Breskir bankaskandalar hafa þurrkað út 60 prósent af hagnaðinum

h_51738251.jpg
Auglýsing

Bankaskandalar í Bret­landi, það er greiðslur vegna lög­brota banka til rík­is­ins og við­skipta­vina, hafa þurrkað út um 60 pró­sent af hagn­aði þeirra frá árinu 2011. Þetta kemur fram í skýrslu KPMG, sem nefn­ist A Para­dox of Forces, sem Business Insider vitnar til.

Bank­arnir Royal Bank of Scotland, Lloyds Bank­ing Group, HSBC, Barclays og Stand­ard Chartered hafa greitt sam­tals 57,6 millj­arða Banda­ríkja­dala vegna lög­brota og sátta­greiðslna frá árinu 2011.

Í skýrslu KPMG segir að þessar háu greiðslur séu farnar að hafa mikil áhrif á rekstur bank­anna, ekki síst þar sem ekki sér fyrir end­ann á því að greiðsl­urnar muni hækka enn meira, þar sem fjöl­mörg lög­brot hafa ekki verið til lykta leidd í dóms­kerfi eða sátt­ferli enn­þá.

Auglýsing

Bill Micheal, yfir­maður fjár­mála­ráð­gjafar KPMG, segir að bankar séu nú að fara í gegnum gríð­ar­lega hraðar og miklar breyt­ing­ar, þar sem eft­ir­lits­starf­inu hefur verið breytt, tækn­inni fleytir fram og vænt­ingar til fjár­mála­starfs­semi í sam­fé­lag­inu væru að breyt­ast mik­ið. Hann segir breyt­ingar sem þessar aðeins koma einu sinni í lífs­leið­inni, svo miklar séu þær.

 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None