Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn

Sonja Ýr Þorbergsdóttir fjallar um kjaramál í aðsendri grein en hún segir að það séu ekki opinberir starfsmenn sem leiða launaþróunina heldur hafi það verið Lífskjarasamningurinn sem setti tóninn í undangenginni kjarasamningslotu.

Auglýsing

Þó að ágætis árangur hafi náðst í kjara­samn­ingum aðild­ar­fé­laga BSRB vorið 2020 er langt því frá að hið opin­bera sé farið að leiða launa­þróun í land­inu eins og ýmsir hafa haldið fram und­an­far­ið. Hið rétta í mál­inu er að Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn, sem gerður var á almenna mark­að­in­um, leiddi launa­þró­un­ina. Opin­beru félögin sömdu í kjöl­far hans og um sam­bæri­legar launa­hækk­an­ir.

Mikið hefur verið skrifað um nýbirtar upp­lýs­ingar um þróun launa­vísi­tölu frá 2019. Rétti­lega hefur verið bent á að hlut­falls­legar launa­hækk­anir opin­berra starfs­manna hafi verið meiri heldur en starfs­fólks á almenna vinnu­mark­aðn­um. Líkt og gjarnan er þegar allt kapp er lagt á að mála til­tekna mynd er alfarið sleppt að benda á hið aug­ljósa í þessu, að launa­hækk­an­irnar eru hlut­falls­lega hærri vegna sam­setn­ingar hóps­ins sem launa­hækk­an­irnar fékk, það er hve hátt hlut­fall er með lágar tekj­ur. Svo er látið liggja á milli hluta að þetta er staðan á einum til­teknum tíma­punkti og segir ekki til um launa­þróun í gegnum árin eða hvort launa­setn­ing opin­berra starfs­manna sé sann­gjörn eða eðli­leg með hlið­sjón af þeim kröfum sem störfin gera til starfs­manna né mik­il­vægi fram­lags þeirra til verð­mæta­sköp­un­ar.

Það verður að hafa í huga að launa­munur á milli almenna og opin­bera vinnu­mark­að­ar­ins, hefur verið met­inn að með­al­tali 16 pró­sent, opin­berum starfs­mönnum í óhag. Einnig að launa­kjör opin­berra starfs­manna taka almennt ein­göngu mið af því sem kjara­samn­ingur seg­ir. Á almenna vinnu­mark­aðnum er þessu öfugt far­ið, þar eru laun almennt hærri heldur en sagt er fyrir um í kjara­samn­ing­um.

Auglýsing

Hækk­uðu opin­berir starfs­menn meira?

Í Lífs­kjara­samn­ingnum sem gerður var á almennum vinnu­mark­aði 2019 var samið um krónu­tölu­hækk­an­ir, enda mark­miðið að hækka lægstu launin hlut­falls­lega mest. Til að tryggja að það mark­mið næð­ist var samið um að taxta­laun tækju meiri hækk­unum en mark­aðs­laun. Þegar aðild­ar­fé­lög BSRB sömdu fyrir hönd sinna félags­manna árið 2020 var sama krafan sett á odd­inn. Krafan var sú að lægstu laun hækk­uðu mest og því samið um krónu­tölu­hækk­anir miðað við taxta­laun enda mik­ill meiri­hluti opin­berra starfs­manna á taxta­laun­um.

En hvernig stendur þá á því að mæl­ing á launa­hækk­unum sýna að opin­berir starfs­menn hafi hækkað hlut­falls­lega meira en félagar okkar á almenna vinnu­mark­að­in­um? Svarið við því má til dæmis lesa úr nýrri skýrslu Kjara­töl­fræði­nefndar sem kom út í síð­ustu viku.

Staðan er sú að launin eru hæst á almenna mark­aðnum hjá öllum félags­mönnum heild­ar­sam­taka launa­fólks en launin hjá hinu opin­bera eru almennt lægri. Þar sem áherslan í kjara­samn­ing­unum var á að hækka lægstu laun hafði það hlut­falls­lega meiri áhrif á opin­bera mark­aðnum en þeim almenna.

Minna hefur farið fyrir því í umræð­unni að þeir hópar sem hafa hækkað hlut­falls­lega mest eru konur og inn­flytj­end­ur. Þannig má ætla að lít­il­lega dragi úr launa­mun kynj­anna. Það kemur til af þeirri stað­reynd að laun kvenna og inn­flytj­enda eru almennt lægri en ann­arra. Þá eru konur gjarnan í hluta­störfum sem eru lægra launuð – bæði sem hlut­fall af 100 pró­sent starfi en einnig að því er virð­ist þó þau séu upp­reiknuð miðað við fullt starf. Það eitt og sér kallar á nán­ari rýni enda vís­bend­ing um að ein­hvers staðar sé pottur brot­inn, því sam­kvæmt lögum á starfs­fólk í hluta­starfi á að fá laun í hlut­falli við það sem það hefði ann­ars fengið í fullu starfi.

Stytt­ingin hækkar vísi­tölu, ekki launin

En það kemur fleira til. Hluta af því sem telst til hækk­ana við mat á yfir­stand­andi kjara­samn­ings­tíma­bili má rekja til launa­hækk­ana frá síð­asta kjara­samn­ings­tíma­bili. Þannig fengu félagar í aðild­ar­fé­lögum BSRB sem starfa hjá sveit­ar­fé­lögum 1,5 pró­sent launa­auka vegna svo­kall­aðrar launa­þró­un­ar­trygg­ingar í apríl 2019. Um hana var samið 2015 til að tryggja að launa­þróun starfs­fólks á opin­berum vinnu­mark­aði myndi ekki drag­ast aftur úr launa­þróun á almennum vinnu­mark­aði. Að sam­komu­lag­inu stóðu allir aðilar vinnu­mark­að­ar­ins og það náði til árs­loka 2018.

Stytt­ing vinnu­vik­unnar í dag­vinnu hefur líka áhrif til hækk­unar launa­vísi­tölu. Það þýðir ekki að laun opin­berra starfs­manna hækki vegna hennar heldur snýst þetta um hvernig vísi­talan er mæld. Launa­vísi­tala er verð­vísi­tala sem mælir tíma­kaup reglu­legra launa. Það veldur því að þegar vinnu­stundum fækkar þá hækkar launa­vísi­talan þó að greidd laun hækki ekki. Því er hluti af þeim hækk­unum sem mæl­ast hjá opin­berum starfs­mönnum ekki að skila fleiri krónum í budd­una. Með heim­ild í kjara­samn­ingi til að stytta vinnu­vik­una í 36 stundir í dag­vinnu nálg­ast vinnu­tími opin­bera starfs­manna það sem best ger­ist á almenna mark­aðnum en að tala um hana sem ígildi launa­hækk­unar hjá opin­berum starfs­mönnum er í besta falli mis­skiln­ing­ur.

Kostn­aður við stytt­ingu vinnu­viku í vakta­vinnu hefur einnig verið nefndur í þessum efn­um. Stytt­ingin tók gildi 1. maí síð­ast­lið­inn og er því ekki komin inn í mæl­ing­ar. Þar var sömu­leiðis samið um styttri vinnu­viku vakta­vinnu­fólks hjá ríki og sveit­ar­fé­lögum líkt og gert var fyrir mörgum árum á almennum vinnu­mark­aði, til dæmis í stór­iðj­unni og hjá starfs­fólki í flug­sam­göng­um.

Jákvætt að mark­mið um hækkun lægstu launa hafi náðst

Þvert á það sem mætti halda við lestur á fyr­ir­sögnum eru það ekki opin­berir starfs­menn sem leiða launa­þró­un­ina heldur var það Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn sem setti tón­inn í und­an­geng­inni kjara­samn­ingslotu. Það vita flest þeirra sem fyr­ir­sagn­irnar rita. Það er því umhugs­un­ar­efni hvert hið raun­veru­lega mark­mið inn­leggs­ins í opin­bera umræðu er þegar skrifað er gegn betri vit­und.

Launa­liður kjara­samn­inga opin­berra starfs­manna hækk­aði í sam­ræmi við lífs­kjara­samn­ing­inn en þar sem launin eru lægri hjá hinu opin­bera og áherslan var á hækkun lægstu launa mælist hlut­falls­leg hækkun meiri hjá opin­berum starfs­mönn­um. Það er ekki nei­kvæð þróun heldur einmitt í anda bæði Lífs­kjara­samn­ings­ins og kjara­samn­inga aðild­ar­fé­laga BSRB að laun þeirra sem minnst hafa milli hand­anna hækki meira en þeirra sem eru betur settir í sam­fé­lag­inu. Við eigum að fagna þessum góða árangri í stað þess að tala hann nið­ur.

Höf­undur er for­maður BSRB.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar