Indriði: Íslenskum „útrásarmörðum“ býðst aflausn á útsöluverði

319-Tortola-Road-Town-Blick-von-Kammstrasse.jpg
Auglýsing

Til­lögur starfs­hóps um „grið­ar­regl­ur“ fyrir skattsvik­ara sem hafa skotið eignum undan erlendis inni­halda væg­ari skil­yrði en í öðrum löndum sem hafa glímt við þetta vanda­mál, til dæmis Þýska­landi. Þar er þess kraf­ist að upp­lýs­ingar um meint skatta­laga­brot séu ekki þegar í höndum skatta­yf­ir­valda þegar játn­ing skattsvik­ara berst svo hann geti sloppið við refs­ingu. Þetta segir Ind­riði H. Þor­láks­son, fyrrum rík­is­skatt­stjóri, í nýrri grein. Ind­riði var einnig aðstoð­ar­maður Stein­gríms J. Sig­fús­sonar þegar hann var fjár­mála­ráð­herra og settur ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu í ráð­herra­tíð hans.

Indriði H. Þorláksson. Ind­riði H. Þor­láks­son.

Starfs­hópur sem skip­aður var í byrjun des­em­ber til að skoða hvort lög­festa eigi svo­kall­að­aðar „grið­ar­regl­ur“ fyrir þá sem hafa skotið eignum utan skatti kjósi þeir að greiða skatta­skuld sína skil­aði nið­ur­stöðu sinni í lok síð­ustu viku. Til­lögur hóps­ins eru ann­ars vegar í formi draga að frum­varpi um „grið­ar­regl­ur“ og hins vegar í formi grein­ar­gerðar um laga­heim­ildir skatta­yf­ir­valda til að sporna gegn skattsvikum og ábend­ingum um úrbætur á þeim laga­heim­ild­um.

Auglýsing

Í drög­unum að laga­frum­varpi um málið segir að þeir sem kjósi að nýta sér „grið­ar­regl­urn­ar“ geti frá fyrsta júlí næst­kom­andi og út júní á næsta ári til að skila skattaund­anskotum sín­um. Geri þeir það munu þeir ekki þurfa að sæta refs­ingu.

Skipu­leg skattsvik, ekki vangáInd­riði birti í gær langa grein um til­lög­urn­ar. Þar segir hann að til­lögur hóps­ins virð­ist við fyrstu sýn ekki slæm laga­tækni­leg lausn. „Skattsvik­arar taka fé ófrjálsri hendi og það er ekki ein­falt að upp­fylla kröfu um jafn­ræði gagn­vart þeim sem upp­vísir hafa orðið að fjár­drætti eða þjófn­aði með öðrum hætti. Mark­miðið er um leið að bæta almanna­hag með betri skatt­hlítni og auknu jafn­ræði í skatt­fram­kvæmd í fram­tíð­inni. Til­lögur hóps­ins eru lík­lega hugs­aðar sem leið að því marki í umhverfi þar sem við­ur­lög við ólíkum teg­undum fjársvika eru þegar með mis­mun­andi hætti. Þess þarf þó að gæta að hjá skatt­yf­ir­völdum og úrskurð­ar­að­ilum um skatta­mál hafa ver­ið, eru og verða til úrlausnar mál þar sem beitt er við­ur­laga­á­kvæðum skatta­lag­anna án til­slak­ana. Skatta­grið til handa þeim sem iðr­ast eða ótt­ast refs­ingu geta sett þá fram­kvæmd í upp­nám ef ekki er farið fram af gát.“

Ind­riði bendir hins vegar á að til­lög­urnar virð­ist byggja á þeim for­sendum að fram­telj­and­inn hafi af van­gá, van­þekk­ingu eða van­rækslu ekki talið fram tekjur svo sem laun, þókn­anir eða líf­eyri sem hann hafi fengið erlend­is. Flest bendi hins vegar til að fé íslenskra skatt­borg­ara í skatta­skjólum sé af öðrum toga.

Ind­riði bendir hins vegar á að til­lög­urnar virð­ist byggja á þeim for­sendum að fram­telj­and­inn hafi af van­gá, van­þekk­ingu eða van­rækslu ekki talið fram tekjur svo sem laun, þókn­anir eða líf­eyri sem hann hafi fengið erlend­is. Flest bendi hins vegar til að fé íslenskra skatt­borg­ara í skatta­skjólum sé af öðrum toga. „Það er lík­lega að uppi­stöðu til fé sem komið hefur verið úr landi án skatt­lagn­ing­ar. Til þess eru hafa verið margar leiðir svo sem kaup á erlendum hluta­bréfum og stofnun félaga erlendis til frest­unar á  skatta­legum sölu­hagn­aði, arð­greiðslur ísl. hluta­fé­laga til eig­enda sem skráðir eru erlend­is, vext­ir, þjón­usu­greiðslur og þókn­anir til tengdra aðila erlend­is o.s.fr. Þetta er fé sem ekki hefur sætt neinni skatt­lagn­ingu hér á landi. Það að telja ekki fram tekjur af því hefur ekk­ert með vangá eða minni háttar van­rækslu að ræða heldur er liður í skipu­lagðri starf­semi sem með ein­beittum skattsvika­á­setn­ing­i.“

Til­laga að aug­lýs­inguAð mati Ind­riða hefur starfs­hóp­ur­inn gert sér grein fyrir þessum vanda og því gerir hann ekki beina til­lögu um við­ur­lög heldur eft­ir­lætur stjórn­mála­mönn­unum að gera það. „Því verður vart trúað að frum­varp þetta verði lagt fram án þess að fram fari ítar­leg grein­ing á áhrifum þess, ráðin bót á aug­ljósum göllum þess og við­ur­lögin rök­studd m.a. í ljósi mik­illar refsi­lækk­un­ar. Ekki er óhugs­andi að í skjóli sterkrar stjórnar verði frum­varpið lítt breytt að lög­um. Verði svo er hér með gerð til­laga að aug­lýs­ingu á fram­kvæmd þess:

Hinum íslenska útrá­samerði

með aura í skatt­para­dís

býðst nú aflausn á útsölu­verði

og æra á tombólu­prís“

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None