Eldfjallavá er dauðans alvara

Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þetta er sá fjórði. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.

179825905_277066474131208_512998711205331055_n.jpeg
Auglýsing

„Eldur kom upp í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Þetta er ritað í Oddverjaannál um hamfarirnar ógurlegu sem urðu í Hnappafellsjökli árið 1362. Fyrir þetta mannskæða gos kallaðist sveitin Litla-Hérað en eftir var sveitin gjörbreytt og óbyggileg svo áratugum skipti og kallaðist Öræfi. Frá þessum tíma hefur eldfjallið ógurlega og jökullinn sem það hylur borið nafnið Öræfajökull.

Værukærð á ládeyðutímum

Það má til sanns færa að það hafi ekki orðið hamfaragos á þessu litla skeri okkar síðan Katla gaus með látum árið 1918. Það var kröftugt gos. Dökkgrátt öskuskýið reis fleiri kílómetra til himins og dreifði ösku yfir stór svæði. Askja Kötlu er hulin 700 metra þykkum jökulís sem bráðnaði hratt og þegar ísinn brast æddi hamfaraflóðið fram á Mýrdalssand, fleiri tugi metra hátt, uppfullt af jakahröngli og eirði engu. En það eru meira en 100 ár liðin og líklega fáir á lífi sem muna þessi ósköp. 

Auglýsing
Það hafa vissulega orðið fjölmörg eldgos síðan en ekkert þeirra eitthvað sem gæti flokkast sem hamfaragos. Gosið í Holuhrauni 2014 var vissulega stórt en það var svo langt inni á hálendinu og fjarri mannabyggðum að af því stafaði lítil hætta. Mögulega mætti flokka gosið í Vestmannaeyjum 1973 sem minniháttar hamfaragos, ekki síst vegna þess hve óþægilega nálægt byggð það var. Það styttist þó hraðbyri í að hálf öld sé liðin frá því gosi sem þýðir að 70% þjóðarinnar var ekki einu sinni á lífi þegar það átti sér stað. Flest önnur eldgos hafa verið fremur lítil og saklaus – svo saklaus meira að segja að sum þeirra hafa fengið viðurnefnin „túristagos“! 

Mynd af gosinu á Fimmvörðuhálsi árið 2010.  Mynd: wikicommons

Á undanförnum áratugum hafa blessunarlega ekki orðið mörg dauðsföll vegna eldgosa. Árið 2010 létust tvær manneskjur eftir að hafa farið upp að gosinu á Fimmvörðuhálsi en það var ekki beint vegna eldgossins heldur vegna þess að þau týndust og lentu í ógöngum á leiðinni til baka. Í Vestmannaeyjagosinu 1973 lést einn af gasmengun og í Heklugosinu 1947 lést jarðvísindamaður þegar hann varð fyrir stórum hraunmola sem steyptist fram af hraunbrúninni þar sem hann stóð og vann við rannsóknir. En þó dauðsföll hafi ekki verið tíð undanfarna áratugi eða jafnvel síðustu árhundruð hefur það þó ekki alltaf verið þannig. 

Eldgos geta verið dauði og djöfull

Gosin í Lakagígum 1783-84 eru án efa mestu hamfarir sem orðið hafa á Ísland síðustu 300 árin. Samkvæmt opinberum tölum eru um 8700 dauðsföll sem rekja má beint til eldgossins. Það hafa þó ýmsar rannsóknir bent til þess að dauðsföll hafi verið langtum fleiri, ekki aðeins hér á landi heldur víða erlendis, og tölur á borð við tvær milljónir hafa verið nefndar í því samhengi.

Eldsumbrotin voru svo ofsafengin að aska og gas steig til himins og dreifði sér um allt norðurhvelið svo sólin náði ekki að brjóta sér leið að yfirborði jarðar og hitastig lækkaði um ríflega 2 gráður. Uppskerubrestur og hungursneyð varð í fjölmörgum kimum heimsins næstu árin á eftir og margir eru á því að franska byltingin 1789 hafi m.a. sprottið upp vegna þeirra erfiðleika sem franskur almúgi þurfti að þola í kjölfar Skaftárelda. 

Eldgjárgosið sem hófst 934 var líklega enn stærra og mannskæðara en gosið í Lakagígum þó ekki séu til jafn miklar heimildir um það. Eldgjá tilheyrir eldstöðvarkerfi Kötlu og liggur í gríðarlöngu sprungusvæði norðan við Lagagíga. Raunar er Eldgjá stærsta gossprunga jarðarinnar sem vitað er um svo það er rétt hægt að ímynda sér hvaða kraftar leystust þar úr læðingi. Ýmsar heimildir benda til þess að Eldgjárgosið hafi verið ástæða þess að víkingar frá meginlandinu hættu að flykkjast til Íslands og marki því endalok Landnámsaldar. 

Eldhjartað bíður síns tíma

Það er ljóst að við sem nú lifum á okkar fallega landi höfum varla upplifað nokkurn skapaðan hlut þegar kemur að eldsumbrotum. En landið okkar er eldfjallaeyja, staðsett beint yfir gríðarlegum möttulstrók og auk þess á mörkum flekaskila sem hvoru tveggja stuðla að þeirri gífurlegu eldvirkni sem hér ríkir. Og þetta eldhjarta slær taktfast og reglulega en öðru hvoru, í jarðsögulegu samhengi, fer púlsinn á fullt og upp brýst hamfaragos. Hvort slíkt gos verði á næstu 10 árum, 100 árum eða 1000 árum er ómögulegt að segja. Það eina sem er alveg víst er að hér mun aftur gjósa með ofsafengnum hætti. Eldhjartað bíður síns tíma.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit