Auglýsingaherferðin sem breytti Svíþjóð

Screen-Shot-2015-01-24-at-13.00.23.png
Auglýsing

Í des­em­ber árið 2001 birt­ist sjón­varps­aug­lýs­ing frá versl­un­ar­keðj­unni ICA sem hefur heldur betur reynst sögu­leg. ICA-keðjan er ráð­andi á mat­vöru­mark­að­inum í Sví­þjóð með um helm­ings mark­aðs­hlut­deild og hátt í 1400 búðir í land­inu öllu. Reyndar hefur versl­unin alltaf verið fram­ar­lega á aug­lýs­inga­mark­að­in­um. Eftir vegg­spjalda­gerð fyrir tíma sjón­varps­ins tóku við svo kall­aðar hús­mæðra­myndir á sjötta ára­tug síð­ustu ald­ar. Þar var um að ræða stuttar aug­lýs­inga­myndir sem voru sýndar í kvik­mynda­húsum og oft voru vöru­kynn­ingar sam­hliða sýn­ing­un­um. Fyrsta mynd­in, sem var einmitt fram­leidd fyrir ICA, var Fru Plotter och fru Planér þar sem segir frá tveimur mis­skipu­lögðum hús­mæðr­um. Hún var sýnd ríf­lega 500 sinnum og talið er að yfir 200.000 konur hafi séð hana.

Það var ekki fyrr en 1987 sem sýna mátti aug­lýs­ingar í sjón­varpi í Sví­þjóð og eftir mis­góða spretti hitti ICA í mark í des­em­ber 2001. Aug­lýs­ingin var í nokk­urs konar sápu­óp­erustíl og fjall­aði um yfir­mann­inn Stig og þrjá aðra starfs­menn í ótil­greindri ICA-versl­un. Til að byrja með var ný aug­lýs­ing frum­sýnd viku­lega en síðar á tveggja vikna fresti. Sögu­þráð­ur­inn er sjaldn­ast mjög flók­inn og byggir á sam­skiptum starfs­mann­anna sem stíga sjaldn­ast í vit­ið. Í fyrstu aug­lýs­ing­unni byggðu und­ir­menn­irnir pýramída úr mat­vörum sem yfir­mað­ur­inn Stig var ekki ánægður með.

Auglýsing

Langlífasta auglýsinga­her­ferð sögunnarÍ gegnum tíð­ina hafa ýmsir leik­arar komið og farið og tekið að sér hlut­verk í þess­ari merki­legu aug­lýs­inga­sápu. Tveir leik­arar hafa reyndar verið með frá upp­hafi en í síð­ustu viku til­kynnti ICA-­Stig eins og hann er kall­aður að nú væri komið að leikslok­um. Frá því að hann klædd­ist hvíta jakk­anum í fyrsta sinn fyrir rúmum þrettán árum hefur Hans Moses­son leikið í 512 aug­lýs­ingum og er fyrir löngu orð­inn heim­il­is­vinur í Sví­þjóð. Hann segir sjálfur að þetta komi á óvart því upp­runa­lega hafi hann sam­þykkt að leika í fimm aug­lýs­ing­um. Það sé nefni­lega hættu­legt fyrir leik­ara að taka að sér svona hlut­verk því auð­velt sé að fest­ast í því. Það stóð ekki á kveðjum eftir til­kynn­ing­una frá Stig. „ICA ætti að fram­leiða bíó­mynd með Stig áður en hann hætt­ir“; „nei, nei, nei og aftur nei“ og svo auð­vitað „hann má ekki hætta, hann er ICA“.

Í maí árið 2007 til­kynnti Heims­meta­bók Guinnes að ICA-­sápan væri þá þegar orðin lang­lífasta leikna aug­lýs­inga­her­ferð sög­unnar og síðan þá hafa rúm­lega 300 aug­lýs­ingar bæst við. Fjöld­inn allur af frægu fólki hefur komið fram í aug­lýs­ing­un­um, meðal ann­ars for­maður femínista­flokks­ins Gudrun Schyman, sjón­varps­kokk­ur­inn Jamie Oli­ver og sjálfur lands­liðs­þjálf­ar­inn Lars Lag­er­bäck.

Lærling­ur­inn sem breytti SvíþjóðEn lík­lega vöktu fáar per­sónur jafn mikla athygli og Jerry sem leik­inn var af Mats Mel­in. Mats, sem hefur einnig leikið í kvik­myndum og leik­sýn­ing­um, er með downs heil­kenni. Í aug­lýs­ing­unum var hann yfir­leitt rödd skyn­sem­innar og sá snjall­asti af starfs­fólk­inu. Þegar Jerry hóf störf sem lær­lingur árið 2009 tók sænska þjóðin honum opnum örmum og í dag hafa ríf­lega 430 þús­und líkað við aðdá­enda síðu hans á Face­book. Ferða­lagið hefur þó ekki verið ein­falt. Þegar hann fædd­ist var for­eldr­unum rétt skjal sem þau áttu að skrifa undir og senda hann þar með á stofn­un. Árið 1969 datt engum í hug að þau ætl­uðu sér að ala upp fatlað barn. Í skól­anum var honum strítt og for­eldr­unum var til­kynnt reglu­lega að Mats myndi aldrei spjara sig sem sjálf­stæður ein­stak­ling­ur.

Annað átti heldur betur eftir að koma á dag­inn. Reyndar gekk ekki þrauta­laust fyrir sig að taka upp fyrstu aug­lýs­ing­una þar sem Jerry kom fyrir því hann mætti ekki fyrsta töku­dag­inn. Mats átti nefni­lega tíma í þvotta­hús­inu og þegar hann hefur verið pant­aður þarf allt annað að víkja. Þetta hefur reyndar ekk­ert með downs heil­kennið að gera heldur er þetta hið alþekkta sænska heil­kenni, sem getur farið stór­kost­lega í taug­arnar á Íslend­ingum í Sví­þjóð. ICA-aug­lýs­ing­arnar með Jerry þykja hafa breytt afstöðu margra til ein­stak­linga með downs heil­kenni og hafa fengið marg­vís­legar við­ur­kenn­ingar í gegnum árin. Árið 2012 fékk Mats til dæmis Titan-eggið sem eru aug­lýs­inga­verð­laun sem veitt eru þeim sem hafa á ein­hvern hátt hvatt aðra til dáða. Í dag er hann alltaf með nokkrar eig­in­hand­ar­á­rit­anir í buxna­vas­an­um, svona ef ske kynni að aðdá­andi bæði um eina.

Þann fyrsta febr­úar verður síð­asta aug­lýs­ingin með ICA-­Stig sýnd í Sví­þjóð. Fram­leið­end­urnir hafa til­kynnt að nýr Stig verði kynntur til sög­unnar en óvíst er hvort hann hljóti sama sess hjá þjóð­inni og sá sem nú kveð­ur. Sænska þjóðin mun þó lík­lega fylgj­ast með fjórum starfs­mönnum ICA um ókomin ár því engin áform eru uppi um að hætta fram­leiðsl­unni. Í skipu­lögðu landi eins og Sví­þjóð þar sem hálf þjóðin borðar Tacos á föstu­dögum þykja þetta vænt­an­lega góð tíð­indi.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None