Utanríkisráðherrar stórveldanna verða í vinnusóttkví á Íslandi

Það verða strangar sóttvarnareglur á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem fram fer hér á landi í maí. Allur fundurinn fer fram í vinnusóttkví. Utanríkisráðuneytið segir ekki hafa komið til greina að halda bara fjarfund. Persónulegir fundir skipti máli.

Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins í maí ásamt öðrum utanríkisráðherrum Norðurskautaráðsins .
Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins í maí ásamt öðrum utanríkisráðherrum Norðurskautaráðsins .
Auglýsing

Þann 20. maí fer ráð­herra­fundur Norð­ur­skauts­ráðs­ins fram hér á landi, en fund­ur­inn markar enda­lok tveggja ára for­mennsku Íslands í ráð­inu. Vegna heims­far­ald­urs­ins verður fund­ur­inn með nokkuð óvenju­legu sniði, en ein­ungis hluta fund­ar­gesta er boðið að sækja fund­inn í eigin per­sónu á meðan aðrir taka þátt í gegnum fjar­fund­ar­bún­að.

Erlendir fund­ar­gestir verða í vinnu­sótt­kví með ströngum sótt­varn­ar­regl­um, sem unnið er að þessa dag­ana hjá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu í sam­ráði við emb­ætti land­læknis og sótt­varna­lækni.

Á meðal þátt­tak­enda á fund­inum verða Ant­hony Blin­ken utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna og Sergei Lavrov utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands og búist er við að þeir muni eiga hér sinn fyrsta tví­hliða fund frá því að stjórn Joe Bidens tók við völdum í Banda­ríkj­unum í upp­hafi árs.

Auk Íslands, Banda­ríkj­anna og Rúss­lands eiga Dan­mörk, Finn­land, Kana­da, Nor­egur og Sví­þjóð aðild að Norð­ur­skauts­ráð­inu og verða utan­rík­is­ráð­herrar þess­ara ríkja sömu­leiðis við­stadd­ir, ásamt leið­togum sex frum­byggja­sam­taka á norð­ur­slóð­um.

Var ekki bara hægt að halda fjar­fund?

Kjarn­inn beindi ýmsum spurn­ingum til utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um fram­kvæmd svona við­burðar á tímum heims­far­ald­urs og spurði meðal ann­ars hvort það hefði verið brýn nauð­syn að fund­ur­inn færi fram í raun­heim­um, en ekki bara á net­inu eins og fjöl­margar ráð­stefnur og fundir hafa gert und­an­farið ár.

Af svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins má merkja að nauð­syn­legt hafi þótt að halda fund­inn, þó hann verði með minna sniði nú en oft áður. Ráðu­neytið segir að per­sónu­legir fundir utan­rík­is­ráð­herra ríkj­anna séu taldir skipta höf­uð­máli fyrir starf­semi Norð­ur­skauts­ráðs­ins.

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands. Rússar munu á fundinum taka við formennsku Norðurskautaráðsins af Íslendingum. Mynd: EPA

„Per­sónu­legt umboð þeirra gefur starf­inu aukið vægi auk þess sem það hefur legið til grund­vallar marg­vís­legu sam­starfi í stefnu­mótun milli ríkj­anna átta og í sam­starfi þeirra á vett­vangi alþjóða­stofn­ana. Þá hafa fund­irnir einnig alþjóða­póli­tíska þýð­ingu og veita jafn­framt mik­il­væg tæki­færi til tví­hliða funda utan­rík­is­ráð­herranna,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins.

Þar er einnig nefnt að utan­rík­is­ráð­herrar Atl­ants­hafs­banda­lags­ins hafi komið saman til fundar í Brus­sel á dög­unum þrátt fyrir far­ald­ur­inn (ut­an­rík­is­ráð­herra Íslands komst reyndar ekki vegna veik­inda) og að utan­rík­is­ráð­herrar Evr­ópu­sam­bands­ins hitt­ist mán­að­ar­lega í eigin per­sónu.

Sendi­nefnd­irnar minni en venju­lega

Kjarn­inn reyndi að fá mynd af því hversu margir erlendir gestir væru vænt­an­legir til lands­ins í tengslum við fund­inn. Í svari ráðu­neyt­is­ins segir að með full­skip­uðum sendi­nefndum væru fund­ar­gestir undir venju­legum kring­um­stæðum á bil­inu 200-300 tals­ins og að annað eins af fylgd­ar­liði, örygg­is­vörðum og fjöl­miðla­fólki myndi fylgja með.

„Sem fyrr segir hefur minnsta mögu­lega hópi hefur verið boðið til fund­ar­ins og er því reiknað með því að þátt­tak­endur sem komi til Íslands erlendis frá verði um fjórð­ungur af því sem venju­lega ger­ist,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins. Það má því skjóta á að fjöldi fund­ar­gesta verði á bil­inu 50-75 – en svo bæt­ist við ein­hver fjöldi fylgd­ar­fólks, örygg­is­varða og fjöl­miðla­fólks.

Allir sóttir út á flug­völl og í fylgd full­trúa stjórn­valda

Sem áður segir fer fund­ur­inn alfarið fram í vinnu­sótt­kví og unnið er að útfærslu hennar í náinni sam­vinnu við heil­brigð­is­yf­ir­völd. Í svari ráðu­neyt­is­ins er því lýst að þáttak­endur á ráð­herra­fundum sem þessum staldri ein­ungis stutt við, eða í einn til tvo sól­ar­hringa.

„Þeir verða allir sóttir á flug­völl og verða í fylgd full­trúa íslenskra stjórn­valda allan dval­ar­tím­ann. Þannig verður skil­virk útfærsla og fram­kvæmd vinnu­sótt­kvíar tryggð. Íslenskir þátt­tak­endur og starfs­lið fund­ar­ins munu að sjálf­sögðu sæta nauð­syn­legum sótt­varn­ar­ráð­stöf­unum eftir lok fund­ar­ins og brott­för gest­anna,“ segir enn fremur í svari ráðu­neyt­is­ins.

Auglýsing

Þrátt fyrir að fund­ur­inn fari fram í vinnu­sótt­kví hefur öllum erlendum þátt­tak­endum fund­ar­ins verið gerð grein fyrir að þeir verði að upp­fylla að minnsta kosti eitt þriggja skil­yrða fyrir komu til Íslands, þ.e. að hafa í fórum sínum nýtt PCR-­próf við komu, gilt bólu­setn­ing­ar­vott­orð eða gilt vott­orð um afstaðna COVID19-­sýk­ingu.

„Auk þess hefur verið til­kynnt að vænta megi frek­ari reglna og við­miða um próf­an­ir, grímunotk­un, sam­skipta­fjar­lægð, sam­skipti milli sendi­nefnda og bann við sam­skiptum við fólk utan vinnu­sótt­kví­ar,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins.

Alþjóða­press­unni bent á gild­andi reglur

Á upp­lýs­inga­síðu sem sett hefur verið upp fyrir erlenda fjöl­miðla sem vilja koma til lands­ins og fylgj­ast með fund­inum má lesa að eng­inn afsláttur verði gef­inn af gild­andi sótt­varna­ráð­stöf­un­um. Þar segir að þeir far­þegar sem ekki hafi verið bólu­settir eða geti sýnt fram á fyrri sýk­ingu COVID-19 með gildu vott­orði þurfi að fara í fimm daga sótt­kví og und­ir­gang­ast tvær skimanir við kom­una til lands­ins.

Þó er bent á að fjöl­miðla­fólk geti sótt um að fá að starfa hér í vinnu­sótt­kví vegna ráð­herra­fund­ar­ins, en þá þurfi að lúta reglum og skil­yrðum sótt­varna­læknis til þess að fá að taka við­töl og sinna öðrum störfum í tengslum við ráð­herra­fund­inn.

Utan­rík­is­ráðu­neytið segir ekki tíma­bært að gefa upp hvar ráð­herra­fund­ur­inn sjálfur verður hald­inn þann 20. maí og svarar því heldur ekki hvar þátt­tak­endur á fund­inum komi til með að gista á meðan dvöl þeirra hér á landi stend­ur.

Ekki liggur heldur fyr­ir, sam­kvæmt ráðu­neyt­inu, hversu margar einka­þotur munu koma hingað til lands í tengslum við fund­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent