Nornahár og nornatár

Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.

eldfjallagyðjan.jpeg
Auglýsing

Í ald­anna rás hafa íslenskar þjóð­sögur og munn­mæla­sögur verið sagðar fólki til skemmt­un­ar. Þjóð­sög­urnar voru upp­fullar af kynja­verum sem stundum voru not­aðar til að útskýra hin ýmsu fyr­ir­bæri nátt­úr­unnar sem fólk átti erfitt með að skýra út með öðrum hætti.

Þannig voru jarð­skjálftar ark­andi tröll­karlar og kyn­legir klettar á borð við Reyn­is­dranga stein­gerðar tröllskessur sem stirðn­uðu þegar sólin gægð­ist yfir sjón­deild­ar­hring­inn. 

En Ísland er ekki eina landið þar sem nátt­úru­fyr­ir­bæri voru skýrð með yfir­nátt­úru­legum ver­um. Á Havaí­eyjum í Kyrra­hafi eru eld­gos afar tíð og þar trúðu frum­byggjar eyj­anna á eld­fjalla­gyðj­una Pele. Öfugt við það sem margir hefðu haldið var þessi gyðja elds og eld­gosa ekki tákn­mynd eyði­legg­ingar heldur sköp­unar þar sem hún var ábyrg fyrir stöðugri sköpun nýs lands á eyja­kla­s­an­um.

Auglýsing

Pele var því dýrkuð og dáð af eyja­skeggjum en aðdá­unin var ótta­blandin því Pele var einnig ástríðu­full og skap­mikil og átti til að skeyta skapi sínu á nær­stadda. Og merki­legt nokk, þá skírðu frum­byggjar Havaí ýmis eld­fjalla­fyr­ir­bæri eftir hinni mátt­ugu eld­fjalla­gyðju og má þar nefna hár Pele og tár Pele.

Nornahár og nornatár. Mynd frá Icelandic Lava Show.

Norna­hár

Hár Pele (e. Pel­e‘s hair) eru örfínir hraun­þræðir sem finn­ast afar sjaldan í nátt­úr­unni. Þessi hár­fínu þræð­ir, sem á íslensku kall­ast norna­hár, mynd­ast í hraun­flæði­gosum þegar þunn­fljót­andi basalt­kvika þeyt­ist upp úr gígn­um, splundr­ast og fýkur með vind­inum (eða fram af brún) og dregst út í örfína þræði, um 0,0001-0,01 mm í þver­mál. Erfitt er að meta lengd norna­hára enda eru þau afar brot­hætt og við­kvæm og molna fljótt. Af þeim sökum þykir jarð- og eld­fjalla­fræð­ingum yfir­leitt mikið til þess koma þegar þeir finna norna­hár.

Norna­tár

Tár Pele (e. Pel­e‘s tear­s), sem á íslensku nefn­ast norna­tár, eru hraun­dropar sem stundum mynd­ast í öðrum enda norna­hár­anna. Norna­tárn eru enn sjald­gæfari en norna­hár en hins vegar ekki jafn við­kvæm og því finn­ast þau stundum ein og sér þó norna­hárin hafi þegar veðr­ast og moln­að.

Nornatár, eins konar hraundropi. Mynd: Icelandic Lava Show.

Merki­legt nokk hafa norna­hár fund­ist í námunda við gosið á Fagra­dals­fjalli. Þau eiga það til að fjúka um all­langan veg frá gíg­börm­unum og því hvetjum við fólk til að hafa augun opin þegar gengið er upp að og í kringum gos­s­töðv­arn­ar. Hver veit nema þú getir orðið hepp­inn eig­andi norna­hárs úr Fagra­dals­hrauni. Og ef það bregst er alltaf hægt að kom­ast í tæri við norna­hár og norna­tár hjá Icelandic Lava Show í Vík í Mýr­dal.

Hér má sjá nornahár verða til í höndunum á sýningarstjóra Icelandic Lava Show

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiÁlit