Karolina Fund: Safnað fyrir bættu aðgengi fyrir fólk í hjólastólum að bíói

6b000730437a8f0120d465644124ce51.jpg
Auglýsing

Bíó Paradís vill bæta aðgengi fólks í hjólastólum að bíóinu. Kjarninn ræddi við Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradís, um söfnun fyrir hinu bættu aðgengi sem nú stendur yfir á Karolina Fund. Og ýmislegt fleira tengt bíóinu.

Hver er hugmyndafræðin á bakvið Bíó Paradís? 

"Bíó Paradís – Heimili kvikmyndanna var stofnað árið 2010 af fagfélögunum í kvikmyndagerð og rekur fyrsta og eina kvikmyndahúsið á menningarlegum forsendum á Íslandi. Tilgangur félagsins er að efla og styðja við kvikmyndamenningu og kvikmyndafræðslu á Íslandi. Félagið er rekið án hagnaðarsjónarmiða, öll stjórnarstörf eru unnin í sjálfboðavinnu og fjölmargir kvikmyndagerðarmenn koma að starfi bíósins í sjálfboðavinnu."

Auglýsing

e3f9cb083f5b153803f6197b34da213a

Hvernig bíómyndir eruð þið að sýna?

"Bíó Paradís sýnir listrænar kvikmyndir frá öllum heimshornum, klassískar myndir, költ myndir, heimildamyndir og stuttmyndir. Bíóið er mjög mikilvægur vettvangur fyrir íslenskt kvikmyndaefni sem ratar ekki í hin hefðbundnu afþreyingarbíó, einsog heimildamyndir, stuttmyndir, tilraunaverk og fleira. Einnig sýnir Bíó Paradís allar íslenskar kvikmyndir með enskum texta. Bíó Paradís er einnig vettvangur fyrir kvikmyndaviðburði á vegum erlendra sendiráða, menningarstofnana og áhugamannasamtaka.

Húsið hýsir reglulega kvikmyndadagskrá í tengslum við ýmsa viðburði í Reykjavík og félagið rekur tvær kvikmyndahátíðir, Alþjóðlega barnakvikmyndahátíð og Stockfish kvikmyndahátíðina. Við leggjum líka mikla áherslu á fræðslu og Bíó Paradís býður uppá kennslu í kvikmyndafræðslu fyrir alla grunnskóla og framhaldsskóla borgarinnar auk fyrirlestra, spurt og svarað og örnámskeiða með fagfólki í greininni. Yfir 22.000 leik,- grunn- og framhaldsskólanemar hafa komið í Bíó Paradís í kvikmyndafræðslu."

d94d2339a4d56dcaa3bb59307a085b02

Hver er ykkar helsti markhópur?

"Það eru í rauninni allir landsmenn, því hóparnir eru jafn margir og myndirnar sem við erum að sýna. Við sögðum einu sinni að bíóið væri fyrir alla á höfuðborgarsvæðinu en nú erum við farin að taka færanlega sýningarbúnaðinn okkar hringinn um landið á vorin og halda bíósýningar, svo að það hafa fleiri landsmenn tækifæri til að upplifa Bíó Paradís, kvikmyndafræðslu og myndirnar sem við erum að sýna. Bíó Paradís er ekki bara listrænt bíó heldur líka öðruvísi og skemmtilegt bíó, og við viljum að allir finnist þeir velkomnir og hafi eitthvað að sækja í Bíó Paradís."

ef5d00fb815d6bd00a964ffdedfb6358

Þið voruð að hleypa af stað verkefni á Karolina Fund að bæta aðgengi fatlaðra að bíóinu, hvaða hópur stendur að verkefninu og hvernig lýsir það sér?

"Þeir fjölmörgu kvikmyndagerðarmenn sem koma að stjórn og starfsemi bíósins í sjálfboðavinnu standa á bak við verkefnið, auk velgjörðaraðila eins og verkfræðistofunnar Mannvits sem hefur aðstoðað okkur við útfærsluna á þessu. Við erum að vinna í húsi sem er engan veginn hannað með aðgengi fatlaðra í huga, og við höfum lengi vitað að við þyrftum að fara í kostnaðarsamar aðgerðir til að breyta því.

Við höfum unnið með fagaðilum til þess að gera áætlanir um að gera húsið aðgengilegt öllum, óháð hreyfihömlun og höfum stofnað til söfnunar á Karolina fund síðunni til að fjámagna þessar breytingar. Við vonum að sem flestir geti lagt okkur lið og gert kostakaup í leiðinni, því við lofum áfram frábærri og fjölbreyttri dagskrá í Bíó Paradís. Það er til dæmis hægt að kaupa bara tvo venjulega bíómiða á 2.250 kr, klippikort á 4.500 kr. eða árskort á 13.500 kr og styðja þannig verkefnið. Eða þá gerast bakhjarl og vera sérstakur heiðursgestur okkar! Það eru mjög góð kaup í þessu og það ættu allir að geta fundið sér skemmtilega viðburði við sitt hæfi hjá okkur í vetur."

Verkefnið á Karolina fund.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None