Eldfjallavá er dauðans alvara

Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þetta er sá fjórði. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.

179825905_277066474131208_512998711205331055_n.jpeg
Auglýsing

„Eldur kom upp í Litla-Hér­aði og eyddi allt hér­að­ið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kap­all.“ Þetta er ritað í Odd­verja­an­nál um ham­far­irnar ógur­legu sem urðu í Hnappa­fellsjökli árið 1362. Fyrir þetta mann­skæða gos kall­að­ist sveitin Litla-Hérað en eftir var sveitin gjör­breytt og óbyggi­leg svo ára­tugum skipti og kall­að­ist Öræfi. Frá þessum tíma hefur eld­fjallið ógur­lega og jök­ull­inn sem það hylur borið nafnið Öræfa­jök­ull.

Væru­kærð á ládeyðu­tímum

Það má til sanns færa að það hafi ekki orðið ham­fara­gos á þessu litla skeri okkar síðan Katla gaus með látum árið 1918. Það var kröft­ugt gos. Dökk­grátt ösku­skýið reis fleiri kíló­metra til him­ins og dreifði ösku yfir stór svæði. Askja Kötlu er hulin 700 metra þykkum jök­ulís sem bráðn­aði hratt og þegar ísinn brast æddi ham­fara­flóðið fram á Mýr­dals­sand, fleiri tugi metra hátt, upp­fullt af jaka­hröngli og eirði engu. En það eru meira en 100 ár liðin og lík­lega fáir á lífi sem muna þessi ósköp. 

Auglýsing
Það hafa vissu­lega orðið fjöl­mörg eld­gos síðan en ekk­ert þeirra eitt­hvað sem gæti flokk­ast sem ham­fara­gos. Gosið í Holu­hrauni 2014 var vissu­lega stórt en það var svo langt inni á hálend­inu og fjarri manna­byggðum að af því staf­aði lítil hætta. Mögu­lega mætti flokka gosið í Vest­manna­eyjum 1973 sem minni­háttar ham­fara­gos, ekki síst vegna þess hve óþægi­lega nálægt byggð það var. Það stytt­ist þó hrað­byri í að hálf öld sé liðin frá því gosi sem þýðir að 70% þjóð­ar­innar var ekki einu sinni á lífi þegar það átti sér stað. Flest önnur eld­gos hafa verið fremur lítil og sak­laus – svo sak­laus meira að segja að sum þeirra hafa fengið við­ur­nefnin „túrista­gos“! 

Mynd af gosinu á Fimmvörðuhálsi árið 2010.  Mynd: wikicommons

Á und­an­förnum ára­tugum hafa bless­un­ar­lega ekki orðið mörg dauðs­föll vegna eld­gosa. Árið 2010 lét­ust tvær mann­eskjur eftir að hafa farið upp að gos­inu á Fimm­vörðu­hálsi en það var ekki beint vegna eld­goss­ins heldur vegna þess að þau týnd­ust og lentu í ógöngum á leið­inni til baka. Í Vest­manna­eyja­gos­inu 1973 lést einn af gasmengun og í Heklu­gos­inu 1947 lést jarð­vís­inda­maður þegar hann varð fyrir stórum hraun­mola sem steypt­ist fram af hraun­brún­inni þar sem hann stóð og vann við rann­sókn­ir. En þó dauðs­föll hafi ekki verið tíð und­an­farna ára­tugi eða jafn­vel síð­ustu árhund­ruð hefur það þó ekki alltaf verið þannig. 

Eld­gos geta verið dauði og djöf­ull

Gosin í Laka­gígum 1783-84 eru án efa mestu ham­farir sem orðið hafa á Ísland síð­ustu 300 árin. Sam­kvæmt opin­berum tölum eru um 8700 dauðs­föll sem rekja má beint til eld­goss­ins. Það hafa þó ýmsar rann­sóknir bent til þess að dauðs­föll hafi verið langtum fleiri, ekki aðeins hér á landi heldur víða erlend­is, og tölur á borð við tvær millj­ónir hafa verið nefndar í því sam­hengi.

Eldsum­brotin voru svo ofsa­fengin að aska og gas steig til him­ins og dreifði sér um allt norð­ur­hvelið svo sólin náði ekki að brjóta sér leið að yfir­borði jarðar og hita­stig lækk­aði um ríf­lega 2 gráð­ur. Upp­skeru­brestur og hung­ursneyð varð í fjöl­mörgum kimum heims­ins næstu árin á eftir og margir eru á því að franska bylt­ingin 1789 hafi m.a. sprottið upp vegna þeirra erf­ið­leika sem franskur almúgi þurfti að þola í kjöl­far Skaft­ár­elda. 

Eld­gjár­gosið sem hófst 934 var lík­lega enn stærra og mann­skæð­ara en gosið í Laka­gígum þó ekki séu til jafn miklar heim­ildir um það. Eld­gjá til­heyrir eld­stöðv­ar­kerfi Kötlu og liggur í gríð­ar­löngu sprungu­svæði norðan við Laga­gíga. Raunar er Eld­gjá stærsta gossprunga jarð­ar­innar sem vitað er um svo það er rétt hægt að ímynda sér hvaða kraftar leyst­ust þar úr læð­ingi. Ýmsar heim­ildir benda til þess að Eld­gjár­gosið hafi verið ástæða þess að vík­ingar frá meg­in­land­inu hættu að flykkj­ast til Íslands og marki því enda­lok Land­náms­ald­ar. 

Eld­hjartað bíður síns tíma

Það er ljóst að við sem nú lifum á okkar fal­lega landi höfum varla upp­lifað nokkurn skap­aðan hlut þegar kemur að eldsum­brot­um. En landið okkar er eld­fjalla­eyja, stað­sett beint yfir gríð­ar­legum mött­ul­strók og auk þess á mörkum fleka­skila sem hvoru tveggja stuðla að þeirri gíf­ur­legu eld­virkni sem hér rík­ir. Og þetta eld­hjarta slær takt­fast og reglu­lega en öðru hvoru, í jarð­sögu­legu sam­hengi, fer púls­inn á fullt og upp brýst ham­fara­gos. Hvort slíkt gos verði á næstu 10 árum, 100 árum eða 1000 árum er ómögu­legt að segja. Það eina sem er alveg víst er að hér mun aftur gjósa með ofsa­fengnum hætti. Eld­hjartað bíður síns tíma.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit