Biden búinn að fá nóg: Óbólusettir „valda miklum skaða“

Hann reyndi að höfða til þeirra með hvatningu. Hann reyndi að segja þeim hversu „samstaðan“ væri mikilvæg. En allt kom fyrir ekki. Þess vegna byrsti Joe Biden sig í vikunni við óbólusetta landa sína sem yfirfylla sjúkrahúsin.

Joe Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í vikunni.
Joe Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í vikunni.
Auglýsing

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti setti háleit mark­mið fyrir þjóð sína í bólu­setn­ingum gegn COVID-19: Að minnsta kosti 75 pró­sent full­orð­inna áttu að vera komin með eina eða tvær sprautur í sum­ar. Hann hafði allt til alls til verks­ins; nóg af bólu­efni, góða inn­viði í heil­brigð­is­þjón­ust­unni. Dreif­ing efn­anna var heldur ekki stórt vanda­mál. En þegar bólu­setn­ing­ar­hlut­fallið nálg­að­ist 40 pró­sent fór skyndi­lega eitt­hvað að breyt­ast. Heil­brigð­is­starfs­fólk beið til­búið með skammt­ana. En færri og færri mættu til að fá þá. And­staða við bólu­setn­ing­ar, sem hefur almennt verið vanda­mál í Banda­ríkj­unum í árarað­ir, kom ber­sýni­lega í ljós. Henda hefur þurft að minnsta kosti 15 millj­ónum skammta í Banda­ríkj­unum frá því í mars af þessum sök­um.

Auglýsing

Og þessi svo­kall­aða bólu­setn­ing­ar­tregða hefur orðið til þess að í dag eru aðeins 53 pró­sent Banda­ríkja­manna full­bólu­sett­ir. Þeim býðst nú að fá örv­un­ar­skammta – þótt það útspil Bidens sé þvert á ráð­legg­ingar sér­fræð­inga. Stóra vanda­málið sé ekki dvín­andi virkni bólu­efn­anna sem kalli á þriðja skammt­inn heldur sú ein­falda stað­reynd að stór hluti þjóð­ar­innar hefur ekki í hyggju að fá einn ein­asta.

Nú hefur Biden loks misst þol­in­mæð­ina. Eftir að hafa hvatt fólk með var­færnum hætti til að fara í bólu­setn­ingu, notað orð á borð við „sam­stöðu“ til að höfða til þess, er komið allt annað hljóð í strokk­inn. Og skila­boð­in: Ef þið eruð óbólu­sett þá þurfið þið að borga því þið eruð að ógna heilsu þjóð­ar­inn­ar.

Um 80 milljónir fullorðinna Bandaríkjamanna hafa ekki enn farið í bólusetningu. Mynd: EPA

Biden til­kynnti á fimmtu­dag að héðan í frá yrði ekki farið sér­stak­lega mjúkum höndum um þá sem vilja ekki láta bólu­setja sig. Allir þeir sem störf­uðu hjá hinu opin­bera og einka­fyr­ir­tækjum með fleiri en 100 starfs­menn skulu láta bólu­setja sig. Ann­ars eiga þeir yfir höfði sér fjár­sekt­ir. Ákvörð­unin mun hafa áhrif á meiri­hluta vinnu­mark­að­ar­ins.

Biden beindi orðum sínum til þeirra 80 millj­óna full­orð­inna Banda­ríkja­manna sem enn hafa ekki þegið bólu­setn­ingu. „Þessi 25 pró­sent gætu valdið miklum skaða og þau eru þegar farin að gera það,“ sagði Biden. „Óbólu­settir yfir­fylla sjúkra­húsin okk­ar. Bráða­deildum hefur þurft að breyta í gjör­gæslur svo fólk sem glímir við aðra alvar­lega sjúk­dóma fær þar ekki plás­s.“

Hann var harð­orður í garð fólks sem berst gegn grímunotkun og sagði því að „sýna virð­ing­u“.

Auglýsing

Biden hefur hingað til ekki viljað styggja þann stóra hóp sem vill ekki bólu­setn­ingu. Hann hefur frekar viljað reyna hina leið­ina – hvetja og styðja. En þetta hefur ekk­ert gagn­ast honum þegar kemur að stuðn­ingi við hann sjálf­an. Demókratar eru upp til hópa búnir að láta bólu­setja sig. Bólu­setn­ing­ar­her­ferð Bidens naut gríð­ar­legs fylgis meðal þeirra. En fylgi þeirra við Biden sjálfan hefur dal­að, sam­hliða því að far­ald­ur­inn hefur dreg­ist á lang­inn, ekki síst vegna þess að alltof margir eru enn óbólu­sett­ir.

Í upp­hafi and­vígur skyldu­bólu­setn­ingum

Í des­em­ber, áður en her­ferðin hóf­st, sagð­ist Biden vera and­vígur því að skylda fólk í bólu­setn­ingu. Hann hefur þó síð­ustu mán­uði tekin nokkur skref frá þeirri stefnu sinni og það stærsta var stigið í vik­unni.

Ýmis mis­tök hafa svo verið gerð í við­brögðum við far­sótt­inni. Grímu­skylda var t.d. afnumin í maí en fólk áfram hvatt til að bera þær, ekki síst hinir óbólu­settu. En það var einmitt sá hópur sem tók grím­urnar fyrst niður og neit­aði að setja þær upp aft­ur.

Svo kom sum­ar. Og svo kom delta.

Þetta sumar delta-af­brigð­is­ins kost­aði fjöl­mörg manns­líf. Í vor lét­ust um 300 Banda­ríkja­menn dag­lega vegna COVID-19. Í byrjun sept­em­ber var fjöld­inn í kringum 1.500 manns á dag.

Reynið bara

Biden og hans stjórn vildi fara var­lega í að skylda fólk í bólu­setn­ingu. Setja málin upp þannig að jú, þú hefur enn val um bólu­setn­ingu, en ef þú ert ekki bólu­sett­ur, getur þú ekki unnið hjá hinu opin­bera. Því þá setur þú aðra í hættu. Lífs­hættu mögu­lega. Þetta hefur vissu­lega ekki farið vel ofan í alla. Og lík­legt að ein­hverjir reyni að fara með málið fyrir dóm­stóla. Fram­kvæmda­stjórn Repúblikana­flokks­ins er þegar að velta slíkri máls­sókn fyrir sér. „Reynið það bara,“ sagði Biden.

Nýjar kann­anir hafa líka sýnt að margt óbólu­sett fólk (40 pró­sent) myndi lík­lega frekar segja upp starfi en að láta undan kröfu um bólu­setn­ingu. Um 35 pró­sent svar­enda sögðu að þeir myndu reyna að fá und­an­þágu frá bólu­setn­ingu af ýmist heilsu­fars- eða trúar­á­stæð­um. Aðeins 16 pró­sent sögð­ust ætla að fara í bólu­setn­ingu ef krafa yrði gerð um slíkt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent