Eigið fé Stoða í lok síðasta árs var 32 milljarðar – Hefur meira en tvöfaldast á fjórum árum

Stoðir er stærsti eigandi Símans og Kviku og stærsti íslenski einkafjárfestirinn í Arion banka. Félagið hagnaðist um 7,6 milljarða króna í fyrra og eigi fé þess hefur aukist um 18,5 milljarða króna á fjórum árum.

Jón Sigurðsson er á meðal stærstu eigenda Stoða og settist í stól forstjóra félagsins fyrr í þessum mánuði.
Jón Sigurðsson er á meðal stærstu eigenda Stoða og settist í stól forstjóra félagsins fyrr í þessum mánuði.
Auglýsing

Stoðir, einn stærsti einkafjárfestir landsins, hagnaðist um 7,6 milljarða króna á árinu 2020. Eigið fé félagsins í lok síðasta árs var 31,8 milljarðar króna. Stoðir eru nánast skuldlaust félag. Alls nema skuldir þess 42 milljónum króna, eða 0,1 prósenti af bókfærðu virði eigna félagsins. 

Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Stoða fyrir árið 2020. Þrátt fyrir góða afkomu og mikinn hagnað lagði stjórn Stoða ekki til að beinn arður yrði greiddur út úr félaginu vegna frammistöðu síðasta árs. Hagnaðurinn getur þess í stað nýst í nýjar fjárfestingar. 

Langstærsti hluti eigna Stoða er bundinn í skráðum hlutabréfum í þremur íslenskum félögum. Virði þeirra félaga var bókfært á 25,8 milljarða króna um síðustu áramót og virði eignaflokksins jókst alls um rúmlega 8,3 milljarða króna milli ára. 

Alls hefur eigið fé Stoða aukist um 18,5 milljarða króna frá árslokum 2016.

Ekki upplýst um kaupverðið

Vorið 2017 keypti hópur fjárfesta ráð­andi hlut í Stoð­u­m af þrotabúi Glitnis, síðar Glitnir HoldCo, banka sem hafði haldið á hlutnum frá því að fjárfestingafélagið var gert upp í kjölfar bankahrunsins. Það hét áður FL Group og var á meðal stærstu eigenda Glitnis.

Þegar þessi sala átti sér stað áttu Stoðir ein­ungis eina eign af viti sem átti eftir að vinna úr, hlut í hol­lenska drykkj­­ar­vöru­fram­­leið­and­­anum Refresco. Sá hlutur var seldur í mars 2018 eftir yfir­tökutil­boð og eftir sátu um 18 millj­arðar króna í Stoð­um. Þeir fjár­munir hafa verið not­aðir í fjár­fest­ingar á und­an­förnum miss­er­um og hafa ávaxtast með þeim hætti að eigið féð er nú næstu næstum 14 milljörðum krónum hærra. 

Glitnir Holdco hefur aldrei viljað veita upplýsingar um söluna. Á meðal þess sem Kjarninn hefur spurt félagið að vegna hennar er á hvað hluturinn hafi verið seldur.

Jón orðinn forstjóri á ný

Þessi eignarhlutur í Stoðum er nú inni í félaginu S121 ehf. stærsta eiganda Stoða með 55,3 prósent eignarhlut. Stærsti eigandi S121 ehf. er félagið Helgarfell ehf. sem er í eigu Jóns Sigurðssonar, forstjóra Stoða, Bjargar Fenger eiginkonu hans og fjölskyldu hennar. Á meðal annarra eigenda Helgarfells er Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs. 

Jón hefur verið stjórnarformaður Stoða undanfarin ár en var fyrr í þessum mánuði ráðinn forstjóri fjárfestingafélagsins. Sigurjón Pálsson tók við sem stjórnarformaður samhliða. Þar með er Jón kominn aftur í stól forstjóra sem hann settist fyrst í í desember 2007, þá ekki orðinn þrítugur.  

Auglýsing
Aðrir stórir eigendur í S121 ehf. eru  margir hverjir einstaklingar með tengsl við gamla FL Group, annað hvort störfuðu þar eða sátu í stjórn. 

Má þar nefna félög tengd Magnúsi Ármann, sem var hluthafi í FL Group og sat í stjórn félagsins, Örvari Kjærnested, sem var yfir starfsemi FL Group London fyrir hrun, og Bernhard Bogasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóri lögfræðisviðs FL Group. M ehf., félag tengt Þorsteini M. Jónssyni, sem var á meðal lykilleikenda í FL Group á árum áður, á líka hlut í S121 ehf. 

Þá á Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, stóran hlut. 

Landsbankinn átti 12,1 hlut í Stoðum sem var seldur í desember í fyrra á 3,3 milljarða króna. Mótás, félag í eigu Bergþórs Jónssonar og Fritz Hendriks Berndsen, keypti stærstan hluta hans, eða fyrir rúman milljarð króna. Á meðal annarra fjárfesta sem keyptu af Landsbankanum er eignarhaldsfélagið P1211 ehf., sem er í eigu Lárusar Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, og Ágústu Margrétar Ólafsdóttur, eiginkonu hans. Þau keyptu um eitt prósent hlut. 

Þá bættu hluti fyrri hluthafa við sig eignarhlutum. 

Eiga stóran hlut í tveimur bönkum

Stoðir er einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenskum hlutabréfamarkaði í dag. Það er til að mynda stærsti einstaki hluthafi Símans með 15,41 prósent eignarhlut. 

Í fjárfestakynningu vegna uppgjörs Símans fyrir árið 2020 kom fram að lagt yrði til við aðalfund að færa niður eigið fé Símans um átta milljarða króna. Til viðbótar átti að greiða arð upp á hálfan milljarð króna vegna frammistöðu síðasta árs. Hluthafar Símans munu því fá 8,5 milljarða króna greidda út úr félaginu í ár. Hlutur Stoða í þeirri greiðslu verður um 1,3 milljarðar króna. 

Stoðir eru líka stærsti innlendi einkafjárfestirinn í Arion banka, þess sem nú endurfjármagnar skuldir Símans, en þar hefur verið rekin sú stefna að reyna að greiða sem mest eigið fé út úr bankanum undanfarin ár. Á næstu árum er stefnt að því að greiða um 50 milljarða króna til hluthafa bankans. Á þessu ári munu arðgreiðslur verða þrír milljarðar króna og endurkaup á eigin bréfum 15 milljarðar króna. Hlutdeild Stoða í þeirri útgreiðslu er um 900 milljónir króna. 

Eftir að sameining Kviku, TM og Lykils gekk í gegn eru Stoðir líka stærsti eigandi þess banka með 9,03 prósent hlut. 

Þessar þrjár eignir eru yfir 90 prósent af eignum Stoða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent