Bændur þurrka upp vatnslindir í Kaliforníu

obama_kalifornia.jpg
Auglýsing

Þurrð­inni sem hefur plagað Kali­forníu und­an­farin fjögur ár virð­ist ekki ætla að ljúka í nán­ustu fram­tíð. Vatns­skort­inn má rekja til minni úrkomu, hærra hita­stigs og styttra regn­tíma­bils. Í nýlegri skoð­ana­könnun sem gerð var í Kali­forn­íu­ríki svör­uðu 94 pró­sent við­mæl­enda að þeir töldu ástandið alvara­legt og þriðj­ungur studdi vatns­skömmtun.

Þrátt fyrir að íbúar sam­mælist um alvara­leika máls­ins er með­al­neysla vatns á mann í borgum Kali­forníu 674 lítrar á dag, sem er 40 pró­sent meira en á hvern íbúa í New York og rúm­lega tvisvar sinnum meira en í Sydney. Þrátt fyrir mikla eft­ir­spurn og dvín­andi fram­boð kosta þessir 674 lítrar ein­ungis um 80 sent eða rúm­lega 100 íslenskar krónur miðað við núver­andi gengi. Gamlar reglur og lög sem voru sett til að tryggja vatsnd­reif­ingu um ríkið ýta verð­inu niður og kynda undir ofneyslu.

Hag­fræð­ing­ar hafa bent á mis­ræmið í því að halda vatsnverði svo lágu þrátt fyrir vatns­skort­inn en lít­ill póli­tískur vilji virð­ist vera til staðar til að hækka verð­ið. Þess í stað er leitað ann­arra leiða til að bregð­ast við þurrð­inni. Veit­inga­staðir er hvattir til að afgreiða ekki vatn og borg­ar­búar hvattir til að vökva ekki garð­ana sína.

Auglýsing

Jerry Brown, rík­is­stjóri í Kali­forn­íu, setti lög í byrjun apríl sem neyðir vatns­veitur að minnka dreif­ingu á vatni um 25 pró­sent og sagði að „fólk verði að átta sig á því að við lifum á nýrri öld“. Gagn­rýn­is­raddir benda á að nýju regl­urnar gilda ekki um land­búnað sem notar 80 pró­sent af vatn­inu en skilar aðeins tveimur pró­sentum af vergri lands­fram­leiðslu í Kali­forn­íu.

Sér­fræð­ingar hafa bent á að með því að minnka vatns­freka ræktun (eins og möndl­ur, bómul, og refa­smára) og notkun óhag­kvæmra vökv­un­ar­að­ferða væri hægt að minnka vatns­neyslu svo hún verði ásætt­an­leg. Margir bændur virð­ast ekki taka það í mál og halda áfram að reyna að rækta þessar vatns­freku plöntur á nýjum ekrum á meðan þær gömlu þorna upp.

Margir stjórn­mála- og emb­ætt­is­menn hafa lýst yfir þeirri skoðun að nýsköpun muni reyn­ast lausnin að þessu vanda­máli. Kali­fornía er þekkt fyrir öfl­ugt frum­kvöðla­sam­fé­lag og nýsköp­un. Helsta vanda­mál fylk­is­ins virð­ist hins­vegar vera stjórn­mála­legt og efna­hags­legt frekar en tækni­legt. Þó það sé óvíst hvort lofts­lags­breyt­ingar séu aðal­or­sök þurrð­ar­innar er sam­hljómur meðal lofts­lags­vís­inda­manna að jarð­hlýnun muni auka áhrif henn­ar. Þetta er því ekki tíma­bundið vanda­mál heldur mun Kali­fornía þurfa að aðlag­ast breyttum aðstæðum og þurr­ara lofts­lagi.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None