Þrír þingmenn, Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen og Andrés Ingi Jónsson, höfnuðu í þremur efstu sætunum í Reykjavík í prófkjöri Pírata fyrir þingkosningarnar í haust sem lauk í dag. Þingmaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er í efsta sætinu í suðvesturkjördæmi og Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, í því efsta í suðurkjördæmi.
Sameiginlegt prófkjör var í Reykjavík og mun endanleg skipting frambjóðenda milli Reykjavíkurkjördæmanna tveggja liggja fyrir eftir helgi, segir í tilkynningu frá Pírötum. Björn Leví greindi frá því á Facebook síðdegis að hann ætli að leiða Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður, sama kjördæmi og hann er nú þingmaður fyrir.
Andrés Ingi Jónsson hóf kjörtímabilið sem þingmaður Vinstri grænna. Hann sagði sig úr flokknum og varð þingmaður utan flokka en ákvað í ár að ganga í raðir Pírata.
Niðurstöðurnar úr norðaustur- og norðvesturkjördæmum eru væntanlegar að viku liðinni, laugardaginn 20. mars.
Niðurstöður prófkjörsins í kjördæmunum þremur eru þessar:
Reykjavík
- Björn Leví Gunnarsson
- Halldóra Mogensen
- Andrés Ingi Jónsson
- Arndís Anna Kristíndardóttir Gunnarsdóttir
- Halldór Auðar Svansson
- Lenya Rún Taha Karim
- Valgerður Árnadóttir
- Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir
- Oktavía Hrund Jónsdóttir
- Sara Oskarsson
Suðvesturkjördæmi
- Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
- Gísli Rafn Ólafsson
- Eva Sjöfn Helgadóttir
- Indriði Ingi Stefánsson
- Gréta Ósk Óskarsdóttir
Suðurkjördæmi
- Álfheiður Eymarsdóttir
- Lind Völundardóttir
- Hrafnkell Brimar Hallmundsson
- Eyþór Máni Steinþórsson
- Guðmundur Arnar Guðmundsson