Brottfarir erlendra farþega ekki fleiri í einum mánuði síðan fyrir faraldur

Nálega helmingur þeirra erlendu farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll í júlí voru frá Bandaríkjunum. Þrátt fyrir mikla fjölgun farþega um flugvöllinn var fjöldi brottfara erlendra ferðamanna í júlí innan við helmingur þess sem hann var í sama mánuði 2019.

Frá áramótum hafa um 184 þúsund erlendir farþegar farið um Keflavíkurflugvöll.
Frá áramótum hafa um 184 þúsund erlendir farþegar farið um Keflavíkurflugvöll.
Auglýsing

Fjöldi brott­fara erlendra far­þega frá Kefla­vík­ur­flug­velli var 110 þús­und í júlí­mán­uði sam­kvæmt taln­ingu Ferða­mála­stofu og Isa­via. Fjölg­unin er umtals­verð á milli ára, far­þeg­arnir voru tæp­lega 46 þús­und í sama mán­uði í fyrra svo aukn­ingin nemur 141 pró­senti. Fram kemur í til­kynn­ingu frá Ferða­mála­stofu að leita þurfi allt aftur til febr­ú­ar­mán­aðar árið 2020 til þess að sjá álíka fjölda far­þega í einum og sama mán­uð­in­um. Fjöld­inn eru engu að síður innan við helm­ingur þess sem hann var í júlí árið 2019.

Fjölg­unin er einnig mikil á milli mán­aða. Erlendir far­þegar voru um 42.600 í júní síð­ast­liðn­um. Þrátt fyrir þessa miklu aukn­ingu gætir áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins enn í tölum yfir far­þega­fjölda. „Frá ára­mótum hafa um 184 þús­und erlendir far­þegar farið frá Íslandi sem er um 52% fækkun miðað við sama tíma­bil í fyrra en þá voru brott­farir erlendra far­þega tæp­lega 387 þús­und,“ segir á vef Ferða­mála­stofu.

Ferða­lög Íslend­inga hafa einnig auk­ist en í júlí voru brott­farir Íslend­inga frá Kefla­vík­ur­flug­velli um 31 þús­und tals­ins. Þær hafa ekki mælst svo margar síðan í febr­úar í fyrra þegar þær voru um 34 þús­und. Engu að síður hefur brott­förum á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins fækkað um 41,3 pró­sent frá því á sama tíma í fyrra, fjöldi þeirra á þessu ári eru um 63.500.

Auglýsing

Ísland komið á rauðan lista hjá Sótt­varna­stofnun Banda­ríkj­anna

Banda­ríkja­menn voru nálega helm­ingur þeirra erlendu far­þega sem fór um Kefla­vík­ur­flug­völl í liðnum mán­uði, fjöldi þeirra var rúm­lega 51 þús­und. Banda­ríkja­menn áttu 46,6 pró­sent erlendra brott­fara í júlí. Næst á eftir komu Pól­verjar með 10,2 pró­sent og svo Þjóð­verjar með 7,9 pró­sent.

Í gær lenti Ísland á rauðum lista Sótt­varna­stofn­unar Banda­ríkj­anna sem þýðir að Banda­ríkja­mönnum er nú ráðið frá því að ferð­ast til lands­ins nema brýna nauð­syn beri til. Hvaða áhrif það kann að hafa á ferða­vilja Banda­ríkja­manna og ferða­lög þeirra til lands­ins á eftir að koma í ljós en breyt­ingin mun ekki hafa áhrif á ferða­tak­mark­anir milli Íslands og Banda­ríkj­anna. Eftir sem áður geta Íslend­ingar ekki ferð­ast til Banda­ríkj­anna, líkt og aðrir þegnar í löndum innan Schen­gen, nema með sér­stakri und­an­þágu.

Ísland fékk rauðan lit á korti sótt­varna­stofn­unar Evr­ópu (ECDC) í síð­ustu viku. Lönd þar sem nýgengi smita er á bil­inu 200 til 500 fá rauðan lit á korti ECDC. Fari nýgengi smita yfir 500 fá lönd hins vegar dökk­rauðan lit. Nýgengi smita hér inn­an­lands er í dag 411.

Gistinætur á hót­elum fjölgar í takt við komu erlendra ferða­manna

Sú fjölgun sem orðið hefur á komum ferða­manna sést einnig í tölum um gistinætur á hót­elum en Hag­stofan birti í morgun bráða­birgða­tölur um gistinætur ferða­manna. Hag­stofan áætlar að gistinætur á hót­elum í júlí hafi verið um 364.100 tals­ins (95% örygg­is­mörk 349.900-378.300). Þar af voru gistinætur Íslend­inga tæp­lega 110 þús­und og gistinætur útlend­inga 254.500.

Þetta er tölu­verð aukn­ing miðað við sama mánuð í fyrra, þá sér­stak­lega þegar horft er til gistin­átta útlend­inga. Alls varð 61 pró­senta aukn­ing í gistin­óttum í júlí­mán­uði milli ára, þær voru 226.400 í mán­uð­inum í fyrra. Gistinætur útlend­inga fjölgar um 170 pró­sent milli ára en gistin­óttum Íslend­inga fjölgar um 17 pró­sent. Þrátt fyrir þessa miklu aukn­ingu var fjöldi gistin­átta í nýaf­stöðnum júlí langtum minni en í sama mán­uði árið 2019, fyrir kór­ónu­veiru­far­ald­ur. Í júlí árið 2019 var fjöldi gistin­átta á hót­elum 507.800 en þar af voru gistinætur útlend­inga 468.200.

Í til­kynn­ingu frá Hag­stof­unni segir að taka beri þessar bráða­birgða­tölur með sér­stökum fyr­ir­vara, enda eigi sér stað miklar breyt­ingar á fram­boði á hót­el­rým­um. Sú fram­boðs­breyt­ing eykur mjög á óvissu í bráða­birgða­mati á fjölda gistin­átta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent