Bólusetningar virðast lítið hafa dregið úr áhyggjum landsmanna af veirunni

Þrátt fyrir útbreiddar bólusetningar gegn COVID-19 á Íslandi mælist svipað hlutfall landsmanna með miklar áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum faraldursins og mældist í fyrstu bylgjunni sem gerði strandhögg í mars og apríl í fyrra.

Eftir nokkuð áhyggjulítið sumar hvað veirumálin varðar hefur faraldurinn vaxið og áhyggjur almennings með.
Eftir nokkuð áhyggjulítið sumar hvað veirumálin varðar hefur faraldurinn vaxið og áhyggjur almennings með.
Auglýsing

Snörp umskipti hafa orðið í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum hér á landi og sömu­leiðis í við­horfum almenn­ings til stöðu mála. Áhyggjur fólks af heilsu­fars­legum áhrifum COVID-19 á Íslandi hafa vaxið nokkuð og kvíði vegna far­ald­urs­ins sömu­leið­is. Nokkur munur virð­ist á því hvernig fólk upp­lifir stöðu mála eftir því hvar það stendur í póli­tík, sam­kvæmt nýjasta Þjóð­ar­púlsi Gallup.

Gallup hefur í gegnum far­ald­ur­inn safnað gögnum um við­horf og líðan Íslend­inga vegna veiru­far­ald­urs­ins með reglu­legum net­könn­un­um, sem sendar eru út til ein­stak­linga 18 ára og eldri sem eru í svoköll­uðum við­horfa­hópi fyr­ir­tæk­is­ins.

Í nýj­ustu mæl­ing­unni, sem gerð var dag­ana 21. júlí til 2. ágúst, sést að hlut­fall þeirra sem ótt­ast frekar mikið eða mjög mikið að smit­ast af COVID-19 fer úr u.þ.b. tíu pró­sentum upp í um 30 pró­sent lands­manna og hefur ekki verið við­líka hátt síðan í lok mars og byrjun apríl á þessu ári.

Svipað hlut­fall áhyggju­fullra og í fyrstu bylgj­unni

Þá seg­ist meiri­hluti, eða 55 pró­sent, hafa frekar miklar eða mjög miklar áhyggjur af heilsu­fars­legum áhrifum COVID-19 á Íslandi. Athygli vekur að þetta eru svip­aðar tölur og voru að mæl­ast í könn­unum Gallup þegar fyrsta bylgja far­ald­urs­ins, í mars og apríl 2020, var að ganga yfir.

Þá var eng­inn bólu­settur gagn­vart COVID-19, en nú eru tæp­lega 90 pró­sent íbúa lands­ins yfir 16 ára full­bólu­sett og ljóst er að bólu­setn­ingar virka vel til þess að koma í veg fyrir alvar­leg veik­indi af völdum veirunn­ar.

Rúm­lega 20 pró­sent aðspurðra í könnun Gallup segj­ast finna fyrir frekar miklum, mjög miklum eða jafn­vel gíf­ur­lega miklum kvíða vegna COVID-19 og er það tölu­verð aukn­ing frá síð­ustu mæl­ingu, sem gerð var dag­ana 2.-12. júlí. Hlut­fall þeirra sem segj­ast í sjálf­skip­aðri sótt­kví vegna veirunnar helst í 4 pró­sent­um, rétt eins og í síð­ustu mæl­ingu Gallup.

Kjós­endur VG virð­ast hafa mestar áhyggjur af heilsu­fars­legum áhrifum

Í nið­ur­stöð­unum frá Gallup má sjá að vænt­an­legir kjós­endur Vinstri grænna virð­ast lík­legri til að hafa miklar áhyggjur af heilsu­fars­legum áhrifum COVID-19 en kjós­endur ann­arra flokka, en alls sögð­ust 71 pró­sent þeirra sem hyggj­ast kjósa VG hafa frekar miklar eða mjög miklar áhyggjur af áhrifum COVID-19 á heilsu lands­manna.

Auglýsing

Tekið skal fram að mun­ur­inn á milli flokka er ekki í öllum til­fellum töl­fræði­lega mark­tæk­ur, en hvað áhyggjur af heilsu­fars­legum áhrifum COVID-19 varðar sögð­ust 60 pró­sent væntra kjós­enda Mið­flokks, 59 pró­sent kjós­enda Sam­fylk­ingar og 57 pró­sent kjós­enda Pírata sem svör­uðu könn­un­inni að þeir hefðu frekar miklar eða mjög miklar áhyggj­ur. Innan við helm­ingur væntra kjós­enda Við­reisnar og Fram­sókn­ar­flokks sögð­ust að sama skapi hafa miklar áhyggjur af áhrifum COVID-19 á heilsu lands­manna og 52 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks.

Í niðurstöðunum frá Gallup má merkja nokkur skil á milli viðhorfa kjósenda Sjálfstæðisflokks annars vegar og Vinstri grænna hins vegar. Mynd: Bára Huld Beck

Að sama skapi sögð­ust 42 pró­sent þeirra svar­enda sem ætla kjósa Vinstri græn ótt­ast mikið að smit­ast af COVID-19, en ein­ungis 21 pró­sent þeirra sem hafa í hyggju að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Væntir kjós­endur VG voru líka lík­leg­astir til að segj­ast finna fyrir kvíða vegna veiru­far­ald­urs­ins, en alls sögðu 34 pró­sent þeirra að svo væri.

Þeir sem eldri eru hafa meiri áhyggjur af heilsu­fars­legum áhrifum COVID-19 en yngri ald­urs­hópar, en 67 pró­sent þeirra sem eru yfir 60 ára aldri sögð­ust hafa miklar áhyggjur á meðan að hlut­fallið var um og yfir 50 pró­sent í yngri ald­urs­hóp­um.

Meiri­hluta finnst hæfi­lega mikið gert út hætt­unni

Frá því að far­ald­ur­inn fór af stað hér inn­an­lands í fyrra hafa aldrei verið fleiri sem telja of mikið gert úr þeirri heilsu­fars­legri hættu sem stafar af COVID-19 á Íslandi, en í þess­ari nýj­ustu mæl­ingu Gallup segj­ast sam­tals 17 pró­sent að aðeins of mikið eða allt of mikið sé gert úr hætt­unni. Að sama skapi telja sam­tals 22 pró­sent lands­manna að verið sé að gera aðeins eða jafn­vel allt of lítið úr hætt­unni.

Flest­ir, eða 61 pró­sent aðspurðra, telja þó að hæfi­lega mikið sé gert úr hætt­unni. Vænt­an­legir kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru lík­leg­astir til að telja of mikið gert úr hætt­unni, en um 29 pró­sent sögð­ust vera á þeirri skoðun og 22 pró­sent væntra kjós­enda Við­reisn­ar. Innan við tíu pró­sent kjós­enda bæði Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna töldu að svo væri.

Að sama skapi sögðu 21 pró­sent væntra kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks að þeir teldu að almanna­varnir og heil­brigð­is­yf­ir­völd væru að gera of mikið til að bregð­ast við COVID-19. Hlut­fall væntra kjós­enda Mið­flokks­ins sem var á þess­ari skoðun var 19 pró­sent og 16 pró­sent þeirra sem gáfu til kynna að þeir ætl­uðu að kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn sömu­leið­is. Hlut­fall væntra kjós­enda ann­arra flokka sem taldi svo vera var undir tíu pró­sent­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Kindle með penna og Pixel lekar
Kjarninn 3. október 2022
Mynd frá sænsku strandgæslunni sýnir hversu stór hvert og eitt gat á leiðslunni er. Uppstreymið raskaði sjó á um kílómetra svæði.
Fjöldi herskipa við gaslekana – Svæðið skilgreint sem „glæpavettvangur“
Þótt gas flæði ekki lengur út úr gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 er enn gas í þeim. Á vettvang streymir nú fjöldi herskipa frá nokkrum ríkjum. Rússar gætu talið sig eiga rétt á að koma að rannsókninni þar sem atvikið átti sér stað á alþjóðlegu hafsvæði.
Kjarninn 3. október 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
Kjarninn 2. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent