Netanyahu hringdi þrjátíu sinnum í forstjóra Pfizer

Forstjóri Pfizer segist hafa rætt við nokkra þjóðhöfðingja og að ísraelski forsætisráðherrann hafi verið mjög ýtinn og að lokum sannfært hann um að Ísrael væri rétti staðurinn til að gera rannsókn á virkni bóluefnisins á.

Albert Bourla, forstjóri Pfizer.
Albert Bourla, forstjóri Pfizer.
Auglýsing

Albert Bourla, forstjóri lyfjafyrirtækisins Pfizer, hrósaði forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, fyrir „þráhyggjukennda“ ýtni hans við að tryggja samning við fyrirtækið um bóluefni fyrir Ísraela. „Hann hringdi þrjátíu sinnum í mig,“ sagði Bourla í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð.

Yfir fimm milljónir Ísraela hafa fengið fyrri skammtinn af bóluefninu og tæplega 4 milljónir eru fullbólusettir. Íbúar landsins eru um 9,3 milljónir.

Bourla var í viðtali á sjónvarpsstöðinni Channel 12 fyrr í vikunni og sagði þá m.a. að það væri „mjög viðeigandi fyrir mannkynið“ að eitt land væri valið til rannsókna á virkni bóluefnis Pfizer.

Auglýsing

„Ég talaði við nokkra þjóðhöfðingja. Ég talaði við forsætisráðherrann ykkar og hann sannfærði mig um að Ísrael væri rétti staðurinn með réttu aðstæðurnar,“ sagði Bourla. „Mér þótti hreinskilnislega mikið til þráhyggju forsætisráðherrans ykkar koma. Hann hringdi í mig þrjátíu sinnum.“

Hann sagði ísraelska heilbrigðiskerfið einstakt og að Ísrael hefði reynslu af því að fást við krísur.

Í viðtalinu var hann spurður um þá staðhæfingu Netanyahu að aðeins hann gæti tryggt Ísraelum bóluefni og svaraði Bourla því til að fyrirtæki hans gerði samninga við ríki – ekki einstaka leiðtoga. Þingkosningar fara fram í Ísrael 23. mars. „Við gerum ekki samninga við einstök fyrirtæki eða stofnanir. Bóluefnið verður selt öllum löndum – hver svo sem leiðtogi þeirra er.“

Bourla er fæddur í Grikklandi. Foreldrar hans lifðu helförina af. Hann átti að koma í heimsókn til Ísrael í byrjun mars, rétt fyrir kosningarnar, en frestaði för sinni.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Mynd: EPA

Í frétt blaðsins Times of Israelum viðtalið kemur fram að Netanyahu hafi ítrekað sagt að það hafi verið vegna persónulegra samskipta sinna við Bourla sem hinir einstöku bóluefnasamningar við Pfizer voru tryggðir. Gagnrýnt hafði verið að Bourla kæmi til Ísrael svo skömmu fyrir kosningar. Hann segir þá gagnrýni þó ekki hafa verið ástæðu þess að hann frestaði ferðinni. Hún hafi reynst of flókin í framkvæmd vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann er ekki enn fullbólusettur og hefur neitað að fá bóluefni á undan þeim sem eru í forgangshópum. „Mitt starf hefur ekkert að gera með pólitík,“ sagði hann og bætti við að hann hefði ekki hug á því að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninganna.

Íslensk yfirvöld voru í desember og janúar í viðræðum við Pfizer um að hér á landi yrði gerði fjórða fasa rannsókn á bóluefni fyrirtækisins. Þegar viðræðurnar hófust í desember var nokkur fjöldi smita að greinast daglega en þegar sóttvarnalæknir og fleiri funduðu með fulltrúum Pfizer í febrúar voru nær engin smit að greinast og var það niðurstaða fundarins að rannsóknin myndi því ekki skila því gagni sem að var stefnt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent