Bólusetningar virðast lítið hafa dregið úr áhyggjum landsmanna af veirunni

Þrátt fyrir útbreiddar bólusetningar gegn COVID-19 á Íslandi mælist svipað hlutfall landsmanna með miklar áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum faraldursins og mældist í fyrstu bylgjunni sem gerði strandhögg í mars og apríl í fyrra.

Eftir nokkuð áhyggjulítið sumar hvað veirumálin varðar hefur faraldurinn vaxið og áhyggjur almennings með.
Eftir nokkuð áhyggjulítið sumar hvað veirumálin varðar hefur faraldurinn vaxið og áhyggjur almennings með.
Auglýsing

Snörp umskipti hafa orðið í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum hér á landi og sömu­leiðis í við­horfum almenn­ings til stöðu mála. Áhyggjur fólks af heilsu­fars­legum áhrifum COVID-19 á Íslandi hafa vaxið nokkuð og kvíði vegna far­ald­urs­ins sömu­leið­is. Nokkur munur virð­ist á því hvernig fólk upp­lifir stöðu mála eftir því hvar það stendur í póli­tík, sam­kvæmt nýjasta Þjóð­ar­púlsi Gallup.

Gallup hefur í gegnum far­ald­ur­inn safnað gögnum um við­horf og líðan Íslend­inga vegna veiru­far­ald­urs­ins með reglu­legum net­könn­un­um, sem sendar eru út til ein­stak­linga 18 ára og eldri sem eru í svoköll­uðum við­horfa­hópi fyr­ir­tæk­is­ins.

Í nýj­ustu mæl­ing­unni, sem gerð var dag­ana 21. júlí til 2. ágúst, sést að hlut­fall þeirra sem ótt­ast frekar mikið eða mjög mikið að smit­ast af COVID-19 fer úr u.þ.b. tíu pró­sentum upp í um 30 pró­sent lands­manna og hefur ekki verið við­líka hátt síðan í lok mars og byrjun apríl á þessu ári.

Svipað hlut­fall áhyggju­fullra og í fyrstu bylgj­unni

Þá seg­ist meiri­hluti, eða 55 pró­sent, hafa frekar miklar eða mjög miklar áhyggjur af heilsu­fars­legum áhrifum COVID-19 á Íslandi. Athygli vekur að þetta eru svip­aðar tölur og voru að mæl­ast í könn­unum Gallup þegar fyrsta bylgja far­ald­urs­ins, í mars og apríl 2020, var að ganga yfir.

Þá var eng­inn bólu­settur gagn­vart COVID-19, en nú eru tæp­lega 90 pró­sent íbúa lands­ins yfir 16 ára full­bólu­sett og ljóst er að bólu­setn­ingar virka vel til þess að koma í veg fyrir alvar­leg veik­indi af völdum veirunn­ar.

Rúm­lega 20 pró­sent aðspurðra í könnun Gallup segj­ast finna fyrir frekar miklum, mjög miklum eða jafn­vel gíf­ur­lega miklum kvíða vegna COVID-19 og er það tölu­verð aukn­ing frá síð­ustu mæl­ingu, sem gerð var dag­ana 2.-12. júlí. Hlut­fall þeirra sem segj­ast í sjálf­skip­aðri sótt­kví vegna veirunnar helst í 4 pró­sent­um, rétt eins og í síð­ustu mæl­ingu Gallup.

Kjós­endur VG virð­ast hafa mestar áhyggjur af heilsu­fars­legum áhrifum

Í nið­ur­stöð­unum frá Gallup má sjá að vænt­an­legir kjós­endur Vinstri grænna virð­ast lík­legri til að hafa miklar áhyggjur af heilsu­fars­legum áhrifum COVID-19 en kjós­endur ann­arra flokka, en alls sögð­ust 71 pró­sent þeirra sem hyggj­ast kjósa VG hafa frekar miklar eða mjög miklar áhyggjur af áhrifum COVID-19 á heilsu lands­manna.

Auglýsing

Tekið skal fram að mun­ur­inn á milli flokka er ekki í öllum til­fellum töl­fræði­lega mark­tæk­ur, en hvað áhyggjur af heilsu­fars­legum áhrifum COVID-19 varðar sögð­ust 60 pró­sent væntra kjós­enda Mið­flokks, 59 pró­sent kjós­enda Sam­fylk­ingar og 57 pró­sent kjós­enda Pírata sem svör­uðu könn­un­inni að þeir hefðu frekar miklar eða mjög miklar áhyggj­ur. Innan við helm­ingur væntra kjós­enda Við­reisnar og Fram­sókn­ar­flokks sögð­ust að sama skapi hafa miklar áhyggjur af áhrifum COVID-19 á heilsu lands­manna og 52 pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks.

Í niðurstöðunum frá Gallup má merkja nokkur skil á milli viðhorfa kjósenda Sjálfstæðisflokks annars vegar og Vinstri grænna hins vegar. Mynd: Bára Huld Beck

Að sama skapi sögð­ust 42 pró­sent þeirra svar­enda sem ætla kjósa Vinstri græn ótt­ast mikið að smit­ast af COVID-19, en ein­ungis 21 pró­sent þeirra sem hafa í hyggju að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Væntir kjós­endur VG voru líka lík­leg­astir til að segj­ast finna fyrir kvíða vegna veiru­far­ald­urs­ins, en alls sögðu 34 pró­sent þeirra að svo væri.

Þeir sem eldri eru hafa meiri áhyggjur af heilsu­fars­legum áhrifum COVID-19 en yngri ald­urs­hópar, en 67 pró­sent þeirra sem eru yfir 60 ára aldri sögð­ust hafa miklar áhyggjur á meðan að hlut­fallið var um og yfir 50 pró­sent í yngri ald­urs­hóp­um.

Meiri­hluta finnst hæfi­lega mikið gert út hætt­unni

Frá því að far­ald­ur­inn fór af stað hér inn­an­lands í fyrra hafa aldrei verið fleiri sem telja of mikið gert úr þeirri heilsu­fars­legri hættu sem stafar af COVID-19 á Íslandi, en í þess­ari nýj­ustu mæl­ingu Gallup segj­ast sam­tals 17 pró­sent að aðeins of mikið eða allt of mikið sé gert úr hætt­unni. Að sama skapi telja sam­tals 22 pró­sent lands­manna að verið sé að gera aðeins eða jafn­vel allt of lítið úr hætt­unni.

Flest­ir, eða 61 pró­sent aðspurðra, telja þó að hæfi­lega mikið sé gert úr hætt­unni. Vænt­an­legir kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins eru lík­leg­astir til að telja of mikið gert úr hætt­unni, en um 29 pró­sent sögð­ust vera á þeirri skoðun og 22 pró­sent væntra kjós­enda Við­reisn­ar. Innan við tíu pró­sent kjós­enda bæði Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna töldu að svo væri.

Að sama skapi sögðu 21 pró­sent væntra kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks að þeir teldu að almanna­varnir og heil­brigð­is­yf­ir­völd væru að gera of mikið til að bregð­ast við COVID-19. Hlut­fall væntra kjós­enda Mið­flokks­ins sem var á þess­ari skoðun var 19 pró­sent og 16 pró­sent þeirra sem gáfu til kynna að þeir ætl­uðu að kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn sömu­leið­is. Hlut­fall væntra kjós­enda ann­arra flokka sem taldi svo vera var undir tíu pró­sent­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent