Boko Haram til liðs við Íslamska ríkið

bokoharam.png
Auglýsing

Níger­íski hryðju­verka­hóp­ur­inn Boko Haram hefur svarið Íslamska rík­inu holl­ustu sína. Þetta kemur fram í mynd­bandi sem birt hefur verið á net­inu. Mynd­bandið birt­ist á Twitter síðu Boko Haram. Það er hljóð­upp­taka og leið­tog­inn Abu­bakar Shekau er tal­inn sá sem tal­ar.

„Við til­kynnum holl­ustu okkar við kalífa múslima...og munum hlusta og hlýða á tímum erf­ið­leika og vel­gengni, í þreng­ingum og þæg­ind­um, og við munum þola að vera beittir mis­rétti, og munum ekki deila um stjórnun við vald­hafa,“ kemur meðal ann­ars fram í skila­boðum sam­tak­anna. Þá var einnig kallað eftir því að múslimar um allan heim sverðu kalíf­anum holl­ustu sína.

Kalíf­inn er Abu Bakr al-Bag­hda­di, leið­togi Íslamska rík­is­ins. Hryðju­verka­hópar í Mið­aust­ur­lönd­um, Afganistan, Pakistan og ann­ars staðar í Afr­íku hafa lýst yfir holl­ustu sinni við hryðju­verka­sam­tökin sem stjórna nú hluta Íraks og Sýr­lands.

Auglýsing

Boko Haram er stærsti hryðju­verka­hóp­ur­inn sem lýsir yfir tryggð sinni við Íslamska ríkið hingað til. Ljóst hefur þótt í nokkurn tíma að teng­ing væri milli þess­ara tveggja hryðju­verka­sam­taka en óljóst er þó hversu mikil sam­hæf­ing verður á milli þeirra í kjöl­far þess­arar til­kynn­ing­ar.

Ryan Cumm­ings, sér­fræð­ingur hjá red24, sem hefur fylgst með Boko Haram náið frá árinu 2011, segir við New York Times að yfir­lýs­ingu leið­toga Boko Haram sé ætlað að senda þeim skila­boð að hryðju­verka­sam­tökin tvö séu á sömu blað­síðu. En Boko Haram er ekki eins­leitur hópur heldur hagar sér eins og margar litlar ein­ing­ar, svo það sé of snemmt að segja til um það hvort sam­tökin muni heyra beint undir Íslamska rík­ið.

Boko Haram hefur í sex ár staðið í hern­aði til að reyna að mynda íslamskt ríki í norð­ur­hluta Níger­íu. Að minnsta kosti þrettán þús­und manns hafa lát­ist í árásum hryðju­verka­sam­tak­anna. Síð­ast lét­ust tæp­lega sex­tíu manns í fimm sprengju­árásum í og nálægt borg­inni Mai­dug­uri í gær. Sam­tökin hafa einnig rænt hund­ruðum stúlkna sem flestar eru enn ófundn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None