Alls voru 2,8 prósent vinnufærra landsmanna án atvinnu í lok september, eða 5.409 manns. Það er minnsta atvinnuleysi sem hefur mælst hér á landi frá því í desember 2018, eða í næstum fjögur ár.
Á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð mældist atvinnuleysið mest í janúar 2021, 11,6 prósent, og heildaratvinnuleysi að meðtöldum þeim sem enn voru á hlutabótum í þeim mánuði var 12,8 prósent. Það þýddi að alls 26.403 voru annað hvort atvinnulausir að öllu leyti eða í minnkuðu starfshlutfalli á þeim tíma, eða um 21 þúsund fleiri en um síðustu mánaðamót.
Í upphafi þessa árs var það komið niður í 5,2 prósent og hefur næstum helmingar síðan þá.
Þetta kemur fram í nýjustu mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar. HúnAtvinnuleysi ekki minna síðan í desember 2018 en langtímaatvinnulausir mun fleiri spáir því að atvinnuleysið muni ekki breytast mikið í október. Nú er enda staðan sú hérlendis að skortur er á starfsfólki og þau störf sem verða til í hagkerfinu eru að stórum hluta fyllt af erlendu starfsfólki, sem er nú um 20 prósent af öllu vinnuafli hérlendis.
Í nýlegri könnun sem gerð var á meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins sagði 54 prósent þeirra að skortur væri á vinnuafli. Hlutfall fyrirtækja sem segja að það sé skortur á starfsfólki hefur einungis einu sinni mælst hærra, árið 2007 þegar bankagóðærið var í hámarki.
Langtímaatvinnuleysið meira en það var
Í síðustu mánaðaskýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að 2.279 manns verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði í lok september. Það eru mun fleiri en glímdu við slíkt atvinnuleysi fyrir faraldurinn. Í febrúar 2020, þegar atvinnuleysi var hlutfallslega meira en það er núna, höfðu 1.893 verið án atvinnu í ár eða lengur. Í desember 2018, þegar atvinnuleysi var síðast svona lítið, voru einungis 977 skilgreindir sem langtímaatvinnulausir, eða 43 prósent þeirra sem eru það í dag. Vert er að hafa í huga að starfandi einstaklingum hefur fjölgað á síðustu fjórum árum samhliða fjölgun starfa.
Erlendir 43 prósent atvinnulausra
Atvinnuleysi hjá erlendum ríkisborgurum hefur farið lækkandi á síðustu mánuðum og mælist nú 5,8 prósent. Til samanburðar var það 7,3 prósent í lok júlí. Alls voru 2.505 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok september, sem er 337 færri en tveimur mánuðum fyrr.
Hlutfallslega eru erlendir ríkisborgarar þó stærri hluti af atvinnulausum en þeir voru í sumar. Í júlí voru þeir 43 prósent allra í atvinnuleit en í dag eru þeir rúmlega 46 prósent.
Alls bjuggu 61.047 erlendir ríkisborgarar á Íslandi í byrjun september. Þeir eru 15,9 prósent allra íbúa. Því liggur fyrir að atvinnuleysi er mun meira á meðal þeirra en íslenskra ríkisborgara.