Eldfjallavá er dauðans alvara

Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þetta er sá fjórði. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.

179825905_277066474131208_512998711205331055_n.jpeg
Auglýsing

„Eldur kom upp í Litla-Hér­aði og eyddi allt hér­að­ið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kap­all.“ Þetta er ritað í Odd­verja­an­nál um ham­far­irnar ógur­legu sem urðu í Hnappa­fellsjökli árið 1362. Fyrir þetta mann­skæða gos kall­að­ist sveitin Litla-Hérað en eftir var sveitin gjör­breytt og óbyggi­leg svo ára­tugum skipti og kall­að­ist Öræfi. Frá þessum tíma hefur eld­fjallið ógur­lega og jök­ull­inn sem það hylur borið nafnið Öræfa­jök­ull.

Væru­kærð á ládeyðu­tímum

Það má til sanns færa að það hafi ekki orðið ham­fara­gos á þessu litla skeri okkar síðan Katla gaus með látum árið 1918. Það var kröft­ugt gos. Dökk­grátt ösku­skýið reis fleiri kíló­metra til him­ins og dreifði ösku yfir stór svæði. Askja Kötlu er hulin 700 metra þykkum jök­ulís sem bráðn­aði hratt og þegar ísinn brast æddi ham­fara­flóðið fram á Mýr­dals­sand, fleiri tugi metra hátt, upp­fullt af jaka­hröngli og eirði engu. En það eru meira en 100 ár liðin og lík­lega fáir á lífi sem muna þessi ósköp. 

Auglýsing
Það hafa vissu­lega orðið fjöl­mörg eld­gos síðan en ekk­ert þeirra eitt­hvað sem gæti flokk­ast sem ham­fara­gos. Gosið í Holu­hrauni 2014 var vissu­lega stórt en það var svo langt inni á hálend­inu og fjarri manna­byggðum að af því staf­aði lítil hætta. Mögu­lega mætti flokka gosið í Vest­manna­eyjum 1973 sem minni­háttar ham­fara­gos, ekki síst vegna þess hve óþægi­lega nálægt byggð það var. Það stytt­ist þó hrað­byri í að hálf öld sé liðin frá því gosi sem þýðir að 70% þjóð­ar­innar var ekki einu sinni á lífi þegar það átti sér stað. Flest önnur eld­gos hafa verið fremur lítil og sak­laus – svo sak­laus meira að segja að sum þeirra hafa fengið við­ur­nefnin „túrista­gos“! 

Mynd af gosinu á Fimmvörðuhálsi árið 2010.  Mynd: wikicommons

Á und­an­förnum ára­tugum hafa bless­un­ar­lega ekki orðið mörg dauðs­föll vegna eld­gosa. Árið 2010 lét­ust tvær mann­eskjur eftir að hafa farið upp að gos­inu á Fimm­vörðu­hálsi en það var ekki beint vegna eld­goss­ins heldur vegna þess að þau týnd­ust og lentu í ógöngum á leið­inni til baka. Í Vest­manna­eyja­gos­inu 1973 lést einn af gasmengun og í Heklu­gos­inu 1947 lést jarð­vís­inda­maður þegar hann varð fyrir stórum hraun­mola sem steypt­ist fram af hraun­brún­inni þar sem hann stóð og vann við rann­sókn­ir. En þó dauðs­föll hafi ekki verið tíð und­an­farna ára­tugi eða jafn­vel síð­ustu árhund­ruð hefur það þó ekki alltaf verið þannig. 

Eld­gos geta verið dauði og djöf­ull

Gosin í Laka­gígum 1783-84 eru án efa mestu ham­farir sem orðið hafa á Ísland síð­ustu 300 árin. Sam­kvæmt opin­berum tölum eru um 8700 dauðs­föll sem rekja má beint til eld­goss­ins. Það hafa þó ýmsar rann­sóknir bent til þess að dauðs­föll hafi verið langtum fleiri, ekki aðeins hér á landi heldur víða erlend­is, og tölur á borð við tvær millj­ónir hafa verið nefndar í því sam­hengi.

Eldsum­brotin voru svo ofsa­fengin að aska og gas steig til him­ins og dreifði sér um allt norð­ur­hvelið svo sólin náði ekki að brjóta sér leið að yfir­borði jarðar og hita­stig lækk­aði um ríf­lega 2 gráð­ur. Upp­skeru­brestur og hung­ursneyð varð í fjöl­mörgum kimum heims­ins næstu árin á eftir og margir eru á því að franska bylt­ingin 1789 hafi m.a. sprottið upp vegna þeirra erf­ið­leika sem franskur almúgi þurfti að þola í kjöl­far Skaft­ár­elda. 

Eld­gjár­gosið sem hófst 934 var lík­lega enn stærra og mann­skæð­ara en gosið í Laka­gígum þó ekki séu til jafn miklar heim­ildir um það. Eld­gjá til­heyrir eld­stöðv­ar­kerfi Kötlu og liggur í gríð­ar­löngu sprungu­svæði norðan við Laga­gíga. Raunar er Eld­gjá stærsta gossprunga jarð­ar­innar sem vitað er um svo það er rétt hægt að ímynda sér hvaða kraftar leyst­ust þar úr læð­ingi. Ýmsar heim­ildir benda til þess að Eld­gjár­gosið hafi verið ástæða þess að vík­ingar frá meg­in­land­inu hættu að flykkj­ast til Íslands og marki því enda­lok Land­náms­ald­ar. 

Eld­hjartað bíður síns tíma

Það er ljóst að við sem nú lifum á okkar fal­lega landi höfum varla upp­lifað nokkurn skap­aðan hlut þegar kemur að eldsum­brot­um. En landið okkar er eld­fjalla­eyja, stað­sett beint yfir gríð­ar­legum mött­ul­strók og auk þess á mörkum fleka­skila sem hvoru tveggja stuðla að þeirri gíf­ur­legu eld­virkni sem hér rík­ir. Og þetta eld­hjarta slær takt­fast og reglu­lega en öðru hvoru, í jarð­sögu­legu sam­hengi, fer púls­inn á fullt og upp brýst ham­fara­gos. Hvort slíkt gos verði á næstu 10 árum, 100 árum eða 1000 árum er ómögu­legt að segja. Það eina sem er alveg víst er að hér mun aftur gjósa með ofsa­fengnum hætti. Eld­hjartað bíður síns tíma.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiÁlit