Borgarfulltrúi telur Reiti setja fram „gamaldags viðhorf til fólks“ og þykir það leitt

Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir leitt að sjá neikvæðar athugasemdir fasteignafélagsins Reita við uppbyggingu smáhýsa fyrir nokkra skjólstæðinga velferðarsviðs borgarinnar í Laugardal.

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Auglýsing

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ingar og for­maður vel­ferð­ar­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, segir að sér þyki leitt að sjá nei­kvæðar athuga­semdir stórs aðila eins og fast­eigna­fé­lags­ins Reita við upp­bygg­ingu smá­hýsa fyrir heim­il­is­lausa í Laug­ar­daln­um.

Kjarn­inn fjall­aði fyrr á þessu ári um umsagnir sem Reitir og fleiri aðilar sendu inn til skipu­lags­yf­ir­valda vegna máls­ins í fyrra en í mars á þessu ári var deiliskipu­lag reits­ins sem um ræðir aug­lýst á ný, með smá breyt­ing­um. Frétta­blaðið fjall­aði um athuga­semdir Reita við breytt skipu­lag á for­síðu sinni í dag, en efn­is­lega eru þær nán­ast hinar sömu og sendar voru inn í fyrra.

Reitir áskilja sér rétt til þess að krefj­ast bóta eða afsláttar frá borg­inni verði smá­hýsin byggð.

Heiða Björg minnir á að þrátt fyrir að áform hafi lengi legið fyrir um bygg­ingu smá­hýsanna hafi Reitir skrifað undir sam­komu­lag við borg­ina um upp­bygg­ingu um 440 íbúða á hinum svo­kall­aða Orku­reit í mars síð­ast­liðn­um. „Ef það á að byggja upp 440 íbúðir hinumegin við göt­una, þá mun örugg­lega ein­hver flytja þar inn sem á við vímu­efna­vanda að stríða,“ segir borg­ar­full­trú­inn, sem segir Reykja­vík­ur­borg vera alls­kon­ar, fyrir alls­konar fólk.

Hún segir miður að sjá við­horf eins og þau sem birt­ast í athuga­semdum Reita og telur að þar birt­ist „gam­al­dags við­horf til fólks.“

„Fólk lendir í vanda út af mörgum ástæð­um, gott sam­fé­lag er alltaf til­búið að taka á móti fólki og veita því tæki­færi,“ segir Heiða Björg og bendir á að smá­hýsin séu ein­ungis einn kostur sem sé í boði fyrir skjól­stæð­inga borg­ar­inn­ar, en einnig kaupi borgin íbúðir í fjöl­býl­is­húsum fyrir fólk í við­kvæmri stöðu.

Auglýsing

Ákveðið var að fara í til­raunir með bygg­ingu smá­hýsa fyrir heim­il­is­lausa á nokkrum stöðum í Reykja­vík í ljósi jákvæðrar reynslu sem feng­ist hafði af þessu búsetu­formi í Dan­mörku, en áform um bygg­ingu þeirra hafa þó víða mætt harð­orðum athuga­semdum bæði ein­stak­linga og fyr­ir­tækja í grennd­inni, sem mörg leggja áherslu á að finna ætti úrræð­unum stað í öðrum hverfum – fjarri sér.

Heiða Björg segir að í Dan­mörku sé ef til vill kom­inn meiri þroski í umræð­una og meira umburð­ar­lyndi fyrir því að fólk sé fjöl­breytt. Hún segir að borg­ar­yf­ir­völd reyni að koma sjón­ar­miðum um að mik­il­vægt sé að sinna mis­mun­andi hópum borg­ar­búa áleiðis í sam­skiptum sínum við upp­bygg­ing­ar­að­ila sem og aðra, „með þeirri stefnu­mótum sem við stöndum fyrir og í okkar sam­þykkt­um. Við reynum alltaf að stuðla að sátt og góðum sam­skiptum við alla aðila.“

For­stjóri taldi orða­lag „pent“ og „diplómat­ískt“

Þegar Kjarn­inn fjall­aði um vænta upp­bygg­ingu á Orku­reitnum í mars síð­ast­liðnum sagði Guð­jón Auð­uns­son, for­stjóri Reita, að athuga­semdir fyr­ir­tæk­is­ins hefðu verið „verið mál­efna­legar á alla kanta“ og að það hefði verið „oftúlk­un“ að lesa þær sem svo að Reitir hafi verið að hóta því að hætta við upp­bygg­ing­una á Orku­reitnum ef borg­ar­yf­ir­völd héldu sig við að setja upp smá­hýsi fyrir skjól­stæð­inga vel­ferð­ar­sviðs í grennd­inni.

Guðjón Auðunsson forstjóri Reita og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri við undirritun samkomulags um Orkureitinn í mars. Mynd: Reitir

For­stjór­inn sagð­ist telja að í umsögn Reita, sem var nær hin sama og send var inn um breytt skipu­lag, hafi verið „pent, diplómat­ískt orða­lag um að biðja menn að hugsa sig vel um,“ en í nýrri umsögn Reita segir að fyr­ir­tækið áskilji sér rétt til þess að end­ur­skoða áform sín á reitn­um, eða jafn­vel krefj­ast afsláttar eða bóta frá borg­inni, ef af upp­bygg­ingu nokk­urra lít­illa húsa fyrir fólk í við­kvæmri stöðu yrði, handan Suð­ur­lands­braut­ar­inn­ar.

„Ein­hvers­staðar verður að koma þessu fyrir og mín per­sónu­lega skoðun er sú að kannski nálægðin við helsta leik­vang ungra barna og hús­dýra­garð­inn og þar sem mikið íþrótta­starf fer fram hjá Þrótti og Ármanni sé nú ekki alveg heppi­leg­asti stað­ur­inn, en við sjáum bara til hvernig þetta fer allt sam­an,“ sagði Guð­jón við Kjarn­ann í mars.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent