Nornahár og nornatár

Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.

eldfjallagyðjan.jpeg
Auglýsing

Í aldanna rás hafa íslenskar þjóðsögur og munnmælasögur verið sagðar fólki til skemmtunar. Þjóðsögurnar voru uppfullar af kynjaverum sem stundum voru notaðar til að útskýra hin ýmsu fyrirbæri náttúrunnar sem fólk átti erfitt með að skýra út með öðrum hætti.

Þannig voru jarðskjálftar arkandi tröllkarlar og kynlegir klettar á borð við Reynisdranga steingerðar tröllskessur sem stirðnuðu þegar sólin gægðist yfir sjóndeildarhringinn. 

En Ísland er ekki eina landið þar sem náttúrufyrirbæri voru skýrð með yfirnáttúrulegum verum. Á Havaíeyjum í Kyrrahafi eru eldgos afar tíð og þar trúðu frumbyggjar eyjanna á eldfjallagyðjuna Pele. Öfugt við það sem margir hefðu haldið var þessi gyðja elds og eldgosa ekki táknmynd eyðileggingar heldur sköpunar þar sem hún var ábyrg fyrir stöðugri sköpun nýs lands á eyjaklasanum.

Auglýsing

Pele var því dýrkuð og dáð af eyjaskeggjum en aðdáunin var óttablandin því Pele var einnig ástríðufull og skapmikil og átti til að skeyta skapi sínu á nærstadda. Og merkilegt nokk, þá skírðu frumbyggjar Havaí ýmis eldfjallafyrirbæri eftir hinni máttugu eldfjallagyðju og má þar nefna hár Pele og tár Pele.

Nornahár og nornatár. Mynd frá Icelandic Lava Show.

Nornahár

Hár Pele (e. Pele‘s hair) eru örfínir hraunþræðir sem finnast afar sjaldan í náttúrunni. Þessi hárfínu þræðir, sem á íslensku kallast nornahár, myndast í hraunflæðigosum þegar þunnfljótandi basaltkvika þeytist upp úr gígnum, splundrast og fýkur með vindinum (eða fram af brún) og dregst út í örfína þræði, um 0,0001-0,01 mm í þvermál. Erfitt er að meta lengd nornahára enda eru þau afar brothætt og viðkvæm og molna fljótt. Af þeim sökum þykir jarð- og eldfjallafræðingum yfirleitt mikið til þess koma þegar þeir finna nornahár.

Nornatár

Tár Pele (e. Pele‘s tears), sem á íslensku nefnast nornatár, eru hraundropar sem stundum myndast í öðrum enda nornaháranna. Nornatárn eru enn sjaldgæfari en nornahár en hins vegar ekki jafn viðkvæm og því finnast þau stundum ein og sér þó nornahárin hafi þegar veðrast og molnað.

Nornatár, eins konar hraundropi. Mynd: Icelandic Lava Show.

Merkilegt nokk hafa nornahár fundist í námunda við gosið á Fagradalsfjalli. Þau eiga það til að fjúka um alllangan veg frá gígbörmunum og því hvetjum við fólk til að hafa augun opin þegar gengið er upp að og í kringum gosstöðvarnar. Hver veit nema þú getir orðið heppinn eigandi nornahárs úr Fagradalshrauni. Og ef það bregst er alltaf hægt að komast í tæri við nornahár og nornatár hjá Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal.

Hér má sjá nornahár verða til í höndunum á sýningarstjóra Icelandic Lava Show

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiÁlit