Atvinnuleysi lækkar á milli mánaða og mælist 6,1 prósent

Almennt atvinnuleysi hefur lækkað á milli mánaða allt þetta ár en í lok júlí voru alls 12.537 á atvinnuleysisskrá. Rúmlega fimm þúsund manns eru á ráðningarstyrkjum.

Vinnumálastofnun Mynd: Skjáskot/RÚV
Auglýsing

Skráð atvinnu­leysi í júlí var 6,1 pró­sent og lækk­aði tals­vert á milli mán­aða en það mæld­ist 7,4 pró­sent í júní. Atvinnu­lausir voru alls 12.537 í lok mán­að­ar­ins, 6.562 karlar og 5.975 konur .Af þeim 1.779 atvinnu­lausu sem fækk­aði á atvinnu­leys­is­skrá í mán­uð­inum fóru um 700 á ráðn­ing­ar­styrk. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Vinnu­mála­stofn­un.

Líkt í fyrri mán­uðum er atvinnu­leysi lang­mest á Suð­ur­nesjum en það mæld­ist 10,9 pró­sent í júlí, það lækk­aði úr 13,7 pró­sentum í júní. Þegar litið er til svæð­is­bund­ins atvinnu­leysis kemur höf­uð­borg­ar­svæðið næst á eftir Suð­ur­nesjum, þar var atvinnu­leysi í júlí 6,7 pró­sent og lækk­aði úr 7,9 pró­sentum frá því í júní. Minnst var atvinnu­leysið á Norð­ur­landi vestra í mán­uð­in­um, það mæld­ist tvö pró­sent.

Almennt atvinnu­leysi hefur lækkað jafnt og þétt á þessu ári. Við upp­haf árs var almennt atvinnu­leysi 11,6. Þá var hluta­starfa­leiðin en við lýði, atvinnu­leysi vegna hennar mæld­ist 1,2 pró­sent og því mæld­ist heild­ar­at­vinnu­leysi í fyrsta mán­uði árs­ins 12,8 pró­sent. Almennt atvinnu­leysi hefur lækkað á milli mán­aða allt þetta ár. Vinnu­mála­stofnun gerir ráð fyrir því að það haldi áfram að minnka í ágúst. „Vinnu­mála­stofnun spáir því að atvinnu­leysi minnki áfram í ágúst m.a. vegna sér­stakra atvinnu­á­taka stjórn­valda og auk­inna umsvifa og verði á bil­inu 5,3% til 5,7%.“

Auglýsing

14 pró­sent fækkun erlendra rík­is­borg­ara á atvinnu­leysi­skrá

Í lok júlí voru 4.932 erlendir atvinnu­leit­endur án atvinnu. Þeim fækk­aði um 772 frá því í júní eða um 14 pró­sent. Við­spyrna ferða­þjón­ust­unnar í mán­uð­inum á sinn þátt í þess­ari fækk­un. „Mesta hlut­falls­lega fækkun atvinnu­lausra frá júní var meðal atvinnu­lausra erlendra rík­is­borg­ara í ferða­tengdri starf­semi ýmiss kon­ar. Þessi fjöldi sam­svarar um 14,1% atvinnu­leysi meðal erlendra rík­is­borg­ara,“ segir í skýrslu Vinnu­mála­stofn­un­ar.

Hlut­fall erlendra rík­is­borg­ara á atvinnu­leys­is­skrá er um 39 pró­sent. Flestir atvinnu­leit­endur með erlendan rík­is­borg­ara­rétt eru frá Pól­landi, alls 2.370, eða um 48 pró­sent erlendra rík­is­borg­ara á atvinnu­leysi­skrá. Þar á eftir koma Lit­há­ar, Lettar, Rúm­enar og Spán­verj­ar.

Tæp­lega 5.400 verið án atvinnu í meira en ár

Í lok júlí var fjöldi þeirra sem höfðu verið án atvinnu í meira en tólf mán­uði alls 5.361. Þeim fækk­aði um 457 frá því í júní. Talan er engu að síður mun hærri en á sama tíma í fyrra en í lok júlí árið 2020 höfðu 2.854 verið án atvinnu í meira en 12 mán­uði. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnu­lausir í sex til tólf mán­uði hefur engu að síður fækkað og er nú 3.459. Í lok júní voru 4.305 sem höfðu verið án atvinnu í sex til tólf mán­uði en í lok júlí í fyrra vara tala þeirra 3.579.

Alls tóku 5.524 ein­stak­lingar þátt í vinnu­mark­aðsúr­ræðum sem í boði eru. Lang­flestir sem nýta slík úrræði eru á ráðn­ing­ar­styrk, eða um 94 pró­sent, en 5.207 ein­stak­lingar tóku þátt í starfstengdum vinnu­mark­aðsúr­ræðum í júlí. Á eftir starfstengdum úrræðum komu ýmiss grunn­úr­ræði sem 118 ein­stak­lingar tóku þátt í. „Grunn­úr­ræði eru stutt úrræði sem standa öllum atvinnu­leit­endum til boða. Þar má nefna starfs­leit­ar­nám­skeið, fer­il­skrár­gerð, mark­miða­setn­ingu og sjálfs­styrk­ing­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokki