Dómsmálaráðuneytið bandaríska og saksóknarar á vegum þess eru nú að undirbúa ákærur á hendur bönkum og bankamönnum í mörgum af stærstu bönkum heimsins. Frá þessu var greint á vefsíðu New York Times í dag, eða undirsíðunni Dealbook.
Málin sem hafa verið verið lengi í rannsókn tengjast markaðsmisnotkun á gjaldeyrismarkaði og er talið að spjótin beinist að miðlurum, og yfirmönnum þeirra, fremur en framkvæmdastjórum í efsta þrepi í skipuritinu.
Reiknað er með því að ákærur verið gefnar út áður en árið er á enda, að því er fram kemur í frétt New York Times um málið.
Á meðal banka sem rannsakaðir hafa verið og líklegt er talið að ákærur muni beinast að eru JP Morgan, Deutsche Bank, Citigroup, Barclays og UBS.