Bein útsending: Hryðjuverkamennirnir umkringdir

Screen-Shot-2015-01-09-at-10.00.40.png
Auglýsing

Bræð­urn­ir, sem grun­aðir eru um fjöldamorðin á rit­stjórn skop­mynda­blaðs­ins Charlie Hebdo, hafa verið umkringdir í bænum Dammart­in-en-­Goele, sem er skammt frá alþjóða­flug­vell­inum Charles De Gaulle. Sam­kvæmt frönskum frétta­miðlum hefur tveimur flug­brautum verið lokað hjá flug­vell­in­um, þar sem bannað er að fljúga yfir svæðið þar sem umsátrið rík­ir.

Gríð­ar­lega fjöl­mennt lið lög­reglu hefur umkringt prent­smiðju í bæn­um, þar sem bræð­urnir hafa að minnsta kosti einn ein­stak­ling í gísl­ingu.

Her­þyrlur lentu á svæð­inu nú fyrir stundu, en gríð­ar­legur við­bún­aður er á svæð­inu, enda bræð­urnir álitnir vel vopn­aðir og hættu­leg­ir.

Auglýsing

Hér fyrir neðan er hægt að fylgj­ast með­ um­fjöllun Sky frétta­stof­unnar af atburð­un­um.

htt­p://yout­u.be/VYlQJbsVs48

Franska frétta­stofan AFP hefur greint frá því að nú séu talin vera tengsl á milli árás­ar­innar á Charlie Hebdo og ann­arrar skotárásar í París í gær, þar sem lög­reglu­kona var skotin til bana og maður alvar­lega særð­ur. Áður hafði verið sagt að engin tengsl væru á milli árásanna tveggja. Þó er ekki talið að Kou­achi bræð­urnir hafi komið með beinum hætti að skotárásinni í gær. Tveir hafa verið hand­teknir vegna seinni árás­ar­inn­ar, en Reuters greinir frá því að skotárás­armað­ur­inn sé með­limur í sama hryðju­verka­hópi og Kou­achi bræð­urn­ir.AFP hefur einnig birt þessa mynd af lög­reglu­manni í umsátr­inu.

Tvær flug­vél­ar, frá Icelandair og Wow, lögðu af stað frá Kefla­vík­ur­flug­velli áleiðis til Par­ísar í morg­un. Guð­jón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, segir í sam­tali við Kjarn­ann að flug­fé­lag­inu hafi ekki verið til­kynnt um neinar breyt­ingar á flug­á­ætlun vél­ar­inn­ar. Kjarn­inn náði ekki tali af upp­lýs­inga­full­trúa Wow-Air í morg­un.

Þessi frétt verður upp­færð um leið og nýjar upp­lýs­ingar ber­ast.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None