Eldfjallavá er dauðans alvara

Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þetta er sá fjórði. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.

179825905_277066474131208_512998711205331055_n.jpeg
Auglýsing

„Eldur kom upp í Litla-Hér­aði og eyddi allt hér­að­ið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kap­all.“ Þetta er ritað í Odd­verja­an­nál um ham­far­irnar ógur­legu sem urðu í Hnappa­fellsjökli árið 1362. Fyrir þetta mann­skæða gos kall­að­ist sveitin Litla-Hérað en eftir var sveitin gjör­breytt og óbyggi­leg svo ára­tugum skipti og kall­að­ist Öræfi. Frá þessum tíma hefur eld­fjallið ógur­lega og jök­ull­inn sem það hylur borið nafnið Öræfa­jök­ull.

Væru­kærð á ládeyðu­tímum

Það má til sanns færa að það hafi ekki orðið ham­fara­gos á þessu litla skeri okkar síðan Katla gaus með látum árið 1918. Það var kröft­ugt gos. Dökk­grátt ösku­skýið reis fleiri kíló­metra til him­ins og dreifði ösku yfir stór svæði. Askja Kötlu er hulin 700 metra þykkum jök­ulís sem bráðn­aði hratt og þegar ísinn brast æddi ham­fara­flóðið fram á Mýr­dals­sand, fleiri tugi metra hátt, upp­fullt af jaka­hröngli og eirði engu. En það eru meira en 100 ár liðin og lík­lega fáir á lífi sem muna þessi ósköp. 

Auglýsing
Það hafa vissu­lega orðið fjöl­mörg eld­gos síðan en ekk­ert þeirra eitt­hvað sem gæti flokk­ast sem ham­fara­gos. Gosið í Holu­hrauni 2014 var vissu­lega stórt en það var svo langt inni á hálend­inu og fjarri manna­byggðum að af því staf­aði lítil hætta. Mögu­lega mætti flokka gosið í Vest­manna­eyjum 1973 sem minni­háttar ham­fara­gos, ekki síst vegna þess hve óþægi­lega nálægt byggð það var. Það stytt­ist þó hrað­byri í að hálf öld sé liðin frá því gosi sem þýðir að 70% þjóð­ar­innar var ekki einu sinni á lífi þegar það átti sér stað. Flest önnur eld­gos hafa verið fremur lítil og sak­laus – svo sak­laus meira að segja að sum þeirra hafa fengið við­ur­nefnin „túrista­gos“! 

Mynd af gosinu á Fimmvörðuhálsi árið 2010.  Mynd: wikicommons

Á und­an­förnum ára­tugum hafa bless­un­ar­lega ekki orðið mörg dauðs­föll vegna eld­gosa. Árið 2010 lét­ust tvær mann­eskjur eftir að hafa farið upp að gos­inu á Fimm­vörðu­hálsi en það var ekki beint vegna eld­goss­ins heldur vegna þess að þau týnd­ust og lentu í ógöngum á leið­inni til baka. Í Vest­manna­eyja­gos­inu 1973 lést einn af gasmengun og í Heklu­gos­inu 1947 lést jarð­vís­inda­maður þegar hann varð fyrir stórum hraun­mola sem steypt­ist fram af hraun­brún­inni þar sem hann stóð og vann við rann­sókn­ir. En þó dauðs­föll hafi ekki verið tíð und­an­farna ára­tugi eða jafn­vel síð­ustu árhund­ruð hefur það þó ekki alltaf verið þannig. 

Eld­gos geta verið dauði og djöf­ull

Gosin í Laka­gígum 1783-84 eru án efa mestu ham­farir sem orðið hafa á Ísland síð­ustu 300 árin. Sam­kvæmt opin­berum tölum eru um 8700 dauðs­föll sem rekja má beint til eld­goss­ins. Það hafa þó ýmsar rann­sóknir bent til þess að dauðs­föll hafi verið langtum fleiri, ekki aðeins hér á landi heldur víða erlend­is, og tölur á borð við tvær millj­ónir hafa verið nefndar í því sam­hengi.

Eldsum­brotin voru svo ofsa­fengin að aska og gas steig til him­ins og dreifði sér um allt norð­ur­hvelið svo sólin náði ekki að brjóta sér leið að yfir­borði jarðar og hita­stig lækk­aði um ríf­lega 2 gráð­ur. Upp­skeru­brestur og hung­ursneyð varð í fjöl­mörgum kimum heims­ins næstu árin á eftir og margir eru á því að franska bylt­ingin 1789 hafi m.a. sprottið upp vegna þeirra erf­ið­leika sem franskur almúgi þurfti að þola í kjöl­far Skaft­ár­elda. 

Eld­gjár­gosið sem hófst 934 var lík­lega enn stærra og mann­skæð­ara en gosið í Laka­gígum þó ekki séu til jafn miklar heim­ildir um það. Eld­gjá til­heyrir eld­stöðv­ar­kerfi Kötlu og liggur í gríð­ar­löngu sprungu­svæði norðan við Laga­gíga. Raunar er Eld­gjá stærsta gossprunga jarð­ar­innar sem vitað er um svo það er rétt hægt að ímynda sér hvaða kraftar leyst­ust þar úr læð­ingi. Ýmsar heim­ildir benda til þess að Eld­gjár­gosið hafi verið ástæða þess að vík­ingar frá meg­in­land­inu hættu að flykkj­ast til Íslands og marki því enda­lok Land­náms­ald­ar. 

Eld­hjartað bíður síns tíma

Það er ljóst að við sem nú lifum á okkar fal­lega landi höfum varla upp­lifað nokkurn skap­aðan hlut þegar kemur að eldsum­brot­um. En landið okkar er eld­fjalla­eyja, stað­sett beint yfir gríð­ar­legum mött­ul­strók og auk þess á mörkum fleka­skila sem hvoru tveggja stuðla að þeirri gíf­ur­legu eld­virkni sem hér rík­ir. Og þetta eld­hjarta slær takt­fast og reglu­lega en öðru hvoru, í jarð­sögu­legu sam­hengi, fer púls­inn á fullt og upp brýst ham­fara­gos. Hvort slíkt gos verði á næstu 10 árum, 100 árum eða 1000 árum er ómögu­legt að segja. Það eina sem er alveg víst er að hér mun aftur gjósa með ofsa­fengnum hætti. Eld­hjartað bíður síns tíma.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit