Ein uppsprettulind mennskunnar

Jón Sigurðsson tók saman kynningu á samtímaljóðum og fjallar hér um þau í aðsendri grein. „Ljóðlistin skiptir máli. Hún er sjálfstjáning mannverunnar, í senn einkamál og sammannleg. Og hún er þroskalind málsamfélags.“

Auglýsing

I

Ljóð höfða til nokk­urs fjölda áhuga­samra les­enda. Hér verður því haldið fram að ljóð­list sé ein af upp­sprettu­lindum sammann­legra gilda og mennsku. Þrátt fyrir þetta kann­ast flestir við umsagnir um nútímaljóð: − „Þetta höfðar ekki til almenn­ings.“ − „Skáldin ein­angra sig.“ − „Þetta er kimi fyrir sér­vitr­inga og upp­skafn­inga.“ − „Þetta er óskilj­an­leg­t.“

Lestur ljóða, jafnt nútímaljóða sem eldri ljóð­list­ar, útheimtir ein­beit­ingu, krefst athygli og end­ur­lestr­ar, og þarfn­ast umhugs­un­ar­tíma, yfir­legu og innri úrvinnslu les­and­ans. Þessi ein­kenni skýra sjálf­sagt að ein­hverju leyti hversu fáir fylgj­ast með ljóð­list­inni á líð­andi stund.

Miklu skiptir að óvanur les­andi láti fyrstu lestr­ar­skynjun ekki hindra sig. Hann þarf að opna hug­ann og skoða hvort ljóðið vekur honum for­vitni. Og til þess að les­and­inn haldi áfram þarf lest­ur­inn, end­ur­tek­inn og hug­leidd­ur, að höfða til hans. Lest­ur­inn þarf að vekja ein­hvers konar sam­hug eða áhuga, vekja athygli á ein­hverju, færa nýja reynslu og skynj­un, ein­hverja nýja hugs­un, grun, hrifn­ingu, hryggð eða gleði, sam­líðun eða skiln­ing á ein­hverju sem les­and­ann skiptir máli. Orð­snilld, lýs­inga­gleði, fyndni og hug­kvæmni styrkja við­brögð­in, og ekki síður tján­ing alvöru, sorg­ar, mann­úðar og sam­kennd­ar. Oft er í þessu sam­hengi vitnað um djúpa vit­und eða háleita sýn.

Sjálf­sagt hug­leiðir skáld þetta ekki þegar ljóð verður til. Ef til vill þykir skáldi þetta óþægi­leg skuld­bind­ing, enda inn­blástur þess og köllun úr öðrum átt­um. En við­taka ljóðs­ins í huga les­enda er undir þessu kom­in, að ein­hverju leyti.

*

Upp­lýs­ingar um bók­sölu hér­lendis og við­tökur nútímaljóða eru ekki nákvæm­ar. Þær benda til að upp­lög ljóða­bóka lif­andi skálda séu lít­il, í mörgum atvikum færri en 300 ein­tök. Sala þeirra er hæg. Reyndar verður einnig að hafa útlán á bóka­söfnum í huga, og að jafn­aði sækir nokkur hópur upp­lestra ljóð­skálda úr nýjum bók­um.

Auglýsing

Í Les­bók Morg­un­blaðs­ins 3. júlí 1999 er yfir­lits­grein um mál­þing í Rott­er­dam um ljóða­út­gáfu. Þar kemur fram að Hall­dór Guð­munds­son for­stjóri Máls og menn­ingar hafði flutt erindi, með upp­lýs­ingum um bóka­út­gáfu á Íslandi. Í máli hans hafi komið fram að árlega séu um 80 ljóða­bækur gefnar út á Íslandi. Árleg sala í heild sé um 20 þús­und ein­tök, eða með­al­tals­sala um 250 ein­tök hverrar bók­ar. Aðrar heim­ildir greina að sumar ljóða­bækur selj­ist betur en með­al­talið, en flestar selj­ast minna. Sala ljóða­bókar dreif­ist á langan tíma, og inn­kaup bóka­safna og skóla nema veru­legum hluta söl­unn­ar.

Í Morg­un­blað­inu 13. ágúst 2018 kemur fram að sam­dráttur í bók­sölu á Íslandi hafi numið um 36% á ára­tugnum til og með 2017. Ekki liggur fyrir hvernig þessi sam­dráttur snerti ljóða­bæk­ur. Varla hefur sam­drátt­ur­inn látið þær ósnert­ar, en þó er hæpið að álykta um breyt­ingar á sér­mark­aði af fram­vindu á almennum mark­aði.

Upp­lýs­ingar frá nágranna­löndum benda til þess að staða ljóð­list­ar­inn­ar, jafnt í Evr­ópu sem vestan hafs, sé með sam­bæri­legum hætti. Í frá­sög­unni af mál­þing­inu í Les­bók kemur fram að nýjar ljóða­bækur selj­ist í Þýska­landi í 200 - 600 ein­tök­um. Að vísu er þar stærri mark­aður fyrir verk fárra vin­sælla ljóð­skálda. Það er nefnt í Les­bók­ar­fregn­inni að margir erlendis álíta að ljóð séu aðeins lesin í lok­uðum hóp­um.

Athygl­is­verðar eru þær upp­lýs­ingar að algeng­asta sala nýrrar íslenskrar ljóða­bókar nálgist 200 ein­tök en ný þýsk ljóða­bók nái upp undir 600 ein­tök. Íbúar Þýska­lands eru meira en 240 sinnum fleiri en þeir sem lesa íslensku, og eru þá ekki taldir aðrir sem lesa þýsku. Athugun sem höf­undur þess­arar rit­smíðar gerði árið 1971 á sölu nýrra ljóða­bóka lif­andi skálda í Reykja­vík, Stokk­hólmi og New York benti til sam­bæri­legrar álykt­un­ar. Þessi athugun var gerð án vand­aðrar gagna­vinnslu og vitað að veru­legur hluti ljóða­út­gáfu var í tíma­rit­um, eins og nú.

Á hverju ári koma all­margar ljóða­bækur út í frum­út­gáfu með áður óbirtum verkum lif­andi íslenskra ljóð­skálda. Gildur skerfur ungs fólks og kvenna vekur athygli. Upp­lög bókanna eru lítil og lítið um þau fjallað í prent­miðl­um. Rík­is­út­varpið hefur að vísu sýnt við­leitni. Tals­vert hefur verið um einka­út­gáfur skáld­anna sjálfra, og sölu­dreif­ing er tak­mörk­uð.

Reyndar halda nokkrar sér­gerðir ljóða vin­sæld­um. Þar er átt við dæg­ur­laga­texta og skemmti- og söng­leikja­kvæði, og einnig sálma og trú­ar­söngva. Og hefð­bundin hag­mælska nýtur vin­sælda meðal þjóð­ar­inn­ar.

II

Hér fylgja upp­hafs­er­indi nokk­urra frumortra ljóða sem birt­ust á síð­ustu árum til og með 2019 eftir núlif­andi skáld og nýlið­in. Miðað er við ljóð frum­birt á þessum árum, en ekki verður hér mat á bók­mennta­tíma­bili eða skálda­kyn­slóð­um. Og hér er engin til­raun til „gæða­dóma", hvorki um þau skáld og ljóð sem valin eru né þau sem ekki eru með.

Auð­vitað er umdeil­an­legt, hvaða ljóð og hvaða skáld eru nefnd og hver ekki. Auk þess verður að meta hvort upp­hafs­er­indið stendur eitt sér án þess sem á eftir fer. Valið þreng­ist þegar til þess er hugsað að nokkrar ljóða­bækur geyma sam­felldan ljóða­bálk, eða sér­stæðar stökur fremur en ljóð. Hér verður að biðja alla vel­virð­ing­ar. Hverju dæmi fylgja nokkur orð til skýr­ing­ar.

Dæmin sýna hvernig upp­hafs­er­indi opnar sér­staka mynd­lýs­ingu eða mynd af atviki, tjáir eigin sér­stakan veru­leika, og hvernig les­anda er boðin inn­ganga − for­mála­laust, umsvifa­laust. Upp er brugðið mynd eða atviki sem „sjá má“ fyrir sér, hnit­miðað en án útskýr­inga. Hér er reglum rök­vís­innar sjaldan fylgt og jafn­vel sveimað í draum­vímu. Auk mynd­heims er algengt að í ljóði sé speki­mál, orðs­kviðir eða jafn­vel boð­skap­ur, eða inni­leg sál­ar­út­rás, og þessu ofið sam­an. Í ljóð­inu er atviki brugðið upp í fáum knöppum orð­um, og þess er þá kraf­ist að les­and­inn hverfi inn í þennan veru­leika um stund. Hér er mann­legt mál gjarnan með hæstu sam­þjöppun og merk­ing­ar­hleðslu.

Annað sem vekur athygli er end­ur­tekn­ing­ar. Vand­aður upp­lestur birtir hljóm­fall sem getur verið fjöl­breyti­legt og er end­ur­tekn­ingar mál­hljóða, áherslu og áherslu­leys­is. Í sumum ljóðum má finna end­ur­tekið sama mál­hljóð í upp­hafi orða í áherslu­stöðu og er þetta nefnt ljóð­stafir, stuðlar í fyrri ljóð­línu og höf­uð­stafur í næstu ljóð­línu á eft­ir. Ljóð­stafir voru um aldir for­mein­kenni ljóða­gerðar Íslend­inga ásamt hátt­bundnu hljóm­falli, braglið­um. Enn beita ljóð­skáldin gjarnan þessum áhrifatækjum en á frjáls­legan hátt. Óháð hefðum leika skáldin víða í nútímaljóðum með orð og orða­röð og með sjálft hljóm­fall móð­ur­máls­ins.

En end­ur­tekn­ingar eru einnig í efn­is­inni­haldi, myndum og merk­ingum ljóða, gjarnan tengdar ein­hverri stig­mögnun eða við­leitni skálds­ins til að varpa nýju ljósi á við­fangs­efni.

Auglýsing

Áhrifa­mik­ill þáttur end­ur­tekn­inga, og ekki síður þáttur til­brigða um end­ur­tekn­ing­ar, er skipt­ing ljóðs í ljóð­línur og erindi. Þessi skipt­ing er grunnur að form­gerð ljóðs­ins. Orða­sam­bönd, efn­is­inni­hald og merk­ingar móta þessa skipt­ingu. Efn­is­á­hersl­ur, merk­ingar og setn­ingar ráða miklu um ljóð­línu­skipti og erinda­skipti. En þessi skipt­ing er líka leið skálds­ins til að móta hljóm­fall, hljóm­blæ og hrynj­andi. Við ljóð­línu­skipti verður stutt hljóð­dvöl í flutn­ingi ljóðs upp­hátt og fremst í næstu ljóð­línu verður áherslu­at­kvæði, nema þar sé áherslu­létt tengi­orð, for­lið­ur. Les­andi dýpkar ljóða­yndi sitt með því að flytja ljóð upp­hátt, heyra þetta og njóta þess.

*

Sig­urður Páls­son orti í byrjun ljóðs­ins „Orð og draumar“:

...

Þetta er hreint og beint sem verið get­ur.„Orð og draumar“ merkja hér trú­lega lífsinn­tak og lífs­stefnu. Allar mann­verur þurfa orð, til að virkja hugsun sína og móta hana, og allar mann­verur þurfa drauma til að geta lif­að. Hér fara þessi mátt­ar­völd „sam­an“, „lengur en ég man“.

En hér er víð­ari skírskot­un, „alltaf“ og „lengur en“ vit­und hefur vak­að. Hér er brugðið orðum um kjarna í til­veru mann­ver­unn­ar. Er hér jafn­vel víð­tæk táknun mann­lífs­ins á jörð­unni yfir­leitt?

Í þessu erindi er ljóð­stafa­setn­ing að hætti eddu­kvæða.

Elísa­bet Jök­uls­dóttir yrkir ljóða­flokk. Fimmta ljóð­ið, „8. maí mánu­dag­ur“, hefst svo:

...

Myndin er skýr. Hljóm­fallið er jafnt. Ljóð­línur stytt­ast framan af, en lengj­ast síðan aftur um leið og efnið breyt­ist. Það vekur athygli að engin grein­ar­merki eru í 3. síð­ustu ljóð­línu, en þetta hlýtur að merkja að hér eigi engin hljóð­dvöl við, heldur við­stöðu­laust fram­hald.

Við skynjum þreytu­merki, í því hvernig mamma „teygir hálsinn“ fram, enda hefur hún átt sófann „í hund­rað ár“. En þá umbreyt­ist mynd­in: „Já, hún er svanur ...“ Svan­ur­inn er tákn hrein­leika og feg­urð­ar.

Þór­ar­inn Eld­járn kveður í upp­hafs­er­indi ljóðs­ins „Lang":

...

Hér er orða­leik­ur. Leikið er að orð­un­um: „hefði hún sagt“ en skjald­bakan er hér lítt „gefin fyrir klisjur“. Hér er mann­gerv­ing í því að skjald­bök­unni eru fengnir eig­in­leikar manns, til að „segja“ og til að „hlaupa“ og til að fara með „klisjur“.

Les­and­inn skynjar að „skjald­baka“ og „lang­hlaup“ eru ekki sam­stæður í ytri raun­veru­leika, og vafi þar að skjald­bakan „sigri alla“ á sprett­in­um. En ekki er allt sem sýn­ist. Í veru­leika sem ein­kenn­ist af „lang“ eru mælistikur sem skjald­bök­unni henta. Þegar líður á „lang“ fer henni að vegna bet­ur.

Þór­dís Gísla­dóttir yrkir í upp­hafi ljóðs­ins „Erfða­skrá“:

...

Erindið hefst á langri ljóð­línu, en síðan tekur við upp­taln­ing í ljóð­línum sem lengj­ast hver af annarri og mynda þannig sam­fellt hljóm­fall. Erindið er röð örstuttra mynda sem bregða ljósi yfir ljóð­mæl­and­ann eins og skáld­konan vill sýna eig­indir hans. Á nokkrum stöðum ber fyrir aðkenn­ingu af ljóð­stöf­um.

Upp­hafs- og loka­ljóð­lín­urnar tal­ast við: ,„af­glöp“ og „glappa­skot“. Hér er glettni sem bregður svip á ljóð­ið. Þannig kemur tví­sæi (írón­ía) fram, og það er þá eins og „hvat­vísi“, „mis­mæli“ og „glappa­skot“ verði ekki eins alvar­leg og ella kynni að vera. Hér er létt blanda af ber­sögli og hrein­skilni.

Hall­dóra Thorodd­sen orti í upp­hafi ljóðs­ins „Götu­mynd“:

...

Myndin er hvers­dags­leik­inn í borg­inni. Það er norð­an­vind­ur, kaldur og óþægi­leg­ur. „Mávager“ á lofti og „leik­skóla­börn“ á gang­stétt­inni, tveir hópar hvor í sínum heimi, en báðir í norð­an­vind­in­um.

Allt í einu birt­ist loka­ljóð­lín­an: Þau hafa „ein­hyrn­ing­inn í band­i“. Sjálf­sagt er hér um leik­fang að ræða. En þetta minnir á ýmsar ævin­týra- og barna­sögu­mynd­ir. Ein­hyrn­ing­ur­inn er alkunn­ugt tákn og hefur langa sögu að baki frá mið­öld­um, tákn fyll­ingar von­anna og líka tákn sjálfs Frels­ar­ans. Hér fyllist ljóðið af fram­tíð og von.

Eyþór Árna­son segir svo í upp­hafi ljóðs­ins ,„Sum­arást“:

...

Hér er hreyfi­mynd í minn­ing­unni. „Vor­sól­in“ er hluti fyrir heild umhverf­is­ins með sumar í vænd­um. Og „þú kom­st“ eins og forn-grísk goð­vera með „fi­slétt ský“ einmitt „undir ilj­un­um“. Og þannig brunar „þú“ um loftin óháð nátt­úru­lög­mál­um, goð eða gyðja sum­arást­ar­inn­ar. Hreyfi­myndin iðar „fi­slétt“, mótuð af yndi og gleði.

Vor­sólin er alkunn­ugt tákn, ekki síst á norð­ur­slóð­um, tákn lífs, end­ur­reisnar og vona. Vor­sólin stýrir fögn­uði og gleði þegar „þú kom­st“. Er þetta þá ljóð­mynd af ást­inni?

Sig­mundur Ernir Rún­ars­son kveður í upp­hafi ljóðs­ins „Fram“:

...

Myndin er kyrr og sýnir ein­falda athöfn. „Ný birta“ morg­uns­ins er sígilt stef og tákn. Og ljóð­mæl­and­inn „teygir fing­urna út“. Lík­lega er það von­gleði og fögn­uð­ur. Birtan virð­ist því áþreif­an­leg og eins er „dag­ur­inn“ að það má taka „hand­fylli“ í greip sína. Kjarna­orðið er „ósagð­ur“ dag­ur. Dag­ur­inn er ekki aðeins í sköp­un, heldur er ekk­ert enn af honum sagt. Hér er óvíst um fram­tíð­ina en hún er full af vænt­ingum og tæki­fær­um.

Hljóm­fall er jafnt og fellur vel að þáttum mynd­lýs­ing­ar­inn­ar. Aðal­lega sker loka­ljóð­línan sig úr og hæfir það nið­ur­lag­inu.

Kristín Eiríks­dóttir yrkir í upp­hafs­er­indi ljóðs­ins „kæri bréf­rit­ari 2“:

...

Ljóð­mæl­andi og mót­tak­andi eru í miðju athygl­inn­ar. Ljóðið er kankvís­leg afsök­un­ar­beiðni, fyrir „svona kvik­ind­i“. Orðið „kvik­indi“ er kjarni máls, en samt aðeins „við­bragð“. „Þurrk­uðu blóm­in“ eru tví­ræð mynd. Ann­ars vegar eru slík blóm notuð til minja en hins vegar eru þau ekki lif­andi leng­ur. Hér „vöktu“ blómin „við­bragð­ið“ við þessum „mál­efnum hjart­ans“.

Hljóm­fall er nokkuð jafnt, og ljóð­lín­urnar stytt­ast í síð­ara hlut­an­um, með hrað­ara og stökk­ara hljóm­falli.

Þórður Helga­son kveður í „Sonn­ettu um ára­mót“:

...

Þetta er upp­haf á sonn­ettu sem er einn kunn­asti brag­ar­háttur vest­rænnar ljóð­listar um margra alda skeið. Hér er allt í sam­ræmi við hefð­ir, braglið­ir, hrynj­andi, ljóð­stafir og rím.

Í fyrstu orð­unum er skynd­ing, óvæntur atburður „fyrir ári“ en síðan er við­brögðum lýst. Ljóð­mæl­and­inn lýsir við­brögðum kankvís­lega, en meira að segja „him­inn­inn yfir“ breytir um svip og fær „bjarta og hlýja liti“ fyrir „grá­an“. Það ýtir undir áhrif þessa upp­hafs­er­indis hvernig hugsun og setn­ingar renna á milli yfir ljóð­línur og mynda sam­fellu. Þetta er algengt í sonn­ettum og mótar ljóð­inu sam­fellda hrynj­andi.

Krist­björg F. Stein­gríms­dóttir yrkir í ljóð­inu „Draum­sýn“:

...

Hér er ort að hefð­bundnum hætti, stuðlar, höf­uð­stafur og hátt­bundin hrynj­andi. Ljóð­mæl­andi stígur ekki fram, en sýn er brugðið yfir sjón­sviðið frá horfnu eyði­býli. Sýnin lækkar yfir óslegna sléttu sem bylgj­ast í „vind­sveip­um“. Allt í einu verður hröð hreyf­ing og „blik“ fyrir aug­um. „Hrað­fleygur væng­ur“ er bæði hluti fyrir heild fugls­ins og tákn um hraða hreyf­ingu yfir sjón­svið­ið. Ef til vill er væng­ur­inn og fugl­inn tákn þess að allt hreyf­ist, kem­ur, fer og hverf­ur.

Gyrðir Elí­as­son kveður svo að orði í upp­hafi ljóðs­ins „Dagar koma (2)“:

...

Spretta, gróð­ur, líf er í inn­taki ljóðs­ins. Dag­arnir eru jarð­vegur og jurt­ir. Þetta er tjáð fyr­ir­vara­laust. Orðin „góðu“ í 2. ljóð­línu og „gott“ í 7. ljóð­línu kall­ast á. Vonin verður þunga­miðja og hún mið­ast við „eitt­hvað gott“. Skáldið við­ur­kennir að hafa sjálft „smíð­að“ kass­ann og opnar þannig skiln­ing á því að þetta ger­ist allt í hug­skoti þess.

Ljóð­lín­urnar eru stutt­ar, en þær mynda sam­felldan hljóm og nokkuð hraða hrynj­andi. Ljóð­línu­skipti sýna hvernig setn­ingu og merk­ingu er haldið með yfir­stigi áfram yfir í næstu ljóð­línu. Og á nokkrum stöðum er áherslu­létt orð í línu­lok og þá er jafn­framt dregið fram áherslu­orð í upp­hafi næstu ljóð­línu, eftir hljóð­dvöl í fram­sögn, og mynda þannig líð­andi spennu.

Eyrún Ósk Jóns­dóttir tekur til máls í upp­hafi ljóðs­ins „Tjaldið frá“:

...

Framan af er hljóm­fallið líð­andi en verður stökk­ara um mið­bik erind­is­ins og ítrekar það sem þar seg­ir. Í síð­ara hluta verður hljóm­fallið jafnt og fellur vel að merk­ingu og setn­ing­ar­hlut­um.

Það er hæðni í lýs­ing­unni: „geti gengið aft­ur“, og að „sort­inn“ öðlist „fag­ur­fræði­legt gild­i“. Hér geta lyk­il­orðin verið „and­i“, „sorti“ og loks „gild­i“. Leiðin að mark­inu er „leik­hús“ og það ætti að standa í „kirkju­garð­in­um“. Þar getur þá orðið „end­ur­sköp­un“ til að „gefa“ „fag­ur­fræði­legt gild­i“. Hér notar skáld­konan fræði­leg orð í tví­sæi­legum („írónískum“) háðs­legum til­gangi. Eða ef til vill leit­ast hún við að ýta sjálfri sér frá ljóð­mynd­inni og láta hana standa a eigin for­send­um.

Aðal­steinn Ásberg Sig­urðs­son yrkir í upp­hafi ljóðs­ins „Sum­ar­sveifla“:

...

Myndin minnir á stillu á kaldri vetr­ar­nótt. Lík­leg­ast er hér vikið að norð­ur­ljósum, vegna þess að „næt­ur­ský“ eru nefnd en ekki kvöld­ský. Him­in­hvelið er dregið til manns­ins því að skýin eru „sæng­ur­voð­ir“. Þannig sam­ein­ast ómæl­is­geimur himna og nær­heimur mann­ver­unn­ar. Og ljóð­mæl­and­inn horfir til „norð­ur­him­ins“, en þannig fær ljóð­myndin á sig enn skýr­ari frostrós­ar­blæ, kristöllun í kaldri stillu.

Hljóm­fallið er alveg sam­kvæmt efn­inu, og ljóð­stafir eru í tveimur síð­ari ljóð­lín­un­um.

*

Þessi dæmi eru aðeins upp­höf og birta engan veg­inn allt ljóð­ið, það and­ríki sem skáldið hefur lagt í ljóðið í heild. Hér er myndum víð­ast brugðið upp, og bent skal á hve afmark­aðar þessar atviks­myndir eru og hve ein­stök orð bæta við eða auka inn í hverja mynd. Athug­ull les­andi sér að hvert ein­asta orð og tengsl orða hafa merk­ing­ar­gildi. Hér er móð­ur­málið lita­spjald, pens­il­skúfur og fjað­ur­penni. Og skipt­ing í brag­línur vekur athygli á örstuttu hiki, hljóð­dvöl, og áherslu fremst eða næst­fremst í næstu brag­línu. Hljóm­liðir máls­ins verka greini­lega. Þannig mynd­ast sér­stæður seimur í hljómi máls­ins þegar ljóð er sagt fram upp­hátt.

Það skiptir máli hve fyr­ir­vara­laust sum skáldin slá skyn­þáttum og sjón­brotum saman sem eru óvænt eða óskyld, jafn­vel and­stæð venju­legri lífs­reynslu. Þannig leika hug­mynd­ir, skyn­myndir og lýsi­myndir sam­an. Með þessu er athygli les­and­ans vakin á nýstár­legri skynjun og hann leiddur að óvæntri reynslu.

Auglýsing

III

Ljóð eru móð­ur­mál sem miðlað er með sér­stökum hætti og greini­lega öðru­vísi en við aðrar aðstæður eða til­efni. Í önd­verðu var ljóð­listin seið­ur, ekki aðgreind frá söng­list­inni eða frá trú, töfrum og galdri. Hún var talin opin­berun og inn­blástur af guð­legum toga. Bók­mennta- og hug­mynda­saga þjóð­anna ítrekar gildi ljóð­list­ar. Vitnað er til ljóða og fundnir orðs­kvið­ir, heil­ræði, lífs­skoð­un, spá­manns­orð og speki­mál. Farið er með ljóð á gleði­stund­um, sorg­ar­stund­um, hátíð­ar­stund­um, bar­áttu­stund­um. Á örlaga­stund grípa menn til ljóða, og til­finn­ingar sínar vilja menn klæða í ljóð­mál eða hafa yfir ljóð ann­arra til að tjá hug sinn þegar mikið liggur við. Og þeir sem hafa gengið ljóð­list­inni á hönd eiga hljóðar ynd­is­stundir með kvæða­kver í hendi.

Ljóð­listin á stað­fasta hópa áhuga­fólks. Þetta fólk grein­ist eftir smekk, aldri, lífs­reynslu og lífs­skoðun en er á einu máli um nauð­syn ljóð­listar til þrosk­unar og göfg­un­ar, til þess að móta mannúð og mennsku. Hér eru orðin „mann­úð“, „mennska“ og „göfg­un“ ekki notuð af létt­úð. Og ljóða­gerð höfðar þannig til sumra kvenna og karla að þau fara sjálf að tjá sig með ljóð­máli.

Það hlýtur að skipta máli að reynt verði að kynna ljóð­list­ina fólki og þar á meðal ungu fólki. Og ljóð­listin verður ekki kynnt án þess að eitt­hvað fljóti með af þeim ljóðum sem eru ný og til­heyra líð­andi stund. Því má halda fram að mestu varði um kynn­ingu á nýrri ljóða­gerð lif­andi skálda, því að hér brennur eldur líð­andi stund­ar.

*

Les­andi spyr ann­ars veg­ar: Um hvað er skáldið að tala, hvert er umræðu­efn­ið? Hins vegar spyr hann: Við hvern eða hverja er skáldið að tala? Eftir fyrstu skoðun svara leita nýjar spurnir á les­and­ann: Hver er ætlun skálds­ins með ljóð­inu? Eru í ljóð­inu ein­hver stef sem vísa út lengra og kveikja ein­hverjar hug­renn­ingar innra með mér?

Kunn meg­in­stef ljóða eru: − Hug­blær á and­ar­taki, − Skynjun og hug­hrif, − Ein­tal og íhug­un, − Ást­in, − Óskir og draumar, − Sorg og gleði, − Yndi og sárs­auki, − Lífið og dauð­inn, − Guð, − Mann­veran á jörð­unni, − Stormar í mann­lífi, − Sýnir og hug­sjón­ir, − Ávarp og boð­skap­ur... Og einn algeng­asti tján­ing­ar­háttur ljóðs­ins er að upp er brugðið mynd sem sýnir afmarkað atvik og aðstöðu, óskir eða reynslu. End­ur­lestur og umhugsun leiða les­and­ann til þeirrar skynj­unar að hér er eitt­hvað meira und­ir. Ýmist er hér kyrr­mynd eða færi­mynd yfir vítt svið eða hreyfi­mynd með breyt­ingum eða atburða­rás. Þegar vel tekst finnur les­and­inn að hér er skír­skotað miklu víð­ara og slegnir hljómar sem eiga end­uróm í eigin vit­und og und­ir­vit­und hans sjálfs.

Sumt í þessu er vit­rænt og skilj­an­legt, jafn­vel opin­skátt. Annað er margrætt eða órætt, þreif­andi, dul­ar­fullt, jafn­vel með óskilj­an­legum hætti og hnekkir sér­hverri til­raun til skil­grein­ing­ar. Í ljóð­mál­inu finn­ast grun­kveikjur sem örva ímynd­un­ar­afl les­and­ans eins og und­ir­alda, kveikja upp í með­vit­und og und­ir­vit­und hans. Í ljóð­list­inni finnur mann­veran útrás og tján­ing­ar­leið sem umfram aðrar leiðir afhjúpar skáldið sjálft, inni­leg­ari og einka­leg­ari, nær­göng­ulli, heit­ari og ein­læg­ari en önnur tján­ing mann­ver­unn­ar. Og með þess­ari afhjúpun kveikir ljóðið end­uróm í les­and­anum og nær inn í sál­ar­djúp les­and­ans. Mann­veran mætir sjálfri sér í ljóð­inu og tendrar mennsku sína upp í heitan blak­andi kyndil.

*

Mörg ljóð eru til­raunir sem ekki hafa tek­ist. En umsvifa­mikil ljóða­gerð margra og almennur áhugi er nauð­syn­legur jarð­vegur og gróð­ur­um­hverfi árang­urs, jafn­vel þótt aðeins fá skáld nái „mestu hæð­u­m“. Hér verður ekki rætt um „gæða­kröf­ur“, en hér er fjallað um ljóð sem geta full­nægt kröfu les­and­ans um áhuga­verða lestr­ar­reynslu.

Lík­lega er ekki til nein almenn skil­grein­ing ljóðs, − nema þá svo almenn að hún er útvötn­uð. Ljóðið er lif­andi veru­leiki mennskunn­ar, og mennskan er iða og lætur aldrei loka sig í skil­grein­ingu. Reyndar þekk­ist sú til­gáta að ljóðið sé líf­vera, við­kvæm líf­vera. Sum ljóð eru opin­ská og útleitin og birta skír­skot­anir til mann­lífs og bar­áttu, menn­ing­ar, umhverfis og sam­fé­lags. Önnur eru leynd­ar­full og inn í sig. Sum ljóð eru feg­urð­ar­nautn og yndist­ján­ing. Mörg ljóð eru eigin full­mót­aður veru­leiki, full­nægur sjálfum sér, og þaðan sér jafn­vel til margra átta. Sum ljóð eru almenns efnis og önnur eru einka­leg. Sum eru brýn­ing og boð­skapur eða hæg­látar hug­leið­ingar eða hvís­landi leit. Þau tjá ólg­andi kenndir og lygna ró. Þau tjá sárs­auka, þunga alvöru, eða glettni og fögn­uð. Þau tjá hug­hrif og skynj­anir í þög­ulli ein­veru. Þau draga víða skírskotun í eina greip og magna and­ar­takið meit­l­aðri merk­ingu og lífgæfum hug­hrif­um.

Sum ljóð verka líkt dulúð­ugum laun­helgum en önnur hrífa les­anda heitri sann­fær­ingu í brýnum boð­skap. Í sumum ljóðum birt­ist hneigð til að kveikja spurn, grun eða til­gátu án þess að veita vís­bend­ingar að vit­rænu svari. Þá miða þau frekar að því að vekja hug­hrif eða miðla hug­blæ. End­ur­tek­inn nær-­lest­ur, nákvæmn­is­lest­ur, leiðir hug les­and­ans inn í nýstár­lega kima og víð­erni ljóð­anna.

Auglýsing

Alkunn­ugt ein­kenni margra nútímaljóða er að skáldið virð­ist vilja koma les­and­anum að óvörum og ögra honum með nýstár­legri tján­ingu. Af þessum sökum virð­ast mörg nútímaljóð óað­gengi­leg og ill­skilj­an­leg við fyrsta lest­ur. Reynsla ljóða­vina er sú að ný og dýpri skynjun og skiln­ingur koma í ljós við end­ur­lestur og nær-­lest­ur. Ýmis dæmi eru um tví­sæi („írón­íu“), gjarnan á óvæntum stað og með þeim hætti að les­andi getur líka með­tekið ljóð­málið án þeirrar fjar­lægðar sem háð eða tví­sæi veit­ir. Mörg nútíma­skáld leggja sig fram um að koma les­anda á óvart, ögra venju­bund­inni skynjun og við­horf­um, setja fram vog­aðar sam­setn­ingar og þver­sagn­ir, stundum í hálf­gerðum hálf­kær­ingi en oftar í alvöru sem virð­ist fyrst öfgar eða jafn­vel sund­ur­laus fárán­leiki. Ljóða­vinum ber saman um að það veitir mikið lestr­ar­yndi að takast á við þessar ögr­an­ir, lesa sig inn í sér­-heim ljóðs­ins og með­taka hug­hrifin, grun­kveikj­urnar og ljóð­mynd­irnar úr brot­unum og því sem oft virð­ist í fyrstu töfraðar afkára­lýs­ing­ar.

Á löngum tíma­skeiðum var það metn­að­ar­mál, við­ur­kenndur smekkur og „gæða­trygg­ing“ að skáldin fet­uðu nákvæm­lega í spor fyrri skálda­kyn­slóða, í orða­forða, efn­isvali, brag­ar­háttum og allri fram­setn­ingu. Önnur tíma­skeið hafa metið önnur við­horf, og sumar kyn­slóðir hafa lagt áherslu á nýmæli og óvænta tján­ingu. Á umbrota­tímum hefur það gerst að ljóð­listin öðlist alþýðu­hylli, og bar­áttu­söngv­ar, hug­sjóna­kvæði og ætt­jarð­ar­ljóð hafa hljó­mað um sam­fé­lög­in. Á öðrum tímum hefur ljóð­listin þok­ast til hliðar og úr alfara­leið. Nú á dögum þykir nokkru varða að skáldið komi les­anda á óvart, við­hafi til­raunir í fram­setn­ingu og efn­is­með­ferð og gjarnan að skáldið ögri les­and­anum og hristi upp í hon­um. Og ólíkt því sem löngum tíðk­að­ist forðum nýta ljóð­skáld nútím­ans ekki sér­stakt skálda­mál, heldur mjög gjarnan hvers­dags­legt orð­færi.

Jafn­framt þykir ágætt í ljóðum að vís­anir séu til sögu­legrar og menn­ing­ar­legrar þekk­ingar á merk­ing­ar­um­taki orða, orða­sam­banda og ljóð­mynda. Merk­ing­ar­um­tak er það merk­ing­ar­svið og þau hug­renn­inga­tengsl sem orð eða orða­sam­band hefur öðl­ast í mál­sam­fé­lag­inu og sögu þess. Í merk­ing­ar­um­taki eru iðu­lega ljós eða óljós tengsl við atburði og menn, lífs og liðna, og við kunn rit­verk eða ummæli, lífs­skoð­an­ir, sagna­þræði, siða­boð­skap eða trú­ar­kenn­ing­ar. Sumt í þessu er aðgengi­legt lang­flestum um hæl, en annað er sjald­þekkt og jafn­vel skyggt vís­vit­andi.

Mynd­mál í víðum skiln­ingi er ráð­andi tján­ing í ljóð­um. Fyr­ir­brigði eru borin saman með við­lík­ingu eða mynd­hverf­ingu. Í mynd­hverf­ingu eru aðgreind merk­ing­ar­svið færð saman með mynd­rænum hætti. End­ur­tekn­ingar og merk­ing­ar­bær til­brigði þeirra sjást víða. Mjög víða í ljóðum er dauðum hlutum fengið líf, kenndir og vilji, með líf­gerv­ingu eða mann­gerv­ingu. Lands­lag og veður lifna við, bera mann­nlegan svip, og jurtir og dýr hugsa, tala og finna til sem mann­ver­ur. Og end­ur­tek­inn nær­lestur leiðir grun­kveikjur fram. Í mörgum ljóðum er vís­að, stundum dulið eða óvænt, til almennra tákna sem vekja hug­renn­inga­tengsl í vit­und les­anda.

Í nútímaljóðum er víða við­leitni til að lýsa fyr­ir­bærum líkt sem hlut­lægt væri, stilla þeim upp sem mynd, ýmist hreyfðri eða ekki, með ytra yfir­bragði raunæ­is. Þá er skáldið að greina skynjun sína, hug­leiða hana, fága og tjá hana í ljóð­inu, jafn­vel með grun­kveikju eða vísun til víð­tæk­ari hug­renn­inga og veru­leika. Og í nútímaljóðum birt­ast víða hik­andi merk­ing­ar­leit­ir, gjarnan margræðar eða óræð­ar. All­mörg dæmi eru þess að hug­hrif af skynjun birt­ast í ljóði beint og án skýr­ing­ar, frekar en lýsandi orð um skynj­un­ina. Í þessu verða þá gjarnan óvænt skyn­svið í tján­ingu sem ætlað er að verða milli­liða­laus: skynj­unin sjálf og tján­ing hennar en ekki með umsögn eða ytri lýs­ingu. End­ur­tek­inn nær­lestur opnar les­and­anum smáum skrefum sýn yfir mikil víð­erni.

Ein lífseig­asta skýr­ing á skáld­skap, runnin einkum frá forn-gríska spek­ingnum Aristótel­esi, er að skáld­skapur sé eft­ir­lík­ing veru­leika. En í skáld­skap er ein­hver við­auki sem ekki er aðeins við­taka skáld­hug­ar­ins af umhverfi sínu. Þessi við­auki er hvorki fyr­ir­sjá­an­legur né alltaf skýr­an­leg­ur, og þegar vel tekst til er hér óvæntur skyndi­legur gneisti, sköp­un. End­ur­tek­inn nær­lestur þjálfaðs ljóða­les­anda er ekki síst leitin að þessum gneista í ljóð­inu, leitin að þess­ari sköp­un, að því sem skáld­hug­ur­inn hefur bætt við af sjálfum sér, skapað og lagt inn í ljóð­ið.

IV

Hér verða sýnd nokkur dæmi um nútímaljóð. Eins og framar er val tak­markað við nokkur síð­ustu ár til og með 2019 og við mjög stutt ljóð. Fyr­ir­varar sem framar eru nefndir eiga einnig við áfram. Valið er háð smekk og aðstæð­um, jafn­vel svo­lítið handa­hófs­kennt, og verður les­andi enn að taka vilj­ann fyrir verk­ið.

*

Stein­unn Sig­urð­ar­dóttir kveður í ljóð­inu „Í duft­ið“:

...

Hér er ort um „Hinn Hvíta og Blá­hvíta“, „Til­hlökk­un­ar­jökul­inn, hátíð­ar­jökul­inn“. Jök­ull­inn er hrein­leiki og heiði. Orðið „blá­hvít­ur“ hefur líka skirskotun til þjóð­frels­is­bar­áttu Íslend­inga. Jök­ull­inn er feg­urð­in, hrein­leik­inn, ósnortin víð­erni. En núna eru „augun í mér“ ekki þreytt heldur „þreytu­þrung­in“ að fylgj­ast með „dimm­unni“ sigra og að sjá „kol­aða hauga von­brigð­anna“. Þegar jök­ull­inn hopar standa þessir haugar kol-lit­aðir eft­ir. „Haugar von­brigða“ er mynd­hverf­ing, kenn­ing, og röð mynd­lýs­inga hér minnir á það sem forðum var nefnt nýgerv­ingar í ljóð­um. Hér var til­hlökkun og hátíð undir „fjalli snjó­hvítra rósa“ en nú eru hér von­brigði í haugum þegar „ís­gljá­inn fellur í duft­ið“.

Þess­ari mynd er brugðið upp með sterkum drátt­um. En í lokin er annarri birtu brugðið yfir svið­ið: „Æsku­mynd­in“ var „und­rið“ „upp­mál­að“ og þá var það „ei­líf­t“. Þá trúðum við á var­an­leika í „fjalli snjó­hvítra rósa“. Þá var lífið til­hlökkun og hátíð, en nú ráða von­brigð­in.

Myndin hefst á „aug­unum í mér“ og þannig er vit­und ljóð­mæl­and­ans þegar í for­grunni. Ljóðið lýsir von­brigðum og ósigri, en ljóð­mæl­and­inn sam­samar sig ósigri jök­uls­ins. Hljóm­fallið er jafnt, en hrað­ast nokkuð er á líð­ur, með styttri ljóð­lín­um. Athygli vekur að skáldið notar aukin línu­bil, en það bendir til þess að miðað sé við greini­legar hljóð­dvalir og þungar áherslur í flutn­ingi.

Ljóðið lýsir ekki bjart­sýni, jafn­vel þótt end­ur­minn­ingin bregði björtu skini yfir það and­stætt von­brigð­un­um. Og ljóðið fjallar um umhverf­is­mál og land­vernd og á greini­legt erindi við sam­tíð­ina.

Berg­þóra Snæ­björns­dóttir segir svo í erindi sem bæði má telja til ljóða­flokks en einnig sem sér­stakt ljóð:

ljod_15.png

Upp­haf­s­ljóð­lína og loka­lína mynda ramma, eru lengri en hinar og hafa báðar sam­bæri­legt hljóm­fall aðgreint frá hin­um. Hinar eru upp­taln­ing þess sem veldur ótta: mannýg rán­dýr og ofurefli vöðva­mátt­ar, en síðan skyndi­lega á hinn bóg­inn: „mjúkir lófar“. Þessir lófar kunna að vera tál­sýn eða blekk­ing. Ekki liggur fyrir hvort Flór­ída ótt­ast dauða sinn í loka­ljóð­lín­unni eða að týn­ast ósjálf­bjarga „svo dögum skipt­ir“ og finn­ast þá ekki fyrr en eftir langar leit­ir.

Skil milli fyrstu og ann­arrar ljóð­línu eru vænt­an­lega ákvörðuð til að leggja sér­staka áherslu á orðið „hvæsand­i“.

Sjón kveður í ljóð­inu „Grá­spörvatal“:

...

Hér vefur skáldið nokkrar myndir sam­an. Ein sýnir smá­fugl­ana við alkunna höll á Spáni. Önnur sýnir ljóð­mæl­and­ann að skrift­um. Í þriðju mynd­inni finnur ljóð­mæl­and­inn fyrir „vofu“ spænska skálds­ins. Í lokin ber síðan tvær leift­ur­myndir fyr­ir, eins og stað­fest­ingu eða áherð­ingu meg­in­boð­unar ljóðs­ins. Hrynj­andin er létt og jöfn, en upp­haf­s­ljóð­lín­urnar eru nokkru lengri en hinar og veita þeim afmarkað upp­haf.

Fyrst er myndin kyrr í hlýju næði. Skor­dýrin þyrp­ast að ljós­inu sem nær þá valdi á smá­fugl­un­um. Þetta er kyrra­lífs­mynd af umhverfi ljóð­mæl­and­ans í húsi eins fræg­asta ljóð­skálds Spán­ar. Í annarri mynd­inni verður sjón­sviðið nær­geng­ara og bein­ist að ljóð­mæl­and­an­um. Fugl­arn­ir, ljóna­brunn­ur­inn, vof­an, mána­skin­ið, dauða­stundin og næt­ur­ljóðin kalla fram vís­anir í ljóð­heim spænska ljóð­skálds­ins. Vofa spænska skálds­ins umlykur ljóð­mæl­and­ann. Hún verður „líkt og mána­skin“ og hrífur hjarta ljóð­mæl­and­ans.

Hér kemur til­finn­ing og hjart­sláttur inn í ljóð­ið. Ljóð­mæl­and­inn, mann­ver­an, dregur athygl­ina að sér. En mynd­inni er skyndi­lega beint að dauða­stund spörvanna, smá­fugl­anna frá upp­hafi ljóðs­ins. Hér eru mynd­irnar áfram ofnar sam­an. Eftir hljóð­dvöl verða „næt­ur­ljóð“ „heitu­st“ sem ályktun eða nið­ur­staða ljóðs­ins, og þannig eru mann­legar kennd­ir, mann­ver­an, kjarni máls­ins. Og hér er líka ómur frá spænska ljóð­skáld­inu. Mána­skinið frá spænska skáld­inu teng­ist „brenn­andi“ ljós­inu og „hrað­ari“ hjartslætti, og í lokin verður séð að ljóðið er næt­ur­ljóð hlaðið heitum kenndum og skynj­un.

Guð­rún Hann­es­dóttir yrkir í ljóð­inu „Vetr­ar­söng­ur“:

...

Hér er söng­ur­inn „silf­ur­skær“ og tekur það yfir­bragð af „botn­frosnum smátjörn­um“. Hér er þannig blandað saman skynjun auga og eyra og mynduð ný og óvænt heild. Tvær fyrri ljóð­línur upp­hafs­er­ind­is­ins mynda saman hljóm­fall, en loka­ljóð­línan slær lokin undir með þungri áherslu, kjarna­orði mynd­lýs­ing­ar­inn­ar. „S“ í upp­hafi orða mynda ljóð­stafi.

En hér er ekki aðeins blandað saman skiln­ing­ar­vit­um, heldur er hér líka mann­gerv­ing. Hér hafa „smátjarn­ir“ þá mann­legu eig­in­leika að syngja. Nátt­úran lifnar og líf mann­ver­unnar sam­sam­ast henni.

Í mið­er­ind­inu er áfram unnið að sömu mynd, hnit­mið­að. Enn er skiln­ing­ar­vitum bland­að: „berg­mál myrk­urs­ins“. Getur þetta orða­lag talist kenn­ing, að hefð­bundnu mati? En myrkrið nær ekki alla leið til að hindra söng­inn. Og í loka­er­ind­inu er mynd­inni lokað með and­stæðu. Á sumrin „hljómar þar þögn­in“. Enn syngur í tjörn­un­um, með hljómi þagn­ar­inn­ar.

Loka­ljóð­línan er stutt, eins og loka­ljóð­línur fyrri erind­anna, og ber bjarta og fagn­andi nið­ur­stöðu sem vísar í senn til varma og sýn­ar.

Einar Már Guð­munds­son kveður í nafn­lausu ljóði:

...

Hér gætir háðs eða gremju. Er ljóð­mæl­and­inn að kvarta við les­anda, eða er þetta einmitt kími­leg úrlausn við­fangs­efn­is­ins? Ljóðið stígur áfram í léttri hrynj­andi og sam­an­tekin úrlausn birt­ist í loka­ljóð­lín­unni. „Fugl" er vísun til allrar ljóð­listar að fornu og nýju, því að einatt er talað um flug ímynd­un­araflsins, hug­ar­flug, skáld­legt flug, og fleira í þeim anda, og í fornum hug­myndum nor­ræna manna var flug arn­ar­ins þáttur í fyrstu myndun skáld­skap­ar­ins.

Ljóð­myndin er skýr og liggur að veru­legu leyti milli orð­anna, fyr­ir­vara­laus. En les­andi skynjar hana á stund­inni. „Yrkja“ eða „fljúga“, eða er í sam­ræmi við hefð­ina unnt að tala um að yrkja og fljúga í senn, í sömu andrá? En ljóðið fjallar ekki síst um mót­töku­skil­yrði les­and­ans. Gerir hann þá kröfu að „skáld­ið“ sé „fugl“? Eða er les­andi reiðu­bú­inn að víkja slíku frá sér og taka ljóð­inu eins og það er, á for­sendum þess?

Þor­steinn frá Hamri kvað svo í ljóð­inu „Þessi orð og þú“:

...

Er þetta ljóð ef til vill það sem „lengst“ verður kom­ist með „minnst“, fæst orð? Hér er lág­mæltur hvís­landi hljómur eins og forð­ast sé að rjúfa inni­lega þögn, hvíslað á mörkum þagn­ar­inn­ar. Er þetta sam­þjöpp­un, hleðsla, nútímaljóð­listar við hátind?

Hrynj­andin er skýr, létt, hröð, og ljóð­línur afar stutt­ar. Tungu­takið er beint úr töl­uðu máli. Það er íþrótt í fornri merk­ingu orðs­ins að ná áhrifum með slíku tungu­taki. Og í ljóð­inu er létt inn­gróin stuðla­setn­ing, ef hugsað er að orðið „svo“ í 2. ljóð­línu og orðið „þau“ í loka­ljóð­lín­unni beri áherslu eða með­á­herslu.

Atviks­myndin er skýr: Ljóð­mæl­and­inn og skyndi­lega í loka­er­ind­inu birt­ist „þú“. Þriðji þátt­tak­andi í þess­ari ljóð­stund er „þessi orð“. Og þau eru meðal þess sem er „svo margt fal­leg­t“. Hér virð­ist vera vísun til lífs­ins, til­ver­unn­ar. En það eru þá „þessi orð“ sem lyfta feg­urð lífs­ins upp til skynj­un­ar.

Það sem mestu skiptir er að „þú“ segir þessi orð. En lengra út skír­skotar ljóðið til til­vistar mann­ver­unnar almennt og til þeirrar und­ir­stöðu sem mann­legt mál er í lífi okkar allra. Hér fer ekki á milli mála að það eru orðin sem bera ást­ina á milli.

Linda Vil­hjálms­dóttir yrkir í nafn­lausu upp­hafs­er­indi ljóða­bók­ar:

ljod_20.png

Það er gremju- eða hæðni­broddur í ljóð­inu. Hér eru ýmis orð sem veita mynd­inni óvænta mið­un: „misvæn­ar“, „snjó­köggla á kviðn­um“ vísa til sauð­fjár. Þannig umhverf­ist myndin og fær nýja vídd. Myndin verður mynd­hverf­ing, öðl­ast nýstár­legt aðdrátt­ar­afl og kveikir umhugs­un. Er þetta nið­ur­læg­ing? Eða er hér ein­fald­lega líf­ræn sam­svör­un? En „stilla okkur upp“ og „köllum sam­an“ bendir til þess að ein­hver stjórnun sé yfir þessu. Eru hér mátt­laus fórn­ar­lömb? Og „snjó­köggl­arn­ir“ vekja hugsun um lið­inn vet­ur, jafn­vel erf­iðan og snjó­þung­an.

Auglýsing

„Fjall­kona“ er sögu­legt íslenskt tákn og á virðu­lega sögu með háleitum hug­renn­inga­tengsl­um. Er hér stað­fest­ing á þessu eða afnám þess og læg­ing? Ljóðið vísar greini­lega til jafn­rétt­is­mála kynj­anna.

Guð­mundur Andri Thors­son yrkir í nafn­lausu ljóði:

...

Hér er ort í knöppu hnit­mið­uðu ljóð­formi. Ljóðið er hæka, „haiku“, sem er forn jap­anskur brag­ar­hátt­ur, hlaut nafn sitt fyrir rúmri öld og hefur orðið vin­sæll á Vest­ur­lönd­um. Brag­ar­hátt­ur­inn mið­ast við að atkvæði í ljóð­línum séu í þess­ari röð: 5 + 7 + 5. Í hverri hæku á líka að vera sér­stakt skipti­orð, „kireji“ sem markar ein­hvers konar skipt­ingu í vís­unni (minnir á „caes­ura“ í vest­rænni ljóð­list). Hér má vera að skiptin séu við orðið „hljóm­ar“. Jap­anska hefð hækunnar gerir ráð fyrir að jafnan sé vísað til umhverf­is, árs­tíð­ar, veð­ur­fars eða lands­lags með ein­hverjum hætti sem birtir veru manns­ins í þeirri heild. Vísan er sjálf­stætt ljóð­verk, en um leið hluti af perlu­festi sem hæk­urnar mynda í bók­inni.

Ljóð­myndin vaggar mjúk­lega á bárum hafs­ins „án strits“, án eigin fyr­ir­hafnar því að „al­vald­ið“ veldur hreyf­ing­unni. Hafið er oft og víða áhrifa­mikið tákn, meðal ann­ars einmitt um „al­vald­ið“ en hér er „ym­ur“ þess sam­hljóða „al­vald­in­u“. Í stök­unni eru ljóð­stafir: „hafi“ og „hljóm­ar“ og í loka­ljóð­lín­unni: „starfar“, „strits“.

Gerður Kristný kveður svo í ljóð­inu „Iktsu­ar­pok“:

...

Hér er dimm og sorg­leg mynd. Vísað er til sagna um dysjar og óvirðu­lega með­ferð lát­inna umkomu­leys­ingja á liðnum öld­um. Upp­hafs­orðin gefa tón: löng dvöl. Myndin er kyrr og vísar til dauða: „Dys“, „heygð“. Er „hund­ur“ hér virð­ing­ar­orð eða nið­ur­læg­ing­ar­orð? Og hver er „eig­and­i“? Hér er „ég“ eins og „hund­ur“ hjá „eig­anda“. Athygli vekur að „heygð“ er ekki í almennu opnu mál­fræð­i-karl­kyni heldur í kven­kyni. Er það vís­bend­ing um veru­leika sem skáldið vill einmitt birta, ófrelsi eða kúgun kvenna?

Hljóm­fall er fremur hratt, í mjög stuttum ljóð­lín­um. Í báðum erindum er stuðla­setn­ing, í 2. og 3. línu fyrra erindis og 1. og 2. línu síð­ara erind­is.

Fríða Ísberg kveður í ljóð­inu „Grótta“:

...

Hér er komið að Gróttu, eyj­unni með garg­andi „kríu­varp“ og „há­flóð“ sem hylur grand­ann og bannar för um stund. Konan í ljóð­mynd­inni er full trega. Hún reynir að varpa minn­ingum sínum út á haf­ið, fleyta þeim burt. En þær fljúga ekki eins og stein­völ­ur, og „hún“ kastar þeim „af trega“ eins og „kert­u­m“. „Kerti“ verða hér tákn for­tíð­ar­inn­ar, sakn­aðar og trega og jafn­vel með trú­ar­legu ívafi.

Kári Tul­inius yrkir í ljóð­inu „Út­þrá“:

...

Í fyrstu er hér jörðin sjálf kölluð til vitn­is, í mynd sem vísar til hnatt­ar­ins alls. Hér magn­ast mynd­in, og átt­irnar tíu verða „enda­laust marg­ar“ og vísað er til hreyf­inga jarð­skorpunn­ar. Hljóm­fallið er jafnt og létt, en stytt­ist í slög­unum í síð­ara erind­inu og lýkur með einu sterku álykt­ar­orði. Hér hverfur fjöld­inn og marg­breyti­leik­inn og öll tæki­færin sem í þessu fel­ast. Þegar átt­irnar eru ótölu­legar á eyj­unum verður „átt­in“ aðeins „ein“: „burt“. Hugur ljóð­mæl­and­ans hefur eina meg­in­stefnu, útþrána sem er heiti ljóðs­ins.

Bubbi Morthens kveður í stuttu ljóði, „Gagn­sær“:

...

Í þessu stutta ljóði bendir söngvaskáldið á „næf­ur­þunnan papp­ír“. Gefið er í skyn að þetta sé allt við­kvæmt og upp­leys­an­legt. Hér er við­lík­ing „líkt og“, og „papp­ír­inn“ er „skurn“. Vísun í Nýja Testa­mentið gefur ljóð­inu skyndi­lega allt­aðra og víða skírskot­un. Hljóm­fall er hratt og sam­fellt, í mjög stuttum ljóð­lín­um.

V

Eysteinn Þor­valds­son pró­fessor fjall­aði um atóm­skáld­in, en þau voru skálda­hópur eða skálda­kyn­slóð sem stóð fyrir bylt­ingum efnis og forms í íslenskri ljóð­list um mið­bik síð­ustu ald­ar. Hann telur meg­in­ein­kenni þeirra „vanda­samt og þaul­hugsað lík­inga­mál, knappt orð­færi og stundum tor­ræðn­i.“ Og Eysteinn bætir við: „nýt­ing nýrra krafta og túlk­un­ar­hæfi­leika máls­ins og stór­efl­ing mynd­máls­ins“ (1980, 286, 288). Þessi ein­kenni hafa orðið var­an­leg og ein­kenna íslenska ljóð­list enn á nýrri öld.

Skoskur fræði­maður og skáld, Don Pater­son, segir um ljóð­list­ina: „Poetry is just speech placed under a spatiot­emporal con­stra­int, behind which act lies an emotional impul­se: to say somet­hing which will max­im­ise langu­age´s power and density“: Ljóð­listin er ein­fald­lega mann­legt mál hneppt skorðum rýmis og tíma og knúið mætti til­finn­inga, til tján­ingar sem hámarkar áhrif, hleðslu og hnit­miðun máls­ins (2018, 351).

Ljóðið er eigin veru­leiki en ekki aðeins til­vísun til efnis utan þess sjálfs, til hug­ar­á­stands skálds­ins eða ytri atvika. Við leitum skýr­inga og upp­lýs­inga um ævi og þroska­feril skálds­ins og sam­tíma þess, um mynd­lýs­ing­ar, orða­lag, mál­hljóð og hljóm­fall, um merk­ingu og merk­ing­ar­um­tak, vís­anir og skír­skot­an­ir. En ljóðið sjálft, eins og það birtist, verður jafnan við­fangs­efn­ið. Ljóðið stendur sjálft fyrir sínu − og verður að stand­ast slíka kröfu. Jafnt ljóðaunn­endur sem fræði­menn leggja áherslu á þetta.

Ljóðaunn­endur njóta ljóðs á nokkrum stigum í senn, eftir þvi sem hvert ljóð gefur til­efni til. Þeir nema merk­ingu ljóð­mynd­anna, tengja hana umhugs­un­ar­efnum eða mál­efnum ef um slíkar vís­anir er að ræða, og rekja skír­skot­anir ljóðs­ins ennþá lengra, til sístæðrar tákn­unar mann­legra eig­inda, hug­sjóna, vanda­mála, örlaga, lang­ana, eða þrár. Jafn­framt greina þeir hverja mynd ljóðs­ins eins og hún birt­ist út af fyrir sig. Þá til­einka þeir sér ljóð­ið, virða það fyrir sér líkt iðandi mynd­rænum list­grip gerðum af lif­andi mann­legu máli. Og þeir njóta orð­anna og orða­sam­band­anna, mál­hljóð­anna og hljóm­falls­ins, hrynj­and­innar í ljóð­inu.

Banda­ríska ljóð­skáldið Ezra Pound birti þau ummæli að ljóð er „langu­age charged with mean­ing to the utmost possi­ble degree“: tungu­tak hlaðið merk­ingu, þrungið inni­haldi, til ystu kleifra endi­marka (1960, 36). Hér var framar vikið að mynd­rænni tján­ingu í ljóð­um. Þessir þættir fylgja ekki hver á eftir öðrum, heldur eru þeir ein órofa líf­ræn heild, fág­un, merk­ing og mynd, en myndin er merk­ing í ljóð­mál­inu. Og hvert orð og hvert orða­sam­band gegnir hér ómissandi hlut­verki. Þýskur fræði­mað­ur, Hans-Di­eter Gel­fert, orðar það svo að ljóðið er „ein sprachlicher Text in krist­alliner For­m“: krist­allað tungu­tak, móð­ur­málið sem frostrós, krist­all (2016, 11).

Alkunnur leikur í nútímaljóðum er að skáldið mótar hlaðið krist­allað ljóð­mál sitt með ásýnd til­vilj­un­ar, eins og um sé að ræða skyndi­lega til­raun til tján­ingar eða bein­línis til­vilj­un­ar­kennda útrás þótt í mestu hnit­miðun sé.

En ljóðin hafa fleiri ein­kenni. Þau hafa hljóm­fall, fjöl­breyti­legt eins og áður er nefnt. Hljóm­liðir máls­ins vaka og móta ljóð­ið. Vand­aður flutn­ingur ljóðs upp­hátt stað­festir þetta. Áður fylgdu ljóð fast­mót­uðum end­ur­tekn­ingum braglið­anna, með hákveðum og lág­kveð­um, með ljóð­stöfum og rími. Enn er þetta tíðk­að, en lang­flest nútímaljóð fylgja ekki gömlum for­skrift­um. En þau fylgja hljóm­liðum máls­ins með mót­uðum hætti sem myndar hljóm­fall hvers ljóðs. Og í þessu er ýmis­legt sem er ekki síður flókið og áhrifa­ríkt en gamla brag­fræð­in.

Þessu til við­bótar er að nefna ljóð í lausu máli, en í þeim leggur skáldið áherslu á aðra þætti en þá sem tengj­ast sér­stöku hljóm­falli eða ljóð­línu­skiptum eða leikur sér­stak­lega á hljóm­fallið í lausu máli.

Auglýsing

VI

Hér verða enn nokkur dæmi tekin úr nýbirtum ljóð­um, frá sömu árum sem fyrri dæmi og með sömu fyr­ir­vör­um. Enn er hér ekki um neitt „gæða­val“ að ræða. Enn tak­markast valið við stutt ljóð og því ekki yfir­lits­mynd um íslenska ljóða­gerð um þessar mund­ir.

*

Valdi­mar Tóm­as­son kveður í ljóð­inu „Hrunin vetr­ar­virki“:

...

Hrynj­andi er jöfn og létt. Í því er áhersla að næst­síð­asta ljóð­línan er nokkru lengri en hinar næstu, og um leið fær loka­ljóð­línan áleitna áherslu. Ljóð­stafa­setn­ing er hefð­bund­in, og henni til áherslu er orða­röðin í næst­síð­ustu ljóð­lín­unni. Þar fær orðið „lífs­ins“ sterka áherslu­stöðu.

Ljóðið fjallar um „vetr­ar­virki“ í bók­inni „Vetr­ar­land“. En „von“ er ráð­andi afl í ljóð­inu, og „lífs­ins augu glitra“. „Lífs­ins augu“ eru lind­ar­vatnið sem eng­inn vetur sigr­ar. „Glitr­andi von“ er loka­á­hrif­in. Og hér er „ilmur af grasi“ og gróð­ur­inn vekur von­ina. Og hér er ekki hvaða „brún“ sem er, heldur „lind­ar­brún“.

Ljóðið er mjúk­lega og lið­ug­lega kveð­ið, og inn­tak og ljóð­form fall­ast í faðma sem órofa heild.

Þór­unn Jarla Valdi­mars­dóttir mælir í ljóð­inu „... í mána­skin­i“:

...

Hér er mark­verður boð­skapur um „litla leyni­klúbb­inn“, móð­ur­mál­ið. Á þessu hefst ljóðið og því lýkur á hvöt, boð­un: „slíttu ekki grunn­taug­ina“. Í lokin birt­ist hér allt í einu 2. per­sóna en að öðru leyti er ljóðið mynda­sýn­ing og dæmi. Hljóm­fallið er létt og það eru ljóð­stafir í því á nokkrum stöð­um.

Orða­lagið „að heyra litla leyni­klúbbnum til“ er góð­lát­legur úrdrátt­ur, minnk­andi orð sem í raun eykur þunga og áherslu og færir „klúbb­inn“ nær og ofar, ekki laus við hlýtt tví­sæi (írón­íu). Hér er íslenskan sett í önd­vegi, og í lokin er hún „grunn­taug­in“. Skáldið og ljóðið fá ljóma af móð­ur­mál­inu, en um slíkt eru mörg dæmi.

En ljóð­mæl­and­inn verður að kafa nokkuð „djúpt“. Þar er „blámi“, og hann sér „hold­tekj­ur“, en „allt skilur eftir far“. Og hér er nokkuð í húfi: „grunn­taug­ina“ ber að verja og halda henni óslit­inni. Ljóð­mæl­and­inn virð­ist staddur erlend­is, enda ljóða­bókin kennd við Par­ís­ar­borg, og hann hugsar um „leyni­klúbb­inn“, tungu­málið sem aðeins frón­búar geta notað og skil­ið.

Matth­ías Johann­es­sen yrkir ljóðið „Fjallið dregur undir sig“:

...

Hér er fylgt hefð­bundnum brag­reglum um hrynj­andi, bragliði, ljóð­stafi og rím. Ljóðið er afbrigði af sonn­ettu, einum fræg­asta brag­ar­hætti vest­rænnar ljóð­list­ar, og ort af mælsku. Í þessu ljóði er mynda­röð og líf­gerv­ingar móta mynd­irn­ar: lands­lag „lifn­ar“ og verður eins og „minn­ing“, og „þræðir tím­ans slitna“. Frá fyrstu ljóð­línu eru lands­lag­ið, jök­ul­tind­ar, gjóska og aska, tengd lífi ljóð­mæl­and­ans, sam­sömuð honum og hann þeim. Það sem í fyrstu var „lengst í fjar­ska“ verður „gamlar slóð­ir“. Hér er ævi­tím­inn tek­inn saman í örstutta lýs­ingu og tengdur umhverf­inu, gjósk­unni og ösk­unni. Sólin öðl­ast vilja og athafna­getu og „skiptir lit­um“ í fyr­ir­vara­lausri mann­gerv­ingu. Við­lík­ingar tengja liði: „eins og“ tvisvar.

Myndarað­irnar eru hreyfðar og lif­andi. Var­úð, jafn­vel efa, er brugðið upp með orð­unum „hind­ur­vitni“ og „tengslin end­ist illa“. Og and­rúms­loftið virð­ist blandað trega og ævinni líkt við ösku. Þrátt fyrir allt „sprettur þessi gróð­ur“ upp af ösk­unni og leitar „skjóls í henn­i“. En „minn­ing­in“ er „mosa­tó“ og hún mildar þá för sem er trega­blandin og verður „svað­il­för“.

Sig­ur­björg Þrast­ar­dóttir kveður í ljóð­inu „Dýri­læk­ur“:

...

Hér renna mynd­irnar hratt og fyr­ir­vara­laust, skarpar í örfáum drátt­um. Hvað merkir að „fá mér barn“? Er það getn­aður og fæð­ing? Hvað verður um „mann­inn“ hér, eða er hann vilja­laus? Hvað merkið húsið hér? Allt í einu breytir ljóðið um hljóm, yfir­bragð og ákomu þegar húsið er sagt „anga af stálull“.

Barnið „festir sig í fána­lín­um“. Fána­lína vísar til hátíð­leika öðrum þræði. Skemmti­legt er að hér virð­ist vísað í sög­una um „Emil í Katt­holti“ eftir Astrid Lind­gren. Og spurn­ingin vaknar hvort loka­orðið eigi að slá köldu stál­bliki yfir ljóð­ið. Orða­lagið „angar af stálull“ er óvænt sam­still­ing.

Ljóð­línu­skiptin eru athygl­is­verð. Fyrstu og annarri ljóð­línu lýkur hvorri um sig á áherslu­léttu orði: „í“ og „sem“ en næsta ljóð­lína hefst þá eftir stutta hljóð­dvöl á mót­andi áherslu: „fána­lín­um“ og „ang­ar“. En sú til­högun sem skáld­konan velur sýnir að ætl­unin er að ítreka vægi fyrstu orð­anna í annarri og þriðju ljóð­línu. Þetta mótar hljóm­fall­ið.

Þóra Jóns­dóttir bregður upp mynd í örsög­unni „Lands­lag“:

...

Skáld­konan kallar verkið „ör­sögu“ en það hefur öll ein­kenni ljóðs í lausu máli. Hér er skýr ljóð­mynd, stutt atviks­saga, um tengsl mann­veru og jarðar og loks him­ins. Ljóðið er hugsað norðan lands, svo sem vísun til heim­skauts­baugs­ins sýn­ir.

Ljóð­mæl­and­inn finnur að „kraft­ur­inn frá jörð­inni“ tekur að „seytla um hverja taug“. Hér eru mann­gerv­ing­ar: „um­hverfið brost­i“, og „fjöllin kink­uðu koll­i“. För ljóð­mæl­and­ans á vit jarð­ar­innar verður sam­sömun í lokin þegar fjöllin taka ljóð­mæl­and­ann í vin­áttu sína.

Hannes Pét­urs­son bregður upp mynd í ljóð­inu „Í foss­gil­i“:

...

Hér bregður skáldið upp mynd sem verður skýr­ari í nokkrum skrefum og bætir nýjum þáttum við heild­ina.

Hrynj­andi ein­kenn­ist af því að til við­bótar við hljóð­dvöl­ina á mörkum ljóð­lína skipt­ast nokkrar ljóð­línur sér­stak­lega við miðj­una. Hér velur skáldið þann kost, fimm sinn­um, að halda ljóð­lín­unni áfram yfir þessi skipti. Hér verður því ekki sú hljóð­dvöl sem verður í upp­lestri á mótum ljóð­lína, en þó áherslu­skil og hljóð­dvöl inni í ljóð­lín­unni. Við þetta mynd­ast spenna, hrynj­andi sem ítrekar vægi hljóm­liða máls­ins. Upp­lestur ljóðs­ins gefur því áhrifa­mik­inn seim við þessa spennu. Í ljóð­inu er ljóð­stafa­setn­ingu beitt með mjög liprum og virkum hætti, með svip af eddu­kvæða­hefð.

Það er líf­gæf hleðsla í hljóm­liðum ljóðs­ins, ekki síst þar sem ljóð­línur eru skornar við skyndi­leg setn­inga­skil, og í næstu andrá flýtur hugs­unin áfram yfir til næstu ljóð­línu. Slíkt mætti nefna yfir­stig milli ljóð­lína („enjambem­ent“ á erlendu máli). En hér eru kröfur þannig gerðar til mót­töku­skil­yrða les­anda.

Það var „sjálf­um­gleði“ okkar að ímynda okkur sig­ur. „Eng­inn kemst“ þá leið sem ljóðið nefnir í upp­hafi. Í stað þess „stönd­um“ við „í dyn­inum miðj­u­m“. Hér verður fall­hljóð foss­ins meg­in­skynj­un­in: „um­hverfður í dyn“. Hreyf­ingin verður að hljóði. Loks er ferð ljóðs­ins lokið og við erum „hlekkjuð vatn­in­u“. Hvernig verðum við „hlekkjuð vatn­in­u“? „Við“ erum sigruð. Vatnið sigrar „okk­ur“. Vatn er alþekkt meg­in­-­tákn í ljóð­list og hugsun allra þjóða. Er hér lýst örlögum manns­ins? Er hér lýst lífs­metn­aði manns­ins sem hlýtur að ljúka með því að hann hlekkj­ast og vatnið sigr­ar, magn­mesta grunnefni lífs­ins og skil­yrði alls lífs?

Kristín Ómars­dóttir kveður í ljóð­inu „minn­is­flís“:

...

Hér er mann­gerv­ing: „moldin geymir orð“, orðin „þekkja vitj­un­ar­tím­ann“, og orðin “st­inga sér upp úr jörð­inn­i“, en jörðin er „í þess­ari bók“, og þau „sofa í öðrum“ bók­um. Hljóm­fall ljóðs­ins mót­ast framan af við skipti langra og skammra ljóð­lína, en í síð­ari hluta þess snýst þetta við að nokkru. Þessi umskipti ítreka fram­hald efn­is­ins.

Loka­ljóð­línan tekur upp 2. ljóð­lín­una um ólíkar árs­tíð­ir. Þær móta líf sem er gert úr mold­inni, og „tím­inn er naum­ur“. Allt í einu í miðju ljóðs­ins gengur ljóð­mæl­andi fram og hér kemur þá allt í einu, í „naumum tíma“, sið­ferði­leg yrð­ing: „mér ber ...“. Og moldin er upp­haf­ið, sköp­un­ar­efn­ið. Ég er mold, og sagt er: Af moldu ertu kom­in(n). En „mold“ er alkunn­ugt tákn og hefur víð­feðmar skír­skot­an­ir.

Ljóðið hefur víða skírskot­un, til umhverf­is­mála og land­vernd­ar: „þekkja vitj­un­ar­tím­ann“, „Tím­inn er naum­ur“, „mér ber ...“ skylda „að huga að mold­inn­i“, „bregð­ast við ...“

Anton Helgi Jóns­son kveður í „Ljóð­i“:

...

Ljóð­mæl­and­inn sætt­ist hér á tak­mark­anir sínar og það örlar á glettni. Hljóm­fall er jafnt og létt, en víkur frá í næst­síð­ustu ljóð­línu og gefur henni auk­inn þunga. „Til­finn­ingar mín­ar“ eru „far­kost­ur­inn“. Hér er ort um „um­ferð­ar­regl­ur“ til­finn­ing­anna og ljóð­mæl­and­inn við­ur­kennir að hafa „oft“ farið „yfir á rauð­u“. Og þetta er hið eina í ljóð­inu sem er „víst“. Er þetta þá lýs­ing á til­finn­inga­lífi mann­anna? Er þetta lýs­ing á sjálfu mann­eðlinu?

VII

Löng saga til­rauna og nýj­unga liggur að baki ljóð­list­inni eins og hún birt­ist á önd­verðri 21. öld. Íslenskur kveð­skapur var forðum bund­inn hefð­um, og átök þurfti til að nýmóta ljóð­mál Íslend­inga á síð­ustu öld. Gamla ljóð­málið lifir áfram við hlið ann­arra ljóð­forma. En bylt­ingar í ljóð­list­inni birta ný við­horf: Áhersla á nýmæli í stað arf­leifð­ar, leit og til­raunir í stað hefða, nýsköpun í stað fast­heldni.

Þessi saga er alþjóð­leg og verður ekki rakin hér enda yfir­lits­rit fyrir hendi. Sumt í þessum umbrotum í ljóð­list Vest­ur­landa­manna má rekja til 19. ald­ar, en menn­ing­ar­bylt­ingar og stór­slys 20. ald­ar­innar urðu upp­tök, mót­un­ar­um­hverfi og vaxt­ar­grunnur nýrra við­horfa, aðferða, skynj­un­ar, ljóð­tján­ingar og ljóð­forma. Nafn­greind ljóð­skáld í fjöl­menn­ustu mál­sam­fé­lögum koma við þessa sögu. Skáldin leit­uðu nýrrar útrásar við hæfi nýrra menn­ing­ar- og sam­fé­lags­að­stæðna, nýrra von­brigða og nýrra óska­drauma. Nýrrar tján­ingar var leitað með því að brjóta gegn við­teknum strang­leika um hátt­semi í skáld­skap, með því að blanda saman aðgreindum skiln­ing­ar­vitum og með því að velja óljósa eða óræða tján­ingu í stað vits­muna­legrar fram­setn­ing­ar. Og áhersla var lögð á nýstár­legt mynd­mál, sam­þjöppun og hnit­mið­un, og á frjáls­lega hrynj­andi, bylgj­urnar sem hljóm­liðir tungu­máls­ins („ka­densur“ þess) mynda.

Auglýsing

Hér verður þessi saga ekki rakin og ekki vísað til ljóð­skálda, erlendra eða íslenskra, sem brutu ófarnar leiðir á nýlið­inni öld. Á 21. öld­inni má telja álita­mál hvort eða hvernig íslensk ljóð­skáld skynja sjálf sig nú sem íslensk skáld, eða sem nor­ræn eða norð-vest­ur­-­evr­ópsk skáld eða allt í senn. Þá er ekki vísað til skorts á þjóð­ern­is­kennd, heldur til aðstæðna í ver­öld sem markast af sam­eig­in­legri fram­vindu í menn­ingu og list­sköpun margra þjóða. Áhrifa­straum­arnir á líð­andi stund eru opnir til og frá öllum nágranna­þjóðum bæði austan hafs og vest­an. Norð­ur­landa­þjóð­irnar eru að miklu leyti orðnar að sam­eig­in­legum hug­ar­heimi í bók­menntum og skáld­skap, og einnig mál­svæði enskrar, þýskrar og franskrar tungu og jafn­vel spænskrar og ítal­skrar líka. Mál­sam­fé­lögin eru blóma­beð mennsk­unn­ar. Og ómet­an­leg gulla­skrín og fjár­sjóðir eru í gagn­kvæmum tengsl­um, tjá­skipt­um, námi og áhrifa­straumum á milli þeirra.

*

Breski bók­mennta­fræð­ing­ur­inn Maurice Bowra rit­aði um ljóð­skáld sem mót­uðu vest­ræna ljóð­list á fyrra hluta síð­ustu aldar og sagði meðal ann­ars: „They have del­ved into the incr­e­a­sed and comp­lex consci­ous­ness of civi­lised man and found in it mysteries whose real nat­ure can never be con­veyed through the abstract met­hods of sci­ence, whose worth for human life can only be expressed through sym­bol and sug­gestion. They have proved that in the modern world there is still a place for poetry because it does somet­hing that not­hing else can do“: Skáldin hafa kafað inn í vax­andi vit­und og flókið vit­und­ar­líf sið­mennt­aðra manna og fundið þar undur sem aldrei verður skýrt með óhlut­bundnum aðferðum vís­inda, en gildi þessa und­urs verður aðeins tjáð með tákni og grun­kveikju. Skáldin hafa sannað að ljóð­listin á enn erindi í nútím­anum vegna þess að hún fær ein­hverju áorkað sem engin önnur öfl megna (1967, 230).

Tengsl eða sam­eðli hugs­un­ar, skynj­un­ar, vit­undar og mann­legs máls eru sístæð við­fangs­efni. Hér skulu nokkur sígild og við­ur­hluta­mikil umhugs­un­ar­efni nefnd: → Ljóðið og móð­ur­málið ↔ Málið og hugs­unin ↔ Hugs­unin og skynjun mann­ver­unnar ↔ Hugs­un, skynjun og vit­und ↔ Vit­undin og afkimar manns­sál­ar­inn­ar. Um þessi efni hafa spek­ingar og fræði­menn fjallað að fornu og nýju. Og enda­laust ræða menn um: → Fag­urt ↔ Gott ↔ Satt ↔ Rétt − og um and­stæð­urnar og mót­setn­ing­arn­ar. Hér verður ekk­ert þessa rak­ið, en athygli vakin umbúða­laust á nokkrum yrð­ing­um.

Allur skáld­skapur er list­sköpun í mennsku máli. Teg­undir skáld­skapar eru marg­vís­leg­ar. Teg­und­irnar mót­ast af sams konar hvötum og þörfum mann­ver­unn­ar. Og þær svara þessum hvötum og þörfum hver á sinn hátt en stefna að sam­bæri­legu marki. Ljóð­listin birtir mesta sam­þjöpp­un, hnit­mið­un, og mesta hleðslu merk­ingar og mynda, vís­an­ir, hug­hrif og grun­kveikj­ur, og ljóð­listin flytur inni­leg­ustu beina tján­ingu og útrás.

Ljóðið er hlaðið tungu­tak, mennskt mál krist­all­að. Ljóð­listin er ein af virkum upp­sprettu­lindum móð­ur­máls­ins, nær­ist af brunnum máls­ins og end­ur­nærir það aft­ur. Málið er raun­birt­ing hugs­un­ar­inn­ar, hug­renn­inga, kennda og vit­und­ar. Öll skynjun er vituð í mann­legu máli. Og málið er ekki amb­átt hugs­unar og hug­ar, eða áhald eða hús­gagn. Tungu­málið er vald­myndug hús­freyja og bústýra hug­ar­ins, stundum þótta­full og ber búr­lykil hugs­un­ar­inn­ar. Hugsun mann­ver­unnar á sér stað á mennsku máli. Hugs­unin fylgir mál­inu, orða­forða, merk­ing­ar­inntaki og merk­ing­ar­um­taki orða og orða­sam­banda. Hugs­unin er háð orða­forð­an­um, valdi yfir mál­inu og þroska tungu­máls­ins á hverri tíð. Hugs­unin fer svo langt sem málið nær.

Margt er í eðli og lífi mann­ver­unnar sem vit­ræn hugsun nær ekki tökum á: Grun­ur, hug­boð, smekk­ur, hug­hrif og kennd­ir, ástir og hat­ur, hrifn­ing og lotn­ing, trú. Í mörgum ljóðum er graf­ist fyrir um óljósan hug­ar­sveim þrár, lang­ana og vona. Þá sveima óræð boð í og milli orð­anna. Kenndir og til­finn­ingar eru meg­in­efni ljóða. Oft­ast þarf mann­veran að fara ein­hvern veg­inn kringum slíka reynslu ef hún reynir að orða hana, til dæmis með því að bregða myndum upp í orðum og með því að fá stoð í hljómi máls­ins. En slík reynsla er mik­il­vægur efni­viður ljóða, í ljóð­myndum og tákn­um, í grun­kveikjum og vís­un­um, í og milli orð­anna. Og með umfjöllun ljóðs­ins nær mann­veran áttum um þessi efni þegar best læt­ur, og tungu­málið bætir við sig og þroskast um leið. Ljóðið er þá upp­spretta og þroska­lind. Þroski manns­ins, blómi móð­ur­máls­ins og mál­sam­fé­lags­ins dafna af þessu.

Vís­anir og skír­skot­anir í ljóðum eru mis­jafn­lega víð­tækar, og þær eru mis­jafn­lega aug­ljós­ar. Ljóða­yndi er ekki veitt fyr­ir­hafn­ar­laust. Taka má dæmi af les­anda sem skortir orða­forða eða hefur ekki þjálfun í að „sjá“ myndir í máli. Þá skynjar hann gárur á yfir­borði en finnur varla fyrir undir­öldu eða djúp­straum­um. Og vissu­lega er til­finn­ing fyrir merk­ing­ar­um­taki orða og orða­sam­banda for­senda þess að les­andi skynji skír­skot­an­ir, tákn eða lærðar vís­an­ir. Margt af þessu er menn­ing­ar­lega og sögu­lega skil­yrt í sam­fé­lagi skálds­ins, jafn­vel löng menn­ing­ar­saga sem mótar merk­ing­ar­um­tak­ið. Við­kynn­ingu við allt þetta þarf til þess að les­andi njóti ljóðs­ins að fullu.

Mót­töku­skil­yrði þurfa að vera fyrir hendi í hug­skoti les­anda. Næm­leiki les­anda, ljóð­læsi, mynd­ast af ljóða­lestri sem var­an­legri þjálfun, af miklum orða­forða, valdi á tungu­mál­inu og dreifðum vís­unum þess í mál­sam­fé­lagi skálds­ins og ljóða­les­and­ans.

Við ljóða­lestur fær les­and­inn sýn um mann­heima og hug­ar­heima, finnur end­ur­óma, berg­mál og sam­hljóm djúpt innra með sér, kynn­ist sjálfum sér betur en áður og mennska hans eflist og þroskast.

VIII

Taka má saman að lok­um:

 • Ljóðið er, beint eða óbeint, ein­læg og inni­leg tján­ing eða útrás, hnit­mið­uð, sam­þjöppuð og oft fáguð, og hlaðin merk­ingu og hug­boð­um.
 • Ljóðið birtir mynd eða atvik, kyrrð eða hreyf­ingu í orðum eða sjón­ræna tján­ingu, ein­hvern mynd­gerðan sér­-heim í ljóð­mál­inu.
 • Ljóðið ber hljóm, hljóm­fall og seið­magn í flutn­ingi.
 • Ljóðið vekur hug­hrif, sam­hug, kveikir grun og hug­renn­inga­tengsl, jafn­vel margræð, tor­ræð eða óræð.
 • Ljóðið opnar leiðir til skynj­unar tákna og djúp­vit­undar og end­ur­ómar sístæða mennsku.
 • Ljóðið leiðir til djúprar skynj­unar og vit­undar um mennsku skálds og les­anda.
 • Ljóðið get­ur, með þessum eig­ind­um, opnað djúpa sjálfs­skoðun les­and­ans.
 • Ljóðið get­ur, með þessum eig­ind­um, opnað rýni á mann­líf, sam­tíð og tíð­ar­anda.
 • Ljóðið er, eins og allur skáld­skap­ur, upp­sprettu­lind í hugsun og tungu­taki les­anda og í mál­sam­fé­lagi.
 • Ljóðið birt­ir, eins og allur skáld­skap­ur, mann­inum sjálfan hann og leiðir til dýpri skynj­unar og skiln­ings.
 • Ljóðið er, eins og öll list og list­sköp­un, upp­spretta, nær­ing og end­ur­fæð­ing mennsku.
 • Ljóð­listin skiptir máli. Hún er sjálf­stján­ing mann­ver­unn­ar, í senn einka­mál og sammann­leg. Og hún er þroska­lind mál­sam­fé­lags. Ljóð­listin er mik­il­vægt menn­ing­ar- og sam­fé­lags­mál, ein upp­spretta sammann­legra gilda og mennsku.

Höf­undur er fyrr­ver­andi skóla­stjóri.

- - -

Nokkrar heim­ildir

- Ljóða­bækur sem dæmi eru tekin úr eru nefndar í les­mál­inu. -

Les­bók Morg­un­blaðs­ins, 3.7. 1999. „Mál­þing í Rott­er­dam“ - (Skafti Þ. Hall­dórs­son).

Morg­un­blað­ið, 13.8.2018. „Bók­sala dregst enn sam­an“.

Aristótel­es. 1970. Um skáld­skap­ar­list­ina. HÍB.

Arnór Hanni­bals­son. 1987. Fag­ur­fræði. Fjöl­rst.Dan.Halld.

Ást­ráður Eysteins­son, o.fl. 2005. Heimur ljóðs­ins. Bók­mennta­fræði­stofnun H.Í.

Baldur Ragn­ars­son. 1983. Ljóð­list. Iðunn.

Berg­ljót S. Krist­jáns­dótt­ir. 2020. Fræða­skjóða. H.Í./­Sæ­mund­ur.

Bowra, C.M. 1967. The Heritage of Sym­bol­is­m.. Macmill­an. - tilv. 230.bls.

Brooks, C., War­ren, R.P. 1960. Und­er­stand­ing Poetry. Holt, Rinehart and Win­ston.

Eysteinn Þor­valds­son. 1980. Atóm­skáld­in. Aðdrag­andi og upp­haf módern­isma. H.Í. - tilv. 286, 288.bls.

Eysteinn Þor­valds­son. 1983. Nýgræð­ingar í ljóða­gerð 1970-1981. Iðunn.

Eysteinn Þor­valds­son. 2002. Ljóða­þing um íslenska ljóða­gerð á 20. öld. Ormstunga.

Gel­fert, H-D. 2016. Was ist ein gutes Ged­icht? C.H.Beck. - tilv. 11.bls.

Helgi Hálf­dan­ar­son. 1998. Mold­uxi. Rabb um kveð­skap og fleira. MM.

v.Matt, P. 1998. Was ist ein Ged­icht? Reclam.

Óskar Hall­dórs­son. 1972. Bragur og ljóð­stíll. HÍB.

Pater­son, D. 2018. The Poem. Lyr­ic, Sign, Metre. Faber & Faber. - tilv. 351.bls.

Pound, E. 1960. ABC of Rea­d­ing. Faber and Faber. - (inn­g.T.S.Eliot). - tilv. 36.bls.

Sig­fús Daða­son. 2000. Rit­gerðir og pistl­ar. For­lagið - (M.a.: Til varnar skáld­skapn­um).

Sveinn Skorri Hösk­ulds­son. 1970. Að yrkja á atómöld. Helga­fell.

Völ­ker, L. (út­g.) 2011. Lyrikt­he­orie. Texte vom Barock bis zum Gegenwart. Reclam.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar