Staða faraldursins og erlendir listar hafa ekki haft mikil áhrif: „Sjö, níu, þrettán“

Þegar ný bylgja kórónuveirusmita var að rísa lýstu talsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu yfir áhyggjum af því að Ísland færðist inn á „rauða lista“ erlendis. Áhrifin af því hafa verið hverfandi, þó enn sé „spurning hvernig Ameríkaninn bregst við“.

Það hefur ekki verið mikið um afbókanir erlendra ferðamanna eftir að smitum tók að fjölga innanlands.
Það hefur ekki verið mikið um afbókanir erlendra ferðamanna eftir að smitum tók að fjölga innanlands.
Auglýsing

Full­trúar fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu, sem nýlega lýstu yfir miklum áhyggjum af því að Ísland yrði „rautt land“ með til­liti til stöðu far­ald­urs­ins inn­an­lands, segja við Kjarn­ann nú þegar Ísland er orðið rautt á korti Sótt­varna­stofn­unar Evr­ópu og komið á lista yfir lönd sem banda­ríska sótt­varna­stofn­unin mælir gegn ferða­lögum til, að áhrifin af vexti far­ald­urs­ins inn­an­lands á vilja ferða­manna til að koma hingað séu enn sem komið er hverf­andi.

„Sjö, níu, þrett­án,“ segir Stein­grímur Birg­is­son fram­kvæmda­stjóri Bíla­leigu Akur­eyrar og Hölds. Hann sagði við Morg­un­blaðið fyrir rúmum tveimur vikum að ef Ísland yrði „allt í einu rautt“ og talið háá­hættu­svæði myndi það hafa miklar afleið­ing­ar.

Að hans sögn ber ekki mikið á þeim enn, utan þess að ferða­menn frá Ísr­ael hafi verið að afbóka bíla­leigu­bíla. Á morgun bæt­ist Ísland nefni­lega á lista yfir háá­hættu­svæði í Ísr­ael og þá munu allir þurfa að fara í sótt­kví eftir að þeir koma til Ísr­ael eftir Íslands­ferð, jafnt bólu­settir sem óbólu­sett­ir.

Banda­ríkja­menn hafa verið meiri­hluti erlendri ferða­manna sem til lands­ins koma það sem af er ári og nú mælir sótt­varna­stofn­unin þar í landi gegn ferða­lögum til Íslands, bæði fyrir bólu­setta og óbólu­setta. Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrifi þessi til­mæli munu hafa, en þau má kalla sam­bæri­leg við þau sem emb­ætti sótt­varna­læknis hefur gefið út hér á landi. Sam­kvæmt til­mæl­unum hér­lendis er heim­ur­inn all­ur, utan reyndar Græn­lands, skil­greindur sem áhættu­svæði.

Stein­grímur segir að allir í grein­inni hafi haft áhyggjur af því að staða far­ald­urs­ins á Íslandi gæti orðið enn eitt áfallið fyrir ferða­þjón­ust­una, sem hafi tekið á sig ítrekuð högg það sem af er far­aldr­in­um. „Af reynslu und­an­far­ins árs þá eru menn alltaf stress­aður og hrædd­ir,“ segir fram­kvæmda­stjór­inn.

„Það er smá titr­ing­ur“

Davíð Torfi Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Íslands­hót­ela, stærstu hót­el­keðju lands­ins, segir að áhrifin af risi far­ald­urs­ins hér­lendis eigi ef til vill eftir að koma í ljós, en í sam­tali við Morg­un­blaðið þann 24. júlí sagði hann að það væri lita­kóð­inn sem þetta allt sner­ist um í raun og veru, staða far­ald­urs­ins á Íslandi væri áhyggju­efni fyrir ferða­þjón­ust­una.

„Það hefur ekki verið að koma hrina af afbók­unum yfir okk­ur,“ segir Dav­íð, en nefnir þó að það hafi hægst á bók­unum und­an­farnar vik­ur, eftir að bók­anir inn í haustið og vetur hafi áður verið komnar á gott skrið.

Auglýsing

„Það er smá titr­ing­ur,“ segir Davíð og nefnir að stærri verk­efni sem verið hafi verið fyr­ir­huguð hér á landi, til dæmis kvik­mynda­verk­efni og fleira slíkt, séu mögu­lega í óvissu. Fólk sé að velta fyrir sér hlut­un­um, en ekki búið að afbóka.

Davíð seg­ist telja að ferða­skrif­stofur séu dug­legar að upp­lýsa sína við­skipta­vini um að bólu­setn­ing sé útbreidd á Íslandi og er von­góður um að ferða­menn sem hafa verið að koma til lands­ins und­an­farna mán­uði haldi áfram að skila sér. Þannig sé Ísland til dæmis enn „grænt“ í bókum Bret­lands og þaðan muni ferða­menn koma, sömu­leiðis frá Þýska­landi og víðar að úr Evr­ópu, auk Banda­ríkj­anna. Asíu­mark­að­ur­inn er hins vegar alveg í frosti og ólík­legt að það breyt­ist fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári, að sögn Dav­íðs.

Fleira gæti komið til en bara staða far­ald­urs­ins inn­an­lands

Snorri Pétur Egg­erts­son, fram­kvæmda­stjóri sölu- og mark­aðs­sviðs Kea­hót­ela, sagði Mogg­anum fyrir rúmum tveimur vikum að hann teldi það gera Ísland að væn­legum áfanga­stað að landið væri búið að vera „grænt“ og hefði verið það í langan tíma.

Hann segir núna í sam­tali við Kjarn­ann að það sé ljóst að frá því að fréttir af delta-af­brigði veirunnar fóru að taka meira pláss í umræð­unni hafi eitt­hvað verið um afbók­anir og hægst hafi á sölu.

Þó sé ekki alveg ljóst hvað sé að valda því að það hægist á bók­un­um, ann­ars vegar gæti delta-af­brigðið og staðan hér inn­an­lands og raunar á erlendum mark­aðs­svæðum líka verið að hafa áhrif. Hins vegar sé komið fram í enda sum­ars, hót­elin séu orðin nokkuð vel bókuð og verðið aðeins orðið hærra, sem hafi líka áhrif.

Ferðamenn við Skógafoss. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Hann seg­ist merkja að afbók­anir séu algeng­ari á þriggja stjörnu hót­elum en þeim sem eru með fleiri stjörnur og að svo virð­ist sem ein­stak­lingar séu fremur að halda sínum ferða­á­ætl­unum til streitu en hópar í skipu­lögðum ferð­um. Hann segir þessa til­gátu þó byggja á frekar tak­mörk­uðum gögn­um.

Snorri segir ferða­menn frá Evr­ópu hafa verið að halda sig við sínar bók­anir að mestu þrátt fyrir að breytta stöðu Íslands á evr­ópska sótt­varna­kort­inu. „Svo er spurn­ing hvernig Amer­ík­an­inn bregst við þegar við erum komin í efsta þrep hjá þeim.“

Hann segir að nú séu þess merki að fólk sé að bóka ferðir með skömmum fyr­ir­vara, kannski tveimum vikum fyrir kom­una til lands­ins eða jafn­vel skemmri fyr­ir­vara. Dregið hafi úr bók­unum fram í tím­ann, sem juk­ust tölu­vert í sum­ar.

„Fólk er ekki að bóka fram í tím­ann og kannski þorir því ekki,“ segir Snorri, sem segir þó flestar bók­anir Kea­hót­ela þannig að þær séu sveigj­an­legar fyrir kúnn­ann og end­ur­greið­an­legar að fullu fram á síð­ustu stundu. Fáir kjósi að greiða ein­hverjum þús­und­köllum minna fyrir gist­ing­una ef það þýði að hún fáist ekki end­ur­greidd.

Hann segir þetta hald­ast í hendur við það sem flug­fé­lögin sem fljúga til lands­ins séu að gera, þau bjóði upp á sveigj­an­lega skil­mála og leyfi fólki að fresta flug­inu sínu eftir henti­semi.

„Þá ertu að taka þessa pressu af fólki og það er ekki að tapa pen­ingn­um. Það er engum greiði gerður með að vera harð­ur,“ segir Snorri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent