ASÍ gagnrýnir líka skipan Svanhildar Hólm í starfshóp þegar „launafólk sé látið sitja hjá“

Bæði Neytendasamtökin og ASÍ hafa nú gagnrýnt harðlega skipan fulltrúa atvinnulífsins í starfshóp um samkeppnis- og neytendamál en horft sé framhjá neytendum og launafólki. Menningar- og viðskiptaráðherra segir að gagnrýni komi sér á óvart.

Kristján Þórður Snæbjörnsson er starfandi forseti ASÍ.
Kristján Þórður Snæbjörnsson er starfandi forseti ASÍ.
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) gagn­rýnir í i yfir­lýs­ingu að launa­fólk eigi ekki full­trúa i starfs­hópi sem Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, skip­aði nýverið og er ætlað að gera til­lögur að úrbótum á stofna­naum­hverfi sam­keppn­is- og neyt­enda­mála. „Engin rök hníga að því að full­trúi fyr­ir­tækja eigi sæti í slíkum starfs­hópi en launa­fólk sé látið sitja hjá,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Stjórn Neyt­enda­sam­tak­anna sendi frá sér sam­bæri­lega yfir­lýs­ingu í vik­unni þar sem sagði að það væri óásætt­an­legt að full­­trúi atvinn­u­lífs fái sæti í nefnd­inni, en horft sé fram hjá neyt­endum líkt og sam­keppn­is- og neyt­enda­­mál komi þeim ekki við. „Stjórn Neyt­enda­­sam­tak­anna gerir kröfu um sæti við borðið til að tryggja að raddir og sjón­­­ar­mið neyt­enda komi fram.“

Lilja skip­aði starfs­hóp­inn 24. ágúst síð­­ast­lið­inn. Í hann voru skip­aðir þrír ein­stak­l­ing­­ar: Þor­­geir Örlygs­­son, fyrr­ver­andi for­­seti Hæsta­rétt­­ar, for­­mað­­ur, Ang­an­­týr Ein­­ar­s­­son, fram­­kvæmda­­stjóri stjórn­­­sýslu- og fjár­­­mála­sviðs Vest­­manna­eyja, og Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir, fram­­kvæmda­­stjóri Við­­skipta­ráðs Íslands.

Meg­in­­mark­mið hóps­ins, sem á að skila til­­lögum til ráð­herra fyrir 1. febr­­úar 2023, er að finna leiðir til að styrkja sam­keppni inn­­an­lands, tryggja stöðu neyt­enda betur í nýju umhverfi við­­skipta og efla alþjóð­­lega sam­keppn­is­hæfni íslensks atvinn­u­lífs. 

Ráð­herra segir gagn­rýni koma á óvart

Lilja sagði í sam­tali við Kjarn­ann í gær að gagn­rýni Neyt­enda­sam­tak­anna hafi komið sér á óvart. „„Nú er það svo að ráðu­­neytið er að stór­auka sam­vinnu við Neyt­enda­­sam­tök­in. Það vill þannig til að ég ræddi þetta mál við Breka Karls­­son og sagði honum að nefndin yrði frekar fál­ið­uð, þar sem hún væri að fjalla ekki almennt um neyt­enda­­mál, heldur að fjalla um stofna­naum­­gjörð, eins og kveður á um í stjórn­­­ar­sátt­­mál­an­­um.“

Auglýsing
Auk þess sagði hún að Breki hafi verið „al­­gjör­­lega upp­­lýst­­ur“ um það að nefndin yrði „í nánu sam­­starfi við sam­tök­in“ þrátt fyrir að eiga ekki mann við borð­ið. „Hann gerði enga athuga­­semd við þetta þegar við fórum yfir þetta á sínum tíma. Þannig að við­brögð hans hafa komið mér á óvart og ég held ég geti full­yrt það að sam­vinna og sam­­starf við Neyt­enda­­sam­tökin sé með allra mesta mót­i.“

Vakið undrun víðar

Kjarn­inn hefur rætt við ýmsa fleiri, meðal ann­­ars innan verka­lýðs­hreyf­­ing­­ar­inn­­ar, sem undra sig sér­­stak­­lega á skipan Svan­hildar í hóp­inn. Bæði vegna þess að full­­trúar neyt­enda eða laun­þega eiga þar engan full­­trúa og þess að Við­­skipta­ráð hefur verið afar gagn­rýnið á starf­­semi og umfang Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á und­an­­förnum árum.

Í októ­ber í fyrra sendi Sam­keppn­is­eft­ir­litið frá sér til­­kynn­ingu þar sem það brýndi fyrir for­svar­s­­fólki hags­muna­­sam­­taka í atvinn­u­líf­inu að taka ekki þátt í umfjöllun um verð­lagn­ingu og mark­aðs­hegðun fyr­ir­tækja. Þar sagði meðal ann­­ars: „Ákvæði sam­keppn­islaga setja hags­muna­­sam­­tökum skorður í hags­muna­­gæslu sinni og verða sam­tök fyr­ir­tækja því að fara afar gæt­i­­lega þegar kemur að umræðu og fræðslu sem getur haft áhrif á mark­aðs­hegðun félags­­­manna. Öll þátt­­taka í umræðu um verð og verð­lagn­ingu er sér­­stak­­lega var­huga­verð og ætti ekki að eiga sér stað á vett­vangi hags­muna­­sam­­taka.“

Sögðu athuga­­semdir „að­­för að upp­­lýstri umræðu“

Hags­muna­­sam­tökin brugð­ust illa við þess­­ari til­­kynn­ingu. Sam­tök atvinn­u­lífs­ins og Við­­skipta­ráð sendu í kjöl­farið frá sér sam­eig­in­­lega yfir­­lýs­ingu þar sem þau sögðu athuga­­semdir Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vera „að­­för að upp­­lýstri umræð­u“.

Í umræðu út á við væri eðli­­legt að þau ræði ýmis mál er tengj­­ast félags­­­mönnum sínum og íslensku atvinn­u­­lífi í heild. „Þar má til dæmis nefna umræðu sem snýr að launa­­kjörum, kvöðum stjórn­­­valda á borð við gjöld og leyf­­is­veit­ing­­ar, hrá­vöru­verði og fleiri atriðum sem öll geta haft áhrif á almennt verð­lag. Að benda á þá stað­­reynd að þróun varð­andi fyrr­­greind atriði geti leitt til verð­hækk­­ana felur hvorki í sér brot á sam­keppn­is­lögum né hvetur það til þeirra. Í raun er óum­flýj­an­­legt að hags­muna­­sam­tök fyr­ir­tækja láti sig verð­lag í land­inu varða þegar ýmsar kvaðir sem stjórn­­völd setja hafa áhrif á verð­lag á þeim vörum og þjón­­ustu sem félags­­­menn þeirra bjóða upp á.“

Engin ákvæði sam­keppn­islaga banni sam­­tökum fyr­ir­tækja þátt­­töku í opin­berri umræðu. „Það er mat SA og VÍ að með aðfinnslum sínum sé Sam­keppn­is­eft­ir­litið komið langt út fyrir lög­­bundið hlut­verk sitt. Hversu langt má ganga? Hverjir mega tjá sig? Verða settar skorður á Seðla­­bank­ann að tjá sig um verð­lag í land­inu? Eða grein­ing­­ar­að­ila, t.d. innan við­­skipta­­bank­anna? Mega hags­muna­­sam­tök fyr­ir­tækja tjá sig um vaxta­hækk­­an­ir?“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent