Breskir milljarðamæringar græddu metfjárhæðir í heimsfaraldri kórónuveiru

Auður ríkustu íbúa Bretlands hefur aldrei vaxið jafn hratt og í kórónuveirufaraldrinum. Breskir milljarðamæringar, í pundum talið, eiga nú yfir hundrað þúsund milljarða króna. Einn Íslendingur er á listanum.

Kórónuveirufaraldurinn tæmdi götur borga á borð við London og hafði neikvæð áhrif á líf milljóna manna í Bretlandi. Á sama tíma högnuðust sumir milljarðamæringar sem aldrei fyrr.
Kórónuveirufaraldurinn tæmdi götur borga á borð við London og hafði neikvæð áhrif á líf milljóna manna í Bretlandi. Á sama tíma högnuðust sumir milljarðamæringar sem aldrei fyrr.
Auglýsing

Árið 2020, þegar heims­far­aldur kór­ónu­veiru geis­aði í heim­inum með til­heyr­andi mann­falli og tak­mörk­unum á lífs­gæðum millj­arða manna, hefur leitt af sér meiri auð­söfnun hjá rík­asta hópi Breta en áður hefur mælst. 

Sam­kvæmt árlegum lista Sunday Times um rík­ustu ein­stak­linga Bret­lands jókst auður þeirra íbúa rík­is­ins sem mæl­ast millj­arða­mær­ingar í breskum pundum talið um 21,6 pró­sent á síð­asta ári. Þeir eru nú 171 tals­ins, 24 fleiri en þegar list­inn var tek­inn saman í fyrra, og hóp­ur­inn á sam­an­lagt um 598 millj­arða punda, eða 103.215 millj­arða íslenskra króna. Auður þessa hóps jókst um 22.294 millj­arða íslenskra króna á einu ári, eða 61 millj­arð króna á dag að jafn­aði. Á sama tíma lét­ust nálægt 130 þús­und manns úr COVID-19 í Bret­landi, millj­ónir íbúa lands­ins fóru á hluta­bætur og hund­ruð þús­unda misstu vinn­una. 

Einn Íslend­ingur á list­anum

Sá sem situr í efsta sæti á lista Sunday Times, sem var birtur um helg­ina, er Leon­ard Bla­vatnik. Hann er fjár­festir sem hefur meðal ann­ars verið umsvifa­mik­ill í tón­list­ar- og afþrey­ing­ar­geir­anum og á öðrum sviðum fjöl­miðl­un­ar. Í fyrra seldi hann stóran hlut í Warner Music útgáfuris­anum en á einnig umtals­vert af bréfum í honum áfram, sem hafa hækkað um 50 pró­sent í verði. Þetta er í annað sinn sem hann nær að vera í því sæti á list­an­um, en því náði hann einnig árið 2015. 

Auglýsing
Auður Bla­vatnik óx um sjö millj­arða punda, 1.208 millj­arða íslenskra króna, á síð­asta ári. Til að setja þá tölu í sam­hengi má nefna að sam­kvæmt fjár­lögum árs­ins 2021 áttu öll útgjöld íslenska rík­is­ins að vera 1.036 millj­arðar króna í ár.

Í úttekt­inni kemur fram að stærstu sig­ur­veg­arar síð­asta árs, þegar árangur er mældur í aukn­ingu á auð, séu eig­endur fyr­ir­tækja á borð við Boohoo, The Hut Group, Asos og Far­fetch, sem leggja áherslu á net­versl­un. Á sama tíma og sam­keppn­is­að­ilar þeirra sem reka hefð­bundnar versl­anir þurftu að loka mán­uðum saman vegna far­ald­urs­ins, var for­dæma­laust upp­grip hjá þessum aðil­u­m. 

Einn Íslend­ingur er á list­anum yfir 250 rík­ustu ein­stak­linga Bret­lands, Björgólfur Thor Björg­ólfs­son. Hann situr í sæti númer 100 og fellur um átta sæti milli ára. Auður Björg­ólfs Thors er met­inn á 1,6 millj­arða punda, um 276 millj­arða íslenskra króna, og jókst um 37 millj­ónir punda á síð­asta ári, eða um 6,4 millj­arða króna.

Björgólfur Thor Björgólfsson.

Jim Ratclif­fe, aðal­eig­andi efna­fram­­leiðslu­stór­veld­­is­ins Ineos Group sem hefur stundað umfangs­mikil upp­kaup á jörðum á Íslandi, fellur á list­anum á milli ára, úr 5. sæti í sæti númer 25. Ratcliffe var í fyrsta sæti list­ans árið 2018 og tal­inn rík­asti maður Bret­lands það árið. Auður hans dróst veru­lega saman á síð­asta ári og er nú tal­inn nema 6,3 millj­örðum punda, alls 1.087 millj­örðum íslenskra króna.

Kallað eftir risa­skatti

Í umfjöllun Sunday Times er meðal ann­ars fjallað um að sú mikla aukn­ing á auði rík­ustu íbúa Bret­lands, á sama tíma og stór hluti ann­arra íbúa hefur þurft að ganga í gegnum mikla erf­ið­leika og þján­ing­ar, hafi aukið þrýst­ing á stjórn­völd um að skatt­leggja COVID-19 auð­söfn­un­ina með nýstár­legum og afger­andi hætti.

Talið er að um 700 þús­und manns í Bret­landi hafi færst fyrir neðan fátæktr­ar­mörk vegna far­ald­urs­ins og sú tala hefði orðið mun hærri ef ekki væri fyrir umfangs­miklar aðgerðir stjórn­valda þar í landi, sem hafa leitt af sér fjár­laga­halla upp á 303 millj­arða punda, 52.300 millj­arða króna. Það er mesti halli á rekstri breska rík­is­ins síðan í seinni heim­styrj­öld­inni.

John Caud­well, sem sjálfur situr í 103. sæti list­ans og hefur hagnað gríð­ar­lega á fjar­skipta­mark­aðn­um, hefur til að mynda kallað eftir því að Rishi Sunak, fjár­mála­ráð­herra Bret­lands, setji á sér­stakan ein­skiptis skatt vegna hagn­aðar síð­ast­lið­ins árs. Hann beinir spjótum sínum aðal­lega að þeim sem hagn­ast hafa sér­stak­lega vegna tak­markanna sem aðrir hafa orðið fyr­ir.

Á sama stað kall­aði Caud­well skatta­snið­göngu sem lengi hefur tíðkast hjá hinum ofur­ríku, sem nær allir borga mun minna hlut­fall af árlegum ágóða sínum í skatta en þeir sem vinna hjá þeim, „sjúk­dóm“. Caud­well sagði að sér­staki skatt­ur­inn ætti að vera svip­aður að umfangi og hagn­aður við­kom­andi af því að tak­mark­anir voru settar á aðra fleti sam­fé­lags­ins til að berj­ast gegn kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. Ein­faldasta leiðin væri að leggja á ein­skiptis 90 pró­sent skatt á allan hagnað sem rekja megi beint til far­ald­urs­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent