Heimilislausir handan Suðurlandsbrautar virðast ekki ætla að stöðva áform Reita

Samkomulag hefur verið undirritað um uppbyggingu 440 íbúða á Orkureitnum. Reitir sögðust í fyrra áskilja sér rétt til þess að hætta við áformin ef smáhýsi fyrir heimilislausa yrðu byggð í nágrenninu. Forstjórinn segir oftúlkun að kalla það hótun.

Guðjón Auðunsson forstjóri Reita og Dagur B. Eggertson borgarstjóri undirrituðu samkomulag um uppbyggingu Orkureitsins í gær.
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita og Dagur B. Eggertson borgarstjóri undirrituðu samkomulag um uppbyggingu Orkureitsins í gær.
Auglýsing

Reitir fast­eigna­fé­lag og Reykja­vík­ur­borg skrif­uðu í gær undir sam­komu­lag um upp­bygg­ingu 440 íbúða á svoköll­uðum Orku­reit, sem er á horni Grens­ás­vegar og Suð­ur­lands­braut­ar. Gert er ráð fyrir því að upp­bygg­ing á reitnum geti haf­ist á fyrri hluta árs­ins 2022.

Kjarn­inn heyrði í Guð­jóni Auð­uns­syni for­stjóra Reita og spurði hann út í fyr­ir­hug­aða upp­bygg­ingu. Blaða­manni lék for­vitni á að vita hvers konar íbúðir stæði til að byggja á reitn­um. Það segir Guð­jón ekki alveg ljóst.

„Nú á eftir að hanna þær end­an­lega. Það er í sjálfu sér bara búið að magn­taka lóð­ina og draga upp ytri línur af byggð­inni eins og hún mun líta út en menn hafa í sjálfu sér dálítið frjálsar hendur ennþá með það hvernig hönn­unin á íbúð­unum end­an­lega er,“ segir Guð­jón.

Hann bætir við að það sé ekk­ert víst að Reitir munum fylgja verk­efn­inu eftir alveg til enda og ákveða hvernig hönnun á ein­stökum íbúðum er. „Það getur vel verið að verk­efnið að hluta til eða öllu leyti verði selt og þeir sem halda á því áfram hafi hærri rödd en við um það hvernig þetta verði nákvæm­lega útfært,“ segir Guð­jón.

Auglýsing

Gamla Raf­veitu­hús­ið, sem oft er kallað Orku­húsið þrátt fyrir að heil­brigð­is­starf­semi undir nafni Orku­húss­ins sé fyrir all­nokkru komin á nýjan stað í Urð­ar­hvarfi í Kópa­vogi, mun áfram standa á lóð­inni innan um nýbygg­ing­arn­ar.

Orkureiturinn snýr að Suðurlandsbraut, Grensásvegi og Ármúla auk þess sem ráðgert er að ný gata tengi Ármúla og Suðurlandsbraut. Mynd: Alark-arkitektar

„Það er að hluta frið­að, hafi menn haft áhuga á að fjar­lægja það er það hrein­lega ekki heim­ilt og það fær bara nýtt hlut­verk. Ég get ekki alveg sagt frá því hvað það er, því það er ekki búið að klára samn­inga, en húsið mun standa og fær nýtt hlut­verk,“ segir Guð­jón.

Reitir hafa í COVID-19 far­aldr­inum lánað húsið til heilsu­gæsl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu undir sýna­tökur og bólu­setn­ing­ar. „Svo tekur það von­andi enda fyrr en seinna og síðan fer húsið bara í önnur not,“ segir Guð­jón.

Teikning af því hvernig umhverfi Orkuhússins gæti orðið í náinni framtíð, séð frá Suðurlandsbraut.

Deiliskipu­lag reits­ins, sem brátt verður aug­lýst form­lega af hálfu borg­ar­inn­ar, byggir á vinn­ings­til­lögu Alark-­arki­tekta. Til­lagan gerir ráð fyrir þriggja til átta hæða hárri byggð með skjól­góðum og sól­ríkum inn­görðum sem eru að hluta til opnir og tengdir saman með göngu- og hjóla­stíg­um. Byggðin er hæst úti við Suð­ur­lands­braut og Grens­ás­veg en lægri út að Ármúl­an­um. Hægt er að kynna sér skipu­lagið betur á vef­svæði sem hefur verið sett upp fyrir reit­inn.

Telur „oftúlk­un“ að ræða um hótun af hálfu Reita

Reykja­vík­ur­borg hefur uppi áform um að setja upp nokkur smá­hýsi fyrir heim­il­is­lausa íbúa á van­nýttu borg­ar­landi handan Suð­ur­lands­braut­ar­innar og voru þau áform sam­þykkt í borg­ar­ráði í síð­ustu viku. Reitir settu sig upp á móti þessum skipu­lags­á­formum í fyrra.

Í umsögn fast­­eigna­­fé­lags­ins sagði að upp­­­bygg­ing smá­hýsanna, fimm tals­ins, myndi setja göng­u­teng­ingu Orku­reits­ins yfir í Laug­­ar­­dal „í upp­­­nám“ og að smá­hýsin gætu jafn­­framt haft veru­­lega nei­­kvæð áhrif á ímynd og sölu­­mög­u­­leika íbúð­anna sem Reitir ætla að byggja.

„Verði deiliskipu­lagið sam­­þykkt með til­­heyr­andi nei­­kvæðum áhrif­um, áskilur lóð­­ar­hafi sér rétt til­ að end­­ur­­skoða upp­­­bygg­ing­­ar­á­­form á Orku­reitn­­um. Rétt er að minna á að stefna borg­­ar­yf­­ir­­valda í skipu­lags­­málum er sú að þétta byggð með­­fram svoköll­uðum þró­unarás og fyr­ir­hug­aðri leg­u ­borg­­ar­línu. Að mati Reita væri borgin með umræddri skipu­lags­á­kvörðun að vinna gegn þeirri ­stefnu, verði nið­­ur­­staðan á þá leið að lóð­­ar­hafi hætti alfarið við upp­­­bygg­ing­­ar­á­­form sín og hald­i á­fram fast­­eigna­­rekstri núver­andi bygg­inga á lóð­inni eins og verið hef­­ur,“ sagði í umsögn Reita til skipu­lags­yf­ir­valda Reykja­vík­ur.

Frá undirrituninni í gær. Mynd: Reitir

Spurður út í þetta seg­ist Guð­jón telja að athuga­semdir Reita hafi „verið mál­efna­legar á alla kanta“ og að það sé „oftúlk­un“ að lesa það sem svo að Reitir hafi verið að hóta því að hætta við upp­bygg­ing­una á Orku­reitnum ef borg­ar­yf­ir­völd héldu sig við að setja upp smá­hýsi fyrir skjól­stæð­inga vel­ferð­ar­sviðs í grennd­inni. For­stjór­inn telur að í umsögn Reita hafi verið „pent, diplómat­ískt orða­lag um að biðja menn að hugsa sig vel um.“

„Svo geta menn bara haft sína skoðun á því prí­vat og per­sónu­lega hvar þessu er best fyrir kom­ið,“ segir Guð­jón um smá­hýs­in.

„Ein­hvers­staðar verður að koma þessu fyrir og mín per­sónu­lega skoðun er sú að kannski nálægðin við helsta leik­vang ungra barna og hús­dýra­garð­inn og þar sem mikið íþrótta­starf fer fram hjá Þrótti og Ármanni sé nú ekki alveg heppi­leg­asti stað­ur­inn, en við sjáum bara til hvernig þetta fer allt sam­an,“ segir Guð­jón.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent