Árni Páll Árnason segir að salan á kortafyrirtækinu Borgun hafi verið reginhneyksli og það sé ótrúlegt að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skuldi láta sér detta í hug að vilja leggja niður Bankasýsluna og „fela sjálfum sér alvald um bankasölu.“ Frumvarp hans um niðurlagningu Bankasýslunnar „má þingið ekki samþykkja,“ segir Árni Páll.
Kjarninn greindi frá því í morgun að ákveðið hefur verið að greiða hluthöfum Borgunar 800 milljónir króna í arð vegna reksturs fyrirtækisins í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2007 sem arður er greiddur úr félaginu, en í lok ársins í fyrra seldi Landsbankinn hlut sinn í fyrirtækinu án þess að auglýsa hlutinn. Salan var mjög umdeild.
„Nú sitja þeir kaupendur á hlut ríkisbankans sem voru útvaldir í bakherbergjum og greiða sér kaupverðið hægt og rólega í arð. Sala á eignarhlutum ríkisins á aldrei að eiga sér stað í leyni og án samkeppni,“ skrifar Árni Páll. Færslu hans má sjá hér að neðan.
Þessi frétt sýnir hvers konar reginhneyksli salan á Borgun var. Nú sitja þeir kaupendur á hlut ríkisbankans sem voru ú...Posted by Árni Páll on Wednesday, April 29, 2015