Jón Sigurðsson er látinn

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, ráðherra og Seðlabankastjóri, er látinn. Hann var 75 ára.

Jón Sigurðsson
Auglýsing

Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, Seðlabankastjóri og formaður Framsóknarflokksins, er látinn, 75 ára að aldri. RÚV greinir frá þessu og að Jón hafi greinst með langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli í ársbyrjun í fyrra.

Auglýsing

Jón var fæddur í Kollafirði á Kjalarnesi 23. ágúst 1946. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966 og þremur árum síðar brautskráðist hann með BA-próf í íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands. Hann vann við kennslustörf í gagnfræðaskólum, menntaskólum og háskólum hér á landi og í Svíþjóð til ársins 1975.

Jón var ritstjóri Tímans 1978-1981. Hann tók svo við starfi skólastjóra Samvinnuskólans á Bifröst og varð síðar rektor skólans til ársins 1991.

Hann útskrifaðist með MA gráðu í menntunarfræðum og kennslustjórnun frá Columbia Pacific University í San Rafael í Bandaríkjunum 1988 og doktorsgráðu 1990. Þá lauk hann MBA-gráðu í rekstrarhagfræði og stjórnun í Bandaríkjunum árið 1993.

Jón var Seðlabankastjóri á árunum 2003-2006.

Jón var seðlabankastjóri á árunum 2003 til 2006. 2006 tók hann við embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, og gegndi því til ársins 2007. Á sama tíma og hann gegndi ráðherraembættinu var hann formaður Framsóknarflokksins.

Jón skrifaði greinar á Kjarnann, m.a. grein um ljóðlist og mennskuna í maí á þessu ári. Einnig skrifaði hann greinar um Ísland og Evrópusambandið.

Kjarninn vottar fjölskyldu Jóns og öðrum ástvinum samúð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent