Eigið fé Stoða í lok síðasta árs var 32 milljarðar – Hefur meira en tvöfaldast á fjórum árum

Stoðir er stærsti eigandi Símans og Kviku og stærsti íslenski einkafjárfestirinn í Arion banka. Félagið hagnaðist um 7,6 milljarða króna í fyrra og eigi fé þess hefur aukist um 18,5 milljarða króna á fjórum árum.

Jón Sigurðsson er á meðal stærstu eigenda Stoða og settist í stól forstjóra félagsins fyrr í þessum mánuði.
Jón Sigurðsson er á meðal stærstu eigenda Stoða og settist í stól forstjóra félagsins fyrr í þessum mánuði.
Auglýsing

Stoðir, einn stærsti einkafjárfestir landsins, hagnaðist um 7,6 milljarða króna á árinu 2020. Eigið fé félagsins í lok síðasta árs var 31,8 milljarðar króna. Stoðir eru nánast skuldlaust félag. Alls nema skuldir þess 42 milljónum króna, eða 0,1 prósenti af bókfærðu virði eigna félagsins. 

Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Stoða fyrir árið 2020. Þrátt fyrir góða afkomu og mikinn hagnað lagði stjórn Stoða ekki til að beinn arður yrði greiddur út úr félaginu vegna frammistöðu síðasta árs. Hagnaðurinn getur þess í stað nýst í nýjar fjárfestingar. 

Langstærsti hluti eigna Stoða er bundinn í skráðum hlutabréfum í þremur íslenskum félögum. Virði þeirra félaga var bókfært á 25,8 milljarða króna um síðustu áramót og virði eignaflokksins jókst alls um rúmlega 8,3 milljarða króna milli ára. 

Alls hefur eigið fé Stoða aukist um 18,5 milljarða króna frá árslokum 2016.

Ekki upplýst um kaupverðið

Vorið 2017 keypti hópur fjárfesta ráð­andi hlut í Stoð­u­m af þrotabúi Glitnis, síðar Glitnir HoldCo, banka sem hafði haldið á hlutnum frá því að fjárfestingafélagið var gert upp í kjölfar bankahrunsins. Það hét áður FL Group og var á meðal stærstu eigenda Glitnis.

Þegar þessi sala átti sér stað áttu Stoðir ein­ungis eina eign af viti sem átti eftir að vinna úr, hlut í hol­lenska drykkj­­ar­vöru­fram­­leið­and­­anum Refresco. Sá hlutur var seldur í mars 2018 eftir yfir­tökutil­boð og eftir sátu um 18 millj­arðar króna í Stoð­um. Þeir fjár­munir hafa verið not­aðir í fjár­fest­ingar á und­an­förnum miss­er­um og hafa ávaxtast með þeim hætti að eigið féð er nú næstu næstum 14 milljörðum krónum hærra. 

Glitnir Holdco hefur aldrei viljað veita upplýsingar um söluna. Á meðal þess sem Kjarninn hefur spurt félagið að vegna hennar er á hvað hluturinn hafi verið seldur.

Jón orðinn forstjóri á ný

Þessi eignarhlutur í Stoðum er nú inni í félaginu S121 ehf. stærsta eiganda Stoða með 55,3 prósent eignarhlut. Stærsti eigandi S121 ehf. er félagið Helgarfell ehf. sem er í eigu Jóns Sigurðssonar, forstjóra Stoða, Bjargar Fenger eiginkonu hans og fjölskyldu hennar. Á meðal annarra eigenda Helgarfells er Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs. 

Jón hefur verið stjórnarformaður Stoða undanfarin ár en var fyrr í þessum mánuði ráðinn forstjóri fjárfestingafélagsins. Sigurjón Pálsson tók við sem stjórnarformaður samhliða. Þar með er Jón kominn aftur í stól forstjóra sem hann settist fyrst í í desember 2007, þá ekki orðinn þrítugur.  

Auglýsing
Aðrir stórir eigendur í S121 ehf. eru  margir hverjir einstaklingar með tengsl við gamla FL Group, annað hvort störfuðu þar eða sátu í stjórn. 

Má þar nefna félög tengd Magnúsi Ármann, sem var hluthafi í FL Group og sat í stjórn félagsins, Örvari Kjærnested, sem var yfir starfsemi FL Group London fyrir hrun, og Bernhard Bogasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóri lögfræðisviðs FL Group. M ehf., félag tengt Þorsteini M. Jónssyni, sem var á meðal lykilleikenda í FL Group á árum áður, á líka hlut í S121 ehf. 

Þá á Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, stóran hlut. 

Landsbankinn átti 12,1 hlut í Stoðum sem var seldur í desember í fyrra á 3,3 milljarða króna. Mótás, félag í eigu Bergþórs Jónssonar og Fritz Hendriks Berndsen, keypti stærstan hluta hans, eða fyrir rúman milljarð króna. Á meðal annarra fjárfesta sem keyptu af Landsbankanum er eignarhaldsfélagið P1211 ehf., sem er í eigu Lárusar Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, og Ágústu Margrétar Ólafsdóttur, eiginkonu hans. Þau keyptu um eitt prósent hlut. 

Þá bættu hluti fyrri hluthafa við sig eignarhlutum. 

Eiga stóran hlut í tveimur bönkum

Stoðir er einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenskum hlutabréfamarkaði í dag. Það er til að mynda stærsti einstaki hluthafi Símans með 15,41 prósent eignarhlut. 

Í fjárfestakynningu vegna uppgjörs Símans fyrir árið 2020 kom fram að lagt yrði til við aðalfund að færa niður eigið fé Símans um átta milljarða króna. Til viðbótar átti að greiða arð upp á hálfan milljarð króna vegna frammistöðu síðasta árs. Hluthafar Símans munu því fá 8,5 milljarða króna greidda út úr félaginu í ár. Hlutur Stoða í þeirri greiðslu verður um 1,3 milljarðar króna. 

Stoðir eru líka stærsti innlendi einkafjárfestirinn í Arion banka, þess sem nú endurfjármagnar skuldir Símans, en þar hefur verið rekin sú stefna að reyna að greiða sem mest eigið fé út úr bankanum undanfarin ár. Á næstu árum er stefnt að því að greiða um 50 milljarða króna til hluthafa bankans. Á þessu ári munu arðgreiðslur verða þrír milljarðar króna og endurkaup á eigin bréfum 15 milljarðar króna. Hlutdeild Stoða í þeirri útgreiðslu er um 900 milljónir króna. 

Eftir að sameining Kviku, TM og Lykils gekk í gegn eru Stoðir líka stærsti eigandi þess banka með 9,03 prósent hlut. 

Þessar þrjár eignir eru yfir 90 prósent af eignum Stoða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent