Bandaríski herinn rannsakar af hverju hann sendi miltisbrand á 24 rannsóknarstofur

h_51964206-1.jpg
Auglýsing

Banda­ríski her­inn hefur boðað rann­sókn á því hvernig milt­is­brandur er með­höndl­aður innan hans, en talið er að lif­andi milt­is­brands­sporar hafi verið sendir óvart til 24 rann­sókn­ar­stofa í ell­efu ríkjum Banda­ríkj­anna auk Suð­ur­-Kóreu og Ástr­al­íu. Ekki er vitað til þess að milt­is­brand­ur­inn hafi valdið neinum skaða.

Á mið­viku­dag var fyrst sagt frá því óvart hafi verið send sýn­is­horn af þessum ban­væna sjúk­dómi á nokkra staði. Í gær var svo greint frá því að enn fleiri mis­tök hefðu verið gerð og milt­is­brand­ur­inn sendur enn víðar en fyrst var talið.

Sér­fræð­ingar hafa gagn­rýnt þessi mis­tök hers­ins harð­lega og kallað eftir því að farið verði yfir málið og þær var­úð­ar­ráð­staf­anir sem her­inn ger­ir.

Auglýsing

Spor­arnir af milt­is­brand­inum áttu að vera óvirkir eða dauð­ir, en svo reynd­ist ekki vera. Her­inn hefur nú óskað þess að allar rann­sókn­ar­stofur hans, sem hafa áður fengið óvirkan milt­is­brand, rann­saki efnið vel. Þá hefur einnig verið ákveðið að hætta öllum rann­sóknum og vinnu með efn­ið.

Und­an­farin ár hefur verið ótt­ast að milt­is­brandur gæti verið not­aður í hryðju­verka­starf­semi, en allir sem sýkj­ast og eru ekki með­höndl­aðir í tæka tíð deyja af völdum hans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisbankarnir tveir á meðal þriggja stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None