Bjarni Benediktsson: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast

bjarni.jpg
Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þarf að breyt­ast í takt við þær breyt­ingar sem orðið hafa á sam­fé­lag­inu und­an­farna ára­tugi. Slípa þarf áherslur hans þannig að flokk­ur­inn nái betur til þeirra sem byggja landið í fram­tíð­inni og horfa þarf til nýrra tæki­færa. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur tekið mjög stíft til varna um stefnu sína í sjáv­ar­út­vegs- og orku­nýt­ing­ar­mál­um  og sýn fólks á flokk­inn hefur tak­markast við þessa mála­flokka, sem sé „rangt og illa lýsandi“ fyrir það sem flokk­ur­inn standi fyr­ir. Þetta segir Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í við­tali við DV í dag.

Færð áheyrn ef þú vilt breytaSjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur mælst í mik­illi lægð í skoð­ana­könn­un­um. Bjarni útskýrir þá lægð með því að segja und­ar­lega tíma vera í stjórn­mál­um. Rof sé á milli kjós­enda og stjórn­mála­flokka. Öllum nýjum stjórn­mála­flokkum hafi einnig reynst auð­veld­ara að fá áheyrn eftir hrun. „Ég hef til­hneig­ingu til að segja að um þessar mundir færðu áheyrn ef þú seg­ist vilja breyta, óháð því hverju þú vilt breyta. Svo hjálpar mikið til ef þú hefur enga póli­tíska for­tíð.“

Bjarni telur rofið hins vegar vera brú­an­legt „Varð­andi traustið þá tel ég að það muni á end­anum hald­ast í hendur við hvernig gengur að draga fram lífið á Íslandi. Hvernig gengur að þétta sam­fé­lags­sátt­mál­ann sem verður að vera til stað­ar. Þar vísa ég til þess sátt­mála sem verður að vera í gangi og tryggir að mönnum ofbjóði ekki fram­ganga ákveð­inna afla, hópa eða hvernig komið er fram við þá sem standa höllum fæti í sam­fé­lag­inu. Sá sátt­máli er límið í okkar sam­fé­lag­i.“

Vill taka Sjálf­stæð­is­flokk­inn inn í nýjar lendurHann segir tíma­bært að snúa sér að hinum nýju stoðum hag­kerf­is­ins í áherslum flokks hans, sem oft er sagður bara vilja virkja meira og vernda fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­ið. „Nú erum við komin með það öfl­ugt hag­kerfi og þróað mennta­kerfi og í raun öfl­ugt sam­fé­lag að okkar næstu stóru skref eiga að vera inn á ný svið. Verð­mæta­sköpun á nýjum sviðum sem eiga sér tak­marka­lausa vaxt­ar­mögu­leika. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þarf að taka þetta skref með þjóð­inni. Ég vil sjá okkur meira afger­andi í umræðu á þessum svið­um. Ísland mun ekki bara snú­ast um fisk og ál þó að það séu mik­il­vægir þætt­ir. Ég vil taka Sjálf­stæð­is­flokk­inn inn á þessar nýju lendur og við þurfum að ein­beita okkur að því að teikna upp fram­tíð­ar­sýn á þessum vett­vangi. Við getum ekki látið stjórn­mála­um­ræð­una bara snú­ast um gömlu stoð­irn­ar, hversu mik­il­vægar sem þær eru.“

Bjarni segir að menn hafi viljað gera ágrein­ing um auð­linda­nýt­ingu á Íslandi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn.„Mér finnst ekki stand­ast nema brot af því sem haldið er fram um flokk­inn og stefnu hans í þessum mála­flokk­um. Það verður að koma sá tíma­punktur að við náum sátt um þessi mál og að því erum við svo sem að vinna. Með breyt­ingum á auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá og fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu og til dæmis breyt­ingar á eig­enda­stefnu Lands­virkj­un­ar. Allt eru þetta skref í þá átt að taka þessi stóru mál úr dag­legri átakaum­ræðu stjórn­mál­anna.“

Auglýsing

Efins um að vera í stjórn­málum eftir ára­tugHann seg­ist frekar efins um að hann verði enn í stjórn­málum eftir tíu ár, enda væri hann þá búinn að vera í þeim í 22 ár. Ég sá mig aldrei fyrir mér í svo langan tíma sem virkan í stjórn­mál­um. En fyrst og fremst von­ast ég eftir því að vera áfram sprækur á lík­ama og sál og geta sinnt ein­hverju skemmti­legu og hafa góðan tíma til að sinna fjöl­skyld­unni og hafa hana hjá sér.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None