Bókanir í ferðaþjónustu „fugl í skógi ekki í hendi“ að mati Seðlabanka Íslands

Þótt lifnað hafi yfir bókunum í ferðaþjónustu séu þær með sveigjanlegri skilmálum en áður og því ekki í hendi. Stríðið í Úkraínu og afleiddar afleiðingar þess muni líklega draga úr ferðavilja að mati bankans.

Leifsstöð
Auglýsing

Þótt nýt­ing á gisti­plássum á Íslandi hafi batnað tölu­vert í síð­asta mán­uði, og að íslensk hótel hafi séð mikla fjölgun bók­ana koma inn bæði til skemmri tíma og fyrir sum­ar­mán­uð­ina, er mik­il­vægt að draga ekki og sterkar álykt­anir af horfum í ferða­þjón­ust­unni á næstu mán­uðum miðað við núver­andi bók­una­stöðu. „Bók­anir hafa sjaldan eða aldrei verið með jafn sveigj­an­legum skil­málum og nú, þær eru fugl í skógi en ekki í hendi. Stríðið í Úkra­ínu og trufl­anir á flug­sam­göngum sem því mun fylgja, m.a. lok­anir á loft­helgi og hækk­anir á flug­far­gjöld­um, gætu haft nei­kvæð áhrif á ferða­vilja og seinkað bata grein­ar­inn­ar.“

Þetta segir í nýju Fjár­mála­stöð­ug­leika­riti Seðla­banka Íslands sem birt var fyrir helgi.

Þar kemur fram að hægt hafi á bata ferða­þjón­ust­unnar undir lok síð­asta árs í kjöl­far útbreiðslu Ómíkron-af­brigð­is­ins en komur ferða­manna höfðu auk­ist tölu­vert síð­asta sum­ar. Yfir árið í heild komu tæp­lega 690 þús­und ferða­menn til lands­ins, þar af um 90 pró­sent á seinni helm­ingi árs­ins, sam­an­borið við um 480 þús­und manns árið 2020. 

Stríðið mun lík­lega hafa nei­kvæð áhrif á ferða­þjón­ust­una

Í rit­inu segir að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá inn­lendu flug­fé­lög­un­um  hafi lifnað yfir bók­unum um miðjan jan­úar 2021 þegar slakað var á sótt­varn­ar­að­gerðum hér á landi og víða erlend­is. „Út­lit er fyrir að flug­fram­boð til og frá land­inu auk­ist tölu­vert í ár miðað við fyrra ár. Icelandair gerir ráð fyrir að auka flug­fram­boð í um 80 pró­sent af því sem í boði var árið 2019 (35 pró­sent árið 2021). Þá hefur PLAY bætt fjölda áfanga­staða við leiða­kerfi sitt og áformar félagið flug til Norð­ur­-Am­er­íku í apr­íl.“

Auglýsing
Auk þess séu vís­bend­ingar um að ferða­vilji hafi auk­ist nú þegar hillir undir lok far­ald­urs­ins og ný þjóð­hags­spá Seðla­bank­ans sem birt var í byrjun síð­asta mán­aðar gerir ráð fyrir tæp­lega 1,5 millj­ónum ferða­manna til lands­ins á þessu ári. „Á móti kemur að stríðið í Úkra­ínu mun lík­lega hafa nei­kvæð áhrif á ferða­þjón­ust­una, einkum ef það dregst á lang­inn.“

Við­búið sé að víð­tækar lok­anir á loft­helgi margra ríkja hafi nei­kvæð áhrif á komur ferða­manna til Íslands, einkum frá Asíu. „Hækkun á verði elds­neytis og hrá­vöru dregur enn fremur úr kaup­mætti heim­ila í þró­uðum ríkjum sem getur haft áhrif á ferða­vilja og útgjöld hvers ferða­manns gætu orðið minni en ella. Óvíst er að hversu miklu leyti hækkun á verði elds­neytis muni koma fram í far­miða­verði og veltur það m.a. á til hversu langs tíma hækk­an­irnar muni vara og að hve miklu leyti flug­fé­lög hafa varið sig fyrir verð­hækkun á elds­neyt­i.“

Icelandair Group tap­aði 13,7 millj­­örðum króna á árinu 2021 miðað við gengi krónu í lok þess árs en félagið gerir upp í Banda­­ríkja­döl­­um. Þar af tap­aði félagið 5,1 millj­­arði króna á síð­­­ustu þremur mán­uðum árs­ins. PLAY tap­aði 22,5 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala, rúm­­lega 2,9 millj­­örðum króna miðað við gengi í lok síð­­asta árs, á árinu 2021. Hækk­andi elds­neyt­is­verð hefur haft mikið áhrif á rekstur flug­fé­lag­anna tveggja og lita áætl­anir þeirra fyrir árið. Icelandair Group er með litlar varnir gegn hækk­unum á elds­neyti og PLAY eng­ar.

Skulda­vandi og end­ur­skipu­lagn­ing nauð­syn­leg

Seðla­bank­inn bendir einnig á að skulda­vandi margra ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja sem enn óleyst­ur.

­Grein­ing sem KPMG hafi gert á fjár­hags­stöðu grein­ar­inn­ar, og byggði á árs­reikn­ingum árs­ins 2020, hafi sýnt mikla skulda­söfnun innan henn­ar. Hluti und­ir­greina eins og gisti­stað­ir, afþrey­ing­ar- og hóp­ferða­fyr­ir­tæki virð­ast einna helst þurfa á end­ur­skipu­lagn­ingu skulda að halda og til við­bótar megi ætla að nokkur upp­söfnuð fjár­fest­ing­ar­þörf hafi mynd­ast í grein­inn­i. 

Þótt áfram­hald­andi stuðn­ings­að­gerðir rík­is­ins muni koma sér vel fyrir ýmis fyr­ir­tæki í grein­inni, sér­stak­lega  lít­il- og með­al­stór fyr­ir­tæki, sé mik­il­vægt er að ferða­þjón­ustan nái sér aftur á strik á þessu ári eftir að hafa búið við mjög krefj­andi rekstr­ar­að­stæður í um tvö ár. „Lána­stofn­anir hafa staðið vel við bakið á fyr­ir­tækjum í gegnum far­ald­ur­inn en mik­il­vægt er að end­ur­skipu­lagn­ing fyr­ir­tækja í grein­inni, sem mörg hver eru mjög skuld­sett, verði far­sæl og að stöndug fyr­ir­tæki geti byggt aftur upp styrk grein­ar­innar nú þegar tak­mörk­unum vegna far­ald­urs­ins hefur verið aflétt.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent