Heimilislausir handan Suðurlandsbrautar virðast ekki ætla að stöðva áform Reita

Samkomulag hefur verið undirritað um uppbyggingu 440 íbúða á Orkureitnum. Reitir sögðust í fyrra áskilja sér rétt til þess að hætta við áformin ef smáhýsi fyrir heimilislausa yrðu byggð í nágrenninu. Forstjórinn segir oftúlkun að kalla það hótun.

Guðjón Auðunsson forstjóri Reita og Dagur B. Eggertson borgarstjóri undirrituðu samkomulag um uppbyggingu Orkureitsins í gær.
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita og Dagur B. Eggertson borgarstjóri undirrituðu samkomulag um uppbyggingu Orkureitsins í gær.
Auglýsing

Reitir fast­eigna­fé­lag og Reykja­vík­ur­borg skrif­uðu í gær undir sam­komu­lag um upp­bygg­ingu 440 íbúða á svoköll­uðum Orku­reit, sem er á horni Grens­ás­vegar og Suð­ur­lands­braut­ar. Gert er ráð fyrir því að upp­bygg­ing á reitnum geti haf­ist á fyrri hluta árs­ins 2022.

Kjarn­inn heyrði í Guð­jóni Auð­uns­syni for­stjóra Reita og spurði hann út í fyr­ir­hug­aða upp­bygg­ingu. Blaða­manni lék for­vitni á að vita hvers konar íbúðir stæði til að byggja á reitn­um. Það segir Guð­jón ekki alveg ljóst.

„Nú á eftir að hanna þær end­an­lega. Það er í sjálfu sér bara búið að magn­taka lóð­ina og draga upp ytri línur af byggð­inni eins og hún mun líta út en menn hafa í sjálfu sér dálítið frjálsar hendur ennþá með það hvernig hönn­unin á íbúð­unum end­an­lega er,“ segir Guð­jón.

Hann bætir við að það sé ekk­ert víst að Reitir munum fylgja verk­efn­inu eftir alveg til enda og ákveða hvernig hönnun á ein­stökum íbúðum er. „Það getur vel verið að verk­efnið að hluta til eða öllu leyti verði selt og þeir sem halda á því áfram hafi hærri rödd en við um það hvernig þetta verði nákvæm­lega útfært,“ segir Guð­jón.

Auglýsing

Gamla Raf­veitu­hús­ið, sem oft er kallað Orku­húsið þrátt fyrir að heil­brigð­is­starf­semi undir nafni Orku­húss­ins sé fyrir all­nokkru komin á nýjan stað í Urð­ar­hvarfi í Kópa­vogi, mun áfram standa á lóð­inni innan um nýbygg­ing­arn­ar.

Orkureiturinn snýr að Suðurlandsbraut, Grensásvegi og Ármúla auk þess sem ráðgert er að ný gata tengi Ármúla og Suðurlandsbraut. Mynd: Alark-arkitektar

„Það er að hluta frið­að, hafi menn haft áhuga á að fjar­lægja það er það hrein­lega ekki heim­ilt og það fær bara nýtt hlut­verk. Ég get ekki alveg sagt frá því hvað það er, því það er ekki búið að klára samn­inga, en húsið mun standa og fær nýtt hlut­verk,“ segir Guð­jón.

Reitir hafa í COVID-19 far­aldr­inum lánað húsið til heilsu­gæsl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu undir sýna­tökur og bólu­setn­ing­ar. „Svo tekur það von­andi enda fyrr en seinna og síðan fer húsið bara í önnur not,“ segir Guð­jón.

Teikning af því hvernig umhverfi Orkuhússins gæti orðið í náinni framtíð, séð frá Suðurlandsbraut.

Deiliskipu­lag reits­ins, sem brátt verður aug­lýst form­lega af hálfu borg­ar­inn­ar, byggir á vinn­ings­til­lögu Alark-­arki­tekta. Til­lagan gerir ráð fyrir þriggja til átta hæða hárri byggð með skjól­góðum og sól­ríkum inn­görðum sem eru að hluta til opnir og tengdir saman með göngu- og hjóla­stíg­um. Byggðin er hæst úti við Suð­ur­lands­braut og Grens­ás­veg en lægri út að Ármúl­an­um. Hægt er að kynna sér skipu­lagið betur á vef­svæði sem hefur verið sett upp fyrir reit­inn.

Telur „oftúlk­un“ að ræða um hótun af hálfu Reita

Reykja­vík­ur­borg hefur uppi áform um að setja upp nokkur smá­hýsi fyrir heim­il­is­lausa íbúa á van­nýttu borg­ar­landi handan Suð­ur­lands­braut­ar­innar og voru þau áform sam­þykkt í borg­ar­ráði í síð­ustu viku. Reitir settu sig upp á móti þessum skipu­lags­á­formum í fyrra.

Í umsögn fast­­eigna­­fé­lags­ins sagði að upp­­­bygg­ing smá­hýsanna, fimm tals­ins, myndi setja göng­u­teng­ingu Orku­reits­ins yfir í Laug­­ar­­dal „í upp­­­nám“ og að smá­hýsin gætu jafn­­framt haft veru­­lega nei­­kvæð áhrif á ímynd og sölu­­mög­u­­leika íbúð­anna sem Reitir ætla að byggja.

„Verði deiliskipu­lagið sam­­þykkt með til­­heyr­andi nei­­kvæðum áhrif­um, áskilur lóð­­ar­hafi sér rétt til­ að end­­ur­­skoða upp­­­bygg­ing­­ar­á­­form á Orku­reitn­­um. Rétt er að minna á að stefna borg­­ar­yf­­ir­­valda í skipu­lags­­málum er sú að þétta byggð með­­fram svoköll­uðum þró­unarás og fyr­ir­hug­aðri leg­u ­borg­­ar­línu. Að mati Reita væri borgin með umræddri skipu­lags­á­kvörðun að vinna gegn þeirri ­stefnu, verði nið­­ur­­staðan á þá leið að lóð­­ar­hafi hætti alfarið við upp­­­bygg­ing­­ar­á­­form sín og hald­i á­fram fast­­eigna­­rekstri núver­andi bygg­inga á lóð­inni eins og verið hef­­ur,“ sagði í umsögn Reita til skipu­lags­yf­ir­valda Reykja­vík­ur.

Frá undirrituninni í gær. Mynd: Reitir

Spurður út í þetta seg­ist Guð­jón telja að athuga­semdir Reita hafi „verið mál­efna­legar á alla kanta“ og að það sé „oftúlk­un“ að lesa það sem svo að Reitir hafi verið að hóta því að hætta við upp­bygg­ing­una á Orku­reitnum ef borg­ar­yf­ir­völd héldu sig við að setja upp smá­hýsi fyrir skjól­stæð­inga vel­ferð­ar­sviðs í grennd­inni. For­stjór­inn telur að í umsögn Reita hafi verið „pent, diplómat­ískt orða­lag um að biðja menn að hugsa sig vel um.“

„Svo geta menn bara haft sína skoðun á því prí­vat og per­sónu­lega hvar þessu er best fyrir kom­ið,“ segir Guð­jón um smá­hýs­in.

„Ein­hvers­staðar verður að koma þessu fyrir og mín per­sónu­lega skoðun er sú að kannski nálægðin við helsta leik­vang ungra barna og hús­dýra­garð­inn og þar sem mikið íþrótta­starf fer fram hjá Þrótti og Ármanni sé nú ekki alveg heppi­leg­asti stað­ur­inn, en við sjáum bara til hvernig þetta fer allt sam­an,“ segir Guð­jón.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent