Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur mikilvægt að verkalýðshreyfingin setji fyrirvara í kjarasamninga um aukin kaupmátt, lægri verðbólgu og vaxtastig og raunverulegan hvata fyrir atvinnulífið um að slík markmið náist, því síðustu mánuðir hafi sýnt að ansi margt sem geti breyst á stuttum tíma. „Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum heldur nýtt sér viðkvæma stöðu til að skapa sér fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Þetta kemur fram í færslu sem Ragnar Þór birti á Facebook í dag.
Þar fer hann yfir það sem hann kallar staðreyndir um stöðu mála í yfirstandandi kjaraviðræðum, sem virðast nú fyrst og síðast snúast um að gera skammtímasamning út janúar 2024, eða til 14 mánaða, líkt og Starfsgreinasambandið skrifaði undir fyrir nokkrum dögum.
Ragnar spyr í færslunni hvað hafi gerst á síðustu 14 mánuðum? „Fyrir 14 mánuðum voru stýrivextir 1,5% en eru í dag 6%. Fyrir 14 mánuðum var 12 mánaða verðbólga 4,4% en er í dag 9,3%. Fyrir 14 mánuðum stefndi í metafkomu fyrirtækja, í dag stefnir í enn betri afkomu.“
Staðreyndir um stöðu mála í yfirstandandi kjaraviðræðum. 14 mánaða kjarasamningur er vissulega stuttur tími en hvað...
Posted by Ragnar Þór Ingólfsson on Tuesday, December 6, 2022
Í fyrra hafi hreinar vaxtatekjur stærstu bankanna þriggja, Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka verið 72,2 milljarðar en í ár stefni þær í að verða yfir 102 milljarðar króna. Í fyrra hafi verið 4,4 prósent hagvöxtur en í ár stefni í að hann fari yfir 6,5 prósent. „Gríðarleg óvissa blasir við íslenskum heimilum en óvissan í atvinnulífinu og fjármálakerfinu snýst að mestu um hversu mikil aukning verður á afkomu frá metárinu í fyrra. Þess vegna er mikilvægt að verkalýðshreyfingin setji fyrirvara í kjarasamninga um aukin kaupmátt, lægri verðbólgu og vaxtastig og raunverulegan hvata fyrir atvinnulífið um að slík markmið náist.“
Vilhjálmur sorgmæddur og dapur
Mikil ólga er í verkalýðshreyfingunni eftir að Starfsgreinasambandið skrifaði undir kjarasamning fyrir flest aðildarfélög sín sem gildir út janúar 2024 á laugardag.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór hafa bæði gagnrýnt samninginn og meðal annars sagt hann veikja samningsstöðu verkalýðhreyfingarinnar gagnvart ríkinu. VR er stærsta stéttarfélag landsins og Efling það næst stærsta.
Vilhjálmur sagði í umræddri færslu hann viðurkenndi það fúslega að vera sorgmæddur og dapur „að sjá fólk sem ég taldi vera góða vini mína stinga mig í bakið með því að segja að ég hafi nánast framið „glæp“ með þessum samningi. Samningi sem gildir í rétt rúmt ár með launahækkunum til þeirra sem höllustum fæti standa á íslenskum vinnumarkaði, hækkunum sem ekki eiga sér hliðstæðu hvað verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði varðar.“