring fyrir for­manns­kjör­ið. Vegna þess hversu seint fram­boð Sig­ríðar kom fram, var ekki hægt að boða til alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu, heldur réð­ust úrslit for­manns­kjörs­ins á atkvæðum lands­fund­ar­full­trúa.

„Þetta eru auð­vitað ekki óska­úr­slit. Við erum að greiða atkvæði eftir þess­ari nýju reglu í fyrsta sinn og maður vissi svo sem ekki við hverju var að búast. En þetta er nið­ur­stað­an, en hún er auð­vitað með þeim hætti að hún leggur mér mjög ríkar skyldur á herðar að halda áfram því verki að sækja fram fyrir flokk­inn og tryggja að við náum að snúa bökum sam­an.“

Auglýsing

Æski­leg­ast að for­maður sé kos­inn með öðrum hættiAðspurður um hvort útspil Sig­ríðar Ingi­bjargar hafi mögu­lega laskað flokk­inn, taldi Árni Páll svo ekki vera. Í gildi séu ákveðnar leik­reglur sem litlu skili að kvarta yfir.

„Ég hef hins vegar aldrei farið í laun­kofa með þá skoðun mína að mér þykir mjög vænt um þá lýð­ræð­is­hefð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem birt­ist í því að við höfum alltaf kosið for­mann í almennri atkvæða­greiðslu allra flokks­manna. Ég hef tekið eftir því að aðrir for­ystu­menn í íslenskum stjórn­málum hafa öfundað mig af því beina umboði sem ég fékk í for­manns­kjör­inu fyrir tveimur árum og ég fer ekk­ert ofan af því að það er lang besta leiðin til að kjósa for­mann í stjórn­mála­flokki. Það er mjög mik­il­vægt að allir fái færi á að koma að atkvæða­greiðslu um for­yst­una.“

Engin mál­efna­legur ágrein­ingur við Sig­ríðiÞunga­vigt­ar­menn innan Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, með reynslu af þing­störf­um, hafa líkt útspili Sig­ríðar Ingi­bjarg­ar, að til­kynna fram­boð sitt með slík­um hætti, við aðför að sitj­andi for­manni flokks­ins úr laun­sátri.

„Leik­regl­urnar bjóða upp á slíkan fram­gangs­máta. En til að ég geti brugð­ist við gagn­rýn­is­at­riðum þarf ég að vita hver gagn­rýn­is­at­riðin eru. Það hefur ekki verið um mál­efna­legan ágrein­ing að ræða og við höfum bara verið að vinna saman að úrvinnslu mála, Sig­ríður Ingi­björg var til að mynda að vinna með mér í þessarri viku að útfærslu á þeirri til­lögu sem nú er til með­ferðar á lands­fund­inum um bráða­að­gerðir og lang­tíma­að­gerðir í hús­næð­is­mál­um. Það hefur ekki verið neinn mál­efna­á­grein­ing­ur, heldur bara dag­legt brauð í flokki sem vill brúa fjöl­breytt við­horf. Þess vegna segi ég; ég er fús til að bregð­ast við öllum athuga­semd­um, en þær verða að koma fram með skýrum hætti svo ég geti brugð­ist við þeim.“

„Engin drauma­n­ið­ur­staða“Það væri ofsögum sagt að halda því fram að Árni Páll standi sterkum fótum sem leið­tog­i ­Sam­fylk­ing­ar­innar eftir að hafa sigrað með einu atkvæði í for­manns­kjör­inu í kvöld. Hvernig metur hann stöðu sína í ljósi úrslit­anna?

„Ég gat enga kosn­inga­bar­áttu háð, ég gat ekki talað við nokkurn mann. Jafn­vel mínir nán­ustu ætt­ingjar og vinir voru ekki skráðir lands­funda­full­trúar því að engin bjóst við ein­hverjum átökum á þessum fundi. En ég þarf auð­vitað að taka til­lit til þess­arar nið­ur­stöðu og hún er naum. Ég hef í sjálfu sér ekki heyrt nein bein efn­is­leg gagn­rýn­is­at­riði á mína fram­göngu eða mál­flutn­ing, sem ég get brugð­ist við, en nú er óhjá­kvæmi­legt að ég leggi sér­stak­lega eftir því að hlusta eftir slíkum gagn­rýn­is­röddum og spyrja. Því þó gagn­rýnin hafi ekki verið sett fram, þá hlýtur hún að vera fyrir hend­i.“

Aðspurður um hvort hin nauma nið­ur­staða hafi komið sér á óvart, játti Árni Páll því. „Þetta er auð­vitað engin drauma­n­ið­ur­staða. Þetta er naum nið­ur­staða og hún þýðir auð­vitað líka að maður verður að fara var­lega. Maður er eng­inn sól­kon­ungur í þessum flokki og maður verður að taka mið af þeim skila­boðum sem maður fær með þess­ari nið­ur­stöð­u.“

 

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None