Eigið fé Stoða í lok síðasta árs var 32 milljarðar – Hefur meira en tvöfaldast á fjórum árum

Stoðir er stærsti eigandi Símans og Kviku og stærsti íslenski einkafjárfestirinn í Arion banka. Félagið hagnaðist um 7,6 milljarða króna í fyrra og eigi fé þess hefur aukist um 18,5 milljarða króna á fjórum árum.

Jón Sigurðsson er á meðal stærstu eigenda Stoða og settist í stól forstjóra félagsins fyrr í þessum mánuði.
Jón Sigurðsson er á meðal stærstu eigenda Stoða og settist í stól forstjóra félagsins fyrr í þessum mánuði.
Auglýsing

Stoð­ir, einn stærsti einka­fjár­festir lands­ins, hagn­að­ist um 7,6 millj­arða króna á árinu 2020. Eigið fé félags­ins í lok síð­asta árs var 31,8 millj­arðar króna. Stoðir eru nán­ast skuld­laust félag. Alls nema skuldir þess 42 millj­ónum króna, eða 0,1 pró­senti af bók­færðu virði eigna félags­ins. 

Þetta kemur fram í nýbirtum árs­reikn­ingi Stoða fyrir árið 2020. Þrátt fyrir góða afkomu og mik­inn hagnað lagði stjórn Stoða ekki til að beinn arður yrði greiddur út úr félag­inu vegna frammi­stöðu síð­asta árs. Hagn­að­ur­inn getur þess í stað nýst í nýjar fjár­fest­ing­ar. 

Langstærsti hluti eigna Stoða er bund­inn í skráðum hluta­bréfum í þremur íslenskum félög­um. Virði þeirra félaga var bók­fært á 25,8 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót og virði eigna­flokks­ins jókst alls um rúm­lega 8,3 millj­arða króna milli ára. 

Alls hefur eigið fé Stoða auk­ist um 18,5 millj­arða króna frá árs­lokum 2016.

Ekki upp­lýst um kaup­verðið

Vorið 2017 keypti hópur fjár­festa ráð­andi hlut í Stoð­u­m af þrota­búi Glitn­is, síðar Glitnir HoldCo, banka sem hafði haldið á hlutnum frá því að fjár­fest­inga­fé­lagið var gert upp í kjöl­far banka­hruns­ins. Það hét áður FL Group og var á meðal stærstu eig­enda Glitn­is.

Þegar þessi sala átti sér stað áttu Stoðir ein­ungis eina eign af viti sem átti eftir að vinna úr, hlut í hol­­lenska drykkj­­­ar­vöru­fram­­­leið­and­­­anum Refresco. Sá hlutur var seldur í mars 2018 eftir yfir­­­tökutil­­boð og eftir sátu um 18 millj­­arðar króna í Stoð­­um. Þeir fjár­­munir hafa verið not­aðir í fjár­­­fest­ingar á und­an­­förnum mis­s­er­um og hafa ávaxt­ast með þeim hætti að eigið féð er nú næstu næstum 14 millj­örðum krónum hærra. 

Glitnir Holdco hefur aldrei viljað veita upp­lýs­ingar um söl­una. Á meðal þess sem Kjarn­inn hefur spurt félagið að vegna hennar er á hvað hlut­ur­inn hafi verið seld­ur.

Jón orð­inn for­stjóri á ný

Þessi eign­ar­hlutur í Stoðum er nú inni í félag­inu S121 ehf. stærsta eig­anda Stoða með 55,3 pró­sent eign­ar­hlut. Stærsti eig­andi S121 ehf. er félagið Helg­ar­fell ehf. sem er í eigu Jóns Sig­urðs­son­ar, for­stjóra Stoða, Bjargar Fen­ger eig­in­konu hans og fjöl­skyldu henn­ar. Á meðal ann­arra eig­enda Helg­ar­fells er Ari Fen­ger, for­maður Við­skipta­ráðs. 

Jón hefur verið stjórn­ar­for­maður Stoða und­an­farin ár en var fyrr í þessum mán­uði ráð­inn for­stjóri fjár­fest­inga­fé­lags­ins. Sig­ur­jón Páls­son tók við sem stjórn­ar­for­maður sam­hliða. Þar með er Jón kom­inn aftur í stól for­stjóra sem hann sett­ist fyrst í í des­em­ber 2007, þá ekki orð­inn þrí­tug­ur.  

Auglýsing
Aðrir stórir eig­endur í S121 ehf. eru  margir hverjir ein­stak­lingar með tengsl við gamla FL Group, annað hvort störf­uðu þar eða sátu í stjórn. 

Má þar nefna félög tengd Magn­úsi Ármann, sem var hlut­hafi í FL Group og sat í stjórn félags­ins, Örv­ari Kjærne­sted, sem var yfir starf­semi FL Group London fyrir hrun, og Bern­hard Boga­syni, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri lög­fræðis­viðs FL Group. M ehf., félag tengt Þor­steini M. Jóns­syni, sem var á meðal lyk­il­leik­enda í FL Group á árum áður, á líka hlut í S121 ehf. 

Þá á Einar Örn Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Skelj­ungs, stóran hlut. 

Lands­bank­inn átti 12,1 hlut í Stoðum sem var seldur í des­em­ber í fyrra á 3,3 millj­arða króna. Mótás, félag í eigu Berg­þórs Jóns­sonar og Fritz Hend­riks Bernd­sen, keypti stærstan hluta hans, eða fyrir rúman millj­arð króna. Á meðal ann­arra fjár­festa sem keyptu af Lands­bank­anum er eign­ar­halds­fé­lagið P1211 ehf., sem er í eigu Lárusar Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóra Glitn­is, og Ágústu Mar­grétar Ólafs­dótt­ur, eig­in­konu hans. Þau keyptu um eitt pró­sent hlut. 

Þá bættu hluti fyrri hlut­hafa við sig eign­ar­hlut­u­m. 

Eiga stóran hlut í tveimur bönkum

Stoðir er einn umsvifa­mesti einka­fjár­festir­inn á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði í dag. Það er til að mynda stærsti ein­staki hlut­hafi Sím­ans með 15,41 pró­sent eign­ar­hlut. 

Í fjár­festa­kynn­ingu vegna upp­gjörs Sím­ans fyrir árið 2020 kom fram að lagt yrði til við aðal­fund að færa niður eigið fé Sím­ans um átta millj­arða króna. Til við­bótar átti að greiða arð upp á hálfan millj­arð króna vegna frammi­stöðu síð­asta árs. Hlut­hafar Sím­ans munu því fá 8,5 millj­arða króna greidda út úr félag­inu í ár. Hlutur Stoða í þeirri greiðslu verður um 1,3 millj­arðar króna. 

Stoðir eru líka stærsti inn­lendi einka­fjár­festir­inn í Arion banka, þess sem nú end­ur­fjár­magnar skuldir Sím­ans, en þar hefur verið rekin sú stefna að reyna að greiða sem mest eigið fé út úr bank­anum und­an­farin ár. Á næstu árum er stefnt að því að greiða um 50 millj­arða króna til hlut­hafa bank­ans. Á þessu ári munu arð­greiðslur verða þrír millj­arðar króna og end­ur­kaup á eigin bréfum 15 millj­arðar króna. Hlut­deild Stoða í þeirri útgreiðslu er um 900 millj­ónir króna. 

Eftir að sam­ein­ing Kviku, TM og Lyk­ils gekk í gegn eru Stoðir líka stærsti eig­andi þess banka með 9,03 pró­sent hlut. 

Þessar þrjár eignir eru yfir 90 pró­sent af eignum Stoða.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent