BioNTech gæti aukið hagvöxt Þýskalands um hálft prósentustig

Áætlaðar tekjur hjá BioNtech, sem framleiðir bóluefni gegn COVID-19 í samstarfi við Pfizer, nema tæpum 16 milljörðum evra í ár. Þetta jafngildir hálfu prósenti af landsframleiðslu Þýskalands í fyrra.

Bóluefni Pfizer og BioNTech, Corminaty.
Bóluefni Pfizer og BioNTech, Corminaty.
Auglýsing

Lands­fram­leiðsla Þýska­lands gæti vaxið um hálft pró­sentu­stig vegna þeirra tekna sem þýska líf­tækni­fyr­ir­tækið BioNTech fær vegna þró­unar á bólu­efni sínu gegn COVID-19 í sam­starfi við lyfj­aris­ann Pfiz­er. Fari svo gæti fyr­ir­tæk­ið, sem hefur færri en tvö þús­und starfs­menn, staðið að baki tölu­verðum hluta hag­vaxtar lands­ins í ár. Frá þessu greinir frétta­veitan Bloomberg.

Sebast­ian Dulli­en, hag­fræði­pró­fessor við tækni- og við­skipta­há­skól­ann í Berlín, var fyrstur til að greina frá þessu í Twitt­er-­þræði, sem sjá má hér að neð­an. Sam­kvæmt Dullien er BioNTech eitt af örfáum fyr­ir­tækjum sem hafa telj­andi áhrif á hag­vöxt stórra landa, sökum þess hversu hratt það hefur vaxið á einu ári og hversu stór hluti tekna þess koma frá Þýska­landi.

Í nýjasta árs­hluta­upp­gjöri BioNTech gerir fyr­ir­tækið ráð fyrir að fá 15,9 millj­arða evra í tekjur í ár, en það jafn­gildir um 80 pró­sent af lands­fram­leiðslu Íslands. Þar sem sala fyr­ir­tæk­is­ins var nán­ast engin í fyrra segir Dullien að nán­ast öll þessi upp­hæð skili sér í hag­vöxt Þýska­lands. Langstærsti hluti tekn­anna kemur til vegna sölu á bólefn­inu.

Verg lands­fram­leiðsla Þýska­lands í fyrra nam 3.332,23 millj­örðum evra. Því gæti líf­tækni­fyr­ir­tækið aukið hag­vöxt þar í landi um allt að hálft pró­sentu­stig í ár.

Sam­kvæmt hag­spá Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins, er búist við að hag­vöxtur í Þýska­landi nemi 3,6 pró­sentum í ár og að verð­bólgan verði 2,8 pró­sent. Gangi þessar spár upp mætti því búast við að BioNTech verði að baki einum fjórt­ánda af hag­vexti Þýska­lands í ár.

Alls unnu um 1.600 manns hjá BioNTech í lok árs í fyrra. Sam­kvæmt frétt Bloomberg er bólu­efnið á góðri leið með að verða eitt mest selda lyf allra tíma. Fyr­ir­tækið hef­ur, ásamt Pfiz­er, skuld­bundið sig til að afhenda um 2,2 millj­arða skammta af lyf­inu á þessu ári og einn millj­arð á næstu árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Musterishæðin, al-Haram al-Sharif, í Jerúsalem er einungis kölluð síðarnefnda nafninu í tillögu sem bíður afgreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Það segir utanríkisráðuneytið „óþarfa ögrun“.
„Óþarfa ögrun“ í orðalagi á meðal ástæðna fyrir því að Ísland sat hjá
Ísland ákvað að sitja hjá í nóvembermánuði þegar þingsályktunartillaga sem fól í sér beiðni um álit Alþjóðadómstólsins í Haag á hernámi Ísraels á palestínskum svæðum var samþykkt af 4. nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 6. desember 2022
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent