Utanríkisráðherrar stórveldanna verða í vinnusóttkví á Íslandi

Það verða strangar sóttvarnareglur á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem fram fer hér á landi í maí. Allur fundurinn fer fram í vinnusóttkví. Utanríkisráðuneytið segir ekki hafa komið til greina að halda bara fjarfund. Persónulegir fundir skipti máli.

Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins í maí ásamt öðrum utanríkisráðherrum Norðurskautaráðsins .
Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanlegur til landsins í maí ásamt öðrum utanríkisráðherrum Norðurskautaráðsins .
Auglýsing

Þann 20. maí fer ráðherrafundur Norðurskautsráðsins fram hér á landi, en fundurinn markar endalok tveggja ára formennsku Íslands í ráðinu. Vegna heimsfaraldursins verður fundurinn með nokkuð óvenjulegu sniði, en einungis hluta fundargesta er boðið að sækja fundinn í eigin persónu á meðan aðrir taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað.

Erlendir fundargestir verða í vinnusóttkví með ströngum sóttvarnarreglum, sem unnið er að þessa dagana hjá utanríkisráðuneytinu í samráði við embætti landlæknis og sóttvarnalækni.

Á meðal þátttakenda á fundinum verða Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og búist er við að þeir muni eiga hér sinn fyrsta tvíhliða fund frá því að stjórn Joe Bidens tók við völdum í Bandaríkjunum í upphafi árs.

Auk Íslands, Bandaríkjanna og Rússlands eiga Danmörk, Finnland, Kanada, Noregur og Svíþjóð aðild að Norðurskautsráðinu og verða utanríkisráðherrar þessara ríkja sömuleiðis viðstaddir, ásamt leiðtogum sex frumbyggjasamtaka á norðurslóðum.

Var ekki bara hægt að halda fjarfund?

Kjarninn beindi ýmsum spurningum til utanríkisráðuneytisins um framkvæmd svona viðburðar á tímum heimsfaraldurs og spurði meðal annars hvort það hefði verið brýn nauðsyn að fundurinn færi fram í raunheimum, en ekki bara á netinu eins og fjölmargar ráðstefnur og fundir hafa gert undanfarið ár.

Af svari utanríkisráðuneytisins má merkja að nauðsynlegt hafi þótt að halda fundinn, þó hann verði með minna sniði nú en oft áður. Ráðuneytið segir að persónulegir fundir utanríkisráðherra ríkjanna séu taldir skipta höfuðmáli fyrir starfsemi Norðurskautsráðsins.

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands. Rússar munu á fundinum taka við formennsku Norðurskautaráðsins af Íslendingum. Mynd: EPA

„Persónulegt umboð þeirra gefur starfinu aukið vægi auk þess sem það hefur legið til grundvallar margvíslegu samstarfi í stefnumótun milli ríkjanna átta og í samstarfi þeirra á vettvangi alþjóðastofnana. Þá hafa fundirnir einnig alþjóðapólitíska þýðingu og veita jafnframt mikilvæg tækifæri til tvíhliða funda utanríkisráðherranna,“ segir í svari ráðuneytisins.

Þar er einnig nefnt að utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins hafi komið saman til fundar í Brussel á dögunum þrátt fyrir faraldurinn (utanríkisráðherra Íslands komst reyndar ekki vegna veikinda) og að utanríkisráðherrar Evrópusambandsins hittist mánaðarlega í eigin persónu.

Sendinefndirnar minni en venjulega

Kjarninn reyndi að fá mynd af því hversu margir erlendir gestir væru væntanlegir til landsins í tengslum við fundinn. Í svari ráðuneytisins segir að með fullskipuðum sendinefndum væru fundargestir undir venjulegum kringumstæðum á bilinu 200-300 talsins og að annað eins af fylgdarliði, öryggisvörðum og fjölmiðlafólki myndi fylgja með.

„Sem fyrr segir hefur minnsta mögulega hópi hefur verið boðið til fundarins og er því reiknað með því að þátttakendur sem komi til Íslands erlendis frá verði um fjórðungur af því sem venjulega gerist,“ segir í svari ráðuneytisins. Það má því skjóta á að fjöldi fundargesta verði á bilinu 50-75 – en svo bætist við einhver fjöldi fylgdarfólks, öryggisvarða og fjölmiðlafólks.

Allir sóttir út á flugvöll og í fylgd fulltrúa stjórnvalda

Sem áður segir fer fundurinn alfarið fram í vinnusóttkví og unnið er að útfærslu hennar í náinni samvinnu við heilbrigðisyfirvöld. Í svari ráðuneytisins er því lýst að þáttakendur á ráðherrafundum sem þessum staldri einungis stutt við, eða í einn til tvo sólarhringa.

„Þeir verða allir sóttir á flugvöll og verða í fylgd fulltrúa íslenskra stjórnvalda allan dvalartímann. Þannig verður skilvirk útfærsla og framkvæmd vinnusóttkvíar tryggð. Íslenskir þátttakendur og starfslið fundarins munu að sjálfsögðu sæta nauðsynlegum sóttvarnarráðstöfunum eftir lok fundarins og brottför gestanna,“ segir enn fremur í svari ráðuneytisins.

Auglýsing

Þrátt fyrir að fundurinn fari fram í vinnusóttkví hefur öllum erlendum þátttakendum fundarins verið gerð grein fyrir að þeir verði að uppfylla að minnsta kosti eitt þriggja skilyrða fyrir komu til Íslands, þ.e. að hafa í fórum sínum nýtt PCR-próf við komu, gilt bólusetningarvottorð eða gilt vottorð um afstaðna COVID19-sýkingu.

„Auk þess hefur verið tilkynnt að vænta megi frekari reglna og viðmiða um prófanir, grímunotkun, samskiptafjarlægð, samskipti milli sendinefnda og bann við samskiptum við fólk utan vinnusóttkvíar,“ segir í svari ráðuneytisins.

Alþjóðapressunni bent á gildandi reglur

Á upplýsingasíðu sem sett hefur verið upp fyrir erlenda fjölmiðla sem vilja koma til landsins og fylgjast með fundinum má lesa að enginn afsláttur verði gefinn af gildandi sóttvarnaráðstöfunum. Þar segir að þeir farþegar sem ekki hafi verið bólusettir eða geti sýnt fram á fyrri sýkingu COVID-19 með gildu vottorði þurfi að fara í fimm daga sóttkví og undirgangast tvær skimanir við komuna til landsins.

Þó er bent á að fjölmiðlafólk geti sótt um að fá að starfa hér í vinnusóttkví vegna ráðherrafundarins, en þá þurfi að lúta reglum og skilyrðum sóttvarnalæknis til þess að fá að taka viðtöl og sinna öðrum störfum í tengslum við ráðherrafundinn.

Utanríkisráðuneytið segir ekki tímabært að gefa upp hvar ráðherrafundurinn sjálfur verður haldinn þann 20. maí og svarar því heldur ekki hvar þátttakendur á fundinum komi til með að gista á meðan dvöl þeirra hér á landi stendur.

Ekki liggur heldur fyrir, samkvæmt ráðuneytinu, hversu margar einkaþotur munu koma hingað til lands í tengslum við fundinn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent