Biden búinn að fá nóg: Óbólusettir „valda miklum skaða“

Hann reyndi að höfða til þeirra með hvatningu. Hann reyndi að segja þeim hversu „samstaðan“ væri mikilvæg. En allt kom fyrir ekki. Þess vegna byrsti Joe Biden sig í vikunni við óbólusetta landa sína sem yfirfylla sjúkrahúsin.

Joe Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í vikunni.
Joe Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í vikunni.
Auglýsing

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti setti háleit mark­mið fyrir þjóð sína í bólu­setn­ingum gegn COVID-19: Að minnsta kosti 75 pró­sent full­orð­inna áttu að vera komin með eina eða tvær sprautur í sum­ar. Hann hafði allt til alls til verks­ins; nóg af bólu­efni, góða inn­viði í heil­brigð­is­þjón­ust­unni. Dreif­ing efn­anna var heldur ekki stórt vanda­mál. En þegar bólu­setn­ing­ar­hlut­fallið nálg­að­ist 40 pró­sent fór skyndi­lega eitt­hvað að breyt­ast. Heil­brigð­is­starfs­fólk beið til­búið með skammt­ana. En færri og færri mættu til að fá þá. And­staða við bólu­setn­ing­ar, sem hefur almennt verið vanda­mál í Banda­ríkj­unum í árarað­ir, kom ber­sýni­lega í ljós. Henda hefur þurft að minnsta kosti 15 millj­ónum skammta í Banda­ríkj­unum frá því í mars af þessum sök­um.

Auglýsing

Og þessi svo­kall­aða bólu­setn­ing­ar­tregða hefur orðið til þess að í dag eru aðeins 53 pró­sent Banda­ríkja­manna full­bólu­sett­ir. Þeim býðst nú að fá örv­un­ar­skammta – þótt það útspil Bidens sé þvert á ráð­legg­ingar sér­fræð­inga. Stóra vanda­málið sé ekki dvín­andi virkni bólu­efn­anna sem kalli á þriðja skammt­inn heldur sú ein­falda stað­reynd að stór hluti þjóð­ar­innar hefur ekki í hyggju að fá einn ein­asta.

Nú hefur Biden loks misst þol­in­mæð­ina. Eftir að hafa hvatt fólk með var­færnum hætti til að fara í bólu­setn­ingu, notað orð á borð við „sam­stöðu“ til að höfða til þess, er komið allt annað hljóð í strokk­inn. Og skila­boð­in: Ef þið eruð óbólu­sett þá þurfið þið að borga því þið eruð að ógna heilsu þjóð­ar­inn­ar.

Um 80 milljónir fullorðinna Bandaríkjamanna hafa ekki enn farið í bólusetningu. Mynd: EPA

Biden til­kynnti á fimmtu­dag að héðan í frá yrði ekki farið sér­stak­lega mjúkum höndum um þá sem vilja ekki láta bólu­setja sig. Allir þeir sem störf­uðu hjá hinu opin­bera og einka­fyr­ir­tækjum með fleiri en 100 starfs­menn skulu láta bólu­setja sig. Ann­ars eiga þeir yfir höfði sér fjár­sekt­ir. Ákvörð­unin mun hafa áhrif á meiri­hluta vinnu­mark­að­ar­ins.

Biden beindi orðum sínum til þeirra 80 millj­óna full­orð­inna Banda­ríkja­manna sem enn hafa ekki þegið bólu­setn­ingu. „Þessi 25 pró­sent gætu valdið miklum skaða og þau eru þegar farin að gera það,“ sagði Biden. „Óbólu­settir yfir­fylla sjúkra­húsin okk­ar. Bráða­deildum hefur þurft að breyta í gjör­gæslur svo fólk sem glímir við aðra alvar­lega sjúk­dóma fær þar ekki plás­s.“

Hann var harð­orður í garð fólks sem berst gegn grímunotkun og sagði því að „sýna virð­ing­u“.

Auglýsing

Biden hefur hingað til ekki viljað styggja þann stóra hóp sem vill ekki bólu­setn­ingu. Hann hefur frekar viljað reyna hina leið­ina – hvetja og styðja. En þetta hefur ekk­ert gagn­ast honum þegar kemur að stuðn­ingi við hann sjálf­an. Demókratar eru upp til hópa búnir að láta bólu­setja sig. Bólu­setn­ing­ar­her­ferð Bidens naut gríð­ar­legs fylgis meðal þeirra. En fylgi þeirra við Biden sjálfan hefur dal­að, sam­hliða því að far­ald­ur­inn hefur dreg­ist á lang­inn, ekki síst vegna þess að alltof margir eru enn óbólu­sett­ir.

Í upp­hafi and­vígur skyldu­bólu­setn­ingum

Í des­em­ber, áður en her­ferðin hóf­st, sagð­ist Biden vera and­vígur því að skylda fólk í bólu­setn­ingu. Hann hefur þó síð­ustu mán­uði tekin nokkur skref frá þeirri stefnu sinni og það stærsta var stigið í vik­unni.

Ýmis mis­tök hafa svo verið gerð í við­brögðum við far­sótt­inni. Grímu­skylda var t.d. afnumin í maí en fólk áfram hvatt til að bera þær, ekki síst hinir óbólu­settu. En það var einmitt sá hópur sem tók grím­urnar fyrst niður og neit­aði að setja þær upp aft­ur.

Svo kom sum­ar. Og svo kom delta.

Þetta sumar delta-af­brigð­is­ins kost­aði fjöl­mörg manns­líf. Í vor lét­ust um 300 Banda­ríkja­menn dag­lega vegna COVID-19. Í byrjun sept­em­ber var fjöld­inn í kringum 1.500 manns á dag.

Reynið bara

Biden og hans stjórn vildi fara var­lega í að skylda fólk í bólu­setn­ingu. Setja málin upp þannig að jú, þú hefur enn val um bólu­setn­ingu, en ef þú ert ekki bólu­sett­ur, getur þú ekki unnið hjá hinu opin­bera. Því þá setur þú aðra í hættu. Lífs­hættu mögu­lega. Þetta hefur vissu­lega ekki farið vel ofan í alla. Og lík­legt að ein­hverjir reyni að fara með málið fyrir dóm­stóla. Fram­kvæmda­stjórn Repúblikana­flokks­ins er þegar að velta slíkri máls­sókn fyrir sér. „Reynið það bara,“ sagði Biden.

Nýjar kann­anir hafa líka sýnt að margt óbólu­sett fólk (40 pró­sent) myndi lík­lega frekar segja upp starfi en að láta undan kröfu um bólu­setn­ingu. Um 35 pró­sent svar­enda sögðu að þeir myndu reyna að fá und­an­þágu frá bólu­setn­ingu af ýmist heilsu­fars- eða trúar­á­stæð­um. Aðeins 16 pró­sent sögð­ust ætla að fara í bólu­setn­ingu ef krafa yrði gerð um slíkt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent