Til átaka kom við landamæri Makedóníu í dag þegar hundruð flóttamanna freistuðu þess að fara yfir landamærin frá Grikklandi, á leið til Evrópusambandslanda norðar í álfunni. Lögreglan beitti táragasi á flóttafólkið og gaddavír hefur verið komið fyrirtil þess að hefta för fólksins. Fréttamaður BBC á staðnum segir að nokkrar fjölskyldur hafi komist í gegnum landamærin en hundruðuð manna sé heft för.
Makedónía lýsti í gær yfir neyðarástandi á tveimur landamærasvæðum vegna mikils fjölda flóttafólks, flest frá Sýrlandi, þaðan sem fólkið flýr stríðsástand og fátækt. Talið er að um 44 þúsund manns hafi ferðast í gegnum Makedóníu á síðustu tveimur mánuðum án mótspyrnu yfirvalda þar í landi.
Auglýsing