Heimilislausir handan Suðurlandsbrautar virðast ekki ætla að stöðva áform Reita

Samkomulag hefur verið undirritað um uppbyggingu 440 íbúða á Orkureitnum. Reitir sögðust í fyrra áskilja sér rétt til þess að hætta við áformin ef smáhýsi fyrir heimilislausa yrðu byggð í nágrenninu. Forstjórinn segir oftúlkun að kalla það hótun.

Guðjón Auðunsson forstjóri Reita og Dagur B. Eggertson borgarstjóri undirrituðu samkomulag um uppbyggingu Orkureitsins í gær.
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita og Dagur B. Eggertson borgarstjóri undirrituðu samkomulag um uppbyggingu Orkureitsins í gær.
Auglýsing

Reitir fasteignafélag og Reykjavíkurborg skrifuðu í gær undir samkomulag um uppbyggingu 440 íbúða á svokölluðum Orkureit, sem er á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. Gert er ráð fyrir því að uppbygging á reitnum geti hafist á fyrri hluta ársins 2022.

Kjarninn heyrði í Guðjóni Auðunssyni forstjóra Reita og spurði hann út í fyrirhugaða uppbyggingu. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvers konar íbúðir stæði til að byggja á reitnum. Það segir Guðjón ekki alveg ljóst.

„Nú á eftir að hanna þær endanlega. Það er í sjálfu sér bara búið að magntaka lóðina og draga upp ytri línur af byggðinni eins og hún mun líta út en menn hafa í sjálfu sér dálítið frjálsar hendur ennþá með það hvernig hönnunin á íbúðunum endanlega er,“ segir Guðjón.

Hann bætir við að það sé ekkert víst að Reitir munum fylgja verkefninu eftir alveg til enda og ákveða hvernig hönnun á einstökum íbúðum er. „Það getur vel verið að verkefnið að hluta til eða öllu leyti verði selt og þeir sem halda á því áfram hafi hærri rödd en við um það hvernig þetta verði nákvæmlega útfært,“ segir Guðjón.

Auglýsing

Gamla Rafveituhúsið, sem oft er kallað Orkuhúsið þrátt fyrir að heilbrigðisstarfsemi undir nafni Orkuhússins sé fyrir allnokkru komin á nýjan stað í Urðarhvarfi í Kópavogi, mun áfram standa á lóðinni innan um nýbyggingarnar.

Orkureiturinn snýr að Suðurlandsbraut, Grensásvegi og Ármúla auk þess sem ráðgert er að ný gata tengi Ármúla og Suðurlandsbraut. Mynd: Alark-arkitektar

„Það er að hluta friðað, hafi menn haft áhuga á að fjarlægja það er það hreinlega ekki heimilt og það fær bara nýtt hlutverk. Ég get ekki alveg sagt frá því hvað það er, því það er ekki búið að klára samninga, en húsið mun standa og fær nýtt hlutverk,“ segir Guðjón.

Reitir hafa í COVID-19 faraldrinum lánað húsið til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu undir sýnatökur og bólusetningar. „Svo tekur það vonandi enda fyrr en seinna og síðan fer húsið bara í önnur not,“ segir Guðjón.

Teikning af því hvernig umhverfi Orkuhússins gæti orðið í náinni framtíð, séð frá Suðurlandsbraut.

Deiliskipulag reitsins, sem brátt verður auglýst formlega af hálfu borgarinnar, byggir á vinningstillögu Alark-arkitekta. Tillagan gerir ráð fyrir þriggja til átta hæða hárri byggð með skjólgóðum og sólríkum inngörðum sem eru að hluta til opnir og tengdir saman með göngu- og hjólastígum. Byggðin er hæst úti við Suðurlandsbraut og Grensásveg en lægri út að Ármúlanum. Hægt er að kynna sér skipulagið betur á vefsvæði sem hefur verið sett upp fyrir reitinn.

Telur „oftúlkun“ að ræða um hótun af hálfu Reita

Reykjavíkurborg hefur uppi áform um að setja upp nokkur smáhýsi fyrir heimilislausa íbúa á vannýttu borgarlandi handan Suðurlandsbrautarinnar og voru þau áform samþykkt í borgarráði í síðustu viku. Reitir settu sig upp á móti þessum skipulagsáformum í fyrra.

Í umsögn fast­eigna­fé­lags­ins sagði að upp­bygg­ing smá­hýsanna, fimm talsins, myndi setja göngu­teng­ingu Orku­reits­ins yfir í Laug­ar­dal „í upp­nám“ og að smá­hýsin gætu jafn­framt haft veru­lega nei­kvæð áhrif á ímynd og sölu­mögu­leika íbúð­anna sem Reitir ætla að byggja.

„Verði deiliskipu­lagið sam­þykkt með til­heyr­andi nei­kvæðum áhrif­um, áskilur lóð­ar­hafi sér rétt til­ að end­ur­skoða upp­bygg­ing­ar­á­form á Orku­reitn­um. Rétt er að minna á að stefna borg­ar­yf­ir­valda í skipu­lags­málum er sú að þétta byggð með­fram svoköll­uðum þró­unarás og fyr­ir­hug­aðri leg­u ­borg­ar­línu. Að mati Reita væri borgin með umræddri skipu­lags­á­kvörðun að vinna gegn þeirri ­stefnu, verði nið­ur­staðan á þá leið að lóð­ar­hafi hætti alfarið við upp­bygg­ing­ar­á­form sín og hald­i á­fram fast­eigna­rekstri núver­andi bygg­inga á lóð­inni eins og verið hef­ur,“ sagði í umsögn Reita til skipulagsyfirvalda Reykjavíkur.

Frá undirrituninni í gær. Mynd: Reitir

Spurður út í þetta segist Guðjón telja að athugasemdir Reita hafi „verið málefnalegar á alla kanta“ og að það sé „oftúlkun“ að lesa það sem svo að Reitir hafi verið að hóta því að hætta við uppbygginguna á Orkureitnum ef borgaryfirvöld héldu sig við að setja upp smáhýsi fyrir skjólstæðinga velferðarsviðs í grenndinni. Forstjórinn telur að í umsögn Reita hafi verið „pent, diplómatískt orðalag um að biðja menn að hugsa sig vel um.“

„Svo geta menn bara haft sína skoðun á því prívat og persónulega hvar þessu er best fyrir komið,“ segir Guðjón um smáhýsin.

„Einhversstaðar verður að koma þessu fyrir og mín persónulega skoðun er sú að kannski nálægðin við helsta leikvang ungra barna og húsdýragarðinn og þar sem mikið íþróttastarf fer fram hjá Þrótti og Ármanni sé nú ekki alveg heppilegasti staðurinn, en við sjáum bara til hvernig þetta fer allt saman,“ segir Guðjón.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent