Haraldur Ingi leiðir Sósíalistaflokkinn í Norðausturkjördæmi

Haraldur Ingi Haraldsson verkefnastjóri og Margrét Pétursdóttir verkakona skipa tvö efstu sætin á lista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar.

Listi Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Haraldur Ingi oddviti er fyrir miðju og Margrét, sem skipar annað sætið, er hægra megin við hann.
Listi Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Haraldur Ingi oddviti er fyrir miðju og Margrét, sem skipar annað sætið, er hægra megin við hann.
Auglýsing

Har­aldur Ingi Har­alds­son, verk­efna­stjóri hjá Akur­eyr­ar­bæ, skipar efsta sæti á lista Sós­í­alista­flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi fyrir kom­andi kosn­ingar og Mar­grét Pét­urs­dóttir verka­kona er í öðru sæti list­ans, sam­kvæmt til­kynn­ingu hjá flokknum sem á nú ein­ungis eftir að kynna lista sinn í Norð­vest­ur­kjör­dæmi fyrir kom­andi kosn­ing­ar.

Í til­kynn­ingu Sós­í­alista­flokks­ins segir að odd­vit­inn Har­aldur Ingi hafi víð­tæka reynslu af atvinnu­líf­inu og hafi starfað sem kenn­ari, leið­sögu­mað­ur, við kræk­linga­rækt, við safna­störf og fleira. Hann hefur tekið virkan þátt í félags­starfi flokks­ins og situr í fram­kvæmda­stjórn hans.

„Har­aldur Ingi hefur lagt stund á listir og sífellt sjálfs­nám um vinstri sinnuð stjórn­mál, sagn­fræði og hag­fræði. Nið­ur­staða þess náms fyrir honum er að félags­legt og efna­hags­legt órétt­læti fer hrað­vax­andi og ástæða þess er sam­fé­lags­kerfi sem leggur fyrst og fremst áherslu á skyndigróða með sem minnstum til­kostn­aði og sem minnsta ábyrgð og veitir ávinn­ingnum að mestu leiti til eig­enda stór­fyr­ir­tækja, hlut­hafa og stjórn­enda og fjár­magns­eig­enda,“ segir um odd­vit­ann í til­kynn­ingu flokks­ins.

Haft er eftir Har­aldi að það sé „kom­inn tími á rót­tæka vinstri­stefnu sem hefur skýra fram­tíð­ar­sýn og hafnar stöð­ugum mála­miðl­unum til hægri“ og að mála­miðl­anir hafi „engu skilað nema aft­ur­för, síauknum ójöfn­uði og auð­söfnun lít­ils hluta þjóð­ar­inn­ar.“

Auglýsing

„Skatta­hækk­anir á bóta­þega og almennt launa­fólk, slig­andi hús­næð­is- og leigu­mark­aður og níð­þungur fjár­magns­kostn­aður og fjár­mála­kerfi leggja þungar byrðar á þjóð­ina en soga hins vegar gríð­ar­legan arð til fjár­magns­eig­enda og stór­fyr­ir­tækja,“ er haft eftir Har­aldi Inga.

List­anum í Norð­aust­ur­kjör­dæmi var stillt upp af slembivöldum hópi félaga flokks­ins, sem áttu sam­kvæmt til­kynn­ingu flokks­ins að „end­ur­spegla sem skýr­ast vilja gras­rótar flokks­ins“.

Listi Sós­í­alista­flokks Íslands í Norð­aust­ur­kjör­dæmi:

 1. Har­aldur Ingi Har­alds­son, verk­efn­is­stjóri
 2. Mar­grét Pét­urs­dótt­ir, verka­kona
 3. Guð­rún Þórs­dótt­ir, menn­ing­ar­stjóri og ráð­gjafi
 4. Þor­steinn Bergs­son, bóndi
 5. Unnur María Máney Berg­sveins­dótt­ir, sirku­slista­kona og sagn­fræð­ingur
 6. Auður Trausta­dótt­ir, sjúkra­liði
 7. Rúnar Freyr Júl­í­us­son, náms­maður
 8. Karol­ina Sig­urð­ar­dótt­ir, verka­kona
 9. Berg­rún Andra­dótt­ir, náms­maður
 10. Brynja Sig­ur­óla­dótt­ir, öryrki
 11. Stefán L. Rögn­valds­son, bóndi og raun­sæ­is­skáld
 12. Kol­beinn Agn­ars­son, sjó­maður
 13. Hall­dóra Haf­dís­ar­dótt­ir, mynd­list­ar­maður
 14. Arin­björn Árna­son, fv. bóndi og bif­reið­ar­stjóri
 15. Ari Sig­ur­jóns­son, sjó­maður
 16. Árni Dan­íel Júl­í­us­son, sagn­fræð­ingur
 17. Michal Polacek, lög­fræð­ingur
 18. Katrín María Ipaz, þjónn
 19. Skúli Skúla­son, leið­bein­andi.
 20. Jóhann Axels­son, pró­fessor emeritus

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent