Bill Gates, stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims, segir að nútímabankastarfsemi, einkum í gegnum síma, geti unnið með áhrifamiklum hætti gegn fátækt á næstu árum. Þetta kemur fram í myndbandsviðtali sem The Verge birti í síðustu viku, þar sem Bill Gates talar um möguleikana sem nútímabankastarfsemi býður upp á til að vinna gegn fátækt.
Hann segir möguleikana ekki síst felast í því að auðveldara sé að framkvæma aðgerðir eins og lán og færslur á fé heldur en áður, ekki síst hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þetta geti leyst krafta úr læðingi og stutt við uppbyggingu innviða.
Myndbandið má sjá hér að neðan.
Auglýsing
https://www.youtube.com/watch?v=i0FYkGpVpdQ