Nornahár og nornatár

Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.

eldfjallagyðjan.jpeg
Auglýsing

Í aldanna rás hafa íslenskar þjóðsögur og munnmælasögur verið sagðar fólki til skemmtunar. Þjóðsögurnar voru uppfullar af kynjaverum sem stundum voru notaðar til að útskýra hin ýmsu fyrirbæri náttúrunnar sem fólk átti erfitt með að skýra út með öðrum hætti.

Þannig voru jarðskjálftar arkandi tröllkarlar og kynlegir klettar á borð við Reynisdranga steingerðar tröllskessur sem stirðnuðu þegar sólin gægðist yfir sjóndeildarhringinn. 

En Ísland er ekki eina landið þar sem náttúrufyrirbæri voru skýrð með yfirnáttúrulegum verum. Á Havaíeyjum í Kyrrahafi eru eldgos afar tíð og þar trúðu frumbyggjar eyjanna á eldfjallagyðjuna Pele. Öfugt við það sem margir hefðu haldið var þessi gyðja elds og eldgosa ekki táknmynd eyðileggingar heldur sköpunar þar sem hún var ábyrg fyrir stöðugri sköpun nýs lands á eyjaklasanum.

Auglýsing

Pele var því dýrkuð og dáð af eyjaskeggjum en aðdáunin var óttablandin því Pele var einnig ástríðufull og skapmikil og átti til að skeyta skapi sínu á nærstadda. Og merkilegt nokk, þá skírðu frumbyggjar Havaí ýmis eldfjallafyrirbæri eftir hinni máttugu eldfjallagyðju og má þar nefna hár Pele og tár Pele.

Nornahár og nornatár. Mynd frá Icelandic Lava Show.

Nornahár

Hár Pele (e. Pele‘s hair) eru örfínir hraunþræðir sem finnast afar sjaldan í náttúrunni. Þessi hárfínu þræðir, sem á íslensku kallast nornahár, myndast í hraunflæðigosum þegar þunnfljótandi basaltkvika þeytist upp úr gígnum, splundrast og fýkur með vindinum (eða fram af brún) og dregst út í örfína þræði, um 0,0001-0,01 mm í þvermál. Erfitt er að meta lengd nornahára enda eru þau afar brothætt og viðkvæm og molna fljótt. Af þeim sökum þykir jarð- og eldfjallafræðingum yfirleitt mikið til þess koma þegar þeir finna nornahár.

Nornatár

Tár Pele (e. Pele‘s tears), sem á íslensku nefnast nornatár, eru hraundropar sem stundum myndast í öðrum enda nornaháranna. Nornatárn eru enn sjaldgæfari en nornahár en hins vegar ekki jafn viðkvæm og því finnast þau stundum ein og sér þó nornahárin hafi þegar veðrast og molnað.

Nornatár, eins konar hraundropi. Mynd: Icelandic Lava Show.

Merkilegt nokk hafa nornahár fundist í námunda við gosið á Fagradalsfjalli. Þau eiga það til að fjúka um alllangan veg frá gígbörmunum og því hvetjum við fólk til að hafa augun opin þegar gengið er upp að og í kringum gosstöðvarnar. Hver veit nema þú getir orðið heppinn eigandi nornahárs úr Fagradalshrauni. Og ef það bregst er alltaf hægt að komast í tæri við nornahár og nornatár hjá Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal.

Hér má sjá nornahár verða til í höndunum á sýningarstjóra Icelandic Lava Show

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit